Morgunblaðið - 31.03.1985, Page 34
34 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MARZ 1985
ER MÝVATNAÐ DEYJA?
NÆRRI helmingur útsvarstekna Skútustaöa-
hrepps kemur frá KísiliÖjunni og starfsmönnum
hennar. íbúum hreppsins hefur fjölgað um nærri
200 á tuttugu árum, síðan Kísiliöjan var stofnuö
1966. Aukningin hefur orðið í í þéttbýliskjarnan-
um — Skútustaðahreppur (sem hreppsnefndin
óskar nú eftir að fá að skíra (Mývatnssveit) var
eina sveitarfélagið á Norðurlandi þar sem fjölgaði
á síðasta ári. Ibúar eru nú um 590.
Áhrif Kísiliðjunnar
á atvinnulíf Mývetninga:
Úr Námaskarði sér yfir Kísiliðjuna og Ytri-Flóa, þar sem gúrtakan hefur farið fram undanfarna tvo áratugi.
Helmingur útsvarstekna frá
starfsmönnum Kísiliðjunnar
Hugsa það ekki til enda
Á milli 70 og 80 þeirra vinna
hjá Kisiliðjunni. „Verksmiðjan
skiptir okkur vissulega gífurlega
miklu máli atvinnulega og fjár-
hagslega," sagði Arnaldur
Bjarnason sveitarstjóri. „Ég
hugsa ekki til enda hvernig færi
ef Kísiliðjan þyrfti að hætta
skyndilega enda hefur uppbygg-
ingin öll orðið í kringum hana —
meira að segja vegurinn milli
Húsavíkur og Mývatns.
En svæðið er býr yfir mörgum
góðum kostum. Ég nefni sem
dæmi orkuna, sem ég tel geta
nýst okkur mjög vel i háþróuðum
iðnaði. Það sem ég óttast er
kannski helst það, að það sé sama
hvaða kost menn vilja reyna,
hann verði alltaf dæmdur skað-
legur fyrir lífríkið. Það stenst
ekki að friða heilt sveitarfélag —
friðlýsingarstefnan má ekki enda
með því, að hvergi sé hægt að
drepa niður fæti. Það er beinlínis
1 andstöðu við fyrstu grein Nátt-
úruverndarlaga."
Arnaidur Bjarnason sveitarstjóri
Skútustaðahrepp: Stenst ekki að
friða heilt sveitarfélag.
Hvað tæki við?
Bn hvaða valkosti hugleiða
sveitarstjórinn og hreppsnefnd-
armenn (sem allir voru kosnir af
sama lista, er kenndur var við
Valborgu Helgu Pétursdóttur í
Reynihlíð) í atvinnumálum?
„Við eigum von á að Iðntækni-
stofnun geri úttekt á atvinnu-
möguleikum hér á þessu ári,“
sagði Arnaldur Bjarnason. „Ef
Vilji er fyrir hendi og trú á hlut-
ina er hægt að gera margt. Við
héldum hér vel heppnaða at-
vinnumálaráðstefnu í apríl á síð-
asta ári. Hana sátu 50—60 manns
og fjallað var um margvísleg mál:
nýtingu háhita, landbúnað, ferða-
þjónustu, verktakastarfsemi í
sveitinni, Kísiliðjuna, Kröflu-
virkjun, þróun lífefnaiðnaðar og
fieira. Um þetta eru menn að
brjóta heilann. Það er ekki sveit-
arfélagið, sem á að skapa atvinn-
una — það á að skapa þau skil-
yrði, að menn vilji hefjast handa
um arðbæran atvinnurekstur. Og
svo skiptir ekki síður máli, að
taki vatnið við sér getur afrakst-
ur þess orðið jafn mikils virði og
allar sauðfjárafurðir, sem hér eru
framleiddar. Til að svo geti orðið
þurfa að fara fram miklu ítar-
legri rannsóknir á vatninu."
Þarf að mæta skellinum
„Einhverntíma þarf Kísiliðjan
að fara,“ sagði Héðinn Sverrisson
á Geiteyjarströnd, „og það þarf
að vera hægt að mæta þeim
skelli: „Ég held að menn hafi ekki
leitt hugann mikið að þessum
málum fyrr en deilan kom upp i
haust. Nú verðum við að taka
okkur tak og hugsa málin í al-
vöru.“
Eysteinn Sigurðsson á Arnar-
vatni sagði að sextíumenningarn-
ir, sem hyggjast verja Syðri-Flóa,
gerðu sér fyllilega ljósan þann
vanda, sem mundi skapast ef Kis-
iliðjan hætti starfsemi sinni. „At-
vinnuöryggi 50—60 fyrirvinna
(ekki 80 eins og þeir segja sumir)
er þá í hættu — en það er ekki
minnst á atvinnuöryggi þeirra
40—50 bænda og fjölskyldna
þeirra, sem lifa á vatninu,“ sagði
hann. „Vatnið er ördautt, silungs-
veiðin er nær engin orðin og
hvert áfallið hefur rekið annað
frá 1970. Það eru margir að
ímynda sér að verndun lífríkis
vatnsins geti farið saman við iðn-
að og námagröft. Það er útilokað
til lengri tíma.
„Ekkert nema bænaskjal
til ráðherra“
Fari svo að Kísiliðjan leggist af
má mæta því með aukinni refa-
rækt og minkarækt, svo ég nefni
dæmi,“ sagði Eysteinn. „Af hálfu
sveitarstjórnarinnar hefur ekk-
ert verið gert í atvinnumálum
nema senda iðnaðarráöherra
bænaskjal um að Kísiliðjan fái að
lifa sem lengst.“
Ingólfur sparisjóðsstjóri Jón-
asson á Helluvaði var sömuleiðis
gagnrýninn á meint stefnuleysi
sveitarstjórnarinnar í atvinnu-
málum: „Mér er sagt að ráðstefn-
an hafi tekist vel en betur má ef
duga skal,“ sagði hann. „Fari svo
að starfsleyfi Kísiliðjunnar verði
takmarkað við þann tíma, sem
Náttúruverndarráð hefur miðað
við, þá verðum við að huga mjög
alvarlega að öðrum verkefnum —
og þá atvinnutækifærum, sem
geta samlagast náttúrufarinu."
Um rannsóknir og námaleyfi við Mývatn:
Mátti ráðherra
veita nýtt leyfi?
Mývatn og fiokkun Náttúru-
verndarráðsmannanna Árna
Einarssonar og Arnþórs Garó-
arssonar á mikilvægi botn-
sveóa fyrir fuglalíf og silung.
Þótt enn þurfi mikilla rann-
sókna vió benda bráóabirgóa-
nióurstöóur til aó A-flokkur sé
mikilvægastur, síóan B og loks
C.
- Náttúruverndarráð
segir nei og er stað-
ráðið í að láta reyna
á það fyrir dómstólum
Náttúruverndarráð er staðráðið í
að láta reyna á það hvort leyfi iðnað-
arráðherra um 15 ára framlengingu
námavinnslu úr Mývatni fái staðist
fyrir lögum. Þetta varð niðurstaða
ráðsins á fundi 1. febrúar sl„ tveim-
ur dögum eftir að Sverrir Her-
mannsson tilkynnti um ákvörðun
sína. Ráðið hafði áður, um miðjan
desember, mæit með að námaleyfi
Kísiliðjunnar yrði framlengt um
fimm ár eftir að núgildandi leyfi
rennur út, eðá til ársins 1991.
„Veruleg áhrif á
lífrfki vatnsins“
Þá sagðist náttúruverndarráð
ekki geta mælt með lengri fram-
lengingu:
a) vegna þess að sýnt þykir, að
kisilgúrvinnslan hafi veruleg
áhrif á lífríki vatnsins,
b) vegna mikilvægis Mývatns í
náttúru landsins og Evrópu,
c) vegna þess hve rannsóknir á
Mývatni eru skammt á veg
komnar,
d) vegna þeirrar alþjóðlegu
ábyrgðar á vernd Mývatns sem
íslendingar tóku á sig við und-
irritun Ramsar-sáttmálans um
verndun votlendis.
Ráðið vildi að efnistaka úr Mý-
vatni yrði takmörkuð við ákveðin
mörk á Ytri-Flóa og að haft yrði
samband við það um röð vinnslu-
svæða. Þegar kom fram af hálfu
ráðsins, að það liti svo á, að það
hefði „tvímælalausa heimild til að
banna hvers konar umsvif á þessu
verndarsvæði..." enda sé svo
mælt fyrir í lögunum um verndun
Laxár- og Mývatnssvæðisins að
hvers konar mannvirkjagerð og
jarðrask á svæðinu séu háð sam-
þykki Náttúruverndarráðs, eins
og sagði I samþykkt ráðsins þegar
leyfið hafði verið veitt. Það telur
að ráðherra hafi farið út fyrir
valdsvið sitt með því að veita leyf-
ið og ætlar að láta reyna á það
fyrir dómstólum ef nauðsyn kref-
ur, eins og fyrr segir.
Ný nefnd stjórni
rannsóknunum
Námaleyfið gildir í fimmtán ár
frá 13. ágúst 1986. Af hálfu iðnað-
arráðherra voru sett nokkur skil-
yrði. Skilyrðin voru eftirfarandi:
„1. Frá 1. júní mun ríkisstjórnin
verja fjárhæð jafnhárri af-
gjaldinu fyrir námaréttinn til
rannsókna á áhrifum efnis-
tökunnar á dýralíf og gróður
við Mývatn (afgjaldið er doll-
ar af hveriu tonni, sem fram-
leitt er. A síðasta ári nam
þessi fjárhæð um milljón
krónum, innsk. blm.).
2. Kísiliðjunni hf. hefur verið
gert að leggja fram til rann-
Flokkur
f | Flokkur B
1 | Flokkur C
j 1 Raskaöur botn
sókna á áhrifum efnis-
tökunnar á dýralíf og gróður
við Mývatn jafnháa fjárhæð
og ríkissjóður skv. 1. tl.
3. Skipuð verður nefnd fjögurra
manna til að hafa umsjón með
rannsóknum á áhrifum efnis-
tökunnar á dýralff og gróður
við Mývatn, sem kostaðar
verða skv. ofansögðu. Nefndin
verður þannig skipuð:
Iðnaðarráðherra skipar einn
mann án tilnefningar,
Náttúruverndarráð tilnefni
einn,
Kísiliðjan hf. tilnefni einn og
Skútustaðahreppur tilnefni
einn.
Varamenn verði skipaðir á
sama hátt.
Gert er ráð fyrir að samið
verði við rannsóknastöðina við
Mývatn um framkvæmd rann-
sóknarinnar.
4. í námaleyfinu áskilur iðnað-
arráðherra sér heimild til að
endurskoða skilmála leyfisins
verði verulegar breytingar til
hins verra á dýralífi eða
gróðri við Mývatn, sem rekja
má til efnistökunnar og „hafi í
för með sér alvarleg og var-
anleg áhrif á dýrallf eða gróð-
ur við Mývatn," eins og segir í
bréfi ráðherra til Náttúru-
verndarráðs.
Hártogun um orðalag
Þarna er greinilega talsverður
áherslumunur. Náttúruverndar-
ráð leggur áherslu á að ekki verði
unnið úr vatninu lengur en í fimm
til sex ár „nema niðurstöður
rannsókna á áhrifum kísilgúrtöku
á lífriki vatnsins sýndu að óhætt
væri að halda henni lengur áfram
án þess að skaða lífríki Mývatns
og Laxár,“ eins og sagði í plaggi,
sem lagt var fram á blaðamanna-
fundi nýlega. Þar segir einnig að
niðurstöður þeirra rannsókna,
sem þegar hafa verið gerðar, séu
þær vfsbendingar að Náttúru-
verndarráð telur fyllstu ástæðu
til að fara varlega f sakirnar. Það
efni sem óhætt er talið að taka til
viðbótar úr Ytri-Flóa án frekari
rannsókna nægir aðeins f 7—8 ár
og úr Syðri-Flóa er ekki ráðlegt
að taka neitt efni án frekari rann-
sókna. Ráðið telur óviðunandi að
Kísiliðjunni skuli vera heimiluð
kfsilgúrtaka hvar sem er utan
netalaga í Mývatni og þykir af-
leitt að ekki sé heimilt að endur-
skoða skilmálana „fyrr en veru-
legar breytingar hafa orðið á líf-
rfkinu“, ekki einu sinni þó allt
bendi til eða hægt sé með vissu að
sjá fram á að breytingar verði.
Segir að allt um endurskoðun
námaleyfisins sé opið til hártog-
unar vegna orðalags, það veiti
ekkert aðhald og sé gjörsamlega
óviðunandi.
Loks leggja Náttúruverndar-
ráðsmenn áherslu á, að eðlilegt
væri að stjórn Náttúrurannsókna-
stöðvarinnar við Mývatn hafi um-
sjón með þeim rannsóknum, sem
nú eigi að veita fé í, en ekki skipuð
ný nefnd eins og mælt sé fyrir um
í námaleyfi iðnaðarráðherra.