Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 1
B/C/D 128 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 79. tbl. 72. árg.____________________________________FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Æ' Irakar fá 60 her- þotur frá Frökkum London, 3. apríl. AP. ÍRAKAR eru í þann mund að und- irrita samning við Frakka um kaup á 60 hljóðfráum herþotum af gerðinni Mirage-2000. Skýrði brezka herfræðitímaritið Jane’s Defense Weekly frá þessu í dag. Blaðið tilgreinir ekki heimildirnar fyrir frétt sinni, en skýrir frá því, að Frakkar hyggist einnig selja írökum exocet-eldflaugar auk las- erstýrðra loftvarnaeldflauga. Talið er víst, að með þessum nýju flugvélum og vopnum fái ír- akar enn meiri yfirburði í lofti gagnvart frönum í styrjöld þjóð- anna, sem nú hefur staðið í 4Vé ár. Á síðasta ári fengu írakar 100 MIG-herþotur frá Sovétríkjun- um. Ræður flugher þeirra nú yfir 600 flugvélum og hefur hann sýnt verulega yfirburði gagnvart flugher írana að undanförnu, en þeir síðarnefndu ráða aðeins yfir 120 flugvélum. Hefur flugher þeirra orðið fyrir miklum skakkaföllum að undanförnu og þar að auki er talið, að skortur á varahlutum hái honum mjög. 17. aldar málverk á 110 milljónir London, 3. aprfl. AP. í DAG seldist á uppboði hjá Sotheby’s í London málverk eft- jr ítalska 17. aldar málarann Gu- ido Reni og var söluverðið 2,2 milljónir punda (um 110 milljón- ir ísl. kr.). Eigandi málverksins hafði staðið í þeirri trú, að myndin væri eftirlíking. Talsmaður Sotheby’s kvað þetta metverð fyrir verk eftir Reni. Hvorki kaupandi né selj- andi vildi láta nafns síns getið. Málverkið, sem heitir „Dav- íð með höfuð Golíats", er svip- að því sem hangir í Louvre- safninu í París, að sögn John Somerville hjá Sotheby’s. Tal- ið er, að Reni hafi málað myndina á árinu 1620, u.þ.b. 15 árum á eftir Louvre-myndinni. Þá seldist 18. aldar brjóst- mynd í dag á uppboði hjá Christie’s á 518.400 pund (um 25 millj. ísl. kr.). Brjóstmynd þessi, sem er af fjórða jarlinum af Chester- field, er gerð af Louis Francois Roubiliac árið 1745. Að sögn talsmanns Christie’s er þetta dýrasta höggmynd, sem seld hefur verið á uppboði í Eng- landi. Roubiliac var franskur húg- enotti og kom til Englands 1735. Ferming í Dómkirkjunni. MorKunblaðið/Ólafur K. Magnúsaon. Grikkland: Þing- kosn- ingar í sumar Aþenu, 3.aprfl. AP. ANDREAS Papandrou forsætis- ráðherra hefur ákveðið að boða til nýrra kosninga nokkrum mánuð- um áöur en fjögurra ára kjörtíma- bil sósíalistastjórnar hans rennur út, að sögn talsmanns stjórnarinn- ar í dag. Hann sagði að Papandreou mundi ganga á morgun á fund nýkjörins forseta, Kristosar Sartzetakis, og biðja hann að rjúfa þing, fljótlega eftir að það hefði samþykkt fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskránni. Að sögn embættismanna verð- ur kosið í júní eða júlí. Þingið greiðir atkvæði um stjórnarskrárbreytingarnar í næstu viku og þær verða að fá samþykki beggja þingdeilda. Kosningar má halda einum mán- uði eftir að þing hefur verið rof- ið. Talsmaðurinn sagði að sjálf- heldan í Kýpurdeilunni væri ein af ástæðunum fyrir þvi að geng- ið yrði til kosninga. Bollalegg- ingar hafa verið uppi um nýjar kosningar síðan Konstantín Karamanlis forseti sagði af sér í síðasta mánuði og jukust við umdeilda kosningu Sartzetakis- ar, eftirmanns hans, í síðustu viku. Á Kýpur er Spyros Kyprianou forseti gagnrýndur fyrir að hafna tillögum SÞ um friðsam- lega lausn deilumálanna á eynni. Þingið vítti Kyprianou fyrir það hvernig hann hélt á málum í viðræðum við Rauf Denktash, leiðtoga tyrkneska minnihlut-* ans, í New York í janúar. Dregur úr verkfallsað- gerðum í Danmörku Kyrrð verður komin á innan skamms, segir Poul Schliiter Kaupmannaböfn, 3. aprfl. AP. MJÓG dró úr verkfallsaðgerðum í Danmörku í dag og sneru þúsundir verkamanna aftur til vinnu. Poul Schliiter forsætisráðherra spáði því, að „kyrrð yrði komin á í landinu innan skamms”. Háværar raddir voru samt uppi um nýjar og harðari aðgerðir að loknu páskaleyfi og lýstu forystumenn nokkurra verkalýðsfélaga því yfir, að efnt yrði aftur til verkfalla 10. aprfl. Þrátt fyrir minnkandi verkföll fór því fjarri, að innanlands- ástand í Danmörku væri komið í eðlilegt horf í dag. Þannig voru miklar truflanir á sölu bensíns og olíu á Sjálandi. Umferð á Kast- rup-flugvelli var þó mjög tekin að aukast á ný, enda þótt flugvélar gætu enn ekki tekið eldsneyti þar. Áframhaldandi verkfall 700 fram- reiðslumanna hjá SAS olli því ennfremur, að farþegar með vél- um félagsins fengu hvorki vott né þurrt um borð. Nokkrar truflanir voru enn á ferðum strætisvagna í dag, en vonir stóðu til, að þær yrðu nokk- urn veginn með eðlilegu móti á morgun, fimmtudag. Hins vegar voru litlar líkur á því, að áætlun- arferðir með ferjunum yfir dönsku sundin kæmust fljótt í lag. Var því gert ráð fyrir verulegum truflun- um á ferðum þeirra, sem hyggjast' fara milli dönsku eyjanna í páska- leyfinu. Dagskrá danska útvarpsins var með eðlilegum hætti, bæði í hljóð- varpi og sjónvarpi. Þar kom það hins vegar fram í fréttum, að „neyðarástand" ríkti enn í mörg- um sjúkrahúsum vegna verkfall- anna, en starfsemi dagvistarstofn- ana og annarra slíkra stofnanna væri komin í venjulegt horf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.