Morgunblaðið - 04.04.1985, Side 2

Morgunblaðið - 04.04.1985, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRlL 1985 Tap Eimskips 57,3 millj- ónir í fyrra Flutningagjöld á stykkjavöru hækka um 8% 9. aprfl nk. Morgunbladid/Júlíus Gífurlegan reyk lagði upp frá fiskkassastæðunum og mynduðust eiturgufur, sem einnig lagði upp. Slökkviliðs- menn áttu í erfiðleikum vegna hita sem myndaðist. Stórtjón hjá BÚR vegna sinubruna TAP Eimskipafélags íslands nam 57,3 milljónum króna á sl. ári, þ.e. 1984, en félagið skilaði 97,2 millj. kr. hagnaði árið 1983. Heildartekjur fé- lagsins námu kr. 2.082 millj., sem er 19% aukning frá árinu 1983. Flutn- ingar á árinu 1984 voru 723 þús. tonn, sem er um 8% aukning frá árinu áður. Þetta kemur m.a. fram í ársreikningum Eimskips, sem fram verða lagðir á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 18. aprfl nk. Ákveðið hefur verið að hækka flutn- ingsgjöld á stykkjavörum félagsins um 8% að meðaltali frá og með 9. aprfl nk. Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips sagði aðspurður um tap Útvarpið: Ingólfur og Samúel íþrótta- fréttamenn INGÓLFUR Hannesson hefur verið ráðinn íþróttafréttamaður hljóð- varpsins og tekur væntanlega við starfinu um mánaðamótin aprfl-maí. Mánuði síðar, 1. júní, kemur Samúel Örn Erlingsson til vinnu við íþrótta- fréttir á útvarpinu og er ráðinn til eins árs. Skv. upplýsingum Mbl. er gert ráð fyrir að íþróttafréttum verði útvarpað á rás 2 í sumar og því sé gert ráð fyrir tveimur íþrótta- fréttamönnum I fullu starfi. félagsins á sl. ári: „Reksturinn gekk með mjög viðunandi hætti fram yfir mitt ár, en veruleg um- skipti urðu síðari hluta ársins. Skipti þar mestu máli efnahags- þróunin, sérstaklega gengislækk- un íslenzku krónunnar. Gengis- lækkanirnar í nóvember og des- embermánuðum einum kostuðu félagið 140 millj. kr., en samtals kostaði gengistapið 243 millj. kr. Því má bæta við, að ef eðlileg efnahagsþróun hefði orðið á síðari hluta ársins hefði hagnaður ársins 1984 orðið á milli 30—40 millj. kr.“ Hörður var einnig spurður hverjar helstu ástæður ákvörðun- arinnar um hækkun flutninga- gjalda væru. Hann tók sérstaklega fram að 70—75% af rekstrark- ostnaði Eimskips væri í erlendum gjaldmiðlum þannig að hækkunin mætti varla verðbólguþróun er- lends kostnaðar á sl. tveimur ár- um. Hann sagði ennfremur: „Flutningsgjöld hafa ekki hækkað á almennri stykkjavöru frá í nóv- ember 1982. Hins vegar lækkuðu þau um 7% í desembermánuði 1983. Þessar hækkanir eru innan þess ramma sem Verðlagsstofnun hefur heimilað og eru nauðsynleg- ar til að draga úr áframhaldandi taprekstri sem og til að mæta verðbólgu erlendis, sem verið hef- ur 5—10% á ári í þeim löndum sem Eimskip siglir til.“ MIKIÐ tjón varð þegar eldur læst- ist í fiskkassastæðu Bæjarútgerðar Reykjavíkur við Meistaravelli í há- deginu í gær. Um 2.800 kassar eyð- ilögðust og er verðmæti þeirra um 1 milljón króna. Eldurinn kviknaði út frá sinu, sem börn kveiktu í utan við girðingu BÚR og náði hann að læsa sig í fiskkassana. Eldurinn magnaðist skjótt og myndaðist gífurlegur hiti. Eit- urgufur lagði upp og gífurlegan reyk. Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt á staðinn og áttu slökkviliðsmenn í nokkrum erfiðleikum að slökkva eldinn vegna gífurlegs hita og mikillar eiturgufu. Tvær rúður í nærl- iggjandi húsi sprungu vegna hit- ans. Mikil mildi er, að vindátt var hagstæð þannig að eld og reyk lagði ekki í átt að bygging- um BÚR. Mikil brögð hafa verið að því, að kveikt hafi verið í sinu að undanförnu. Slökkviliðið var í gær kallað út til að slökkva í sinu við jarðhúsin í Ártúnsholti, við byggingu Áfengis- og tób- aksverzlunar ríkisins í Árbæ og vestur á Seltjarnarnesi. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins um gagnrýni forseta ASÍ á stefnuleysi í atvinnumálum: Menn hafa sofið á verðmum © Forsætisráðherra telur gagnrýni Ásmundar byggða á misskilningi INNLENT „ÉG ER f öllum meginatriðum sammála forseta ASÍ. Menn hafa í alltof mörg ár sofið á verðinum í þessu efni,“ sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðis- flokksins í samtali við blm. Mbl. f gær, er hann var spurður hvað hann vildi segja um þá gagnrýni Ásmundar Stefánssonar forseta ASÍ á stjórnvöld, að engin stefna befði verið í atvinnumálum um langt skeið og að síðasta stefnu- markandi ákvörðun varðandi at- vinnumál hefði verið tekin fyrir hálfum öðrum áratug, þegar upp- bygging togaraflotans og frysti- húsanna var ákveðin. Þorsteinn sagði að það þyrfti Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 11.—14. aprfl nk.: „Állir sem einn“ er yfirskrift fundarins 26. landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í Laugardalshöllinni í Reykjavík dagana 11.—14. apríl nk. og verður hann settur flmmtudaginn 11. aprfl kl. 17.30 í Laugardalshöllinni, en þar flytur formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Þorsteinn Pálsson, yfirlitsræðu um stjórnmálarþróunina frá síðasta landsfundi. Rétt til fundarsetu eiga 1.000 til 1.100 manns að sögn Kjartans Gunnarssonar framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og sagði hann yflr- skrift fundarins verða „Allir sem einn“. Auk hefðbundinna landsfundar- starfa verða flutt sex erindi undir yflrskrift fundarins, þá fer fram kosning formanns, varaformanns og miðstjórnar. Að lokinni setningarathöfn á flmmtudagskvöld sitja ráðherrar flokksins fyrir svörum. Setningarathöfnin er öllum opin, en fundurinn verður opinn fréttamönnum. Á föstudag og laugardag starfa starfshópar fundarins en þeir eru tíu að tölu: stjórnmálanefnd, at- vinnumálanefnd, efnahagsmála- nefnd, allsherjarnefnd, mennta-, menningar-, skóla- og íþrótta- málanefnd, sveitarstjórnar- og byggðamálanefnd, félagsmála- nefnd, utanríkismálanefnd, jafn- réttis og fjölskyldumálanefnd og skipulagsnefnd, sem fjallar um skipulagsreglur flokksins. Á fund- inum verða afgreiddar áiyktanir um alla ofangreinda málaflokka. Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri sagði, að ákveðið hefði verið að hafa öll atvinnumál í einum starfshópi að þessu sinni, þannig að ályktað yrði um þau I einu lagi. Tilganginn sagði hann þann, að ná einni heildstæðri stefnu í atvinnumálum, sem sjálfstæðismenn teldu mjög nauð- synlegt við núverandi stöðu þjóð- mála. Á föstudeginum verða flutt stutt erindi undir yfirskrift fund- arins, „Allir sem einn“. Einar Há- konarson myndlistarmaður fjallar um menningu og listir; Katrín Fjeldsted læknir um fjölskylduna í nútímaþjóðfélagi; Magnús Gúst- afsson forstjóri um atvinnutæki- færi í matvælaþjónustu; Margrét Einarsdóttir sjúkraliði fjallar um efnið: Velferð einstaklingsins tryggir velferð þjóðarinnar; Sig- ríður Þórðardóttir kennari: Á ári æskunnar og Tómas I. Olrich menntaskólakennari: I orði og á borði. Að sögn Kjartans Gunnarsson- ar fer margvísleg önnur starfsemi fram í tengslum við og á fundin- um. Fulltrúar hinna einstöku kjördæma hittast sérstaklega og Samband ungra sjálfstæðismanna og Landssamband sjálfstæðis- kvenna gangast fyrir fundum með landsfundarfulltrúum. Fundinum lýkur sunnudaginn 14. apríl með samþykkt stjórn- málayfirlýsingar og kosningum. Landsfundur kýs formann og varaformann flokksins I beinum og óbundnum kosningum. Þá verð- ur og kjörin miðstjórn flokksins, landsfundur kýs 11 menn en þing- flokkurinn kýs fimm, formaður og varaformaður eru síðan sjálf- kjörnir í miðstjórn. Að kvöldi sunnudagsins er lokahóf I veit- ingahúsinu Broadway og hefst það kl. 19 með borðhaldi. Meðan á landsfundinum stendur verður sett upp sérstök sýning I anddyri I^ugardalshallar þar sem kynntar verða utgáfur á blöðum og bókum á vegum Sjálfstæðisflokksins. Við setningarathöfnina verður tónlist Gunnars Þórðarsonar I 20 ár flutt af höfundi, hljómsveit og söngvur- unum Björgvini Halldórssyni, Þuríði Sigurðardóttur og Sverri Guðjónssyni. Þá leika blásarar úr skólahljómsveit Mosfellssveitar. að gera verulegar breytingar á lánakerfinu, tengja rannsóknir atvinnuveganna og menntakerfi. Samkomulag um ýmsar breyt- ingar hefði tekist með stjórnar- flokkunum sl. haust, eins og margoft hefði fram komið, er það hefði hins vegar dregist úi hömlu að koma þessum breyt- ingum til framkvæmda. „Það er alveg ljóst að ef vif ætlum að bæta lífskjör og vinna okkur út úr þessum erfiðleikum þarf hér nýsköpunarátak í at- vinnumálum," sagði Þorsteinn, „og það verður auðvitað best gert með samvinnu launafólks og stjórnenda atvinnufyrir- tækja og stjórnvalda." Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði er hann var spurður álits á gagnrýni for- seta ASÍ: „Ég held að þetta sé misskilningur hjá Ásmundi. Ég veit ekki betur en stjórnvöld nú leggi áherslu á nýsköpun í at- vinnulífinu, sem felst í því að við teljum að hagvöxtur lengra fram í tímann séð verði ekki byggður á því sama og verið hef- ur, vaxandi afla. Því leggjum við áherslu á aukna verðmætasköp- un og framleiðni í sjávarútveg- inum. Nú er unnið að róttækri breytingu í atvinnumálum land- búnaðarins, að draga úr hinni hefðbundnu framleiðslu og byggja upp loðdýrarækt." Forsætisráðherra benti auk þessa á tillögur stjórnvalda um nýsköpun í atvinnulífi með fisk- eldi, hátækniiðnaði og líftækni. Sagðist hann því telja að ein- mitt nú væri verið að marka mjög breytta og framsækna stefnu í atvinnumálum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.