Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985
Ljóðið
Hversu snautlegt væri lífið
ekki án ljóðsins eða gætuð
þið hugsað ykkur Austurstræti án
Tómasar eða Þingvelli án Jónas-
ar? Með alls óvæntum hætti bár-
ust vorvindar ljóðlistarinnar inní
sjónvarpsdagskrána á þriðjudag-
inn, og þokuðu um stund burt
grámósku hversdagsins. í fyrsta
lagi birtist ljóðið í texta nýs
bresks teiknimyndaflokks fyrir
börn er nefnist: Hugi frendi á ferö,
en sá ágæti íslenskumaður Guðni
Kolbeinsson snarar þeim texta og
flytur af miklum þrótti. Gæti ég
ímyndað mér að þannig hafi
kveðskaparhefðin flust milli
kynslóðanna, við undirspil spuna-
rokka og í hálfrökkri olíulamp-
anna þar sem hugarflugið magn-
aðist og flutti menn fjarri stað og
stund. I dag er baðstofan bððuð í
rafurljósum og sagnaþulurinn
hefir aðsetur inní litlum kassa er
sjónvarp nefnist, en söm er þörf
barnsins að stæla hugann við
rímnaleiki.
Síðar um kveldið:
Síðar um kveldið mætti svo í
baðstofuna okkar maður þeirrar
kynslóðar er hefir stælt aflvél sál-
arinnar við kveðskap, nefndist sá
Eyjólfur R. Eyjólfsson á
Hvammstanga en hann var sóttur
heim af Ingva Hrafni Jónssyni í
þættinum: Heilsað uppá fólk. Eyj-
ólfur gerði sér lítið fyrir og kast-
aði fram stöku um fund þeirra
Ingva Hrafns, og sjaldan hef ég
hlýtt á jafn áreynslulausan og
eðlilegan flutning kveðskapar og
hjá Eyjólfi. Það var rétt eins og
hann væri að spjalla um veðrið, er
hann gekk til móts við skáldagyðj-
una, frammi fyrir alþjóð, en um
þann fund dæmi ég eigi nánar.
Ljóðið sækir fram:
Já, það er ekki annað að sjá en
ljóðið sæki fram í þjóðlífi voru
þessa dagana, þannig birtist sú
gleðifrétt á miðopnu Morgun-
blaðsins í gær, að hér hefði verið
stofnaður á vegum Almenna bók-
afélagsins sérstakur Ljóðaklúbb-
ur. Slíkt hlýtur að teljast fagnað-
arefni öllum þeim er vilja rækta
málsmekk sinn, fegurðarskyn og
tilfinningalíf. Persónulega finnst
mér einna áhugaverðast að skoða
ljóðið út frá myndlistarlegu sjón-
arhorni en þvf miður hefir ekki
gefist nægilegt tóm til slíks að
undanförnu vegna brauðstritsins
og blessaðrar lánskjaravísi-
tölunnar, en hver veit nema ein-
hvern tímann birti til og nýr
hólmgöngustaður ljóðs og myndar
markist á hugarreitnum?
Akademía:
Og ekki er séð fyrir endann á
andlegri upplyftingu þjóðarsálar-
innar. Menntamálaráðherra hefir
lagt fram frumvarp um Myndlist-
arháskóla íslands. Þannig sækja
ekki bara raungreinaforkólfarnir
á brattan þessa dagana, heldur og
hinir er unna ljóðlist og myndlist.
Ég vil beina þeirri hugmynd til
menntamálaráðherra að hún beiti
sér fyrir því að hér verði stofnuð
Ljóðlistarakademía, þar sem
ljóðskáld og hagyrðingar geta
mæst hvaðanæva úr heiminum.
Eða væri kannski nær að varpa
þessari hugmynd til þeirra er sitja
í Norðurlandaráði? Við skulum gá
að því að slík Akademía gæti með
tíð og tíma orðið athvarf þeirra er
berjast fyrir prentfrelsi og frjálsri
hugsun, og þannig unnið mark-
visst gegn einræðisöflum þessa
heims. Hún gæti orðið einskonar
lýsandi kyndill í myrkri kúgunar
og andlegrar valdníðslu, og þannig
brúað bilið milli austurs og vest-
urs. En sú mikla gjá verður víst
seint brúuð af stjómmálamönnun-
um, er virðast raunar sumir hverj-
ir vaxa að afli við reiptogið mikla.
ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP / S JÓN VARP
Hví ekki kímni f
Nýja testamentinu?
■ „Hví ekki kímni
20 > Nýja testa-
mentinu?"
nefnist þáttur sem er á
dagskrá útvarps í dag,
skírdag, í umsjá dr. Jak-
obs Jónssonar. í þættin-
um flytur hann erindi sem
er að stofni til byggt á eft-
irmála dr. Jakobs við aðra
útgáfu doktorsritgerðar
hans sem er að koma út í
Hollandi.
Dr. Jakob sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að
hann hefði orðið var við
það að margir furðuðu sig
á því að talað væri um
kímni í sambandi við
helgirit. I þessu erindi
hans í dag ætlar hann því
að svara sumum þeim at-
hugasemdum sem fram
hafa komið.
Sagði dr. Jakob að það
væri vitað mál að ekki
væri allt í Nýja testa-
mentinu frá sama tíma.
Kvaðst hann álíta að þeir
kaflar þar sem finna
mætti dæmigerðan „gyð-
ingalegan húmor" hlyti að
tilheyra elstu gerð Nýja
testamentisins.
„Þriðji
maðurinn“
er Rolf
Johansen
■i Þátturinn
00 Þriðji maður-
““ inn er á
dagskrá rásar 2 í kvöld og
hefst hann kl. 21.00.
Stjórnendur eru þeir Ing-
ólfur Margeirsson og Árni
Þórarinsson.
Gestur þáttarins, eða
þriðji maðurinn, að þessu
sinni er Rolf Johansen
stórkaupmaður.
Dr. Jakob Jónsson
Tónlistarkrossgáta rásar 2
Hér birtist Tónlistar-
krossgáta risar 2, númer
23. Til stóð að engin
dagskrá yrði á rás 2 á
páskadag en nú hefur verið
ákveðið að útvarpa sem á
venjulegum sunnudegi.
Þáttur Jóns Gröndal er
því á dagskránni sunnu-
daginn 7. apríl, páskadag,
kl. 15. Hlustendum er gef-
inn kostur á að svara ein-
földum spurningum um
tónlist og tónlistarmenn
og ráða krossgátu um leið.
Lausnir sendist til Kíkisút-
varpsins, rásar 2, Kfstaleiti 1.
(Athugið breytt heimilLsfang),
108 Reykjarík. Merkt Tón-
listarkrossg&tan.
Valgeir Guðjónsson er gestur þáttarins.
Morgunblaðió/VE
í gegnum tíðina
■I Þátturinn „í
00 gegnum tíðina"
“ er á dagskrá
rásar 2 í dag kl. 15.
Stjórnandi er Ragnheiður
Davíðsdóttir.
í flesta þætti sína hefur
Ragnheiður fengið ein-
hvern gest I heimsókn
sem oft hefur verið ís-
lenskur tónlistarmaður.
Síðast heiðruðu þeir
spaug-bræður, Halli og
Laddi, þáttinn með nær-
veru sinni en að þessu
sinni verður hljómlistar-
og Stuðmaðurinn Valgeir
Guðjónsson gestur þátt-
arins.
Ragnheiður spjallar við
Valgeir um lífið og tilver-
una og hans litríka feril
sem hljómlistarmaður,
leikari, kvikmyndaleik-
stjóri, og kvikmynda-
handritshöfundur svo
eitthvað sé nefnt. Það má
með sanni segja að Val-
geir hafi komið víða við og
verið viðriðinn fjölmargar
íslenskar hljómplötur sem
hér hafa komið út.
Hver man t.d. ekki eftir
Spilverki þjóðanna og
Jollý og Kóla? Eða lögun-
um úr kvikmyndinni
Punktur, punktur, komma
strik og á plötunni
Hrekkjusvínin sem eru
eftir Valgeir? Ekki má
gleyma Stuðmönnunum
sem hafa tekið sér ótal
margt fyrir hendur, s.s.
útgáfu fjölda hljómpíatna
og kvikmyndagerð svo
eitthvað sé nefnt.
En sem sagt, nánari
upplýsingar um Valgeir (
þættinum í dag.
ÚTVARP
FIMMTUDAGUR
4. aprfl
skírdagur
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
7.20 Morguntónleikar
.Kristur á Ollufjallinu", óra-
torla eftir Ludwig van Beet-
hoven. Elizabeth Harwood,
James King og Franz Crasc
syngja meö Söngfélaginu og
Sinfónluhljómsveitinni I Vln;
Bernhard Klee stjórnar.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15
Veöurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr ).
8J5 Létt morgunlög
Hljómsveit Lou Whiteson
leikur.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Albert“ eftir Ole Lund
Kirkegaard. Valdls Óskars-
dóttir les þýöingu Þorvalds
Kristinssonar (9).
9J20 Kanadlski blásarakvint-
ettinn leikur á tónleikum I
Ludwigsburg I september sl.
tónverk eftir Samuel Scheidt,
Henry Purcell, Giovanni
Gabrielli. Johann Pachelbel
O.fl.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10Í5 Fyrrverandi þingmenn
Vesturlands segja frá. Eö-
varö Ingólfsson ræöir við
Jónas Arnason.
11.00 Messa I Neskirkiu
Avarp: Kristján Búason,
formaöur Samstarfsnefndar
kristinna trúfélaga. Ræöu-
maður: Sam Daniel Glad.
Ritningarlestur: Öskar Jóns-
son, Hjálpræöishernum I
Reykjavlk, og séra Hjalti
Þorkelsson, prestur róm-
versk-kapólskra i Reykjavlk.
Kórsöngur: Kór aðventista I
Reykjavlk. Undirleikari:
Krystyna Cortes. Einsöngur:
Jón H. Jónsson. Undirleikari:
Sólveig Jónsson. Organisti:
Reynir Jónasson. Kirkjukór
Neskirkju syngur. Sönghóp-
ar frá Kristskirkju og hvlta-
sunnumönnum I Reykjavlk.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
1220 Fréttir. 12.45 Veöur-
fregnir. Tilkynningar.
13.15 Tónleikar
13.30 „Olfar og svanir''
Ljóðaleikur eftir rússneska
skáldið Nikolaj Gúmiljof, sem
gerist á Islandi á 9. öld. Arni
Bergmann tók dagskrána
saman. Lesarar: Jóhann Sig-
uröarson, Marla Siguröar-
dóttir og Erlingur Glslason.
14.30 A frivaktinni
Sigrún Sigurðardóttir kynnir
óskalög sjómanna.
15.25 Frá bernskustöðvum á
Lokinhömrum. Glsli Krist-
jánsson talar viö Guðmund
Glslason Hagalln rithöfund.
(Aöur á dagskrá I mal 1974.)
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veöurfregnir.
1820 Hvi ekki klmni I Nýja
testamentinu?
Dr. Jakob Jónsson flytur er-
indi.
17.00 Johann Sebastian Bach
— Ævi og samtlö eftir
Hendrik Willem van Loon.
Þýtt hefur Arni Jónsson frá
Múla. Jón Múli Arnason les
(9).
17.30 Sfödegistónleikar:
Kammertónlist eftir þá
Bach-bræðurna Vilhelm
Friedemann, Johann Christ-
oph Friedrich, Carl Philipp
Emanuel og Johann Christi-
an. Kammersveit Berllnarfll-
harmonlunnar leikur.
18J0 Tónleikar. Tilkynningar.
1845 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynn-
ingar.
19.50 Daglegt mál. Siguröur G.
Tómasson flytur þáttinn.
20.00 Hvlskur
Umsjón: Höröur Siguröar-
son.
20M Kvöld I dymbilviku meö
Jónasi Jónassyni og Ingimar
Eydal. (RÚVAK)
21.30 Frá tónleikum Kamm-
ersveitar Reykjavlkur I As-
kirkju 6. janúar sl.
a. Hljómsveitarsvlta nr. 1 I
C-dúr.
b. Fiölukonsert I E-dúr eftir
Johann Sebastian Bach.
Einieikari: Rut Ingólfsdóttir.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orö kvöldsins.
22.35 Fimmtudagsumræöan
— Mannréttindamál. Um-
sjón: Friðrik Páll Jónsson.
23.45 Hljómleikar Evrópu-
bandalags útvarpsstööva
1985
300 ára minningartónleikar
um Domenico Scarlatti I Tor-
ino á Itallu 4. febr. sl. Rytj-
endur: Kór og hljómsvelt út-
FIMMTUDAGUR
4. aprll
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnendur: Kristján Sigur-
jónsson og Siguröur Sverr-
isson.
14.01F—15.00 Dægurflugur
Nýjustu dægurlögin.
Stjórnandi: Leópold Sveins-
son.
15.00 I gegnum tlðina.
Stjórnandi Ragnheiður Dav-
lösdóttir.
varpsins I Torino. Stjórnandi:
Bruno Martinotti. Einsöngv-
arar: Patricia Pace, Miwako
Natsumoto, Helga MOIIer
Molinari og lorio Zennaro.
a. Sinfónlur nr. 1, 2. 5, 4,
11, 16 og 14.
b. Serenata — „Contesa
della stagioni". Kynnir: Guð-
mundur Gilsson.
01.15 Fréttir. Dagskrárlok.
16.00—17.00 Bylgjur
Framsækin rokktónlist.
Stjórnendur: Asmundur
Jónsson og Arni Danlel Júll-
usson.
17J)0—18JK) Einu sinni áöur
var
Vinsæl lög frá 1955 til 1962
— Rokktlmabilið.
Stjórnandi: Ðetram Möller.
Þriggja mlnútna fréttir sagö-
ar klukkan: 11, 15, 16 og
17.
Hlé.
20.00—21.00 Vinsældalisti
hlustenda rásar 2
10 vinsælustu lögin leikin.
Stjórnandi: Páll Þorsteins-
son.
21.00—22.00 Þriðji maöurinn
Stjórnendur: Ingólfur Mar-
geirsson og Arni Þórarins-
son.
224)0—23.00 Rðkkurtónar
Stjórnandi: Svavar Gests.
234)0—24.00 Óákveðið.