Morgunblaðið - 04.04.1985, Síða 21
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985
21
Jóhannes óskarsson, flugrekstrarstjóri Flugleióa, tekur í móti Viktor og
áhöfn hans við komuna til Keflavíkur og færir Viktor blómvönd frá Flugleið-
um.
bara svo ólíkt að það er tæpast
hægt að bera það saman við það
sem var á fyrstu árunum. Það má
kannski segja að viðbrigðin séu
svipuð og fara af Gamla Ford yfir á
Mercedes Benz.“
— Kom aldrei neitt annað til
greina hjá þér en flugið?
„Nei, það held ég varla. Ég var
með flugdellu frá þvi ég var smá-
hnokki á Akureyri. Ég man fyrst
eftir því þegar Súlan, gamla, þýska
vélin var að koma norður 1928, þeg-
ar ég var sex ára, og þá var spenn-
ingurinn hjá mér svo mikill, að ég
gat ekki sofið."
„Lentum í heiftarlegri
loftvarnarskothríö“
— Nú er ekki að efa að á 36
árum í flugi hlýtur ýmislegt að
koma fyrir. Viltu nú ekki rifja upp
einn eða tvo atburði sem eru þér
eftirminnilegir frá fyrri tímum?
„Auðvitað hefur ýmislegt komið
fyrir, því er ekki að neita. Eitt allra
eftirminnilegasta flugið held ég að
sé þegar ég flaug fyrir Hjálpar-
stofnun kirkjunnar í Sao Tome í
Biafra-stríðinu. Það var aðfaranótt
30. mars 1968 og við vorum að fara
með fullfermi af skreið til Uli-flug-
vallar í Biafra. Aðstoðarflugmað-
urinn minn var Hollendingur og
vélamaðurinn Breti. Við áttum eft-
ir svona 20 minútna flug til Uli
þegar við lentum í heiftarlegri
loftvarnarskothríð. Við vorum bún-
ir að lækka okkur úr 14 þúsund
fetum í 6 þúsund fet. Við komum
niður úr skýjunum í 6 þúsund feta
hæð og höfðum við bara klukku og
en Bretinn kveikti sér bara í sígar-
ettu og hló að okkur. Það kom í ljós
að hann hafði flogið einar 100 ferð-
ir inn yfir Þýskaland í siðari
heimsstyrjöldinni og honum fannst
þetta þvi ekki vera neitt. Seinna
sagði Bretinn við mig, að það hefði
verið reiknað út eftir seinni heims-
styrjöldina að það hefði að meðal-
tali þurft 4000 kúlur áður en tókst
að skjóta niður flugvél. Ég sagði
honum á móti að þetta væri nú lítil
huggun, þvi ein kúla gæti dugað til
þess að skjóta niður vél.
Þetta var mikið áfall, þótt vel
færi, en aðalsjokkið kom ekki fyrr
en eftir á og ég var heila viku að
jafna mig.“
„Hver ekur eins og Ijón,
með aðra hónd á stýri“
„Nú, þá dettur mér í hug
skemmtilegur atburður þegar ólaf-
ur Thors var farþegi hjá okkur.
Þetta var á þeim árum þegar DC-4
var flogið til Lundúna. Þorsteinn
E. Jónsson, flugstjóri hjá Cargolux
nú, var flugstjóri í þessari ferð.
Þorsteinn var þá tengdasonur
Ólafs Thors, sem var þá forsætis-
ráðherra. Þorsteinn segir við mig:
„Ég ætla að bjóða tengdapabba
frammí og bjóða honum að setjast
í hægra sætið og stýra." Þorsteinn
bætir svo við: „Þú tekur ekkert
„autopilotinn" úr sambandi, svo að
forsætisráðherra hvolfi nú ekki
vélinni." ólafur kemur svo frammí
og ég býð honum að setjast í sæti
mitt og taka við stjórninni. Ólafur
sest, grípur með hægri hönd um
stýrið og segir hátt og snjallt, með
Árni G. Sigurðsson aðstoðarflugmaður kveður kaftein sinn með þessum
orðum: „Ég mun bjóða þér með í kveðjuflugið mitt eftir 27 ár.“
„DC-3 uppáhaldsvélin mín“
— Áttir þú einhverja uppá-
haldsvél í fluginu, eða var þér sama
um hvað tegund þú flaugst?
Viktor brosir hlýlega og verður
dreyminn á svip, ekki ósvipað því
sem hann sé að hugsa um laglega
snót og svarar: „Vissulega átti ég
mér uppáhaldsvél, DC-3. Þristur-
inn var mín vél. Ég get ekki skýrt
það fyrir þér á annan hátt en þann
að við unnum svo vel saman og átt-
um svo vel saman. Þetta tæki
hérna er auðvitað stórkostlegt,"
segir Viktor og strýkur hendinni
eftir mælaborðinu í flugstjórnar-
klefa Boeing-þotunnar, „en þetta er
kompás til þess að stýra eftir. Eins
og gefur að skilja var allt myrkvað,
en þegar við komum út úr skýja-
þykkninu var heiðskírt framundan
og fullur máni. Við vorum þar af
leiðandi mjög gott skotmark fyrir
Nígeríumenn. Þá tökum við eftir
því að það þjóta upp ljósrákir eins
og flugeldar á gamlárskvöld allt {
kringum vélina. Þetta var þá loft-
varnarskothríð, en ljósin sáust þar
sem fimmta hver kúla var ljóskúla.
Eins og gefur að skilja varð mér
hrikalega bilt við og æpi á véla-
manninn að gefa fullt afl og síðan
sat maður bara og beið með kross-
lagða fingur. Ég og Hollendingur-
inn vorum náttúrlega sklthræddir,
Þessi flugstjórnarlega þrenning beið
þolinmóð á Kastrup í rúman klukku-
tíma, vegna verkfallsins i Dan-
mörku. Þeir Viktor flugstjóri, Árni
aðstoðarflugmadur og Einar flugvél-
stjóri.
Viötal: Agnes Bragadóttir
Myndir: Ragnar Axelsson
Guðmundur Jónsson, stöðvarstjóri Fhigleiða á Kastrup-flugvelli í Kaup-
mannahöfn, tók elskulega á móti Viktor og þakkaði honum margra ára gott
samstarf með fögrum blómvendi.
Erling Aspelund, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Flugleiða, kvaddi Vikt-
or fvrir hönd félagsins og Viktor svaraði með þessum orðum: „Skip mitt er
komið að landi. Starfsferli mínum er lokið. Ég er forsjóninni þakklátur.“
4|H
iXjJí' ''lr
• íTí/m'
sinni hljómmiklu og skemmtilegu
rödd: „Hver ekur eins og ljón með
aðra hönd á stýri.“
„Allt gott fólk“
— Eru einhverjir sérstakir
samstarfsmenn þinir á þessum 36
árum, sem eru þér eftirminnilegri
en aðrir?
„Nei, ég held ég kjósi að nefna
engin nöfn. Þetta hefur allt saman
verið öndvegisfólk og það hefur
verið valinn maður í hverju rúmi.
Að sjálfsögðu er ég þakklátur öllu
því fólki sem ég hef unnið með,
fyrir mjög gott samstarf í gegnum
árin.“
— Hvers heldur þú að þú eigir
eftir að sakna mest eftir daginn í
dag?
Viktor stynur og segir svo: „That
was a good question." Þá glymur í
þeim félögum hans, Árna og Ein-
ari: „Okkar." Viktor heldur áfram:
„Sjálfsagt á ég eftir að sakna flugs-
ins eitthvað og auðvitað félaganna,
en þegar aðdragandinn er svona
langur, eins og hjá okkur, sem
hættum ekki fyrr en við erum
komnir á hámarksaldur, þá er
maður búinn að gera sér grein fyrir
þessu með nægum fyrirvara og
undirbúningi. Það tekur því alls
ekki á mig að vera að hætta flug-
inu, enda á ég eftir að hafa nóg að
gera.Þegar ég nú kveð félagið óska
ég því alls hins besta á ókomnum
árum, starfsmönnum öllum og
stjórn.“
Árni aðstoðarflugmaður segist
mega til með að fá að skjóta nokkr-
um orðum inn í þetta viðtal við
Viktor og segist vera mjög ánægð-
ur með samstarfið við hann. „Ég
veit ekki annað en allir sem unnið
hafa með honum séu það einnig,"
segir Árni og Einar bætir við: “Eg
dauðsé eftir honum.“ Auðséð er að
Viktor líður ekkert of vel að hlýða
á þá félaga, því hann ekur sér
vandræðalega og segir: „Svona, far-
ið þið nú að hætta.“
— Hefur þú nokkra hugmynd
um það hversu marga flugtíma þú
átt að baki, Viktor?
„Já, flugtímar mínir eru komnir
eitthvað yfir 20 þúsund, en ná-
kvæma tölu hef ég ekki.“
— Hvað heldur þú þá með vega-
lengdir?
„Það er næstum útilokað að geta
sér til um þær, því ég hef flogið svo
mörgum tegundum á svo mismun-
andi hraða.“ Árni aðstoðarflug-
maður vill þó fara í svolítinn talna-
leik { þessu sambandi og segir að
lauslega áætlað hafi Viktor flogið 4
milljónir milna á Boeing og 3 til 4
milljónir milna á öðrum tegundum.
Blaðamaður getur ekki stillt sig um
að halda talnaleiknum örlitið
áfram. Þetta geta þvi verið samtals
um 8 milljónir milna, sem sam-
svara 14,8 milljónum kílómetra.
Vegalengdin til tungslins er um 384
þúsund kílómetrar, þannig að
flugleið Viktors á 36 árum jafngild-
ir þvi, að hann hafi flogið 38,5falda
leiðina milli jarðar og tungls.
— Þú sagðir áðan að þú ættir
eftir að hafa nóg að gera. Hvað
ætlar þú að gera?
„Ja, ég á nú einn bát og hef verið
á skaki á honum þegar færi hefur
gefist. Það er reyndar verið að
smíða annan stærri bát fyrir mig í
Bátasmiðju Guðmundar Lárusson-
ar, og ég fæ að dunda með þeim í
bátnum. Sú tegund heitir Sómi 700.
Hann er orðinn vel fokheldur hjá
mér og verður að líkindum sjósett-
ur fyrir sumarið. Ég hef nóg af
áhugamálum, fyrir utan það að
afla mér viðurværis úr sjónum. Ég
stunda laxveiðar og hef gert í 30 ár
m.a. með gömlum laxveiðifélögum
frá Akureyri. Þá fer ég á rjúpna-
og gæsaskitterí á haustin, stunda
sund daglega og fer i gönguferðir."
Við þurfum ekki frekar vitnanna
við, hér er komin skýringin á
strákslegu útliti Viktors. Við nálg
umst nú Keflavik á nýjan leik og
þeir Viktor og Árni fara að undir-
búa lendingu, sem má skoðast sen.
vinsamleg ábending um að viðtal-
inu sé hér með lokið.
Við komuna til Keflavíkur biðu
forsvarsmenn Flugleiða Viktors
með blóm, ræðustúfa og kampavin.
Var hann kvaddur af Erling Aspe-
lund, framkvæmdastjóra Flug-
rekstrarsviðs Flugleiða, og honum
þökkuð gifturík störf í þágu flugs-
ins hér á landi og Flugleiða og Jó-
hannes óskarsson, flugrekstrar-
stjóri, afhenti Viktor veglegan
blómvönd frá Flugleiðum.