Morgunblaðið - 04.04.1985, Side 31

Morgunblaðið - 04.04.1985, Side 31
____________________ÆmmmMmsmmids&œ Franski brúðuleikhúsmaðurinn Jean Guichard sýnir í Norræna húsinu # Jean Guichard, sendikennari á íslandi, og Helga Steffensen, ritari UNIMA hér á landi. FRANSKUR brúðuleikhúsmaður, Jean-Paul Hubert, verður með tv*r brúðuleikhússýningar í Norræna húsinu fimmtudaginn 11. aprfl nk. Hann kemur hingað á leið sinni til Bandaríkjanna þar sem hann mun ferðast um og sýna í 14 borgum. Hubert er hér á vegum Alliance Francaise og UNIMA, en það eru alþjóðleg samtök brúðuleikhús- fólks og hefur ísland verið í þeim í um tíu ár. Formaður er Jón E. Guðmundsson. Helga Steffensen, ritari UNIMA hér á landi, og Jean Guichard, sendikennari á vegum Alliance Francaise á íslandi, sögðu í samtali við Mbl. að Hubert væri mjög fjölhæfur listamaður. „Hann notar sérstaka tækni, sem hann hefur þróað upp í spennandi og nýstárlegan stíl. Hann er sjálf- ur leikhúsið og hann notar engin leiktjöld. Hann er með leikhúsið utan á sér og er með brúður á höndum og fótum.“ Fyrri sýningin hefst klukkan 0 Jean-Paul Hubert f einu hlutverka sinna. 17.00 og er hún ætluð börnum. Listamaðurinn kallar hana „Úr grískri goðafræði". Fyrsti þáttur- inn er léttir smáþættir, sem eru að mestu látbragðsleikir. Þættirnir heita m.a.: Ólympíuleikarnir, Fornfræðingurinn, Bakkus, Nept- únus og Árstíðirnar. Annar hlut- inn er fingraleikur með strengi og sá þriðji byggist upp á klippi- myndum, sem er sérstök tækni í brúðuleikhúsi. Seinni sýningin hefst klukkan 20.30 11. apríl og kallast sýningin „Goðafræði kvikmyndarinnar". Hún byggist einnig upp á mörgum smáþáttum, sem heita m.a.: Tarz- an, Frankenberg, Drottning Kong og Buster Keaton. „Þar gerir Hu- bert skemmtiþætti upp úr per- sónuleika þessara frægu amerísku sögupersóna úr bandarískum kvikmyndum," sagði Guichard. Á kvöldsýningunni tekur Hubert einnig fyrir þætti þá er voru á barnasýningunni að einhverju leyti. Hver sýning tekur um klukkustund og tíu mínútur. Guichard sagði að Hubert hefði hafið þessa sérstöku tegund af brúðuleikhúsi árið 1957 og þróaði hann þá stíl sinn úr ævafornri kínverskri tækni og kynnti sér hann úr kínverskum handritum. „Fyrst nam hann myndlist, síðan vann hann með Jacques Lecoq, sem er heimsfrægur í látbragðs- leik og er með frægan skóla í Par- ís. Hann langaði til að blanda saman myndlist og látbragðsleik, svo að hann fór þá út í brúðuleik.“ Þórunn Magnea Magnúsdóttir verður listamanninum til hjálpar við kynningu á texta í Norræna húsinu. Verð aðgöngumiða er 200 krónur fyrir fullorðna og 100 krónur fyrir börn. ^5ÚRÍiín"*rivél KENWOOD TRAUST MERKI MEÐ ARATUGA REYNSLU A ISLANDI Fullkomin varahluta- og viðgerðaþjónusta BESTA ELDHUSHJALPIN HEIMILIS OG RAFTÆKJADEILD VISA LAUGAVEGI 170-172 S1MAR 11687 - 21240 MITSUBISHI "COLT MITSUBISHI ^ " MOTORS Framdrifinn smábíll med eitthvad fyrir alla: M Unga fólkiö velur COLT vegna þess hve hann er kröftugur, snöggur og sportlegur. M Foreldrarnir velja COLT af því hann er ódýr í rekstri og endursöluverð er svo hátt. M Afi og amma velja COLT sökum þess hve gangviss hann er, þýöur og þægilegur í snúningum. M Öll eru þau sammála um aö krónunum sé vel variö í Mitsubishi COLT 6 ára ryövarnarábyrgd t -a* - GG MP83 TW-% £ 50 ára reynsla í bílainnflutningi og T8 Verd frá kr 369 170*172 Simi 212 40 V úUTiirJ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.