Morgunblaðið - 04.04.1985, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985
47
Smábáta-
eigendur
óánægðir
Félag smábátaeigenda í Reykja-
vík lýsir undrun sinni á þeirri rá6-
stöfun sjávarútvegsráðuneytisins aö
banna allar fiskveiðar smábáta, sem
eru undir 10 lestum, nema grá-
sleppuveiðar (þó þ«r eigi ekki að
byrja fyrr en 18. aprfl við Faxaflóa).
10 til 15 þúsund tonna veiði þeirra á
ársgrundvelli getur ekki haft nein
teljandi áhrif á stofnstærð.
Þá vill félagið geta þess að sá
afli, sem þessir bátar veiða, getur
bætt miklu í þjóðarbúið sem ekki
er vanþörf á.
Eldsmiðurinn
valinn á kvik-
myndahátíð
ÍSLENSKA kvikmyndin Eldsmiður-
inn hefur verið valin til keppni á
kvikmyndahátíö sem Evrópuráð
stendur fyrir í Dortmund í Þýska-
landi. 300 myndir tóku þátt í undan-
keppni og komst Eldsmiðurinn í úr-
slitakeppni ásamt 40 öðrum mynd-
um.
Kvikmyndahátíð þessi er nú
haldin í þriðja sinn og hefur hátíð-
in alltaf verið helguð ákveðnu
þema. í þetta sinn er það Iðnaður
og umhverfi. Þessu þema er síðan
skipt í átta smærri málaflokka.
Alls verða sýndar 80 myndir á há-
tíðinni en aðeins 40 þeirra verða í
keppni. í tengslum við hátíðina
fara fram umræður um umhverf-
ismál í Evrópu og víðar. Af því
tilefni hefur mörgum þekktum
náttúrufræðingum og umhverfis-
frömuðum verið boðið til Dort-
mund til þess að fjalla um þessi
mál. Kvikmyndin Eldsmiðurinn
fjallar um Sigurð Filippusson
eldsmið á Mýrum við Hornafjörð.
Stjórnandi er Friðrik Þór Frið-
riksson en Ari Kristinsson kvik-
myndaði og Jón Karl Helgason
nam hljóð. Myndin var frumsýnd í
febrúar 1982 i sjónvarpinu og fékk
mjög lofsamlega dóma, segir í
fréttatilkynningunni.
Sterkurog
hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Pltjrj0tmbtnhib
Tvíþætt flutningsþjónusta frá
70
Nú önnumst við
vikulega gámaflutninga frá Helsinki til Reykja
víkur og reglubundna storflutninga beint
frá Helsinki á 3ja vikna fresti.
Þessi tvíþætta flutningskeðja milli Finnlands
og íslands tryggir styttri flutningstíma, hag-
kvæmari flutning og öruggt vörustreymi
allan ársins hring.
Umboðsmaður í Helsinki:
OY Henry Nielsen AB
Box 199
SF00101 - Helsingfors 10
Cables: Tonnage
Tel. 90-17291 Telex: 124673
Flutníngur er okkar fag
EIMSKIP
Sími 27100
PLEGEL
er höfuóprýóí hússíns
stallað ÞAKSTÁL í heilum plötum
• Plegel er með PVF lökkun, sem er best gagnvart ryðmyndun
og upplitun og er talin ein besta lökkun á stáli í heiminum
• Plegel neglist beint í hábáru er því engin hætta á
leka með neglingu
• Plegel er í löngum lengdum
PLEGEL er því rétta ÞAKSTÁLIÐ á vandaó hús
örugg þéttíng meó endaskörun
PARDU5#
Smiðjuvegi 28, Kóp. S: 79011