Morgunblaðið - 16.04.1985, Síða 14

Morgunblaðið - 16.04.1985, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 16. APRÍL 1985 Úr aðgerðinni í Eyjum Vertíðin setur jafnan sinn svip á atvinnulífið í Eyjum. í mestu hrotunum tekur nánast hver, sem vettlingi getur valdið, til hendinni í að- gerð og fiskvinnslu af öllu tagi. Fyrir páskana var unnið af miklum krafti í fiskinum og von- ast Eyjamenn eftir jafngóðum afla að lokinni hátíðinni. Mikið hefur fengizt af stórum þorski, sem ekki er véltækur, og hefur hann aö mestu verið unninn í salt. Meðfylgjandi Ijósmyndir Sigurgeirs Jónassonar úr Fiskverk- unarstöðinni Klifi lýsa þessu reyndar betur en flest orð og því bezt að láta þær tala sínu máli. I»ær Helga og Halldóra meóhöndla þann gula með bros á vör. Skólakrakkarnir hafa verið duglegir vió að koma sér í vinnu, þegar svig- rúm befur gefizt fri náminu. Jónas Þór er bér að þræða þorskhausana fyrir herzlu. Þrfr vænir. Bjarni Sveins hampar hér tveimur sýnishornum úr aflanum, en golþorskar sem þessir hafa verið algengir f Eyjum að undanförnu. Aðgerðin er ekki alltaf þrifaleg, en hana verður að vinna eins og önnur verk. Þær Herdís og Nína kippa sér því ekkert upp við hana þó bæði sé hún kaisöm og oft á tíðum erfið. Margur vænn þorskurinn hefur farið undir hnífinn hjá Valda á þessari vertíð. Það er lika eins gott að kunna vel til verka eigi fiskurinn að verða fyrsta flokks við útflutning. Bankamaðurinn Gylfi tekur líka til hendinni. Hér er hann í gotunni, sem sé að salta þorskhrogn og drýgir tekjurnar um leið. Hjá Klif er nær eingöngu verkað í salt, jú og reyndar skreið, þegar sá markaður er opinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.