Morgunblaðið - 16.04.1985, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 16.04.1985, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985 Á mörkum mann- legrar greindar - eftir Indriða G. Þorsteinsson í þessu landi eru fyrst og fremst fjórir kvikmyndaleikstjórar sem skipta máli, Agúst Guðmundsson, Þráinn Bertelsson, Hrafn Gunn- laugsson og Þorsteinn Jónsson. Allir hafa þessir leikstjórar stjórnað gerð kvikmynda, sem hafa skipt töluverðu máli fyrir ís- lenskan kvikmyndaiðnað, og vald- ið því að aðrir aðilar vilja gera stórar tilraunir á þessu sviði. í byrjun olli nýjabrumið því að myndir „sluppu" sem kallað er, en strax í annarri umferð hófust erf- iðleikar, sem hafa farið vaxandi með hverri mynd uns svo er komið að hvorki áhorfendur eða opinber- ir aðilar virðast hafa mikinn áhuga á framvindu þróunar kvik- myndaiðnaðar í landinu. Myndir eru illa sóttar, sem hefðu vakið fögnuð í byrjun, og gagnrýnendur virðast vegna þreytu einnar sam- an komnir á það stig að smá- atriðin standa þeim efst í huga, sé hægt að nota þau til að gera kvik- myndinni ógagn. Um kvikmyndagerðina sjálfa er það að segja, að viðhorfið til henn- ar hefur mótast af fiðringi út af gróða, þótt samkvæmt síðustu út- hlutun á fé úr Kvikmyndasjóði sé ljóst, sé eitthvað að marka úthlut- unina og verði hún yfirleitt skýrð, að fjórar kvikmyndir eru komnar undir hamarinn. En sú mynd sem sótt var um fyrir á sömu forsend- um, og var raunverulega á því stigi að hamarinn hafði verið reiddur yfir íbúð aðstandanda, fékk ekkert. Fiðringur út af gróða leiddi til þess sama „gullæðis" og t.d. greip um sig þegar byrjað var að reka sjoppur með góðum árangri. Það endaði með sjoppu á hverju götuhorni. Nú eru allir draumaprinsar og fjölmiðlahetjur að velta fyrir sér að fara út í kvikmynd á þeim rjúkandi rústum sem úthlutun Kvikmyndasjóðs veitir gleggstar upplýsingar um. íslenskar kvikmyndir eiga tvennskonar rétt á sér þrátt fyrir mannfæð og örðugleika á því að láta enda mætast, annarsvegar aðsókn og hinsvegar tilkostnað, og það er gerð mynda sem geta geng- ið erlendis auk þess að falla að viðhorfum kvikmyndahússgesta, og gerð mynda sem eru einvörð- ungu ætlaðar til sýninga innan- lands og verða að búa við mikla aðsókn og örugga hér heima. Þeg- ar sleppt hefur verið myndum, sem sýndar voru hér í byrjun og fengu góða aðsókn, hafa aðeins tvær myndir verið sýndar sem stóðu undir kröfunni um aðsókn innanlands. Það eru myndir Þrá- ins Bertelssonar og Jóns Her- mannssonar, Nýtt líf og Dalalíf. Myndir þessar voru hvergi galla- lausar frá tæknilegu sjónarmiði, en þær voru að efni til í líku fari og þúsundir annarra mynda, sem gerðar eru hvarvetna um heiminn og lítið spyrst um á alþjóðlegum markaði — þær skemmtu áhorf- endum. Aðsóknin að þeim og góð útkoma markast einfaldlega þessu, sem ýmis gáfnaljós telja auðvitað alveg ófært. Gagnrýnendur fundu ýmislegt að þessum myndum, en gleymdu að geta aöalatriðisins — skemmt- anagildisins. Þriðja mynd þeirra félaga er nú til sýnis í Nýja bíói og heitir Skammdegi, metnaðarfull spennumynd með fallegri mynda- töku, og fær þær viðtökur í blöð- unum, að fyrir leikstjórann, „sem hefur að baki rislitla barnamynd og tvær handarbakskómidíur, er Skammdegi skref fram á við. En mikið hefði ég óskað þess að skref- ið hefði verið stærra." Þetta er auðvitað sama og segja að þið sem gerðuð Skammdegi eruð bölvaðir aumingjar og myndin ykkar núna mætti vera betri. Þannig er þá viðhorfið orðið til íslenskra mynda fimm árum eftir að vertíð cellulósans hófst. Auðvitað nær ekki nokkurri átt að segja það við íslenska kvikmyndahússgesti, að þeir hafi fjölmennt á „handar- baks“-vinnu á liðnum árum, þótt Líf-myndirnar legðu ekki undir sig heiminn. Þær voru heimaiðn- aður sem skilaði sínu hlutverki og varð til skemmtunar. önnur var ekki meiningin. Skammdegi er metnaðarfyllri og mikið betur gerð en hinar, og séu leikararnir frábærir í hlutverkum sínum, eins Indríði G. Þorsteinsson „Úthlutunin nú er ein- mitt dæmigerð um al- gjöran ófarnaö í fjár- veitingum, og sýnir að þeir sem um úthlutun- ina fjölluöu hafa ekki hundsvit á því, sem þeir eru meö í höndun- og nefnt hefur verið, þá ber auð- vitað að þakka það leikstjórninni. Aðrar myndir yfirleitt hafa ver- ið gerðar af stórum metnaði. Þær hafa orðið dýrar og aðsóknarkvót- inn íslenski hefur ekki getað borið þær uppi. Kvikmyndir eins og Gullsandur eftir Ágúst Guð- mundsson, þar sem freistað er að segja gamansama sögu, snerta pólitískt viðkvæmnismál með þeim hætti að hvorugur þeirra arma, sem vinna að alheimslaus- ninni, er ánægður með hana. Og Hvítir mávar virðast eiga í erfið- leikum með samhengi hlutanna þótt þar eigi tónlist og nokkur ærsl að þjóna því hlutverki að hrífa með sér kvikmyndahúsa- fólkið, sem yfirleitt er á aldrinum 12—25 ára. Þannig stendur ekki eilíft góðæri í kvikmyndagerðinni. En það stafar yfirleitt ekki af þeim aðfinnsluefnum, sem gagn- rýnin er að burðast við og teljast til hreinna smáatriða eða mis- skilnings á íslensku myndinni, heldur stafa erfiðleikarnir af því, að myndirnar bera ekki í sér ein- hverja þá yfirþyrmandi snilld, að bæði gagnrýnendur og áhorfendur gleyma öðru. Einu sinni var alltaf talað um hljóðið, í annan tíma var stundum minnst á ógreinileg skil atriða, en nú er það bara eitthvað af því þróunin hefur ekki orðið nógu hagstæð frá fyrstu myndun- um. Hetjurnar eru þreyttar. Mitt í það afturhvarf sem orðið hefur í kvikmyndagerðinni, bæði hugarfarslega og aðsóknarlega, kom svo Kvikmyndasjóður, sem átti að styrkja iðnaðinn. Auðvitað var til hans stofnað af góðum hug. Ragnar Arnalds hafði riðið á vað- ið og veitt fé til fyrstu myndanna, sem gat orðið allt að einn tíundi af kostnaðarverði. Við sem gerðum Útlagann, sem kostaði átta hundr- uð þúsund dollara að framleiða, fengum til hans um 4,4% af opin- beru fé. Sú mynd hefur fengið góð- ar viðtökur erlendis, en borðliggj- andi er að hægt er að koma henni á myndbandamarkað í ensku- mælandi heimi fáist fé til að búa hana út með ensku tali og fara
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.