Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRtL 1985 45 meira er: allt má þetta rekja til afnáms vísitölubindingar launa, beint eða óbeint. Á tímum mikilla kjaraskerð- inga eins og hér hafa ríkt undan- farin tvö ár kemur ótvírætt í ljós hve staða hinna ýmsu hópa á vinnumarkaðnum er mismunandi sterk. Sumir hópar verða fyrir minni kjaraskerðingu en aðrir og tekst því að verja kaupmátt sinn betur. Auðvitað er þetta afar mis- munandi eftir atvinnugreinum og fyrirtækjum en þó má sjá út úr þessu ákveðið mynstur. Það sem einkum einkennir síðustu tvö ár er að launamunur á einkamarkað- num hefur aukist mikið, sam- kvæmt kjarasamningum ættu kjör að hafa rýrnað ámóta mikið hjá öllum stéttum, en svo er þó ekki. Kjör þeirra sem aðeins fá iaunahækkanir samkvæmt samn- ingum rýrna, en kjör þeirra sem fá meiri hækkanir rýrna minna. f töflu 1 og á mynd 1 má sjá hvernig hinir ýmsu hópar á einkamark- aðnum hafa fengið launahækkanir umfram gerða kjarasamninga síð- an á 2. ársfjórðungi 1983 eða um það leyti sem vísitölubindingin var tekin úr sambandi. Miðað er við samningsbundnar hækkanir á tímabilinu og hækkanir á hreinu tímakaupi í dag eins og það birtist ársfjórðungslega í Fréttabréfum Kjararannsóknarnefndar. Hækk- anir umfram samninga er sú stærð sem oft er nefnd launaskrið. í töflunni sést greinilega að þróunin hefur verið mjög misjöfn hjá hópunum. Þróunin hjá opin- berum starfsmönnum hefur mjög sennilega verið ámóta og hjá þeim lægstu af þessum hópum, það er sem sé ekki líklegt að þeir hafi fengið iaunahækkanir umfram það sem samið var um. Það er sér- staklega verkafólkið sem hefur setið eftir og orðið fyrir einna mestri kjaraskerðingu. Skrifstofu- fólkinu hefur hins vegar tekist best að verjast kjaraskerðingu og sker það sig nokkuð úr í þessu sambandi. Það er því greinilegt að launamunur hefur aukist mikið á íslandi síðustu tvö ár og má rekja þá þróun beinlínis til afnáms vísi- tölubindingar launa. Við afnám vísitölubindingar- innar hefur sem sé komið berlega í ljós hvaða hópar standa sterkast á vinnumarkaðnum á Íslandi. Oft hefur verið nefnt að í ýmsum greinum skipti litlu hvaða laun séu greidd, öllu sé hvort sem er velt út í verðiagið og yfir á við- skiptavinina. Spyrja mætti hvort ekki væri vænlegra að leita orsaka verðbólgunnar þar en í launa- hækkunum vegna vísitölubind- ingar. Tölurnar í töflu 1 sýna greinilega að launamunur á ís- landi hefur aukist undanfarin tvö ár og greinilegt er að ýmsir hópar eiga undir högg að sækja í þessum efnum. Lokaorð Þegar horft er til baka til síð- ustu tveggja ára hlýtur sú spurn- ing að vakna hvort sú leið sem farin var með afnámi vísitölu- bindingarinnar hefur ekki skapað fleiri vandamál en henni var ætlað að leysa. Kaupmáttur hefur hrap- að, en þó mismikið, vegna þess að launamunur hefur aukist og mis- ræmi skapast á vinnumarkaðnum. Samningar hafa verið gerðir til stutts tíma og mikill óróleiki hef- ur verið á vinnumarkaðnum. Togstreita og óánægja ýmissa hópa hefur aukist til muna. Spurningin er hvort ekki hefði verið vænlegra fyrir stjórnvöld að ráðast að hinum raunverulegu orsökum verðbólgunnar í stað þess að afnema kaupmáttartryggingu sem aðeins er tæki til þess að ein- falda og greiða fyrir samskiptum aðila vinnumarkaðarins. Ari Skúlason er hagfræóingur og starfar hjá Kjararannsóknarnefnd. Tafla 1. Launahækkanir frá 2. ársfj. ’83 til 4. ársfj. ’84. Umsamdar Hækkun fjreidds Hækkanir umfr. launahækkanir tímakmupa smmningm Verkamenn 29,9% 36,4% 5,0% Verkakonur 30,8% 35,3% 3,5% Iðnaðarmenn 28,2% 37,9% 7,6% Afgr.störf karlar 28,8% 41,9% 10,2% Afgr.störf konur 28,8% 39,5% 8,3% SkrifsLst. karlar 28,8% 51,0% 17,2% Skrifst.st. konur 28,8% 48,3% 15,1% ekki nægjanlega eins og dæmin sanna. Þá kom hann inná stjórn- arsamstarfið sem hefir að mestu gengið vel enda þótt þar hafi reyndar verið nokkrir hnökrar á. Þá ræddi hann ennfremur hús- næðismálin sem nú eru mjög í brennidepli, stjórnarsamninginn, landbúnaðarmálin, stjórn pen- ingamála og lánamála atvinnu- veganna. Gunnar Schram tók næstur til máls og ræddi samn- inga hinna ýmsu starfsstétta, skattamál, kjördæmismál og reyndar ræddu báðir þessir ræðu- menn um væntanlegan landsfund sem fyrirhugaður er í aprílmánuði næstkomandi. Þá tók til máls Kristjana Milla Thorsteinsson og flutti skörulegt erindi um ýmsa málaflokka s.s. málefni kvenna og skóla og ræddi frekar þau mál sem aðrir gestir fundarins höfðu komið inná. Þá hvatti hún mjög til aðgæslu og að- halds í öllum aðgerðum Sjálfstæð- isflokksins og einkum þyrfti að taka fastar á arðsemissjónarmið- um varðandi lán og aðra fyrir- greiðslu til atvinnuveganna. Ástand aðalatvinnuvega þjóðar- innar, sjávarútvegs og landbúnað- ar, væri ekki til að státa af en þeir ásamt að nokkru leyti iðnaði stæðu undir allri glaldeyrisöflun þjóðarinnar. Þá beindi hún athygli manna að þyðingarmiklu hlutverki ferða- málaiðnaðar og hvatti til meiri að- gerða í þeim málum. Vandamál útflutnings atvinnuveganna væru ekki ólík því ástandi sem ríkir með nágrönnum okkar, þar sem of- framleiðsla matvæla væri alvar- legt vandamál. Erlendir markaðir væru yfirfullir og ráðamenn þar beittu allskonar fyrirgreiðslu og niðurgreiðslum á útflutningsvör- um og kepptu með þessu við ís- lendinga á sömu mörkuðum. Þá hvatti hún mjög til aðgæslu og varúðar í meðferð stjórnvalda á fé þjóðarinnar og var eftir atvikum bjartsýn á framtíðina. Salome Þorkelsdóttir tók einnig til máls og fagnaði öflugri starfsemi fé- lagsins og þakkaði fráfarandi stjórnarmönnum góð störf og ósk- aði hinum nýju velfarnaðar í starfi. Allmiklar umræður urðu og fyrirspurnir en gestir okkar svör- uðu og gerðu nánar grein fyrir hinum ýmsu málum sem komu fram. Að lokum þökkuðu aðrir þingmenn kjördæmisins fyrir öfl- ugt starf og góðan stuðning við stefnuna í þjóðmálunum og störf sín á þingi. Fráfarandi formaður, Jón Bjarni Þorsteinsson, ávarpaði fundarmenn að lokum og þakkaði samstarfsmönnum fyrir stuðning og árvekni í störfum félagsins, en hinn nýkjörni formaður þakkaði traustið og fráfarandi formanni góð störf og vænti góðs af sam- starfi við nýkjörna stjórn. Fundarstjórinn Bjarni Snæ- björn Jónsson, þakkaði gestum fyrir komuna og fundarmönnum öllum fyrir málefnalegar og góðar umræður og óskaði félaginu alls góðs í framtiðinni og sleit síöan fundi. FYRIR ÞETTA kr. 174.700.- ÞEGAR ÖLUJ ER Á BOTNINN HVOLFT ER SKODA AUÐVITAÐ EINI BÍLLINN SEM TIL GREINA KEMUR AÐ KAUPA. í honum færðu sparneytið hörkutól sem gott er að keyra. Sterkan bíl með miklu af aukahlutum, bíl sem hægt er að treysta vegna gæðanna og frábærrar varahluta- og viðgerðarþjónustu. En peningahliöin vegur auðvitað ekki hvað minnst. Miöað við verð á miðlungsbílum af öðrum tegundum sparar þú þér um 200.000,- krónur með því að kaupa SKODA. Það má nú gera sitthvað fyrir tvö hundruö þúsund, t.d. kaupa annan SKODA handa konunni. En bara vextirnir af þeirri upphæð eru hvorki meira né minna en 70.000,- krónur á ári og kannski enn meira á einhverjum hávaxta-tromp-bonusreikningum. Vextirnir einir duga sennilega til þess að standa undir öllum rekstri á bílnum; bensíni, tryggingum, olíu og öllu saman. Það er von að þú segir ÉG VERÐ FYRIR ÞETTA VERÐ. x Askriftarshninn er 83033 Fréttaritari 0» S8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.