Morgunblaðið - 16.04.1985, Síða 65
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985
65
Rósarkross-
reglan —
kynningar-
fundur
Rósarkrossreglan heldur
kynningarfund fyrir almenning
þriðjudaginn 16. apríl. Fundur-
inn verður haldinn í Bolholti 4,
4. hæð og hefst kl. 20:30. Fluttur
verður fyrirlestur og fólki er síð-
an gefinn kostur á að bera fram
fyrirspurnir.
Reglan er dulspekihreyfing
með mannræktarsjónarmið að
leiðarljósi og vill stuðla að heil-
brigði, hamingju og friði
mannkyns. Starfsemi Rósar-
krossreglunnar byggist á
fræðslu, námi og rannsóknum á
þeim efnum er taka til lögmála
hins ytra heims, jafnt sem hins
innra.
Námið, sem félögunum gefst
kostur á að stunda, er tvenns
konar. Annars vegar er heima-
nám í formi vikulegra fyrir-
lestra. Hins vegar gefst öllum
félögum tækifæri að sækja
fundi reglunnar sé hún starf-
andi í nágrenni við þá. Nánari
upplýsingar varðandi námið er
hægt að fá hjá Rósarkrossregl-
unni - AMORC, Pósthólf 7072,
127 Reykjavík.
(tr frétutilkjnningu.)
Sýning
á Mocca
HAUKUR Gunndórsson, málari,
sýnir um þessar mundir um 20
pastel- og kolamyndir í Mocca á
Skólavöröustíg. Þetta er fyrsta
einkasýning Hauks og eru mynd-
irnar til sölu. Sýningin mun
standa yfir í mánuð.
Meðfylgjandi rnynd, sem er ein
af myndunum á sýningunni, ber
heitið „Söknuður".
Ætiarþú til útianda í sumar?
Einn íslenskra banka býður Búnaðarbankinn Visa ferðatékka í
portúgölskum escudos frá Banco Pinto & Sotto Mayor í Portúgal
og ferðatékka í ítölskum lírum frá Banco di Roma.
Við bjóðum einnig:
Visa ferðatékka í Bandaríkjadollurum,
sterlingspundum, frönskum frönkum
og spönskum pesetum.
Ferðatékka í vestur-þýskum mörkum
frá Bank of America og ferðatékka í
Bandaríkjadollurum frá American Express.
VISA greiðslukort til afnota innanlands og utan.
Verið velkomin í bankann. Starfsfólk gerir sitt ýtrasta til að
veita skjóta og örugga þjónustu í öllum viðskiptum.
BÍNAÐARBANKIÍSLANDS
TRAUSTUR BANKI
Kanntu aö leggja parket? Veistu hvernig á aö gera góöa steypu? Þarftu aö klæöa húsiö þitt að utan og einangra? Veistu hvaö alkalívirkni er og
hvernig á aö verjast þeim vágesti? Veistu hvernig viögerö á einangrunargleri fer fram? Viltu setja upp arin? Þarftu aö byggja hús m.t.t. fatlaðra?
Veistu hvernig veggir í íbúöarhúsum eiga aö vera til aö fullnægja kröfum um hljóðeinangrun? Veistu hvaö er eölilegur raki í íbúðarhúsum?
Veistu hvernig á aö ganga frá raka- og vindþéttilögum í timburhúsum ... ?
Svör vid þessum og hundruöum annarra spurninga er varöa byggingariönaöinn færöu í
Rb-tækniblööum og sérritum RANNSÓKNARSTOFNUNAR BYGGINGARIÐNAÐARINS. Þaö
er dýrt aö gera mistök.
Kynntu þér efniö STRAXI Pantaöu strax þau blöö sem þú vilt fá, eöa áskrift í
síma 91-83200 eöa 91-29266. Keldnaholti Reykjavík.
Rannsóknastofnun
byggingaridnadarins