Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985
3
Tillaga félagsmálaráðherra í málefnum húsbyggjenda:
Allt að 35—40 þúsund
króna skattafsláttur
Áburðarverksmiðjan:
Stjórnin
samþykkti
40 % hækkun
áburðar
Ráðherra skipar nefnd til
að athuga með ráðstafanir
STJÓRN Áburðarverksmiðju
ríkisins samþykkti á fundi sín-
um í gær að fallast á tilmæli
ríkisstjórnarinnar um 40%
hækkun á verði áburðar til
bænda. Þá samþykkti stjórnin
að tilnefna fulltrúa í nefnd sem
landbúnaðarráðherra hefur
ákveðið að skipa til að vera rík-
isstjórninni til ráðuneytis um að-
gerðir til að halda áburðarverðs-
hækkuninni innan við 40% án
þess að það komi niður á verk-
smiðjunni. Meðalverð á áburði
verður því á þessu vori um 9.740
krónur hvert tonn.
Steinþór Gestsson á Hæli,
formaður stjórnar Áburðarverk-
smiðjunnar, sagði í samtali við
blaðamann Mbl. að stjórnin hefði
fallist á tilmæli ríkisstjórnarinn-
ar um áburðarverð til bænda á
þeim forsendum að ríkisstjórnin
taki á sig „ábyrgð á að verksmiðj-
an fái fjárframlög til greiðslu á
gengissigi umfram þau 2% sem
rekstraráætlun verksmiðjunnar
gengur út frá, í samræmi við yfir-
lýsingu landbúnaðarráðherra i
viðræðum við stjórn og forstjóra
verksmiðjunnar," eins og segir í
samþykkt stjórnarinnar.
Steinþór sagði að stjórnin hefði
ákveðið að tilnefna Grétar Ingv-
arsson, skrifstofustjóra verk-
smiðjunnar, í nefnd landbúnaðar-
ráðherra. Hann sagði að stjórnin
legöi á það áherslu að nefndin
hraði störfum sínum sem mest og
að fjárhagsaðstoðin komi sem
allra fyrst þanníg að greiðslu-
staða verksmiðjnnar batni og er-
lendar skuldir hennar lækki.
Danska ævintýrið
Einu sinni voru tveir ungir menn. Þeim
hugkvæmdist að örugglega væri hægt að
nýta tæknina betur: Tæknin ætti að þjóna
fólkinu og vera því til góða.
Félagarnir stofnuðu fyrirtæki til að vinna
að einu markmiði: Að framleiða tæki sem
ættu sér ekki jafningja, hvorki í hönnun né
tæknilegri fullkomnun. Fyrirtækið skýrðu þeir
Bang & Olufsen.
Dirfska þeirra borgaði sig. í danska ævin-
týrinu varð draumurinn um fullkomna mynd
og hreinan tón að veruleika, og tækin hlutu
lof og viðurkenningu.
í gegnum árin hefur hvergi verið hnikað
frá markmiðum þeirra Peters Bang og Svend
Olufsen. Hjá B & O finnast enn úrlausnir,
þar sem aðrir sjá aðeins vandkvæði og
tormerki. Þarna liggur munurinn á venju-
legum tækjum og frábærum. Radíóbúðin
hefur Bang & Olufsen tæki á boðstólum.
Kynntu þér þau nánar. Þau eru örugglega
við þitt hæfi.
Bang & Olufsen
Afslátturinn er miðaður við einstakling og hjón fá hann tvöfaldan
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur í
hyggju að kynna fyrir ríkisstjórninni
á fundi hennar á morgun, fimmtu-
dag, hugmyndir sínar um aðgerðir til
aðstoðar við húsbyggjendur. Verða
þær í formi frumvarpsdraga sem fela
í sér skattalækkanir til húsbyggj-
enda.
Samkvæmt heimildum Mbl. er
reiknað með allt að 35 til 40 þús-
und króna beinum hámarksaf-
slætti frá álögðum sköttum á
hvern einstakling sem er að
byggja eða kaupa húsnæði. Ef
skattaálögur eru minni kemur
fjárhæðin til endurgreiðslu eins
og er með barnabætur. I mót er
reiknað með, að 10%-frádráttar-
heimildin á skattaframtali lækki í
um 6%. 1 dag munu vaxtafrá-
drættir á skattframtölum þýða
um 300 millj. kr. minni tekjur rík-
issjóðs, en að sögn Alexanders
Stefánssonar félagsmálaráðherra
munu þessar nýju tillögur þýða að
sú upphæð tvöfaldast eða jafnvel
þrefaldast.
Afsláttur þessi gildir í allt að
fimm ár frá því að keypt er eða
bygging hafin. Hámarksskatta-
lækkanir eru 35—40 þús. kr. og fer
upphæðin eftir stærð íbúðarhús-
næðis. Ef fólk kýs að stækka við
sig húsnæði og hefur ekki notið
hámarksafsláttar getur það náð
mismuninum, allt að því sem nýja
húsnæðisstærðin heimilar. Af-
slátturinn er miðaður við einstakl-
ing, þannig að hjón njóta tvöfalds
afsíáttar. Uppkomin börn í heimili
njóta ekki slíks afsláttar. Gert er
ráð fyrir að afslátturinn geti tekið
gildi þegar við skattaálagningu á
þessu ári fyrir tekjuárið 1984.
Viðmiðunin 35—40 þús. kr. að
hámarki er miðuð við 8% af
ákveðnu verði þ.e. 2 til 2,5 millj.
kr. að sögn félagsmálaráðherra,
en hann sagði að 8% yrðu síðan
viðmiðunin á húsnæði sem metið
væri á lægri upphæð. Hann sagði
að hugmyndin væri að hafa fleiri
valkosti. Þá sagði hann að lækk-
unin á 10%-afslættinum i 6%
myndi í raun ekki þýða minni af-
slátt, því ýmsir liðir yrðu teknir
upp, sem ekki hafa gilt, svo sem
iðgjöld af lífeyristryggingu o.fl.
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
Að undanförnu hefur verið unnið við hafnarframkvæmdir við Arnarstapa
á Snæfellsnesi.
■