Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985 3 Tillaga félagsmálaráðherra í málefnum húsbyggjenda: Allt að 35—40 þúsund króna skattafsláttur Áburðarverksmiðjan: Stjórnin samþykkti 40 % hækkun áburðar Ráðherra skipar nefnd til að athuga með ráðstafanir STJÓRN Áburðarverksmiðju ríkisins samþykkti á fundi sín- um í gær að fallast á tilmæli ríkisstjórnarinnar um 40% hækkun á verði áburðar til bænda. Þá samþykkti stjórnin að tilnefna fulltrúa í nefnd sem landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að skipa til að vera rík- isstjórninni til ráðuneytis um að- gerðir til að halda áburðarverðs- hækkuninni innan við 40% án þess að það komi niður á verk- smiðjunni. Meðalverð á áburði verður því á þessu vori um 9.740 krónur hvert tonn. Steinþór Gestsson á Hæli, formaður stjórnar Áburðarverk- smiðjunnar, sagði í samtali við blaðamann Mbl. að stjórnin hefði fallist á tilmæli ríkisstjórnarinn- ar um áburðarverð til bænda á þeim forsendum að ríkisstjórnin taki á sig „ábyrgð á að verksmiðj- an fái fjárframlög til greiðslu á gengissigi umfram þau 2% sem rekstraráætlun verksmiðjunnar gengur út frá, í samræmi við yfir- lýsingu landbúnaðarráðherra i viðræðum við stjórn og forstjóra verksmiðjunnar," eins og segir í samþykkt stjórnarinnar. Steinþór sagði að stjórnin hefði ákveðið að tilnefna Grétar Ingv- arsson, skrifstofustjóra verk- smiðjunnar, í nefnd landbúnaðar- ráðherra. Hann sagði að stjórnin legöi á það áherslu að nefndin hraði störfum sínum sem mest og að fjárhagsaðstoðin komi sem allra fyrst þanníg að greiðslu- staða verksmiðjnnar batni og er- lendar skuldir hennar lækki. Danska ævintýrið Einu sinni voru tveir ungir menn. Þeim hugkvæmdist að örugglega væri hægt að nýta tæknina betur: Tæknin ætti að þjóna fólkinu og vera því til góða. Félagarnir stofnuðu fyrirtæki til að vinna að einu markmiði: Að framleiða tæki sem ættu sér ekki jafningja, hvorki í hönnun né tæknilegri fullkomnun. Fyrirtækið skýrðu þeir Bang & Olufsen. Dirfska þeirra borgaði sig. í danska ævin- týrinu varð draumurinn um fullkomna mynd og hreinan tón að veruleika, og tækin hlutu lof og viðurkenningu. í gegnum árin hefur hvergi verið hnikað frá markmiðum þeirra Peters Bang og Svend Olufsen. Hjá B & O finnast enn úrlausnir, þar sem aðrir sjá aðeins vandkvæði og tormerki. Þarna liggur munurinn á venju- legum tækjum og frábærum. Radíóbúðin hefur Bang & Olufsen tæki á boðstólum. Kynntu þér þau nánar. Þau eru örugglega við þitt hæfi. Bang & Olufsen Afslátturinn er miðaður við einstakling og hjón fá hann tvöfaldan FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur í hyggju að kynna fyrir ríkisstjórninni á fundi hennar á morgun, fimmtu- dag, hugmyndir sínar um aðgerðir til aðstoðar við húsbyggjendur. Verða þær í formi frumvarpsdraga sem fela í sér skattalækkanir til húsbyggj- enda. Samkvæmt heimildum Mbl. er reiknað með allt að 35 til 40 þús- und króna beinum hámarksaf- slætti frá álögðum sköttum á hvern einstakling sem er að byggja eða kaupa húsnæði. Ef skattaálögur eru minni kemur fjárhæðin til endurgreiðslu eins og er með barnabætur. I mót er reiknað með, að 10%-frádráttar- heimildin á skattaframtali lækki í um 6%. 1 dag munu vaxtafrá- drættir á skattframtölum þýða um 300 millj. kr. minni tekjur rík- issjóðs, en að sögn Alexanders Stefánssonar félagsmálaráðherra munu þessar nýju tillögur þýða að sú upphæð tvöfaldast eða jafnvel þrefaldast. Afsláttur þessi gildir í allt að fimm ár frá því að keypt er eða bygging hafin. Hámarksskatta- lækkanir eru 35—40 þús. kr. og fer upphæðin eftir stærð íbúðarhús- næðis. Ef fólk kýs að stækka við sig húsnæði og hefur ekki notið hámarksafsláttar getur það náð mismuninum, allt að því sem nýja húsnæðisstærðin heimilar. Af- slátturinn er miðaður við einstakl- ing, þannig að hjón njóta tvöfalds afsíáttar. Uppkomin börn í heimili njóta ekki slíks afsláttar. Gert er ráð fyrir að afslátturinn geti tekið gildi þegar við skattaálagningu á þessu ári fyrir tekjuárið 1984. Viðmiðunin 35—40 þús. kr. að hámarki er miðuð við 8% af ákveðnu verði þ.e. 2 til 2,5 millj. kr. að sögn félagsmálaráðherra, en hann sagði að 8% yrðu síðan viðmiðunin á húsnæði sem metið væri á lægri upphæð. Hann sagði að hugmyndin væri að hafa fleiri valkosti. Þá sagði hann að lækk- unin á 10%-afslættinum i 6% myndi í raun ekki þýða minni af- slátt, því ýmsir liðir yrðu teknir upp, sem ekki hafa gilt, svo sem iðgjöld af lífeyristryggingu o.fl. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Að undanförnu hefur verið unnið við hafnarframkvæmdir við Arnarstapa á Snæfellsnesi. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.