Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985 7 Sex endurlífg- aðir sjúkling- ar útskrifaðir Neyðarbfllinn kom að verulegu gagni í 40 prósent allra útkalla sem hann sinnti fyrsta árið sem hann var í notkun REKSTUR neyðarbíls frá slysa- deild Borgarspítalans í samvinnu sjúkrahússins, Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands og Slökkvi- liðs Reykjavíkur kom að verulegu gagni í um 40% allra útkalla, að mati þriggja manna sem um rekst- ur bílsins fyrsta árið hafa fjallað. í 103 útköllum var gripið til lífgun- araðgerða, í 96 sjúkravitjunum og 7 slysavitjunum. í 30 tilvikum var reynd endurlífgun eftir hjarta- og öndunarstopp. Af þeim sjúklingum útskrifuðust sex við bærilega heilsu. Sjúkravitjanir voru heldur fleiri en slysavitjanir, eða 650. Að mati greinarhöfunda kom bíllinn að verulegu gagni í tveimur af hverjum þremur sjúkravitjunum en í áttunda hverju slysi. Árangur af rekstri neyðarbílsins var svipað- ur á fyrsta ári starfsemi hans og gerist erlendis þar sem sambæri- legir möguleikar eru á sérhæfðri meðferð utan sjúkrahúss. í grein eftir Finnboga Jak- obsson, Helga Sigurðsson og Gunnar Sigurðsson, sem birtist í öðru tölublaði Læknablaðsins sem út kom í síðasta mánuði, kemur fram að neyðarbíllinn var starfræktur í tilraunaskyni milli klukkan 8 og 19 fyrstu fjóra mánuðina en frá 12. febrúar 1983 frá klukkan 8 til 23.30 utan sunnudaga og helgidaga. Sjúkra- bíllinn er af Ford Econoline- erð, átta strokka og 212 hestöfl. öll útköll fer aðstoðarlæknir á lyflækningadeild, tveir sjúkra- flutningamenn og hjúkrunar- fræðingur frá slysadeild. Útköll voru alls 1331, fjörutíu sinnum var bílnum snúið til baka svo samskipti urðu við 1291 sjúkling. Sjúkravitjanir voru 650 en slysa- vitjanir 641. Af þeim 96 sjúkra- vitjunum sem fyrr er getið að lífgunaraðgerðum hafi verið beitt í voru 43 hjartasjúklingar, þrír höfðu fengið aðskotahlut í háls, fjórir voru með blæðingar- lost og níu voru með barkabólgu. Af þrjátíu endurlífgunum sem reyndar voru við fólk í hjarta- og öndunarstoppi, 16 konur og 14 karla, tókst að endurlífga tólf karla og tvær konur. Konurnar létust báðar en sex karlar út- skrifuðust við viðunandi andlega heilsu. Einn sjúklingur varð langvinnur hjúkrunarsjúkling- ur. Hinir létust eftir skamma legu. Meðalaldur hópsins var 66,5 ár, karla 64,54 ár og kvenna 70,8 ár. Sá yngsti var 24 ára en SUrfsfólk neyðarbflsins að flytja sjúkling á slysavarðstofu BorgarspíUlans. sá elsti 86 ára. Meðalaldur út- skrifaðra var 57,6 ár. Fjórir sjúklingar urðu fyrir hjarta- og öndunarstoppi eftir komu bílsins á vettvang. Einn lést en þrír voru endurlífgaðir og útskifuð- ust þeir allir. Það tók neyðarbílinn að með- altali 5,7 mínútur að komast á vettvang. Sá tími sem tók að komast á vettvang til sjúklinga í hjarta- og öndunarstoppi reynd- ist vera 5,9 mínútur þegar endurlífgun var án árangurs en 4,25 mínútur þegar endurlífgun tókst. Hjá fjórum sjúklingum af sex sem útskrifuðust var meðal- tíminn þrjár mínútur. í 41 prósent tilvika af 1291 út- kalli var talið að neyðarbíllinn skipti ekki máli en í 60% útkalla var hins vegar stuðningur að lækni, læknir gerði verulegt gagn eða gripið var til lífgunar- aðgerða. Þess má geta að engin kona fæddi í bílnum fyrsta starfsár hans. Að mati greinarhöfunda hefur rekstur neyðarbíls á höfuðborg- arsvæðinu ótvírætt sannað gildi sitt sem alhliða neyðarbíll. Þeir telja að með tilkomu bílsins hafi meðferðarmöguleikar bráð- veikra og slasaðra utan sjúkra- húss aukist. Þeir geta þess ennfremur að góð samvinna hafi myndast milli slökkviliðs Reykjavíkurborgar, sem séð hafi um sjúkraflutninga á höfuðborg- arsvæðinu í áratugi, og slysa- deildar Borgarspítalans. Krabbameinsfélag íslands: Fræðslufundir á Suðurlandi og Austfjörðum Krabbameinsfélögin hafa að und- anfornu haldið fræðslufundi víðsveg- ar um landið. Kynnt hefur verið starf- semi félaganna í hinum nýju húsa- kvnnum í Skógarhlíð 8 í Reykjavík og nýir verkþættir sem taka á upp á veg- um félaganna. Krabbameinsfélög Árnessýslu, Borgarfjarðar, Suður- nesja, Austur-Húnavatnssýslu og Rangárvallasýslu hafa þegar verið sótt heim. Dagana 17.—21. apríl verða Krabbameinsfélög Vestur-Skafta- fellssýslu, Suðausturlands, Aust- fjarða, Austurlands og Norðaust- urlands heimsótt en læknarnir dr. Gunnlaugur Snædal og dr. G. Snorri Ingimarsson flytja fræðslu- erindi og sitja fyrir svörum. Fundir krabbameinsfélaganna eru öllum opnir og verða haldnir sem hér segir: Vík í Mýrdal miövikudaginn 17. apríl kl. 21 í Brude-búð. Á Höfn í Hornafirði, fimmtudaginn 18. apríl kl. 21 í gagnfræöaskólanum. Á Fá- skrúðsfirði, föstudaginn 19. apríl kl. 21 í barnaskólanum. Á Egilsstöð- um, laugardaginn 20. apríl kl. 15 (fundarstaður auglýstur síðar) og á Neskaupstað, sunnudaginn 21. aprfl kl. 15 á sjúkrahúsinu. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðifl! APRÍL-TILBOÐ EV Allir notaðir bílar seldir ÁN ÚTBORGUNAR EV kjör M. Benz 280 S 74 Viö lánum í 3, 6, 9 eða jafnvel 12 mán. EV kjör Volvo 245 78 Við bjóðum 20% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTT Á ÖLLUM NOTUÐUM BÍLUM Datsun Cherry ’82 AMC Concord 79 Lada Sport ’81 Örlítið brot af þeim bílum er við höfum á boðstólum. Athugið að STAÐGREIÐSLUAFSLATTURINN gildir einníg fyrir greiðslur er greiðast upp á 1MÁNUÐI. Tökum einnig 3—5 ára fasteignatryggð veðskuldabréf á Stór Reykjavíkursvæðinu fyrir öllu andvirðinu. 1929 JEGILL 1VILHJÁLMSSON HF. EV-salurinn Smiöjuvegi 4, Kópavogi. Símar 79944 — 79775 1985
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.