Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985
Maðkur í
mysunni?
Mánudagsmynd sjónvarpsins
var að þessu sinni með held-
ur óvenjulegu sniði. Hér var um að
ræða nokkurskonar heimildar-
mynd frá Finnlandi er lýsti
meintri mútuþægni nokkurra op-
inberra embættismanna i sam-
bandi við sjúkrabílakaup. í mynd-
inni er nefndist Muta och kör var
ekki bara notast við atvinnuleik-
ara, heldur tóku virtir finnskir
lögmenn og dómarar þátt í leikn-
um. Fannst mér þessi verkháttur
gefa myndinni aukið heimildar-
gildi og einhvernveginn trúði
áhorfandinn því er fyrir augu og
eyru bar. Sá er stýrði síðan um-
ræðum í sjónvarpssal um efni
þessarar ágætu myndar virtist
hinsvegar ekki trúa sínum eigin
eyrum er hann spurði þá Ragnar
álforstjóra og Jónatan Þórmunds-
son lagaspeking eftirfarandi
spurningar: Getur svonalagað
gerst á Islandi? Ég verð nú að játa
að ég brosti útí annað er Helgi
Helgason fréttamaður varpaði
þessari spurningu fram í fyllstu
einlægni, en náttúrulega játuðu
gestirnir varfærnislega að slfkt
gæti máski átt sér stað hér á voru
litla landi.
Rannsóknar-
blaðamennska
Ég vil annars nota tækifærið og
þakka Helga fyrir að leiða þessa
valinkunnu menn fram á sviðið og
spyrja þá um efni fyrrgreindrar
myndar, því hér sýndi Helgi við-
leitni í þá átt að kryfja málið frá
sjónarhóli rannsóknarblaða-
mannsins. En mér virðist hafa
fækkað allískyggilega I þeirri stétt
manna í ríkisfjölmiðlunum uppá
síðkastið, það er helst að frétta-
deild sjónvarpsins stundi rann-
sóknarblaðamennsku undir for-
ystu Sigrúnar Stefánsdóttur, Páls
Magnússonar og annarra harð-
snúinna fréttamanna. Persónu-
lega er ég þeirrar skoðunar að öfl-
ug og ábyrg rannsóknarblaða-
mennska sé einn af hornsteinum
lýðfrelsisins og að án hennar sofni
valdsmenn gjarnan á verðinum og
gæti sín ekki á tálsnörum valds-
ins. Én menn skyldu gæta að þvf
að það er lftill vandi að vera heið-
arlegur þegar valdsviðið er tak-
markað og þar af leiðandi lftið um
freistingar. Það þarf hins vegar
sterk bein til að þola góða daga i
sal valdsins eins og hin marg-
fræga bankastjóralaunauppbót
sannar.
Kamelhársfrakkinn
Ég get þannig bent Helga
Helgasyni á afar einfalt nærtækt
dæmi um hversu valdið spillir
góðum drengjum, dæmi er ég tek
reyndar beint uppúr sjónvarps-
fréttum mánudagsins. Þessi frétt
fjallaði um þá stórutá bankaveld-
isins er gægist nú biksvört uppúr
Arnarhólnum. Sjónvarpsvélarnar
flögruðu um sali þessa valdskrfpis
þar sem iðnaðarmenn sýsluðu eins
og lúsiðnir maurar og að sjálf-
sögðu endaði sýningin á seðla-
bankastjóra sem var greinilega f
splunkunýjum kamelhársfrakka.
Og hvað kosta svo þessi ósköp spyr
fréttamaðurinn? Ætli þetta verði
ekki í kringum 400 milljónir þegar
upp er staðið. Það vildi svo til,
Helgi, að skömmu fyrir þetta
fréttaskot var ég staddur í hópi
annarra húsbyggjenda vestur f
Háskólabfói. Þar var meðal ræðu-
manna ung kona sem hélt á litlu
barni: Við búum fjögur í einu her-
bergi og komumst ekki þaðan
vegna skulda. Orð þessarar ungu
konu hljóma enn f eyrum mér,
Heigi, og svo spyrðu hvort slíkir
hlutir sem lýst var í finnsku
myndinni geti gerst hér á voru
litla landi. Allt getur gerst f landi
þar sem eru til peningar til að
geyma peninga, en ekki hina upp-
vaxandi kynslóð.
ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP / S JÓN VARP
Úr ævi
og starfi
íslenskra
kvenna
jafnframt fyrst kvenna til
að útskrifast úr Háskóla
íslands. Hún varð stúdent
árið 1911 og las utanskóla
allan tímann. í febrúar
1917 lauk hún læknisprófi
og fór árið eftir til fram-
haldsnáms í Danmörku og
Noregi.
Heim kom hún árið
1919 og settist að á ísa-
firði ásamt eiginmanni
sínum, Vilmundi Jóns-
syni, síðar landlækni. Á
ísafirði og síðar í Reykja-
vfk stundaði Kristín
læknisstörf um rúmlega
hálfrar aldar skeið.
Hún var mikilvirkur
þýðandi og reit bækur um
heilsufræði og manneldis-
fræði. Kristín fæddist ár-
ið 1889 að Lundi f Lund-
arreykjadal, en fluttist
um aldamótin með fjöl-
skyldu sinni að Hjarðar-
holti í Dölum. Hún lést f
Reykjavík árið 1971.
■■■■ Þátturinn „Úr
U15 ævi og starfi ís-
— lenskra
kvenna" er á dagskrá út-
varpsins klukkan 11.15 f
kvöld.
Björg Einarsdóttir,
stjórnandi þáttarins,
sagði í samtali við Mbl. að
hún myndi fjalla um
Kristínu Ólafsdóttur
lækni. Kristfn var fyrsta
íslenska konan sem tók
próf í læknisfræði og
Krístín Ólafsdóttir læknir
David Attenborough, umsjónarmaður þáttarins.
„Á vængjum vindanna“
^■i^B Heimilda-
Oíí 40 mynda-
flokkurinn „Á
vængjum vindanna" er á
dagskrá sjónvarpsins í
kvöld klukkan 20.40 og er
þetta sjöundi þátturinn af
tólf.
Þýðandinn, Óskar Ingi-
marsson, sagði í samtali
við Mbl. að nú færi David
Attenborough upp í há-
loftin og myndi tala um
þau dýr, sem hafa sigrast
á þyngdarafli jarðarinnar
— aðallega fugla. Atten-
borough fer í sérstaka
ferð með flugvél til að
kanna áhrif þyngdarafls-
ins og út frá ferðinni byrj-
„Ur kvennabúrinu“
■i „Cr kvennabúr-
00 inu“, þáttur
Andreu Jóns-
dóttur, er á dagskrá rásar
2 í dag kl. 17.00. Þátturinn
er um hljómlist, sem flutt
er eða samin af konum.
Andrea sagði f samtali
við Mbl. að f þættinum
myndi hún fjalla um
skoska dúettinn „Cocteau
Twins“, sem er orðinn
nokkuð vinsæll þar f
landi. „Þetta er ljúf og
falleg tónlist. Dúettinn
hefur gefið út þrjár plötur
og semja þau öll lögin
saman. Karlmaðurinn sér
um undirspil og kvenmað-
urinn syngur. „Ég ætla að
spila lög af siðustu plötu
þeirra „Treasures" en þar
fjalla lögin flest um goð-
sagnir svo að ég ætla í
leiðinni að tala um goða-
fræði.“
Einnig sagðist Andrea
ætla að spila lög eftir
breska lagahöfundinn
Kirsty McColl, en hún
hefur gert nokkuð af því
að semja lög fyrir ýmsa
listamenn. Til dæmis hef-
ur Tracy Ullman sungið
nokkur lög eftir hana.
íslenska hljómsveitin
Q4U verður einnig á dag-
skrá þáttarins en söng-
kona hljómsveitarinnar,
Ellý, átti afmæli í gær.
Andrea Jónsdóttir
ar hann að ræða um lff-
verurnar. „Fuglar geta
stjórnað sér sjálfir og
nota eðli loftsins eða upp-
streymið til að bera sig
áfram. Hins vegar gegnir
öðru máli um lífverur úr
jurtaríkinu, sem geta að
mjög litlu leyti stjórnað
ferð sinni sjálfar, heldur
berast þær með vindum.“
óskar sagði að síðari
hluti þáttarins fjallaði um
veðrið, til dæmis hvernig
þrumuveður og fellibyljir
myndast. Attenborough
fer í loftbelg m.a. til að
kanna eðli loftsins.
ÚTVARP
MIÐVIKUDAGUR
17. aprll
7.00 Veöurtregnlr. Fréttir.
Bæn.
Á virkum degi. 7.20 Leiktimi.
Tilkynningar. 7.55 Daglegt
mál. Endurt. þáttur Siguröar
G. Tómassonar trá kvöidinu
áður.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
Dagskrá. 8.15 Veðurtregnir.
Morgunorð: — Sólveig As-
geirsdóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Hollenski Jónas" ettir
Gabriel Scott
Gyöa Ragnarsdóttir les þýö-
ingu Sigrúnar Guöjónsdóttur
(3).
9.20 Leiktimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar. 9.45 Þing-
fréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veöur-
tregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.).
10.45 Islenskir einsöngvarar og
kórar syngja.
11.15 úr ævi og starfi Istenskra
kvenna. Umsjón: Björg Ein-
arsdóttir.
1145 Islenskt mál. Endurlekinn
páttur Jóns Hilmars Jóns-
sonar trá laugardegi.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
1240 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar
1340 Barnagaman. Umsjón:
Sólveig Pálsdóttir.
13J0 Dægurlðg frá sjðtta og
sjöunda áratugnum.
14.00 „Eldraunin" ettir Jón
Björnsson. Helgi Þorláksson
les (17).
1430 Miðdegistónlerkar. Ball-
aða og polonesa op. 38 eftir
Henri Vieuxtemps. Arthur
Grumiaux og Dinoraah Varsi
leika á tiölu og pfanó.
1445 Popphólfið. — Bryndls
Jónsdóttir.
1540 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veöurtregnir.
1640 Siðdegistónleikar
a. Tónverk eftir Gunnar R.
Sveinsson. 1. Hveralitir. 2.
Sveifiur. 3. Tvösönglög, „Þú
veist ei neitt" og „Söngvar
dalabarnsins". Flytjendur:
Halldór Haraldsson, sænskir
hljóöfæraleikarar, Guörún A.
Kristinsdóttir og öldutúns-
skólakórinn; Egill Friöleifsson
stjórnar.
1945 Aftanstund
Barnaþáttur meö innlendu
og erlendu efni: Söguhorniö
— Friörik, sögumaöur
Bryndls Vlglundsdóttir, Kan-
Inan með kðflóttu eyrun,
Högni Hinriks, sögumaöur
Helga Thorberg.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
2040 Auglýsingar og dagskrá
2040 Lifandi heimur
7. A vængjum vindanna.
Breskur heimildarmynda-
flokkur I tólf þáttum. I þess-
um þætti fjallar David Att-
b. Tvær hljómsveitarútsetn-
ingar eftir Ingvar Jónasson.
1. Fjögur Islensk þjóölög. 2.
Islensk rlmnadanslög.
Strengjasveit nemenda I
Tónlistarskólanum I Reykja-
vlk leikur; Ingvar Jónasson
stjórnar.
c. Þrjú Islensk þjóölög I út-
setningu Jóns Asgeirssonar.
Kammersveit Reykjavlkur
leikur.
17.10 Slödegisútvarp
Tilkynningar
1845 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
1945 Málræktarþáttur. Baldur
Jónsson flytur.
1940 Horft I strauminn meö
MIÐVIKUDAGUR
17. aprll
enborough um lofthjúpinn
sem umlykur jörðina, þyngd-
arlðgmáliö og þær llfverur
sem geta svifiö um loftin blá,
svo sem skordýr og leöur-
blökur en þó einkum fugla.
Þýöandi og þulur Óskar Ingi-
marsson.
2140 Herstjórinn
Tlundi þáttur. Bandarlskur
framhaldsmyndaflokkur I tólf
þáftum, geröur eftir metsölu-
bókinni „Shogun" eftir Jam-
es Clavell Leikstjóri Jerry
London. Aðalhlutverk: Ric-
hard Chamberlain, Toshiro
Mifune og Yoko Shimada.
Auöi Guðjónsdóttur (RU-
VAK).
20.00 Otvarpssaga barnanna:
„Grant skipstjóri og börn
hans" eftir Jules Verne.
Ragnheiður Arnardóttir les
þýöingu Inga Sigurössonar
(19).
2040 Hvaö viltu verða?
Starfskynningarþáttur I um-
sjá Ernu Arnardóttur og Sig-
rúnar Halldórsdóttur.
2140 Frá Mozart-hátlöinni I
Frankfurt I fyrrasumar. Sin-
fónía nr. 41 I C-dúr K. 551
„Jupiter" eftir Wolfgang
Amadeus Mozart. Kammer-
sveit Evrópu leikur; Sir
Georg Solti stjórnar.
2140 Að tafli. Guömundur
Arnlaugsson flytur skákþátt.
22.00 Tónleikar.
Þýöandi Jón O. Edwald.
2245 Úr safni sjónvarpsins
Maöur er nefndur Lárus I
Grlmstungu. Lárus Björns-
son, fyrrum bóndi og fjall-
kóngur I Grlmstungu I Vatns-
dal, á aö baki ótaldar feröir
inn á Grlmstunguheiöi til fjár-
leita og veiöa. Enn var Lárus
ern, þótt kominn væri á tl-
ræöisaldur, þegar sjón-
varpsmenn heimsóttu hann
haustið 1980 og þeir Grlmur
Glslason á Blönduósi tóku
tal saman. Aður sýnt I sjón-
varpinu I desember 1980.
23.10 Frétlir I dagskrárlok.
22.15 Veöurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orö kvöldsins.
2245 Tlmamót. Þáttur I tali og
tónum. Umsjón: Arni Gunn-
arsson.
23.15 Nútlmatónlist. Þorkell
Sigurbjörnsson kynnir.
2345 Fréttir. Dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR
17. aprll
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnandí: Kristján Sigur-
jónsson.
14.00—15.00 Eftir tvö
Létf dægurlög.
Stjórnandi: Jón Axel Ólafs-
son.
1540—16.00 Nú er lag
Gömul og ný úrvalslög að
hætti hússins.
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
1640—17.00 Vetrarbrautin
Þáttur um tómstundir og úti-
vist.
Stjórnandi: Júllus Einarsson.
1740—18.00 Úr kvennabúrinu
Hljómlist flutt og/eða samin
af konum.
Stjórnandi: Andrea Jóns-
dóttir.
Þriggja mlnútna fréttir sagö-
ar klukkan 1100, 15.00,
16.00 og 17.00.
SJÓNVARP