Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985 21 í stýris stað en þaö nam um 100 millj. króna og ymis olíugjöld afnumin að upphæð 23 millj. kr. í heildina nemur þessi lækkun óbeinna skatta 750 millj. króna en á móti kemur að söluskattur var hækkaður um 250 millj. króna. Hrein lækkun óbeinna skatta er því 500 millj. króna. Skattfrelsismörk tekjuskattsins hækkuð Taflan sýnir hvaða áhrif lækkun tekjuskattsins á þessu ári mun hafa á skattfrelsis- mörk hans, þ.e. þau tekjumörk þar sem viðkomandi gjaldandi byrjar að greiða tekjuskatt við álagningu 1985. Hjá hjónum eru þessi skattfrelsismörk mið- uð við samanlagðar tekjur beggja. Tölurnar eru þúsundir króna. (lleimild: Kiánn.riAun.) óbreytt Nýju nknttbyríi lögin Hjón: annað aflar allra tekna 322,5 369,2 Hjón: jöfn tekjuskipting 356,2 388,9 Einhleypingar 195,3 210,0 Einst. foreldrar 221,6 236,6 Lokaorð Hér hefur það verið rakið að frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð hafa beinir og óbeinir skattar verið lækkaðir eða niður- felldir um tæpa 1,6 milljarða króna. Skattbyrði ríkisins vegna beinna skatta hefur frá árinu 1978 aldrei verið lægri en nú. Hér hefur verið farið inn á rétta braut og vel á málum haldið. í þessum efnum skiptir niður- felling tekjuskattsins höfuðmáli, þar sem hann vegur þyngst í skattadæminu. Það verk er þegar hafið, svo sem hér var rakið að framan, og öðrum áfanganum verður náð nú í haust. Þá mun koma enn betur f ljós en hingað til hvaða hagsbætur þessi breyting í skattamálum mun hafa í för með sér fyrir allan almenning í land- inu. Dr. Gunnar G. Schram er þingmaó- ur Sjáiístædisnokksins tyrir Reykjaneskjördæmi. Störfum nefndar flýtt æ — segir Matthías A. Mathiesen varöandi greiðslur til bankastjóra „SrrÖRFUM nefndar sem unnið hef- ur að þessum málum verður flýtt,“ sagði Matthías Á. Mathiesen banka- málaráðherra, er hann var spurður hver staða mála væri varðandi greiðsl- ur til bankastjóra ríkisbankanna í stað bifreiðahlunninda. Matthías sagði, að allir bankarn- ir hefðu orðið við tilmælum sínum um að fresta framkvæmdum á greiðslum til bankastjóranna. Pét- ur Sigurðsson formaður bankaráðs Landsbanka fslands sagði aðspurð- ur í gær, að bankaráðið hefði frest- að framkvæmdinni og nú væru í gildi sömu reglur og gilt hefðu eftir árið 1970, þ.e. að bankastjórar fengju greidd aðflutningsgjöld af bifreiðum sínum þriðja hvert ár. Bæjarstjórnar- fundur æskunnar Selfoss, 16. apríl. Bæjarstjórnarfundur æskunnar verður haldinn á Selfossi á morgun, miðvikudaginn 17. apríl. Fundurinn verður haldinn í Tryggvaskála og hefst klukkan 18.00. Á fundinum mun ungt fólk úr gagnfræðaskólanum og Fjölbrauta- skóla Suðurlands hafa framsögu ásamt því að stjórna fundinum að öllu leyti. Bæjarfulltrúar munu mæta á fundinn og svara fyrir- spurnum sem til þeirra verður beint. Allir bæjarbúar eru vel- komnir á þennan fund og reyndar hvattir til þess af fundarboðendum, æskufólki á Selfossi. Sig. Jónss. Hjarta Kvikmyndir Árni Þórarinsson Laugarásbíó: Fyrst yfír strikið — Heart Like a Wheel ☆☆ Bandarísk. Árgerð 1983. Handrit: Ken Fricdman. Leikstjóri: Jona- than Kaplan. Aðalhlutverk: Bonnie Bedelia, Bcau Bridges, Leo Rossi, Hoyt Axton, Bill McKinney. Þegar mynd er auglýst sem „bílamynd", eins og þessi, þarf ég að herða verulega upp hugann til að leggja í hann. „Bílamynd- ir“ eru yfirleitt eins konar spyrnukeppni í kvikmyndaformi, þar sem árekstrar koma í stað persónusköpunar, skrens í stað samtala, og eltingaleikir í stað dramatískrar atburðarásar. Flest af þessu er að vísu fyrir hendi í Heart Like a Wheel. En myndin kom skemmtilega á óvart. Hún er nefnilega meiri „manneskjumynd“ en „bíla- mynd“. Haft er eftir ekki ómerkara riti en Playboy að Heart Like a Wheel sé sambærileg við Coal- miner’s Daughter. Þetta er ekki algalið. Sú síðarnefnda lýsir leið sveitasöngkonunnar Loretta Lynn til frægðar og frama. Sú fyrrnefnda gerir það sama fyrir bandaríska kappaksturskonu að nafni Shirley Muldowney. Báðar myndirnar lýsa því hvernig kon- unum líður sem framanum ná, hverju þær fórna fyrir hann og hvað hann færir þeim, — sjálf- stæði, jafna stöðu á við karla. Þótt minna sé borið í Heart Like a Wheel en Coalminer’s Daughter skila handritshöfund- urinn og Jonathan Kaplan, leik- stjóri, sem fram til þessa hefur aðeins gert miðlungsmyndir, merkilega fullnægjandi verki. Aðeins notkun kunnra dægur- laga til að setja greinarmerki í rás tímans í myndinni færir hana niður á B-myndaplanið. En með áherslu á mannlega þáttinn frekar en hestöfl tryllitækjanna og afbragðsgóðum leik, fyrst og fremst Bonnie Bedelia í hlut- verki Muldowneys, tekst höfund- um að skapa verk sem ekki hefur „stýri í hjarta stað“, heldur öfugt. er liöið eitt ár síðan við tókum við söluumboði fyrir IBM PC-tölvuna. Á þessu eina ári höfum við selt fleiri PC-tölvur á íslandi en nokkur annar, eða yfir 350 tölvur, meira en eina á dag hvorki meira né minna. Fyrir þessu eru _ margar góðar ástæður sem við bjóðum þér að kynnasjt með heimsókn til okkar þar sem þú ert ávallt velkominn. IBXI PC ásamt helstu sérfrædingum Gisla J. Johnsen bjóða þig velkominn til aö kyimast islensku hugtiti og alþjóölegri txkni. Afmælistilboð í tilefni ársafmælisins höfum við ákveðið að bjóða nú IBM PC með ótrúlega hagstæðum kjörum næstu 10 daga þannig að sem flestir geti eignast þetta undratæki sem hentar smærri og stærri fyrirtækjum jafnt sem einstaklingum. Má þar nefna olíufélög, skipafélög, bókasöfn, læknastofur, rithöfunda, endurskoðendur o.s.frv., o.s.frv. IBM PC frá kr. 85.900.- Við bjóðum í kaupbæti: ☆ Námskeið i skóla okkar í allt að 12 klst. ☆ Skákforrit ☆ Leikjaforrit ☆ Hugleit, tilvalið fyrir bókasafnið, plötusafnið, timaritasafnið, kökuuppskriftirnar o.s.frv. n i GÍSLI J. JOHNSEN TÖLVUBÚNAÐUR SF - SKRIFSTOFUBUNAÐUR SF SMtDJUVEGl 8 - PO BOX 397 202 KOPAVOGI SIMI 731 tt SUNNUHLlÐ, AKUREYRI. SlMI 96-25004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.