Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 86. tbl. 72. árg.____________________________________MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Tekst að bjarga gervihnettinum? Kuiaveralbör&a, Kkrrida. 16. aprfl. AP. TVEIMUR mönnum úr áhöfn geimferjunnar Discovery tókst í dag að koma heimasmíðuðum verkfærum fyrir í griparmi skipsins en þeim er ætlað það hlutverk að bjarga 80 milljón dollara fjarskiptahnetti. Verður það reynt ária dags á morgun, miðvikudag. Vel tókst að koma verkfærunum, sem líkjast flugnaspaða, fyrir i griparminum en á morgun, þegar geimferjan kemur að hnettinum, á að reyna með þeim að ýta við 10 sm löngum rofa utan á honum og koma rafstrauminum á. Talið er, að kom- ið hafi verið við rofann fyrir slysni sl. laugardag þegar ferjumenn voru að búa sig undir að koma fjar- skiptahnettinum á braut. Það tók geimfarana David Griggs og Jeffrey Hoffman skemmri tíma en ætlað var að koma verkfærunum fyrir 'en þó áttu þeir i nokkrum erfiðleikum með ýmsa hjálparhluti, sem ekki vildu vera kyrrir i geimnum. Fötin háðu þeim líka dálítið enda eru þau efnismikil og kostaði hver búning- ur 2,1 milljón dollara. Að verkinu loknu virtu þeir fyrir sér umhverf- ið, sól, jörð og stjörnur, og voru sammála um, að útsýnið væri fal- legt. Pólland: Kirkjan skákar kommúnismanum Vmrsjá, 16. apfíl. AP. í GREIN í helsta hugmyndafreðitíma- riti pólska kommúnistaflokksins segir, að (lokkurinn og stjórnin séu nú um það bil búin að tapa stríðinu um sálirn- ar fyrir kaþólsku kirkjunni í landinu. I nýjasta hefti af tímaritinu Nowe Drogi (Nýjar leiðir), sem miðstjórn kommúnistaflokksins gefur út, segir, að nú sé svo komið eftir 40 ára yfir- ráð kommúnista í Póllandi, að nærri 90% landsmanna telji sig trúaða og aðeins 6,5% trúlausa. Hinir séu á báðum áttum. í greininni, sem heitir „Vandamálin, sem sósíalísk vitund á við að glíma í Póllandi“, er viður- kennt, að tilraunir flokksins til að afkristna þjóðina hafi meira en mis- tekist því að trúuðu fólki hafi í raun fjölgað eftir að kommúnistar kom- ust til valda. 1 tímaritinu var varað við þeim „hættum", sem kommúnísku þjóð- skipulagi stafaði af trúrækninni og hvatt til aukinnar fræðslu um þankagang þeirra Marx og Engels. Kirkjan og baráttan gegn kúguninni eiga samleið í Póllandi. Svíþjóð: Afganistan: Mikil átök og mann- fall í liði Sovétmanna Nýju Delhí, klamabad, 16. aprfl. AP. AFGANSKIR skæruliðar sátu ný- lega fyrir og felldu marga sovéska hermenn í dalverpi ekki fjarri Kab- úl, höfuðborginni. Rauði herinn rússneski heldur nú uppi einhverri mestu sókn, sem um getur á hendur skæruliðum, og hefur m.a. tekið í notkun Frog 7-flugskeyti eins og þau, sem íranir og írakar skjóta hvorir að öðrum. Eru þessar fréttir hafðar eftir sendimönnum í Nýju Delhí. Sókn sovéska innrásarhersins gegn skæruliðum hófst 9. eða 10. apríl sl. og er ekki farið hratt yfir en þeim mun meiri áhersla lögð á að ganga á milli bols og höfuðs á þeim, sem hugsanlega eru á bandi skæruliðanna. Skæruliðarnir höfðu því nægan tíma til að koma sér fyrir á mikilvægum stöðum auk þess sem þeir komu víða jarðsprengjum fyrir í veginum frá herstöðvunum í Kabúl. Sovéska herliðinu, a.m.k. þrjú hundruð hermönnum á brynvögn- um og skriðdrekum, stutt orrustu- þotum, fallbyssuþyrlum og flutn- ingaþyrlum, var veitt fyrirsát í Maydan-dalnum og varð að láta undan síga þrátt fyrir þessa yfir- burði í vopnabúnaði. Urðu Sovét- mennirnir fyrir miklu mannfalli auk þess sem tvær þyrlur voru skotnar niður og annar herbúnað- ur eyðilagður. Haft er eftir heimildum, að sov- éski herinn í Afganistan sé farinn að beita Frog 7-flugskeytum gegn skæruliðum en þau eru svipuð þeim, sem íranir og írakar hafa notað að undanförnu í Persaflóa- stríðinu. Hafa þessi flugskeyti sést í herbúnaði Sovétmanna á leið frá Kabúl en þeim er hægt að skjóta 60 km. Neves veitt síð- asta smurningin Ríkisstarfsmenn boða verkfall í maíbyrjun Stokkbólmi, 16. aprfl. Frá fréttoriUr. Mbl. S/ENSKIR ríkisstarfsmenn boðuðu í dag verkfall frá 2. maí nk. og mun það ná til 20.000 manna. Er ástæðan sú, að ríkisstjórnin hefur ekki fallist á að bæta þeim upp það, sem þeir fóru á mis við í fyrra miðað við aðra launþega. Ef til verkfallsins kemur munu samgöngur truflast mikið, t.d. flug og lestarferðir, og lögreglumenn munu að mestu hætta sínu venju- lega eftirliti. Kennsla mun falla niður víða og skattheimtan, póst- og tollþjónustan munu lamast að nokkru. Eftirlaunagreiðslur munu þó verða inntar af hendi eins og áður. í fyrra urðu ríkisstarfsmenn fyrstir til að semja um sín laun og sættu sig við þann ramma, sem ríkisstjórnin hafði ákveðið. Það var þó tekið fram, að ef aðrir laun- þegar semdu betur skyldi ríkis- starfsmönnum bættur munurinn. Ríkisstarfsmenn telja, að þannig hafi þetta einmitt gengið og að þeir hafi dregist aftur úr öðrum um, sem nemur 3,1%. Vilja þeir fá það bætt með 250 skr. launaauka á viku en á það hefur ríkisstjórn jafnaðarmanna ekki enn fallist. Sm Paulo, Brazilíu, 16. aprfl. AP. PKP.STAK kaþólsku kirkjunnar hafa veitt Tancredo Neves, kjörnum for- seta landsins, síðustu smurninguna en honum er nú aðeins haldið lifandi með flóknum tækjabúnaði. Skýrði talsmað- ur ríkisstjórnarinnar frá þessu í dag. ' Neves, sem er hálfáttræður að aldri, veiktist aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann átti að taka við embætti og hefur geng- ist undir sjö miklar skurðaðgerðir á fjórum vikum. Að sögn talsmanns forsetans er Neves haldið á lifi með hjálp öndunarvélar og nýrnavélar og sagði hann, að hugsanlega gæti það gengið þannig í marga mánuði. Mörg hundruð manna söfnuðust í dag saman fyrir utan sjúkrahúsið þar sem Neves liggur með krossa og myndir af honum og beðið var fyrir honum í kirkjum um gervallt landið. Tancredo Neves
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.