Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRlL 1985
•v
>
Ása sýnir í Hafnarborg
ÁSA Óiafsdóttir opnaði sýningu á
mjndvefnaði I Hafnarborg, menning-
ar- og listastofnun Hafnarfjarðar,
laugardaginn 13. aprfl sl.
A sýningunni er meðal annars
þrístæða fyrir Menntaskólann á
Isafirði, sem unnin var fyrir styrk
úr Listskreytingasjóði íslands.
Ása hefur haldið fimm einkasýn-
ingar hér á landi og erlendis auk
þess sem hún hefur tekið þátt i
fjölda hóp- og samsýninga.
Verk eftir Ásu eru í eigu opin-
berra stofnanna hérlendis og í Sví-
þjóð.
Sýningunni lýkur 28. apríl, en
hún er opin frá kl. 14—19 alla daga
vikunnar.
(Úr fréttatilkynningu)
Ein af myndum Ásu Olafsdóttur,
Rafmagnað rökkur.
fyrir
A undan timanum
i 100 ár.
steinsteypu.
Léttir
meðfærilegir
viðhaldslitlir.
Ávallt fyrirliggjandi.
Armúla 16 sími 38640
Bladburóarfólk
óskast!
Austurbær:
Óöinsgata
Meöalholt
Sóleyjargata
Varahlutir i
russann
Eigum fyrirliggjandi boddy-hluti á«
GAZ-69 á sérstöku tilboðsverði,
takmarkaðar birgðir.
SWJHbcrt Veralun VerkttmH SðtudMld
38600 39230 ^3W&T 39760 31236
Bifreióar & Landbúnaðarvélar hf
AÐGÆSLA
— VÖRN
GEGN VÁ
UMSJÓN: LANDSSAMBAND
HJÁLPARSVEITA 8KÁTA
Við eldsvoða
Landssamband hjálpar- velvildar Morgunblaðsins að
sveita skáta hefur notið þeirrar mega birta ýmsar leiðbein-
ingar og varnaðarorð til al-
mennings undir fyrirsögninni:
\ðgæsla, vörn gegn vá. Það er
von LHS að þessir stuttu
fræðslupistlar verði til að vekja
lesendur til umhugsunar um
að með aðgæslu og fyrirbyggj-
andi aðgerðum megi fækka all-
tof algengum slysum og óhöpp-
um. Þrátt fyrir að hjálparsveit-
ir séu ætíð reiðubúnar til að-
stoðar í neyðartilvikum, finnst
forsvarsmönnum þeirra ekki
síður mikils um vert að byrgja
brunninn fyrirfram, með því að
brýna fyrir landsmönnum þau
sannindi að aðgæsla er vörn
gegn vá!
Flestir brunar byrja sem lítill
logi, sem breiðist síðan út, stund-
um hægt, en oftast hratt. Það
skiptir því máli að vita hvað hægt
er að gera þangað til slökkvíliðíð
nær á staðinn. Það mikilvægasta
er að vera rólegur og að hafa ein-
hverja vitneskju um hvað eigi að
gera. Það vekur um leið öryggis-
tilfinningu.
✓ "
/ I '
FYRSTU 10 MÍNÚTURNAR ERU
MIKILV ÆGASTAR
Reikna má með því að það líði
um 5—10 mínútur þangað til
slökkviliðið kemst á staðinn. Þetta
getur um leið verið mikilvægasti
tíminn í baráttunni við eldinn:
Nær hann að breiðast út eða tekst
að hefta för hans? Haldið því
rónni og vinnið markvisst.
1. Bjargið fólki og dýrum.
2. Hringið eftir slökkviliði.
3. Slökkvið eldinn ef hægt er.
Athugið að það er mikilvægt að hringja
strax eftir slökkviliðinu áður en þið reynið að
slökkva eldinn sjálf. Það skiptir ekki máli
hversu lítill eldurinn er. Það þarf auðvitað
ekki nema einn til að hringja, aðrir geta því
farið í slökkvistarfið séu þeir fyrir hendi.
Dveljið þó ekki það lengi við það að þið eigið
engrar undankomu auðið.
Hvar brennur?
Hvað brennur? Hversu margir eru í hættu?
Þegar hringt er eftir slökkviliði verður að veita
eftirfarandi upplýsingar:
1. Hvar brennur.
2. Hvað brennur.
3. Hversu margir eru í hættu.
Svarið spurningum slökkviliðsins í símann og
segið í stuttu máli frá því sem gerst hefur. Athug-
ið alltaf að gefa upp hver hringir og hvaðan. Á
þéttbýlissvæðum er nauðsynlegt að gefa líka upp
bæjarhverfi eða sveitarfélag,. því verið getur að
fleiri en ein gata heiti sama nafni í umdæmi
slökkviliðsins. Athugið einnig að útkall hjá
slökkviliðinu hefst um leið og svarað er á slökkvi-
stöðinni, ekki þegar símtalinu lýkur. Gefið ykkur
því nógan tíma til að svara spurningum.
Furðufrétt frá Steindóri
— eftir Kristin
Snœland
í Morgunblaðinu 16. aprfl sl. birt-
ist furðuleg frétt undir heitinu
„Snjókoman í _ gærmorgun": með
undirtitlinum „Óvenjumikið að gera
hjá okkur“ segir starfsstúlka Stein-
dórs“.
„Fréttin," sem er reyndar engin
frétt heldur óstaðfest sjálfshól
starfsstúlku Steindórs (og Sendi-
bíla hf.) og níð eða rógur um þjón-
ustu annarra leigubifreiðastöðva,
er jafnframt sönnun þess sem
haldið hefur verið fram, að smá-
sendibílar Sendibíla hf. séu notað-
ir til ólöglegra mannflutninga.
„Fréttin" ber einnig með sér þá
furðulegu vanþekkingu blaða-
manns Morgunblaðsins að hann
veit greinilega ekki að Sendibílar
hf. á Steindórsplaninu og Bif-
reiðastöð Steindórs eru tvö óskyld
fyrirtæki, þó bæði stundi akstur.
Blaðamaðurinn virðist heldur ekki
vitað að á Bifreiðastöð Steindórs
er nú í akstri aðeins ein bifreið,
gamall Galant fjögurra farþega,
og reyndar ekki nóg með það,
heldur mun eigandi hans vera í
leyfi erlendis og bíllinn á verk-
stæði um þessar mundir. „Fréttin"
er þannig bæði röng og fölsk auk
þess sem í henni eru ámælisverðar
aðdróttanir um þjónustu annarra
bifreiðastöðva í borginni. Þessi
frétt er Morgunblaðinu til
skammar og spyrja má ef þekking
blaðsins á rekstri handan götunn-
ar er ekki haldbetri en fram kem-
ur af „fréttinni" hvernig eru þá
aðrar fréttir blaðsins. Ég játa að
ég lít á þessa „frétt" Morgunblaðs-
ins sem undantekningu frá annars
góðum og vönduðum fréttum.
Viðkomandi blaðamann vil ég
loks spyrja: Ef þér fannst ástæða
til þess að birta róg, níð og
sjálfshól starfsstúlku Sendibíla
hf. sem frétt, var þá ekki ástæða
til þess að leita fregna af hinum
bifreiðastöðvum borgarinnar um
sama mál?
Kristinn Snæland er leigubifreiða-
stjóri í Reykjavík.
LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN