Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985 51 Framvinda — eftir Ragnar Halldórsson Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella úr gildi svokölluð Ólafslög um bann við vísitölubinding launa. Þetta er mikið glapræði, sem sýnir það eitt, að ríkisstjórnin virðist hafa gleymt fortíðinni, skilur ekki samhengi hlutanna, eða hefur ekki kjark eða mann- dóm, sem þarf til að gera hið nauðsynlega og rétta. Sagt er að strúturinn stingi hausnum í sandinn, ef hættu ber að höndum. Það mun ekki vera rétt samkvæmt síðari tíma rann- sóknum. Maðurinn gerir það, ef hann hefur hvorki vit eða vilja til að sjá aðstæður í réttu ljósi, eða virðir ekki skapadóm sögunnar. Óttinn við atkvæðatap og hrörnandi fylgi vegur hér eflaust meir en sannfæring og manndóm- ur. En spurningin er: Fylgi hverra? Svarið er einfalt. Það er fylgi lögbrjóta og ofbeldislýðs, sem all- staðar í þjóðfélaginu veður uppi og skeytir hvorki um skömm né heiður. Æpandi lýður, sem aldrei nær „endum saman", sagt á nútíð- armáli, gengur á hólm við veik- lunduð stjórnvöld, sem vita ekki sitt rjúkandi ráð og bogna fyrir minnsta goluþyt. í landi upplausnarinnar er fátt verr séð en sannleikurinn. Þess vegna má aldrei á það minnast, að stærsti hópur þess fólks, sem aldr- ei þykist ná endum saman, er með tvöfalda fyrirvinnu heimilis og hefur þar af leiðandi mánaðar- tekjur, er nema þrjátíu til fimm- tíu þúsund kr. Sennilega eru „end- ar“ þess fólks upptrosnaðir og því erfitt um hnýtingar. Ekki er þar með sagt, að allir séu vel settir og engan skorti neitt. En sjaldan hrópa þeir hæst. Krafan um tuttugu þúsund króna mánaðarlaun sýnist réttmæt til handa þeim lægst launuðu. Það ætti að draga frá „toppunum" og færa til þeirra verr settu. Fáir aðrir eiga neinn rétt hækkana, hvorki að vísitölu né prósentu. Trúlegt er, að kennarar hafi setið í nokkurri lægð hvað laun snertir, en öruggt má telja, að þeir hefðu fengið bót meina sinna án þess að hafa uppi lögbrot og fyrirgang. í kjölfar afnáms launavísitölu mun hringekjufólkið, sem aldrei nær endum saman, verða aðgangs- hart. Það hefur „dregist aftur úr“, vill ekki við það una að falla úr sínu hlutverki í sirkusnum. Gamla fólkið með tíu þúsund kr. tekjutryggingu virðist vera sá eini hópur, sem „blaktir". Væri ekki ráð að reyna að læra eitthvað af þessu fólki í stað þess að æpa há- stöfum um að ræna það rentum, ef það skyldi eiga nokkrar krónur í sparisjóðsbók til viðbótar að drýgja lifibrauð sitt. I annað sinn er stefnt að því, að sparieyririnn skuli brenndur á verðbólgubálinu. Lítum til lærdóma sögunnar. Ríkisstjórnin afnemur nauðsynleg lög og stuðlar að upplausn, stjórn- leysi og verðbólgubáli. Hún gefur niðurrifsöflum lausan tauminn. Fyrir síðari heimsstyrjöld stóðu við stjórnvölinn í Bretlandi skammsýnir og dáðlausir menn, Chamberlain, Samuel Hoare og Halifax lávarður, ásamt fleiri enn minni körlum. Þeir færðu Hitler Evrópu á silf- urfati og boðuðu „frið um vora daga“. Friður vorra daga á að fel- ast í Abrahamsfaðmi þeirrar fylk- ingar þar sem kjarninn er Jón Baldvin Hannibalsson, Svavar Gestsson og tveir Thorlaciusar. Þá má ekki gleyma þeim kvenna- skara, sem háði orrustu við Davíð Oddsson. Davíð gat sagt eins og Egill Skallagrímsson: „Börðumsk einn við átta“ þar sem Egill hafði frækilegan sigur. Þó samlíkingin um glapræði Breta gagnvart Hitler sé tekin, ber vitanlega ekki að bera þá hluti saman. Sú fylking, sem nú býðst til að standa við stjórnvölinn í landi okkar, mun vissulega ekki stuðla að fjöldamorðum, byggja útrýmingarbúðir né koma á fót Frá tónleikunum í Félagsbíói í Keflavík. Félagsbíó f Keflavík: Steinn Erlingsson og Sverrir Guðmundsson héldu einsöngstónleika STEINN Erlingsson og Sverrir Guðmundsson héldu einsöngvaratónleika í Félags- bíói í Keflavík laugardaginn 16. mars sl., þar sem þeir sungu innlend og erlend lög svo og tvísöng við undirleik Áslaugar Jónsdóttur píanó- leikara. Steinn og Sverrir eru fyrstu nemendurnir sem útskrifast úr söngdeild Tónlistarskólans í Garðabæ, en þar hafa þeir stund- að söngnám síðastliðin fjögur ár undir leiðsögn Snæbjargar Snæ- bjarnardóttur söngkennara. Þeir byrjuðu ungir að syngja í Keflavík, fyrst með Karlakór Keflavíkur sem söngfélagar, en síðar sem einsöngvarar með kórnum. Þeir gerðust meðlimir í Kór Keflavíkurkirkju árið 1978. Söngnám hófu Steinn Erlings- son og Sverrir Guðmundsson við Tónlistarskóla Keflavíkur hjá Hreini Líndal og Sigurði Demenz Franzsyni. Á síðastliðnu ári hafa þeir félagar sungið mikið saman við ýmis tækfæri við undirleik Ragnheiðar Skúladóttur píanó- leikara. sögunnar gasklefum, en hægt er að stefna til auðnar með öðrum hætti og í hag- nýtum fjármálum hefur þetta fólk ekki meira vit en kötturinn á Sjöstjörnunni. Stjórn þeirra yrði sandkassaleikur óvita. Spekingurinn Helgi Pjeturss sagði að lýðurinn hefði tilhneig- ingu til að velja til forystu kvalara sína. Hann benti á hina „helvísku þróun niður á við“. Hún getur orð- ið til með óraunhæfum kröfum, óhófs eyðslulifnaði og hverskonar niðurrifi upplausnarafla og lög- brota, sem sýnt hefur sig að und- anförnu í okkar fámenna landi. Þar sem lýðurinn lætur stjórn- ast af óábyrgum skrumurum, sem sækjast eftir völdum valdanna vegna, er hrunið á næsta leiti. Þar sem ráðleysi stjórnar og fáviska fólksins lyftir lýðskrumurum til hásætis, jaðrar slíkt atferli við mannfyrirlitning. Koma manni þá í hug hin fleygu orð frá bylting- unni í Frakklandi, er Talleyrand viðhafði um samráðherra sinn: „Fouché fyrirlítur mennina svo innilega, sökum þess að hann þekkir sjálfan sig svo vel.“ Varla mun annað bjarga þessari þjóð, en alger hugarfarsbreyting stjórnar, stjórnarandstöðu og „Væri ekki ráð að reyna að læra eitthvað af þessu fólki í stað þess að æpa hástöfum um að ræna það rentum, ef það skyldi eiga nokkrar krónur í sparisjóðsbók til viðbótar að drýgja lifibrauð sitt.“ fólks í landinu. Óhófskröfur til annarra en sjálfs sín, vitskert eyðsluviðhorf, þar sem ekkert má spara, erlend óráðsíulán á lán ofan, sem velt verður á herðar þeirra, sem nú eru að byrja lífs- gönguna, er ekki leiðin til frelsis og sjálfstæðis. Spyrjið ykkur sjálf: Er knýjandi þörf fyrir allan þann ofstopainnfl- utning á fánýtu skrani, sem yfir- fyllir búðir og sölutorg? Horfið á bíladelluna! Á vegum innanbæjar og utan er hamagang- urinn engu líkari en fylkingum maura í hernaði eða fæðuleit. Er ungu fólki nauðsyn að byggja íbúðir sína tvöfalt stærri en hóf- legt væri? Er leiðbeiningarhlutverki for- eldra börnum þeirra til handa lok- ið á Islandi? Er nauðsynlegt og rétt að nýríkur þursalýður byggi yfir sig lúxushallir að hætti kalífa og stórvesíra fyrri alda? Er nauðsyníegt að bankar rísi nálega við hvers manns dyr og bankastjórar fái, auk fastra launa, sem svarar tvennum árslaunum verkamanns til þjónustu bíladell- unnar? Er nauðsynlegt í dag að kaupa fyrir dýrmætan gjaldeyri fiskafurðir og kartöflur? Er yfirleitt rétt að lifa hvern dag sem sé hann hinn síðasti? Frelsi er gott, ef það er notað til uppbyggingar, en frelsi vitleys- unnar er banvænt. Er ekki kominn tími til að hyggja að fortíð sögunnar og reyna að sjá fótum sínum forráð? Aldamótakynsióðin ól upp börn sín í viðleitni til manndóms og þroska. Hún færði þeim hugsjónir og frelsi þjóðarinnar frá erlendu valdi. Hún er nú horfin að fáum undanskildum. Tími upplausnar er tekinn við. Hvort tími krafta- verkanna er liðinn, verður fram- tíöin að skera úr. Ragnar Halldórsson er ellilíCeyris- þegi og tyrrum opinber starfsmað- ur. Lágt vöruverð? GREEN GIANT gr baunir kr. 59.50 GREEN GIANT aspas 297 gr., aöeins kr. 98.90 HEINZ súpur í dósum, aöeins HEINZ bakaðar baunir 225 gr. kr. 21.00 kr. 24.15 DEL MONTE cocktail avextir Vidós V2 dós DEL MONTE perur og ferskjur Vidós V2 dó s kr. 75.50 kr. 47.10 kr. 62.90 kr. 35.90 CARLSBERG Öl, aöeins RÖDE ORM, aöeins kr. 29.50 kr. 26.50 FELICA sjampoo 500 ml., aöeins DIXAN þvottaefni 600 gr., aöeins FESTA handsápa Rósas, aöeins kr. 39.80 kr. 62.50 kr. 8.50 CHINERS hunang 340 gr., aöeins kr. 68.60 GARDIA hunang 425 gr., aöeins kr. 66.50 GYLE’S GOLDEN syrup 500 gr., aöeins kr. 48.50 ÍM/# T;//* Ull J Barmahlíd 8, s. 17709
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.