Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985 43 <r Minning: Sigurgeir Sigfús- son bifreiðastjóri Fæddur 24. júlí 1907 Dáinn 8. apríl 1985 Nágranni minn og góðvinur, Sigurgeir Sigfússon bifreiðastjóri, fæddist í Egilsstaðakoti, Villinga- holtshreppi í Árnessýslu þann 24. júlí árið 1907. Voru foreldrar hans þau hjónin Sigfús Vigfússon bóndi þar og Gróa Gestsdóttir. Voru bðrn þeirra hjóna 10 talsins, sem upp komust. Eru nú sex þeirra lát- in og fjögur, sem eftir lifa. Sigurgeir ólst upp heima með foreldrum sínum og systkinum á þeim tímum í þjóðfélaginu, þegar ekki var mulið undir alþýðu manna, — þegar hver og einn þurfti og varð að sjá sér sjálfur farborða til þess að verða ekki undir og fá staðist hverskyns and- streymi svo sem landlæga fátækt og úrræðaleysi, sem harðast hlaut að bitna á einyrkjunum, þar sem mest var ómegðin. Það var á þeim dögum, þegar menn urðu að hafa sig alla við til að bægja þessum vágestum frá húsi og heimili með þrotlausri vinnu hörðum höndum, þegar nægjusemi og nýtni þóttu vera sjálfsagðar dyggðir og fólk almennt efaðist ekki um réttmæti þessara orða Guðs, sem hann mælti við hinn fyrsta mann: í sveita þíns andlits skalt þú brauðs þíns neyta. Sigurgeir fór snemma að fara að heiman tima og tfma til ná- granna til að vinna fyrir sér og létta með því undir með foreldrun- um. Snemma sagði það og til sin hve fjörmikill hann var og fylginn sér, áræðinn og æðrulaus, harður af sér og dugmikill, sterkur snar og knár, þótt ekki væri hann hár í loftinu, því að hlut sinn lét hann aldrei að óreyndu og óbældur komst hann yfir bernsku- og æskuárin. Rúmlega tvitugur gerðist Sigur- geir bifreiðastjóri og stundaði næstu 10 árin ýmist vörubifreiða- akstur eða hann vann við land- búnaðarstörf, eða aðra þá vinnu er bauðst. Þrítugur eignaðist hann eigin vörubíl. Hafði hann þá sest að í Reykjavík og ók eigin vörubíl fram yfir stríðsárin seinni, er hann gerðist leigubilstjóri á Hreyfli, en það starf stundaði hann um árabil. Eftir það starfaði hann nokkur ár hjá Timburverzl- un Árna Jónssonar unz hann dró sig í hlé sjötugur að aldri. Eftirlifandi eiginkona Sigur- geirs er Hlíf Gestsdóttir frá Bakkagerði í Svarfaðardal, mikil- hæf kona og vel gefin, sem alla tíð var Sigurgeiri hin styrkasta stoð, sem hann kunni vel að meta. Samvistir þeirra hjóna voru langar, 49 ár, og áttu þau lengst heimili hér i Reykjavík að Auðn- um í Laugarásnum austanverðum, allt frá árinu 1940, en nú heitir þar Langholtsvegur 58. Auðnum fylgdi áður allmikið erfðafestu- land, sem nú sér lítið af. Þar höfðu þau hjónin framan af árum nokk- urn búskap til búdrýginda. Eru Auðnir nú runnar inn í „skipulag- ið“, og ekkert eftir, sem minnir á hið gamla nema gult hús með risi, sem ekki lætur mikið yfir sér. Þau hjónin, Sigurgeir og Hllf, eignuðust 5 börn: Unni, sem fædd- ist þeim árið 1937. Hún giftist Reymond La Qroix, bandarískum manni. Unnur andaðist árið 1979 Misritun HÉR í Morgunblaðinu birtist á sunnudaginn kveðja vegna útfarar feðganna Úlfars Kristjónssonar skipstjóra og Jóhanns óttars. Þessi kveðjuorð skrifuðu Rikki og Binna. Varð misritun í undir- skriftinni og er beðist velvirðingar á mistökunum. frá fjórum börnum þeirra hjóna. Annað barn þeirra, Gestur, f. 1938, lagermaður, er kvæntur Svölu Ingimundardóttur og eiga þau 4 börn, Sigfús sonur þeirra fæddist árið 1940. Hann eignaðist eina dóttur, Kristínu, sem á heima á Akranesi. Sigfús lést af slysför- um árið 1969. Gunnar sonur þeirra, múrari að iðn, fæddist árið 1942, kvæntur Sigrúnu Jónsdóttur og eiga þau 8 börn. Yngstur er Vil- hjálmur, f. 1949, verzlunarmaður, kvæntur Sigrúnu Guðmundsdótt- ur, þau eiga 2 börn. Fregnin um andlát Sigurgeirs nágranna míns kom mér sannar- lega á óvart, því að svo skammt var síðan við höfðum ræðst við, en þá, þótt reifur væri, bar Sigurgeir þess ótvíræð merki að hann ætti ekki langt eftir, og sjálfur vissi hann það og hafði raunar orð á. í júlímánuði á síðasta ári gekk hann undir læknisaðgerð, sem séð var að ekki mundi duga til varan- legs bata. Nú síðustu vikuna sem hann lifði dvaldi Sigurgeir á Landspítalanum og þar andaðist hann að morgni annars páskadags á sjötugasta og áttunda aldursári. I nær 40 ár lágu leiðir okkar Sigurgeirs saman í Laugarásnum, þar sem morgunsólin byrjar fyrst að vekja borgarbörnin. Þaðan sést aldrei sólarlag á sumrum og und- um við báðir vel við það. Hann var mikill morgunmaður og ræddumst við þá oft við yfir garðinn milli húsanna. Gerðum tilhlýðilegar athugasemdir um veðurfarið og þjóðmálin, en um þau vorum við ekki alltaf sam- mála. Stundum röbbuðum við saman yfir kaffisopa og fór venju- lega vel á með okkur. Sigurgeir var fastur fyrir í pólitíkinni og varð honum ekki hnikað í þeim efnum, en í skoðunum sínum og fullyrðingum varð hann æ mildari með árum og aldri eiiis og við gömlu mennirnir hljótum að verða. Hygg ég að hann hafi verið sáttur við Guð og menn þegar yfir lauk. Ég sakna nú góðs vinar, sem ég hafði mikið samneyti við um ára- tugi. Sakna þess að fá ekki lengur að sjá hann glaðan og reifan á stéttinni heima á Auðnum. Sakna i minningunni björtu stjörnunnar hans sem lýsti útí dimma skammdegisnóttina í litla glugg- anum hans heima á hverjum jól- um. Þá var hátíð á Auðnum. En nú hefur ský dökkva dregið þar yfir hús og heimili og því harmur kveðinn að eiginkonu hans og ástvinum. Megi Guð styrkja hana, synina og ástvini þeirra, systkini hans, sem eftir lifa, og gefa þeim að sjá inn í himin Guðs, inn i vonarlönd vor allra, sem þreytt önd vor þráir að gista að leiðarlokum hér i heimi. Friður Guðs veri með þeim öll- um. Grímur Grímsson SVAR MITT eftir Billy Graham Syngja englarnir? Getið þér sýnt mér einhvern ritningarstaö, sem sker úr um það, hvort englarnir syngi? Presturinn okkar staðhæfði, að englarnir syngju aldrei. Þetta er gagnstætt því, sem mér hefur verið kennt. Eg treysti dómgreind yðar og þætti vænt um, ef þér vilduð athuga þetta mál. Sá skilningur, að englarnir syngi, er kannski byggður á þeim orðum Jesú, að gleði verði hjá englum Guðs yfir einum syndara, sem geri iðrun. Það er líka almenn skoðun, að englarnir hafi sungið, þegar Jesús fæddist. En ef við lesum frásöguna um boðun englanna á Betle- hemsvöllum, sjáum við, að þeir söðgu: „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á.“ Þeir sungu ekki. Það er engu líkara en hinum endurleystu börnum drottins sé einum ætlað að syngja, og í Opinberunarbók- inni sjáum við, að þeir, er sungu Móse og lambinu lof, voru þeir, sem höfðu verið endurleystir fyrir blóð lambsins. Ef til vill kannist þér við sönginn, þar sem segir, að þegar englarnir heyri sönginn um endurlausn- ina, leggi þeir saman vængi sína, enda þekki þeir ekki gleðina, sem endurlausnin veki. Það er því sérstakt hlutverk þeirra, sem eru frelsaðir, endurleystir, að lofsyngja Guð. Sá lofsöngur varð til í Nýja testamentinu: „Er þeir (lærisveinarnir) höfðu sungið lofsönginn, fóru þeir út.“ Jesús var með þeim við það tækifæri, og það var hann, sem vakti með þeim þörfina á því að syngja lofsöng. Þegar hann er nálægur í lífi okkar, gefur hann okkur nýjan söng. Biblían tekur ekki sérstaklega fram, að englarnir syngi, en þó hygg ég, að þeir geri það, þar sem hann er nú hja þeim. + + Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför Öllum þeim er vottuöu okkur samúö og sýndu viröingu sina á ýmsan JÓRUNNARS. MAGNÚSDÓTTUR hátt syni minum, fósturfööur, bróöur, mági okkar og frænda. fré Brssóraborg, Hallu, SVEINI HELGASYNI og einnig þeim sem önnuöust hana 1 veikindum hennar. Árni Sigurjónsson, Guóný Jónasdóttir, bókara, sendum viö innilegustu þakkir. Gunnar Sigurjónsson, Sólay Olgairsdóttir, Jórunn Sigurjónsdóttir, Guöjón Atli Auóunsson og barnabarnabörn. Magnaa G. Magnúsdóttir, Einar Kérason, systkini og aörir nénir aöstandandu. + Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlat og útför GUÐRÚNAR PETRÍNU KRISTJÁNSDÓTTUR. Hermann Guömunduon, Gaorg Árnaaon, Áalaug Kristjánsdóttir, Margrét Kristjénsdóttir, Ólafia Kristjénsdóttir, horbjörg Kristjénsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum öllum þelm er sýndu okkur hlýhug vegna andláts og útfarar móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ELÍNAR MARGRÉTAR VALDIMARSDÓTTUR fré Légadal Nautayrarhrappi, Bargstaöastrasti 8. Fyrir hönd aöstandenda, Sigvaldi Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.