Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 31
31
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985
Sovézkir sendistarfsmenn fara frá Paris ásnmt fjölskyldum sínum í aprfl 1983.
mála á hagkvæman hátt fyrir
land okkar og gert okkur fært að
koma fljótar á háþróaðri tækni-
væðingu. Með nýtingu þessara
erlendu upplýsinga hefur einnig
verið unnt að koma á umbótum
varðandi framleiðsluaðferðir
Fyrir utan tímasparnaðinn
bendir skýrslan einnig á minni
kostnað. Þeim lið verður að taka
með varúð, því reynslan ein get-
ur dæmt þar um. „Fjárhagsleg-
an hagnað, sem beinlínis má
rekja til lántöku á erlendum
tækniframförum fyrir hin ýmsu
svið rannsókna og frumathug-
ana, telur þetta ráðuneyti
(flugvélaiðnaðarins) nema 48,6
milljónum rúblna, sem er 18,8
milljónum rúblna meira en á ár-
inu 1978.“
Næst kemur í skýrslunni listi
yfir skiptingu upplýsinganna
eftir innihaldi þeirra, og tekið
fram að sýnishornin og tækni-
legu gögnin séu fengin erlendis
frá „eftir sérstökum leiðum".
Fjöldi upplýsinga á hverju sviði
er gefinn upp í prósentum, og
efst á blaði eru upplýsingar um
„loftaflfræði", „þéttleika" og
„loftþol" (29%). Næst koma
gögn er varða búnað flugvéla
(22,3%). Þær „miklu tæknium-
bætur" sem þannig fengust hafa
þegar komið að gagni í flugvéla-
iðnaðinum.
í skýrslunni eru tekin tvö
dæmi. Hið fyrra varðar „tækni-
legar upplýsingar um viðhald
orustuflugvéla sem nú eru í
notkun", sem komið hafa að
gagni í Sukhoi- og Mikoyan-
flugvélasmiðjunum. Gefið er
upp hvenær þessar upplýsingar
bárust — 18. apríl, 1979 — og
tilvísunarmerking þeirra: A001,
A. Þá er sagt frá hvaða stofnun
upplýsingarnar eru fengnar, en
það er „No. 2“, eða GRU, leyni-
þjónusta hersins.
Upplýsingarnar hafa auðveld-
að tæknilegar umbætur á sov-
ézkum flugvélum — gerðunum
Su-27 og MiG-29. Meðal umbót-
anna var „hraðvirk myndræn
tölva", loftfjarskiptakerfi, und-
irstöðuatriði varðandi úrvinnslu
upplýsinga, fjölrásun upplýs-
inga milli kerfa, samtenging
fleiri eininga við eina stjórn-
stöð, og tæki til að stjórna
vopnabúnaði flugvéla.
Síðara dæmið,*sem ber tilvís-
unarmerkið A016, G, kemur
einnig frá GRU, og hefur verið
nýtt hjá Sukhoi-flugvélasmiðj-
unum frá því í desember 1978.
Það er skýrsla um „tilraunir í
vindgöngum og rannsóknir á
mjög flóknum flugvélarvæng".
Að því er segir í skýrslunni var
unnt að beita þessum tækni-
upplýsingum við hönnun á
„tenntu" frambarði flugvélar-
vængs fyrir Su-25 orustuflugvél-
ina.
1 fyrra dæminu leiddu upplýs-
ingarnar til 8 milljóna rúblna
sparnaðar, í því síðara spöruð-
ust 2 milljónir rúblna „í fyrsta
lagi með styttingu tilraunatím-
ans, og í öðru lagi með því að
gera athuganir á vindgöngum
óþarfar". Loks er bent á í skýrsl-
unni að þessi allsherjar upplýs-
ingasöfnun leiði einnig til þess
að unnt sé að fylgjast með hern-
aðarlegri tækniþróun á Vestur-
löndum, og þar af leiðandi gera
sér ljóst hvaða áætlanir séu úr-
eltar og hætta megi við þær, og
hinsvegar hvort leggja beri út á
nýjar brautir í vísindalegum
rannsóknum.
(Heimild: Le Monde)
Boeing-þota
fórst í
Thailandi
Bangkok, 16. aprfl. AP.
Boeing 737 þota frá Thai Airways
flaug á fjall í suðurhluta Thailands í
nótt og fórust allir sem um borð
voru, II manns.
Þotan var á leið frá Bangkok til
ferðamannaeynnar Phuket, en
brotlenti í héraðinu Phangnga, er
hún átti 64 km ófarna til Phuket.
Orsakir flugslyssins eru ókunn-
ar. Sjónarvottar sögðu óeðlilegan
hávaða hafa borizt frá þotunni,
síðan hafi hún risið upp á rönd og
farið í dýfu til jarðar. Eldur logaði
í þotunni í dýfunni, að sögn sjón-
arvotta.
Flugvélin átti að sækja 123 far-
þega til Phuket og fljúga þeim til
Bangkok. Siðasta flugslys í sögu
Thai, sem kostaði mannslíf, var
27. apríl 1980. Þá fórust 41 farþegi
er flugvél fórst eftir að eldingu
laust niður í henni.
Finnland:
Atvinnuleysi
minnkar
Helsinki. 16. apnl. AP.
ALLS voru 146.500 Finnar atvinnu-
lausir í marz, og er þar um fækkun
að ræða miðað við febrúarmánuð,
þegar 156.500 manns gengu atvinnu-
lausir.
Einnig er ástandið betra miðað
við sama tíma í fyrra, þegar
149.500 manns voru án atvinnu í
marzmánuði, samkvæmt upplýs-
ingum atvinnumálaráðuneytisins.
Voru 5,8% vinnufærra Finna
atvinnulaus í marz, miðað við
6,3% í febrúar og 5,9% í marz í
fyrra.
Kínverjar taka
upp kntarkort
PekÍB|{, 16. aprfl. AP.
ÚTVALINN hópur nokkur hundruð Kínverja mun á næstunni fá nasasjón af
notkun greiðslukorta, þegar gerð verður tilraun með þau í Zhuhai, sem er
sérstakt efnahagssvæði í suðurhluta Kína.
Kínabanki mun gera tilraunir í
Zuhai með greiðslukortaviðskipti
og verða 200 kort gefin út í því
skyni til að byrja með. Kortin
verður aðeins hægt að nota hjá 20
aðilum í Zuhai, á veitingastöðum,
verzlunum o.þ.h. Verður dregið
beint af öðrum bankareikningi
notandans, í stað þess að rukka
hann sérstaklega um greiðslu
mánaðarlega, eins og tíðkast á
Vesturlöndum. Viðkomandi verð-
ur því að eiga jafnan a.m.k. jafn-
virði 105 Bandaríkjadollara á
reikningi í bankanum.
Auk þessa verða einnig gefin út
svokölluð „gullkort* til þeirra, sem
vilja hærri úttektarheimild, og
verða þeir að eiga a.m.k. jafnvirði
350 dollara á bók í bankanum.
Þegar reynsla hefur fengist af
krítarkortaviðskiptunum mun
Kínabanki gera upp við sig hvort
hann færir út kvíarnar og býður
kortin til almannanota.
Umtalsvert tjón í
tveim sprengingum
ParÍM, 15. aprfl. AP.
TVÆR SPRENGJUR sprungu meó stuttu millibili í Frakklandi á sunnu-
dagsmorgun, önnur á ritstjórnarskrifstofum vikurits, er styður hægristefnu í
stjórnmálum, hin í spennistöó í Toulouse I SV-Frakklandi.
Sprengjurnar ollu umtalsverðu vinstrisinnuð, ábyrgð á hendur sér
tjóni, en ekki meiðslum á fólki. vegna sprengingarinnar á skrif-
Sprengingin í París er níunda stofum vikuritsins Minute, er
sprengjutilræðið þar í borg frá 29. styður Þjóðfylkinguna, hægriflokk
mars, þegar 18 manns slösuðust í Jean-Marie le Pen.
kvikmyndahúsi, þar sem kvik- Enginn hefur enn lýst ábyrgð á
myndahátíð á vegum gyðinga stóð hendur sér vegna sprengingarinn-
yfir. ar í Toulouse, en lögreglan kvað
Á sunnudag lýstu samtökin andfasísk slagorð hafa verið rituð
„Beinar aðgerðir", sem eru á húsveggi nálægt spennistöðinni.
Klassískt kvöld
í Arnarhóli
í kvöld
Marakvartettinn
leikur kammertónlist undir borðhaldi.
NÝR, STÓRKOSTLEGUR SÉRRÉTTASEÐILL
1 Koníaksstofunni
syngur Ingibjörg Marteinsdóttir,
mezzosopran, undirleik annar Jórunn
Viðar. Hún tók þátt í ljóðanámskeiði
hjá Erick Werba. Ingibjörg hefur víða
komið fram sem einsöngvari. Hún
stundar nám í Söngskólanum hjá Þur-
íði Pálsdóttur.
Hjarta grætt
Oaló, 16. aprfl. AP.
ÁRLA í morgun var nýtt hjarta
grætt í 44 ára Norðmann og er þaó
níunda aógeró sinnar tegundar í
Noregi. Aógeröin var framkvæmd
á Rikshospitalet í Osló.
Prófessor Tor Fröysaker, sem
stjómað hefur hjartaflutningun-
um níu, sagði að líðan sjúklings-
ins væri viðunandi í morgun.
Aðgerðin tók þrjár klukku-
stundir og tóku þátt í henni 11
í Norðmann
manns. Samkvæmt venju hefur
ekki verið skýrt frá nafni sjúkl-
ingsins eða hjartagjafans.
Fyrsta hjartaígræðslan í Nor-
egi fór fram í nóvember 1983.
Sjö sinnum var hjarta flutt milli
manna í fyrra. Fjórir sjúkl-
inganna átta eru látnir. í fyrstu
aðgerðinni var nýtt hjarta grætt
r 25 ára konu. Hún er nú við góða
heilsu....
Vinsamlegast pantið borð tímanlega.
Með ósk um aó þit) eigid ánægjulega kvöldstund.
ARNARHÓLL
A hortv Hverfisgötu og Ingólfsstnœtis.
Bordcipcintcinir í sínui 18833.