Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985
Fyrir rétt rúmum tveimur árum, eða 5. apríl
1983, voru 47 svonefndir stjórnarerindrekar
Sovétríkjanna í Frakklandi kallaðir heim til
Moskvu samkvæmt ósk frönsku stjórnarinnar.
Hversvegna? Hvert var hlutverk Frakklands í þessum
nýja kafla átakanna milli leyniþjónustanna í Austri og
Vestri? Hvaða ný sönnunargögn fengu Mitterrand for-
seta til að taka þessa harkalegu ákvörðun, sem kom
bæði stjórnarandstöðunni heima fyrir og erlendum
bandamönnum algerlega á óvart? Hversvegna tóku
Sovétríkin þessari einstæðu og óneitanlega „óvinsam-
legu“ ákvörðun í þegjanda hljóði og án þess að grípa til
neinna gagnaðgerða?
Svör við sumum þessara spurninga er að finna í
skjölum sem eru óvenjuleg bæði hvað varðar uppruna
þeirra og innihald. Þau varpa umfram allt nýju ljósi á
njósnir Sovétríkjanna á Vesturlöndum. Þessi opinberu
leyniskjöl, sem samin voru fyrir VPK (stjórn sovézka
hergagnaiðnaðarins) og komin eru beint frá Moskvu,
skýra í smáatriðum frá þeirri vísinda- og tæknilegu
aðstoð sem flugvélaiðnaðurinn hefur fengið frá utanað-
komandi aðilum til að geta fylgzt með því nýjasta á
þessu sviði erlendis.
Textinn er ritaður á tæknilegu embættismannamáli
og lýsir því hve Sovétríkin telja njósnir á sviði tækni og
vísinda nauðsynlegar. Þar kemur einnig fram hve
margvíslegra upplýsinga þeim hefur tekizt að afla sér á
þennan hátt. Fram kemur að ráðherrar bera oft fram
ákveðnar óskir um upplýsingar við KGB (öryggisráð
ríkisins) og GRU (helzta leyniþjónusta hersins).
Frönsku stjórninni hafði borizt fjöldi þessara gagna
sem sannaði „móðgandi" framkomu sovézkra njósnara,
sérstaklega í Frakklandi, svo hún ákvað að gefa for-
dæmi með því að vísa þessum 47 „stjórnarerindrekum"
úr landi. Að baki þessari aðgerð lá skipulögð rannsókn-
arvinna lögreglunnar á vegum DST (Direction de la
surveillance du territoire), sem á sér enga hliðstæðu í
Frakklandi, en þessi vinna leiddi til þess að frönsku
lögreglunni tókst að afla nægra sannana beint frá sov-
ézku leyniþjónustunni til að sannfæra forsetann. List-
inn yfir mennina 47 var vandlega saminn. Það fór ekki
framhjá yfirvöldunum í Kreml hvað hafði gerzt, og þau
gátu ekki annað en tekið ósigrinum með karlmennsku.
Nákvæm skýrsla
um njósnír
Sovétríkjanna
Eftir Edwy Plenel og Christian Batifoulier
Eins og viðgengst hjá leyniþjón-
ustum allra ríkja er enginn bréf-
haus á blöðunum sem sovézka
skýrslan er skrifuð á, og þar eru
engin auðkenni nema neðst á
hverri síðu þar sem hún er merkt
„VP-I0440ss“. En innihaldið er
hispurslaust og ítarlega útskýrt.
Skýrslan er samin árið 1980
— fyrir flugvélaiðnaðarráðu-
neytið (Minaviaprom) — og þar
birtist yfirlit yfir „tæknileg
gögn með viðhlítandi upplýsing-
um“ sem safnað hefur verið
fyrir þessa grein iðnaðarins.
Vestrænar leyniþjónustur kann-
ast við orðalagið, sem er lítt
dulbúin tilvitnun til vísinda- og
tæknilegra gagna, sem fengizt
hafa eftir „sérstökum leiðum"
erlendis frá. Þetta er óbeint við-
urkennt í skýrslunni þar sem
talað er um að „nýta jákvæða
reynslu útlendinga".
Þegar hér er komið sögu er
þetta eins og ósköp hversdagsleg
mynd af efnahags- og hernað-
arlegri samkeppni Austurs og
Vesturs og skuggahliðum henn-
ar. En í skýrslunni kemur fram
hve yfirgripsmikil og skipulögð
upplýsingasöfnun leyniþjónust-
unnar er. Þarna eru njósnir
orðnar að iðnaði þar sem af-
raksturinn er skilgreindur í
skriffinnskulegum skýrslum er
greina frá því hvað njósnirnar
hafi leitt til mikils sparnaðar í
útgjöldum og hvaða tæknium-
bætur hafi reynzt mögulegar
þeirra vegna.
„Árið 1979,“ segir í skýrsl-
unni, „kannaði ráðuneytið
(flugvélaiðnaðarins) 156 sýnis-
horn og 3.896 tæknileg gögn með
viðhlítandi upplýsingum er bár-
ust frá þeim deildum sem öfluðu
þeirra." Þetta er upphaf skýrsl-
unnar, og síðan segir: „Eitt
hundrað og fjörutíu sýnishorn
og 3.543 tæknileg gögn reyndust
að dómi ráðuneytisins gagnleg
þessari grein iðnaðarins: af öll-
um þessum fjölda hafa 87 sýn-
ishorn og 346 tæknileg gögn nú
þegar komið að gagni við ýms
rannsóknarverkefni og þróun
nýs vopnabúnaðar eða hergagna
auk endurbóta á eldri búnaði."
Til samanburðar segir í skýrsl-
unni að árið 1978 hafi 64 sýnis-
horn og 316 tæknileg gögn kom-
ið að gagni.
„Tuttugu og níu sýnishorn og
890 tæknileg gögn,“ segir í
skýrslunni, „voru notuð til að
vega og meta vísinda- og tækni-
lega fullkomnun nútíma vopna-
búnaðar og tækja. Auk þessa
hafa ráðuneytinu borizt 987
tæknileg gögn í skiptum frá hin-
um ýmsu deildum iðnaðarins.
Af þeim reyndust átta hundruð
og fimmtíu gagnleg þessari
deild iðnaðarins."
Eftir þessa nákvæmu upp-
talningu, tekur skýrslan til við
að meta nytsemi upplýsinganna
fyrir flugvélaiðnaðinn. „Nýting
hagstæðrar reynslu útlendinga
hefur auðveldað framvindu
Bandaríkjamenn vilja
selja Alsírbúum vopn
W jmhington, 16. aprfl. AP.
BANDARÍSKA utanríkisráðuneytið hefur samþykkt að selja Alsír vopn og er
það í fyrsta sinn sem Alsír gefst kostur á að kaupa bandarísk vopn frá því
landið hlaut sjálfstæði fyrir 23 árum, samkvæmt frétt Washington Post.
Yfirvöld í Alsír hafa hins vegar
ekki falast eftir bandarískum
vopnum, en Vivienne Ascher tals-
maður ráðuneytisins sagði Alsír-
búa hafa gefið til kynna að þeir
vildu geta keypt vopn frá fleiri að-
ilum en verið hefði.
Líklegt er að þessi mál beri á
góma í fjögurra daga heimsókn
Chadli Benjedid Alsírforseta til
Bandaríkjanna, en hún hefst í dag.
Alsír hefur staðið til boða banda-
rísk ráðgjöf í sambandi við her-
þjálfun frá í fyrra og frá 1981 hafa
þeir fengið keyptar 17 Herkúles-
herflutningaflugvélar í Bandaríkj-
unum.
Sendiherra Alsír í Washington,
Mohamed Sahnoun, segir í samtali
við Washington Post að Alsír-
menn hafi áhuga á að kaupa
bandarísk vopn til að vera ekki
eins háðir Sovétríkjunum í þess-
um efnum og verið hefur.
Kínverjar fá
vaxtalaust lán
Washington, 16. marz. AP.
KÍNVERJAR hafa fengið 120 milljóna dollara vaxtalaust lán til 50 ára hjá
Alþjóðabankanum. Verður lánsfénu varið til að reisa varanlegar vatnsveitur
á dreifbýlissvæðum og til að reisa landbúnaðarmiðstöðvar.
Um 80 milljónum dollara verður
varið til að afla 6 milljónum
sveitafólks drykkjarvatns í ná-
grenni Peking, og í héruðunum Li-
aoning, Shaanxi, Sichuan og
Zhejiang. Heildarkostnaður fram-
kvæmdanna er áætlaður 210 millj-
ónir dollara.
Alls kyns búnaður, allt frá
handdælum og rigningarvatns-
tönkum upp í flóknar vatnsveitur,
verður reistur í 4.650 þorpum, þar
sem núverandi vatnsból eru ýmist
ónóg, menguð eða of langt í burtu,
að sögn Alþjóðabankans.
Um 40 milljónum verður varið
til að reisa vöruhús, kornhlöður,
rannsóknarstöðvar o.fl. tengt öfl-
un og vinnslu korns í 12 héruðum.
Er það liður í tilraunum Kínverja
til að margfalda landbúnaðar-
framleiðslu sína á næstu tveimur
áratugum.
Fótaaögeröir
Fótsnyrting
350 kr.
Hjördís Hinriksdóttir, fótaaögeröafræöingur.
Laugavegi 133 v/Hlemm. Sími 18612.
Árangurslaus kafbátaleit
Sænskur tundurduflaslæðari dólar fyrir utan höfnina I Karlshamn, þar sem sænski flotinn leitaði ókunns
kafbáts, sem þar var talinn á ferðinni. Leitinni var aflýst eftir sólarhing, og engin merki fundust um kafbát.
Vestur-Þjóðverji gerður
að heiðursborgara í Kína
Peking, 16. apríl. AP.
VESTUR-þýzki verkfræðingurinn
Werner Gerich hefur verið gerður að
heiðursborgara í Kína fyrir að bæta
starfsaðferðir verksmiðju þeirrar,
sem hann starfar við þar í landi.
Gerich er fyrsti útlendingurinn, sem
fenginn hefur verið til þess að
stjórna kínverskri verksmiðju, síðan
kommúnistar tóku völdin í landinu
árið 1949.
„Við þökkum þér,“ sagði Wu Gu-
anzheng, borgarstjóri í Wuhan,
við Gerich við sérstaka athöfn í
borginni, en þar hefur hann starf-
að sem framkvæmdastjóri véla-
verksmiðju borgarinnar í sex
mánuði. Hin opinbera fréttastofa í
Kína, Xinhua, skýrði frá þessu og
lýsti Gerich sem „boðbera, er
flytti þróaða tæknistjórnun til
Kína“. í hópi þeirra 150 manna,
sem viðstaddir voru athöfnina,
var 17 manna sendinefnd frá Du-
isburg í Vestur-Þýzkalandi,
heimaborg Gerichs, og var Josef
Krings, borgarstjóri þar, formað-
ur sendinefndarinnar.
Gerich, sem er 66 ára að aldri,
er þriðji útlendingurinn, sem
gerður hefur verið að heiðursborg-
ara í kínverska alþýðulýðveldinu.
Hinir eru Rewi Alley frá Nýja-
Sjálandi, en hann hefur búið í
Kína í 50 ár, og loks Shunuchi
Suzuki, borgarstjóri í Tókýó.
Gerich fór til Kína sem iðn-
ráðgjafi og var hann skipaður
framkvæmdastjóri vélaverksmiðj-
unnar í Wuhan í október sl.
Fyrstu vikurnar notaði hann til
þess að fylgjast með verkamönn-
unum, sem oft tóku sér langt hlé
frá vinnu og slæptust í vinnutím-
anum. Fyrstu fyrirmæli Gerichs
sem framkvæmdastjóra voru
þessi: „Engan blaðalestur framar í
vinnunni."