Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985 Orsakir vígbún- aðar og hersetu — eftir Arna Björnsson Afganistan og ísland í greininni „Rússagrýlan" í Mbl. 10. apríl tilfærir Guðmundur Magnússon blaðamaður klausu úr ritgerð eftir mig frá árinu 1973. Þar hafði ég talið upp nokkur riki umhverfis Sovétríkin, sem verið höfðu hlutlaus í aldarfjórðung frá stríðslokum án þess að Rússar réðust inn í þau. Eitt þeirra var Afganistan. Guðmundur virðist álíta, að innrás Rauðahersins í Afganistan í desember 1979 geri þessa upp- talningu ómerka, svo er ekki. Milli 1973 og 1979 hafði það nefnilega gerst, að stjórnvöld í Afganistan höfðu illu heilli látið af hlutleysi, en gert „vináttu- og varnarsamn- ing“ við sovéska stórveldið og þar með magnað á sig hina raunveru- legu Rússagrýlu. Slíkt eiga smáríki ætíð að var- ast, því að í þesskonar samningum er venjulega fólginn lævíslega orðaður íhlutunarréttur stórveld- isins. T.d. má túlka 4. og 5. gr. NATO-samningsins á þann veg, að þær eigi bæði við utanaðkomandi og innri árá-s. Á þeim byggðist auð- vitað bandaríska áætlunin um skipulagðan skæruhernað á ís- landi og síðan innrás, ef með þyrfti árið 1949. Þetta plagg kom í leitirnar fyrir ekki margt löngu og fréttaritari Ríkisútvarpsins í Bandaríkjunum sagði frá því fyrir nokkrum vikum, en Morgunblaðið hefur enn (11. apríl) ekki minnst á það. Úr sjálfheldu Við samningu áðurnefndrar greinar fyrir 12 árum byrjaði ég hinsvegar að losna úr þeirri hugs- anasjálfheldu, sem allt mannkyn- ið hefur verið hneppt í frá stríðs- lokum varðandi orsakir vígbúnað- arkapphlaupsins. Að gefnu tilefni finnst mér orðið tímabært að greina blaðalesendum frá vissum niðurstöðum, sem smám saman hafa orðið deginum ljósari. Þær eru einkum fengnar með aðferð barnsins í sögunni um Nýju fótin keisarans, þótt vissulega hafi þurft að brjótast gegnum alltof mikið af leiðinlegu lesmáli til að sannfær- ast um, hversu greindir menn geta orðið klossfastir í þeirri formúlu- leðju, sem kallast „almennt viður- kennd“. Hergagnaframleiðsla sem gróðalind Sjálfum hafði mér lengst af yf- irsést ein meginorsök þessa kapphlaups og sú sem nú á dögum skiptir langmestu máli fyrir við- hald, aukningu og stigmögnun víg- búnaðarins hvarvetna í heiminum og þá auðvitað hér á landi líka. Þessi orsök er sú óhugnanlega staöreynd, að í iðnaðarstórveldun- um, sem því miður ráða að miklu leyti yfir efnahagsiífi heimsins, er sjálf hergagnaframleiðslan og allt sem henni fylgir orðin langtum gjöfulli gróðalind en framleiðsla á nokkurri einustu vörutegund ann- arri, hvort heldur um er að ræða nauðsynjavöru eða gerviþarfir. í fyrra var sem svaraði 30 millj- ónum ísl. króna eytt á hverri mín- útu í þennan hernaðaróþarfa í heiminum. Það er jafnmikið og fór til allrar opinberrar þjónustu í heiminum sama ár, þar með talin öll skólamál og öll heilbrigðisþjón- usta í heiminum. Það væri hægt að seðja alla hungraða og þyrsta í heiminum í heilt ár með þeim út- gjöldum, sem á fjórum dögum er eytt í hernaðaróþarfa. Og það væri tiltölulega auðvelt að leysa hungurvandamálið i Afríku með því að bora eftir vatni og skipu- ieggja áveitur úr stórfljótum og stöðuvötnum fyrir þá fjármuni, sem eytt er í þennan hernaðar- óþarfa. Því skal það ítrekað, að her- gagnasamsteypurnar eru lang- samlega stærstu og voldugustu gróðafyrirtæki í heiminum í dag. Og þær teygja anga sína um allan heim, jafnvel til litlu aðalverktak- anna og skipafélaganna hér norð- ur á íslandi, sem fá svolitla mola af stóru vígbúnaðarkökunni. En það eru samt nógu stórir molar til þess, að þetta eru voldugustu fyrirtæki landsins og þau sem mestu ráða í VSl, Verslunarráði og SÍS og þar með í ríkisstjórn lýðveldisins. Eldri skýringar En ég hef ekki verið einn um að láta mér yfirsjást þessa mikilvæg- ustu orsök vígbúnaðarkapp- hlaupsins nú á dögum. Altént minnist ég þess ekki að hafa nokkru sinni heyrt nokkurn „ábyrgan“ talsmann afvopnunar í heiminum eða friðlýsingar íslands minnast á þessa orsök, nema þá í hæsta lagi með svo yfirborðslegu stofnanaorðalagi, að samhengið — eftir Barbara Ehrenreich Kftir birtingu þessarar greinar og hinnar greinarinnar hér á opnunni verður lát á birtingu greina um fóstureyðingar í blaðinu í bili. „Líffræðin getur aldrei svarað spurningunni um það hvenær fóstur sé orðið að persónu,” segir Barbara Ehrenreich í meðfylgj- andi grein úr The New York Tim- es. Ehrenreich, sem er doktor í líffræði, bendir á að sérhver ein- staklingur eigi rétt á að taka sína eigin ákvörðun varðandi fóstur- eyðingu án ótta við að verða fyrir sprengjuárás á lækningastöðinni eða kallaðir illum nöfnum. I grein- inni leggur höfundur áherzlu á, að þar sem mikið skorti á að leiðir til takmörkunar barneigna séu ör- uggar sé þörfin fyrir fóstureyö- ingu ekki „bundin við þær laus- látu, ósiðlegu eða fáfróðu". Ehren- reich er höfundur bókarnnar „The Hearts of Men: American Dreams and the Flight From Commit- ment“. Auk sprengjuárása á læknastof- ur og ógnana í garð sjúklinga geta samtök andstæðinga fóstureyð- inga þakkað sér fyrir að hafa vald- ið öðrum og óljósari harmi: Þeim hefur tekizt að fá jafnvel þá sem vilja frjálst val til að hugsa um fóstureyðingar sem „siðferðilegar ógöngur" eða „þrúgandi ákvörð- un“. Jafnvel hjá þeim sem vilja frjálsræði er ekki iengur talað um fóstureyðingar öðruvísi en notuð séu orð eins og „flókið" og „sárs- aukafullt", og fara menn undan í flæmingi í stað þess að segja sína var óskiljanlegt venjulegu fólki. Annaðhvort hefur talsmönnunum líka sést yfir þessa orsök eða hún hefur verið þeim of sjálfsögð til að á hana þyrfti að minnast. Ég varð a.m.k. að finna þetta út af eigin hyggjuviti. Það sem við höfum helst heyrt talað um sem orsakir vígbúnað- arkapphlaups og styrjalda er nefnilega 1) að það sé togstreita milli aust- urs og vesturs, 2) að tekist sé á um hugmynda- kerfi í heiminum, 3) að geðtruflaðir herforingjar ráði ferðinni, sem sækist eftir hernaðaryfirburðum hernaðar- yfirburðanna vegna, 4) er talað um heimsvaldastefnu í þeim skilningi, að sumar þjóðir vilji endilega ráða yfir öðrum þjóðum, 5) að hér sé á ferðinni barátta um auðlindir heimsins, 6) að verið sé að halda alþýðu heimsins í skefjum. Um fjögur fyrstu atriðin má segja, að allar þessar huglægu og sálfræðilegu orsakir eru vissulega til — meðal einstaklinga. En engin þeirra myndi nokkru sinni nægja til að koma af staó vígbúnaóarkapp- hlaupi eóa stórstyrjöld, nema fjár- sterkir og áhrifamiklir aóilar kyntu undir slíkum hugmyndum meó stór- felldan ágóóa fyrir augum. Baráttan um auðlindir er hins- skoðun. Einnig er iðrun í tízku, og kvenréttindakona ein og rithöf- undur skýrði fyrir skömmu frá því, að á hverju ári, sem liðið hef- ur frá því hún lét eyða fóstri, minnist hún þess með sorg daginn sem barnið hefði átt að fæðast. Ég get að sjálfsögðu ekki talað fyrir hönd annarra kvenna, en það eina sem ég harma í sambandi við mínar eigin fóstureyðingar er hve mikið þær kostuðu, en þeim pen- ingum hefði annars mátt verja til einhvers er veitti mér ánægju, eins og að fara með börnin í bíó eða skemmtigarða. Já, ég sagði fóstureyðingar, í fleirtölu (hjá mér hafa þær verið tvær) — að- gerðir sem ekki eru einskorðaðar við þær lauslátu, ósiðlegu eða fáfr- óðu. Ég er reyndar fær um að skilja þá tækni, sem beitt er við takmörkun barneigna: ég lauk doktorsprófi í líffræði, að vísu fyrir þó nokkru, en get þó enn séð fyrir mér okfrumur og eggfrumur, og á sínum tíma þáði ég jafnvel laun fyrir að kenna öðrum konum leyndardóma æxlunarlífræðinnar. En eins og allir, sem taka þátt í deilum um fóstureyðingar, ættu að vita, eru þær getnaðarvarnir, sem telja má algjörlega hættu- Iausar, ekki algjörlega áreiðanleg- ar, þótt öllum reglum sé vandlega fylgt. Margar konur hafa, eins og ég, valið þær varnir, sem mest ör- yggi er í, vegna þess að unnt er að leita eftir löglegri fóstureyðingu ef getnaðarvörnin bregst. Finnist einhverjum þetta tillitslaus og ósiðlegur kostur, ætti hann að tala við munaðarleysingjana, sem misst hafa mæður sínar vegna skemmda í móðurlífi eftir notkun getnaðarvarna eða að þær létust úr hjartaslagi vegna of mikils estrógens í getnaðarvarnapillum. Árni Björnsson „Þessi lauslega saman- tekt verður að þessu sinni að nægja til að benda á, að svokölluð togstreita milli austurs og vesturs er ekki nein meginorsök vígbúnaðar- ins.“ vegar staðreynd og hefur komið fram í ýmsum myndum í verald- arsögunni. í fornöld var fólkió helsta auðlindin eða framleiðslu- tækið. Því reyndi yfirstétt einnar þjóðar að leggja aðrar þjóðir und- ir sig til að fá þaðan vinnuafl, þræla, fyrir utan venjulegt her- Ég minnist aðeins á munaðar- leysingjana vegna þess að það virðist ekki lengur hæfa að tala um konurnar sjálfar þegar rætt er um fóstureyðingar. í flestum þeim skrifum gegn fóstureyðingum, sem ég hef séð, er svo lítið minnst á konurnar að lesandi sem ekki veit betur gæti ályktað sem svo að fóstrin byggju í upphituðum vefj- aræktarglösum eða svipuðum ílát- um. Það hlýtur að vera mjög erfitt fyrir andstæðinga fóstureyðinga að ímynda sér að raunveruleg fóstur geta aðeins þróast inni í konum, sem eru frábrugðnar áhöldum í rannsóknastofum að því leyti að þær hafa hugsun, til- finningu, metnað, ábyrgð og mjög oft ávísanahefti. Sá sem beinir huganum eitt andartak að hlut- verki konunnar í æxluninni getur engan veginn ráðlagt eins og ekk- ert sé að hún gefi barnið í stað þess að láta eyða fóstrinu, því kon- an verður að ganga í gegnum það sem hvorki fóstrið né karlmaður- inn þekkir, en það er meðgangan. Frá sjónarhóli fóstursins er meðgangan án efa mikilsverð. En lítið aðeins á meðgönguna frá sjónarhóli barnshafandi persónu (ef „kona“ minnir of mikið á kven- réttindi og án skirskotunar til af- leiðingarinnar. Við erum að ræða nú mánaða baráttu við misjafn- lega erfið sjúkdómseinkenni, sem oft fela í sér flökurleika, upplitun húðarinnar, mikla úttútnun lík- amans, svefnleysi, sljóvgun, hár- missi, æðahnúta, gyllinæð, melt- ingartruflanir og aukinn líkams- þunga, sem erfitt verður að bæta úr eftir á, og hámarkið er líkamleg hættustund, sem stundum leiðir til dauða, en er oftast ákaflega sársaukafull. Ef karlar ættu á hættu að komast í þetta ástand — ef þeir vissu að vambir þeirra ættu eftir að þenjast út eins og þeir væru með skorpulifur á loka- stigi, að þeir yrðu að vera í nærri því heilt ár án þess að geta fengið sér einn gráan, eina sígarettu eða jafnvel eina aspiríntöflu, að þeir gætu fengið svimaköst, að þeir væru ekki færir um að ryðjast inn i strætisvagna — þá er ég viss um Fóstureyðing- ar og siðgæði fang. Á miðöldum var svo landar- eignin helsta auðlindin. Og keisar- ar, kóngar, furstar, greifar og kirkjuhöfðingjar börðust um lönd- in landgæðanna vegna auk þess fólks og fénaðar sem fylgdi. Á síð- ari öldum og fram á þessa öld hef- ur baráttan einkum staðið um hrá- efni til iðnaðar, námur og markaði. öll árásarstríð, sem byrjað hafa út af auðlindum, hafa hinsvegar ævinlega verið réttlætt með hug- sjónablaðri um föðurlandsást, frelsi, lýðræði, mannréttindi, trú- arbrögð, siðmenningu, þjóðarstolt og jafnvel kyngöfgi. Og einmitt þessu blaðri hefur lengst af verið haldið að okkur í kennslubókum og fjölmiðlum. Það er því engin furða, þótt þessi vitleysa greypist inn i fólk. Vissulega hafa líka valdasjúkir og stundum geðklofnir hershöfð- ingjar og stjórnmálamenn oft ver- ið taldir ákjósanlegir foringjar á stríðstímum og við stríðsundir- búning. Við getum tekið Napóleon og Hitler sem dæmi. En þeir hefðu aldrei komist neitt áfram, ef frönsk og þýsk auðstétt hefði ekki stutt við bakið á þeim og fjár- magnað þá, af því að hún ætlaði að hagnast á bröltinu í þeim — og gerði það svo sannarlega. Ný auðsuppspretta Á okkar öld, 20. öldinni, hefur svo orðið til þessi nýja auðsupp- spretta fyrir mestu gróðapunga heimsins, en það er blátt áfram sjálfur vígbúnaðurinn sem arð- bærasta framleiðslugrein í veröld- inni. Þetta byrjaði strax i fyrri heimsstyrjöldinni, þegar sömu hergagnasamsteypurnar seldu hinum stríðandi herjum vopnin og skotfærin á víxl til að draga stríð- ið á langinn og viðhalda sölunni. Þetta stórjókst svo í síðari heims- styrjöldinni, og þá komust banda- rískir hergagnaframleiðendur verulega á bragðið. Og síðan hafa þeir eðlilega ekki viljað hætta að að þungun yrði flokkkuð undir kynferðislegan sjúkdóm og að fóstureyðingar yrðu ekki umdeild- ari en botnlangaskurður. Þótt börnin séu tekin með í myndina verður hún ekki svo ýkja mikið öðruvísi, ekki heldur þótt þið séuð, eins og ég, heilluð af smáfólki með spékoppa, sem sief- ar niður á hökuna. Því þótt afleið- ing þungunar, sem gengur sinn eðlilega gang, sé hrífandi, er ekki líklegt að neinn bjóðist til að fjár- magna uppeldið eða háskólagöng- una. Ekki bjóða andstæðingar fóstureyðinga heldur neinar tryggingar fyrir lágmarkslaunum, niðurgreiddu húsnæði, sjúkra- tryggingu né neinu öðru til að „ draga úr óttanum við foreldra- hlutskiptið. Við virðumst öll ætl- ast til þess að öll byrðin við upp- eldi barns eigi að lenda á því for- eldri sem gat það í heiminn og, eins og allt of algengt er, ef faðir- inn finnst ekki eða hefur „stungið af“ til að forðast meðlagsgreiðsl- ur, þá þýðir „foreldri" aðeins móð- ir. Þegar samfélagið grípur inn í til að hjálpa bágstaddri móður sem reynir sjálf að ala upp sin börn, felst hjálpin oftast i því einu að bjóða henni ostbita úr umfram- birgðum ríkisins og lítlfjörlega peningaupphæð mánaðarlega sem varla nægði ungum framagosa fyrir trimmskóm, auk þess sem móðirin fær viðurnefnið „sveita- ómagi". Eðlilegra væri að heiðra þær sem lifa af þungun og fæð- ingu með sama skilningi og vild- arkjörum og við veitum, hiksta- laust, fyrrverandi hermönnum. Nú getið þið andmælt og sagt að ég ýki stórlega þau óþægindi sem fylgja þungun og hættuna sam- fara fæðingu, sem margar konur gangast undir með glöðu geði. Það er rétt, að minnsta kosti upp að vissu marki. Hvað sjálfa mig varð- ar þá var það þannig þegar ég ákvað, að eignast börn, að mér tókst að líta á flökurleikann á morgnana sem sönnun fyrir heil- brigði fóstursins, og álíta að ofvöxturinn á maganum væri munaður, sem grindhoruð kona
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.