Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRlL 1985
Magnea Ingibjörg
Jónsdöttir - Minning
Þegar ég frétti lát Magneu í lok
páska, fagnaðarhátíðarinnar,
fannst mér það táknrænt að hún
lauk þá lifinu þvi Magneu fylgdi
ætíð mikil birta og gleði. Alvöru-
stundirnar geymdi hún fyrir sig
en vinum sinum miðlaði hún gleði-
stundum.
Árin eru orðin æði mörg, allt að
fjörutíu, síðan ég kynntist þeim
góðu hjónum Magneu og Hafsteini
Bergþórssyni. Að vísu var aldurs-
munur nokkur á okkur Magneu en
það var svo sérstakt hvað maður
gleymdi aldri í návist hennar, hún
varð strax jafningi allra á öllum
aldri og hélt hún því til hinstu
stundar. Þótt bundin væri hún við
hjólastólinn síðasta árið var hug-
urinn sívakandi og fylgdist hún
vel með fjölskyldu sinni og vinum
nær og fjær.
Magnea Ingibjörg fæddist 6. júlí
1895 og voru foreldrar hennar Jón
Bjarnason skipstjóri frá Nesi í
Selvogi og Guðríður Eiríksdóttir
frá Miðbýli á Skeiðum. Átti hún
tvær systur, önnur dó á barnsaldri
en hin var Guðríður og var alla tíð
mjög kært með þeim, en Guðríður
andaðist fyrir um 33 árum.
Vegna veikinda hætti faðir
Magneu sjómennsku og gerðist
kaupmaður á Laugavegi 33 og bjó
fjölskyldan þar. Var oft gaman að
heyra hana segja frá æskudögum
systranna í iðandi lífi Laugaveg-
arins með hestvögnum og and-
rúmslofti löngu liðinna daga.
Stóra stundin í lífi hennar
Magneu var þegar hún giftist Haf-
steini Bergþórssyni skipstjóra þ.
9. ágúst 1929. Það er greinilegt að
hverfið í vesturbænum, þar sem
nú eru Ægisgata, Öldugata og
Stýrimannastígur var óskastaður
skipstjóra og stýrmanna til að
byggja sér hús og þar risu mörg
glæsilegustu hús bæjarins í þá
daga. Svo var lítil gata á bak við
Túngötu ofarlega, milli Unnar-
stígs og Hrannarstígs, sem marg-
ur Reykvíngurinn þekkir varla, og
heitir Marargata. Það er alveg
sérlega góð gata í mínum huga þvi
þar bjuggum við í mörg ár og vor-
um nágrannar Magneu og Haf-
steins. Hafsteinn reisti sér hús á
Marargötu 6, sem var þá og er enn
með stærstu húsum í hverfinu.
Þar bjuggu þau sér fagurt heimili,
sem enn stendur svo að segja
óbreytt. Þar fæddust fjögur
mannvænleg börn: Helga, gift
Þorsteini Jónssyni, tæknifræðingi,
Jón Bergþór, skipaverkfræðingur,
kvæntur Erlu Jónsdóttur, Gunnar
Ingi, lögfræðingur, kvæntur Guð-
rúnu Þorsteinsdóttur, og Haf-
steinn, lögfræðingur. Þarna ólust
börnin upp hjá kærleiksríkum for-
eldrum og þaðan héldu þau út í
lífið. En þegar tómlegt gerðist í
húsinu var það þeim mikil ánægja
að hafa á neðri hæðinni sonar-
börnin sín tvö ásamt móður
þeirra. Oft var efnt til fagnaðar-
funda þvi það var þeim hjónum
mikil ánægja að eiga gleðistundir
með vinum og ættingjum á heimili
sínu. Eigum við hjónin margar
skemmtilegar endurminningar frá
slíkum stundum. Ein er líka sú
minning, sem ég á, þegar hress-
andi hlátur Hafsteins barst inn
um gluggann minn frá götunni,
þar sem hann ræddi við nágrann-
ana og beið eftir Möggu sinni til
að fá sér sunnudagsgöngu og
glæsileg á velli leiddust þau út
götuna eins og nýtrúlofuð, en
þannig voru þau ætíð.
Magnea átti sér eitt aðaltóm-
stundagaman, þótt oft væri líka
setið við sauma eða lestur, en það
var að spila bridge. Ég átti marg-
+ Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, OLIVER STEINN JÓHANNESSON, Arnarhrauni 44, Hafnarfiröi, lést i Landakotsspitala mánudaginn 15. april. Sígriöur Þórdia Bergadóttir, Guöbjörg Lilja Oliversdóttir, Jóhannes örn Oliversson, Bergur Siguröur Oliversson, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaöur minn, stjúpfaöir okkar, tengdafaöir og bróðir, HAFSTEINN ÞORSTEINSSON, slmstjórf, Sméragötu 3, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 19. april kl. 13.30. Nanna Þormóós, Sigfús Sveinsson, Guórún Ó. Sveinsdóttir, Kristinn Guójónsson, Emilfa Snorradóttir,
Guörún Þ. Sívertsen.
t LILLIAN JOHANNSEN, Kaupmannahöfn, lést míövikudaginn 10. aprll eftir langvarandi sjúkdóm. Jaröarförin fer fram frá Ansgarskirkju, Maagevej, Kaupmannahöfn, fimmtudaginn 18. apríl kl. 13.00. Danski kvennaklúbburinn. + Jaröarför ELÍSABETAR JÓNSDÓTTUR, Mióbraut 30, Seltjarnarnesi, fer fram miövikudaginn 17. apríl frá Fossvogskirkju kl. 15.00.
LILLIAN JOHANNSEN, Kebenhavn, Systkini og aórir vandamenn.
dade onsdag 10. april efter langtids sygdom. Begravelsen forgár fra Ansgars kirke, Maagevej, Kebenhavn, tors- dag 18. april kl. 13.00. Danak kvindeklub.
+ Utför
KRISTJÖNU SIGURÐARDÓTTUR,
+ Móöursystir min, EMMA ÓLAFSDÓTTIR fré Isafirói, andaöist aö Hrafnistu 16. april. Ólaffa S. Siguröardóttir. sem lést á Hrafnistu 9. april, fer fram frá Fossvogskirkju fímmtudaginn 18. april kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á liknarstofnanir. Vandamenn.
+
Eiginkona mín, KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni I Reykjavik fimmtudaginn 18. april kl. 10.30. Ólafur Hjartarson.
+ Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, BERGSTEINUNNAR BERGSTEINSDÓTTUR,
Hallbera Vilhjélmsdóttir, Sigurbjartur Vilhjélmsson. Þurföur Magnúsdóttir, Sigurjón Vilhjélmsson, Brynhildur Jónsdóttir, Ólafur Vilhjélmsson, Helga Guómundsdóttir, Guórún Vilhjélmsdóttir, GIsli Frióbjarnarson, Helgi Vilhjélmsson, Valgeróur Jóhannesdóttir, Magnús Vilhjélmsson, Guórún Guðlaugsdóttir, Halldóra Guöjónsdóttir, Ingólfur Waage, og barnabörn. + Okkar innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginsmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa, HARALDAR HRÓBJARTSSONAR múrarameistara, Hamri, Hegranesi. Sfgrlöur Jónsdóttir,
+ Baldur Haraldsson, Guóbjörg R. Asgeirsdóttir, Jón Bjartur Haraldsson og barnabörn.
Frænka okkar.
VILBORG JÓNSDÓTTIR fré Hofi é Skagaströnd, Droplaugarstöóum, Reykjavfk, veröur jarösett frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. apríl kl. 3.00. Þeir sem vilja minnast hennar er bent á orgelsjóð Hallgrimskirkju. Fyrir hönd vandamanna, Sigrlöur Nielsdóttir, Björn Jakobsson. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför fööur okkar og tengdafööur, BJÖRNS GUÐMUNDSSONAR, Reynhólum. Börn og tengdabörn
ar skemmtilegar stundir hjá henni
við spilaborðið ásamt spilafélög-
um hennar, frú Svanfríði Hjartar,
frú Júlíönu Oddsdóttur og frú Ág-
ústu Jóhannsdóttur, en allar eru
þær nú látnar. Spilað var af miklu
fjöri, hálf- og alslemmur fuku en
uppáhaldssögnin hennar Magneu
var grand og spilaði hún það oft á
meistara vísu. Síðast er ég spilaði
við Magneu var hún 89 ára og enn
var sami fjörugi spilaandinn og
ekki stóð á reikningshaldinu. Hún
minntist líka oft á hve gaman var
þegar Guðbjörg mágkona hennar
kom í heimsókn, en þá voru spil
tekin upp og spilað glatt.
Hafsteinn lézt 25. ágúst 1981
eftir þriggja ára erfið veikindi, en
frá honum vék hún ekki fyrr en
yfir lauk. Eftir fráfall Hafsteins
var Magnea umvafin kærleika
barna sinna og fjölskyldna þeirra
og kunni hún líka vel að meta það.
Þegar heilsan leyfði ekki lengur að
hún gæti haldið heimili naut hún
góðs athvarfs hjá Helgu dóttur
sinni og tengdasyni, sem gerðu
allt til þess að henni liði sem bezt.
Ömmubörnin 11 og langömmu-
börnin 4 voru miklir gleðigjafar
og vel fylgdist hún með þeim öll-
um.
Tveimur dögum áður en Magnea
dó varð mér litið yfir vesturbæinn
um sólarlag og bærinn hennar var
í töfrabirtu. Það var síðasta sól-
arlagið hennar og nú er hún geng-
in til æðri sala og ég óska vinkonu
minni góðrar ferðar. Við Davíð
þökkum allar góðu minningarnar,
sem við eigum um heimilið á Mar-
argötu 6. Börnunum og fjölskyld-
um þeirra sendum við samúðar-
kveðjur.
Ágústa Gísladóttir
Amma okkar, Magnea Ingibjörg
Jónsdóttir, er látin. Hún fæddist í
Hafnarfirði árið 1895. Foreldrar
hennar voru þau Guðríður Ei-
ríksdóttir, fædd að Miðbýli á
Skeiðum, og Jón Bjarnason, skip-
stjóri og síðar kaupmaður í
Reykjavík, fæddur að Nesi í Sel-
vogi.
Amma var næst elst þriggja
systra. Elst var Guðríður Júlíana
en yngst Petrína Guðrún, sem dó í
æsku. Hálfbróður átti amma,
hann hét Guðmundur og var skip-
stjóri. Hann lést árið 1905. Vegna
veikinda föður ömmu var hún um
tíma í fóstri hjá móðursystur
sinni, Ingibjörgu, og manni henn-
ar, Magnúsi Markússyni. Árið
1929 giftist amma afa okkar, Haf-
steini Bergþórssyni, sem fæddist
árið 1892. Hann var skipstjóri og
síðar útgerðarmaður. Þau eignuð-
ust fjögur börn, sem lifa foreldra
sína. Afi lést árið 1981.
Á kveðjustund er margs að
minnast. Ámma og afi bjuggu á
Marargötu 6. Þau voru mjög sam-
rýnd og hjónaband þeirra ástsælt.
Okkur barnabörnunum var heim-
ili þeirra alltaf opið. Þau voru
bæði sérlega barngóð og vildu all-
an vanda okkar leysa.
Hin síðari ár átti amma við
nokkra vanheilsu að stríða en hélt
andiegri heilsu sinni óskertri allt
til æviloka. Við minnumst hennar
með ást og hlýhug og þökkum
henni allt það, sem hún veitti
okkur. Minningin um ömmu og afa
mun verða okkur að leiðarljósi.
Guð blessi minningu þeirra.
Barnabörnin
Jarðarfarar-
skreytingar
Kistuskreytingar, krans-
ar, krossar.
Græna höndin
Gróðrarstöö viö Hagkaup,
sími 82895.