Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 17. APRlL 1985 23 Afmæliskveðja: Zóphónías Pálsson skipulagsstjóri Zóphónías Pálsson, skipulags- stjóri ríkisins, er sjötugur i dag. Hann fæddist hjónunum Páli Zóphóníassyni og Guðrúnu Hann- esdóttur á Hvanneyri í Borgar- firði 17. april 1915. Páll var þjóð- kunnur dugnaðar- og hæfileika- maður, sem lengi var í fararbroddi á umbrotatímum í sögu þjóðarinn- ar. Margir af bestu eiginleikum, sem hann einkenndu, hafa einnig þótt fylgja börnum hans og ýms- um ættmönnum öðrum. Zóphónías lauk stúdentsnámi frá MR árið 1934 og námi í mæl- ingaverkfræði í Kaupmannahöfn 1939. Styrjaldarárin dvaldi hann i Danmörku við störf og fram- haldsnám, en er hann kom heim 1945 réðst hann til starfa sem verkfræðingur hjá Skipulagi bæja og kauptúna. Hann varð yfir- verkfræðingur við sömu stofnun 1950 og var síðan skipaður skipu- lagsstjóri árið 1954, en stofnunin heitir nú Skipulag ríkisins. Zóphónías hefur því starfað að skipulagi byggðar hér á iandi um 40 ára skeið og rutt þar brautina á margan hátt. Á þeim tíma hafa verið byggð 80% þeirra íbúða sem fslendingar búa í, og meginþorri alls atvinnuhúsnæðis lands- manna. Stofnun sú, sem Zóphóní- as veitir forstöðu, hefur annast gerð skipulagsuppdrátta fyrir þéttbýlisstaði landsins, en eftir því sem innlendum sérfræðingum hefur fjölgað á því sviði hafa stærstu sveitarfélögin þó tekið skipulagsmálin í sínar hendur í vaxandi mæli í samvinnu við Skipulag ríkisins. Jafnframt hefur öll byggð í landinu verið bundin gerð skipulagsuppdrátta. Zóphóní- as hefur haft forgöngu um hag- nýtingu nýjunga á sviði korta- gerðar fyrir byggðir landsins og embættisstörf hans í ýmsum nefndum og ráðum eru fleiri en hér verða talin. Enginn maður er kunnugri byggðinni í landinu og persónukunnátta hans og víðtæk þekking á mörgum sviðum er al- veg óvenjuleg. Hér er ekki ætlunin að festa á Blað „minningarorð um lifandi mann“ eins og sagt hefur verið um afmælisgreinar, enda er Zóphónías enn í blóma lífsins og mun yngri til sálar og líkama en fyrir fiskvinnsluna í upptöku virð- isaukaskatts. Sé vikið að göllunum eru þeir fyrst og fremst fólgnir í fyrirhugaðri framkvæmd laganna. Við ríkjandi aðstæður getur fisk- vinnslan ekki borið þá fjárbind- ingu, sem felst í því að innskattur er ekki endurgreiddur fyrr en eftir lok hvers uppgjörstímabils, sem getur verið lengst 3 mánuðir. Það mál verður að leysa með skuldarv- iðurkenningum eða öðrum viðun- andi hætti. Ef það verður ekki gert má áætla að lánsfjárþörf fiskvinnslunnar aukist um 150—200 milljónir króna á upp- gjörstímabili. Aðrir ókostir eru fjölgun skattgreiðenda og aukin fyrirhöfn við uppgjör. Hvoru tveggja má telja léttvægt miðað við það er ynnist við fulla endur- greiðslu á öltum innskatti. Enn eru mörg óvissuatriði er svör verða að fást við eigi forráða- menn fyrirtækja jafnt sem aðrir að geta tekið endanlega afstöðu til virðisaukaskattsins. Þetta eru sér- staklega ýmsar hliðarráðstafanir, sem boðað er að gerðar verði svo sem í húsnæðismálum í formi styrkveitinga og niðurgreiðslna, og aðgerðir til að draga úr verð- áhrifum með lækkun skatta eða tolla að ógleymdum aðgerðum til að draga úr hækkun matvæla. Fari þessi frumvörp ekki að sjá dagsins ljós er hætt við að and- staða gegn virðisaukaskattinum verði meiri en ella. Knútur Óskarsaon er riðskipta- fneðingur og framkræmdastjóri Sambands fískrinnslustöðranna. fæðingarárið gefur til kynna. Sá sem þessar línur ritar kynntist Zóphóníasi fyrir tæpum tveimur áratugum, þegar leysa þurfti skipulagsmál byggðar á Húsavík. Þá og síðar hefur dugnaður hans, hæfni og skemmtilegt viðmót ávallt vakið aðdáun mína. Zóph- ónías er frjór í hugsun, með létta lund og á afar gott með öll sam- skipti við aðra. I starfi hans koma oft til álita deilumál milli ein- staklinga og milli einstaklinga og skipulags- og byggingaryfirvalda og í slíkum tilvikum hefur Zóph- ónías jafnan reynst mannasættir og talsmaður heilbrigðrar skyn- semi. Sveitarstjórnarmenn hafa ótal sinnum þegið af Zóphóníasi holl ráð og ábendingar og kunna honum miklar þakkir fyrir. Zóphónías kvæntist árið 1940. Er Lis kona hans danskrar ættar, frá Álaborg á Jótlandi, dóttir Nic Nellemann, mælingaverkfræð- ings, og Grethe konu hans. Jafn- ræði er með þeim hjónum. Lis er vel menntuð hæfileikakona og hef- ur hún síðustu ár m.a. kennt dönsku við Háskóla Islands. Börn þeirra eru fjögur og hafa þau erft hæfileika foreldra sinna í ríkum mæli. Ég færi Zóphóníasi og fjöl- skyldu hans árnaðaróskir á þess- um tímamótum frá stjórn Sam- bands ísl. sveitarfélaga og Skipu- lagsstjórn ríkisins um leið og hon- um eru færðar þakkir fyrir farsæl embættisstörf á liðnum árum. Björn Friðfinnsson Zóphónías Pálsson, skipulags- stjóri ríksins, er sjötugur í dag. Á slíkum tímamótum rifjast gjarn- an upp fyrir manni viðkynning og samskipti við afmælisbarnið, ekki síst þegar einungis er um ánægju- legar minningar að ræða. Nokkuð á þriðja áratug hef ég fylst allnáið með störfum Zóph- óníasar og átt við hann mjög svo ánægjulegt samstarf, fyrst sem fulltrúi í bygginganefnd Vest- mannaeyja frá 1962 og síðar sem bæjarstjóri 1966—1975. Við þurftum mikið að leita til skipulagsstjóra við gerð nýs aðal- skipulags fyrir kaupstaðinn og í framhaldi af því gerð deiliskipu- lags víða í bænum. Um þverbak keyrði þó í eldgos- inu 1973 og fyrstu mánuðina og árin þar á eftir. Strax og bjartsýnustu menn þóttust sjá, að gosið væri í nokk- urri rénun var óskað eftir því við Aðalfundur Land- fræðifélagsins Á MORGUN, 18. aprfl, klukkan 20.30 verður haldinn aðalfundur Landfræðifélagsins á Hótel Loftleið- um. Á dagskrá verða venjuleg aðal- fundarstörf, umræður um kennslu og fræðsluefni í landafræði og önnur mál. Stofnfundur Nem- endasambands FB MIÐVIKUDAGINN 24. apríl næst- komandi verður stofnfundur nem- endasambands Fjölbrautaskólans í Breiðholti í hátíðarsal skólans kl. 21.00. Tilgangurinn með stofnun fé- lagsins er að ná til sem flestra nemenda Fjölbrautaskólans í Breiðholti sem lokið hafa námi af einhverri braut skólans. Á dagskrá stofnfundarins verður meðal annars kosning stjórnar, 10 ára afmæli skólans næsta haust, árleg samkoma eldri nemenda og önnur mál. Allir eldri nemendur eru hvattir til að mæta og taka þátt í stofnun og mótun nemenda- sambandsins. í Kréttalilkvnning skipulagsstjóra að þegar yrði haf- ist handa við deiliskipulag að nýj- um vesturbæ sem rúma skyldi 700 íbúðir. Flestir hefðu á þeim tíma tekið okkur með velviljaðri þolinmæði en talið að lítið lægi á, gosið væri jú í fullum gangi. Það gerði Zóph- ónías ekki. Hann hófst þegar handa við skipulag nýja vestur- bæjarins. Kom það sér einkar vel að ekki sé meira sagt um það er gosinu lauk. 400 hús höfðu farið undir hraun og ösku og meirihluti eigenda þeirra vildi byggja ný hús og það strax. Skipulagsstjóri studdi okkur með ráðum og dáð. Jafnhliða því að unnið var að deiliskipulagi fyrir nýjan vestur- bæ, sem tók ótrúlega skamman tíma, var unnið að deiliskipulagi víðar í bænum, svo að unnt yrði á sem allra skemmstum tíma, að út- vega öllum lóðir, sem þess óskuðu. Að öllu þessu vann skipulags- stjóri af áhuga og dugnaði og fyrir það standa Vestmannaeyingar í mikilli þakkarskuld við hann og starfsmenn hans. Seinna meir þegar ég var félags- málaráðherra, sem skipulagsmál heyra undir, áttum við aftur mjög svo ánægjulegt samstarf, en þá var m.a. sett ný byggingareglu- gerð fyrir landið allt, en að undir- búningi þeirrar reglugerðar vann skipulagsstjóri af miklum dugn- aði. Ég þakka Zóphóníasi Pálssyni fyrir langt og ánægjulegt sam- starf og sendi honum og fjölskyldu hans mínar bestu árnaðaróskir í tilefni afmælisins. Magnús H. Magnússon Skátaþing 1985: Skorar á Alþingi að stórauka baráttuna gegn fíkniefnum LANDSÞING Bandalags íslenskra skáta var haldið nýverið að Uluga- stöðum í Fnjóskadal. Þingið sóttu % fulltrúar skátafélaga víðs vegar að af landinu. Gestur þingsins var Patrick McLaughlin framkvæmda- stjóri Evrópubandalags drengja- skáta. Kosin var ný stjórn Banda- lags íslenskra skáta til tveggja ára. Ágúst Þorsteinsson var endurkjör- inn skátahöfðingi. Á þinginu kom fram, að í skátahreyfingunni eru í dag um 10.000 félagar, þar af um 6.000 í virku starfi. Skátaþing tók til umfjöllunar starf og stefnu hreyfingarinnar í landinu og gerði m.a. eftirfarandi sam- þykktir: Skátaþing beinir því til Al- þingis að stórauka baráttuna gegn fíkniefnum og leita sam- starfs við æskulýðssamtök í landinu til að ná árangri. Skátaþing ályktar, að í sam- starfi norrænna þjóða skuli öll Norðurlandamálin vera jafn- rétthá á samnorrænum fundum og þingum, þannig að túlkað sé af hverju máli yfir á öll hin. Skátaþing samþykkti áskorun til menntamálaráðherra þess efnis, að foringjaþjálfun og for- ingjastörf í skátahreyfingunni verði metin til fulls í áfangakerfi framhaldsskólanna. Auk Ágústs Þorsteinssonar voru eftirtaldir kjörnir í stjórn Bandalags ísl. skáta: Garðar Lárusson aðstoðarskátahöfðingi, María R. Gunnarsdóttir aðstoð- arskátahöfðingi, Ragnar S. Magnússon gjaldkeri, Heimir Janusson ritari, Sigurður Bjarnason fyrirliði alþjóðastarfs drengjaskáta og Anna G. Sverr- isdóttir fyrirliði alþjóðastarfs kvenskáta. Framkvæmdastjóri Bandalags ísl. skáta er Benjamín Axel Árnason. Morgunblaðið/RAX Nýkjörin stjórn Bandalags tsl. skáta, auk formanna fastanefnda og hhita fráfarandi stjórnar. Skátahöfðingi, Ágúst Þorsteinsson, lengst til vinstri á myndinni. Dr. Benjamín Eiríksson um vexti og vinnulaun — eftir Magna Guðmundsson Dr. Benjamín Eiríksson var á sínum tíma ráðunautur ríkis- stjórnar í efnahagsmálum. Gerði hann marga hluti vel, aðra illa, eins og gengur. Óvild hans til launþega almennt og verkamanna sérstaklega varð honum að falli sem efnahagsráðgjafa. í stöðu bankastjóra Framkvæmdabank- ans fór flest úrskeiðis hjá honum, enda hafði hann aldrei nærri bein- um atvinnurekstri komið. Var bankinn gerður að sjóði með sama nafni og færður undir stjórn Seðlabankans. Meinið er það, að dr. Benjamín er enn, eftir áratuga þögn um efnahagsmál, við sama heygarðs- hornið. Kaupgjald kemur hjá hon- um undir annan mælikvarða en vextir. Báðir þættir eru hins vegar mikilvægir liðir, oft álíka stórir, í rekstrar- og framleiðslukostnaði fyrirtækja og hafa áhrif á verð- lagsþróun. Við getum haft vaxta- og verðlagsskrúfu engu síður en kaupgjalds- og verðlagsskrúfu. Hin fyrrnefnda er í gangi hjá okkur núna. Ég býst við, að dr. Benjamín eigi erfitt með að skilja þetta, enda langur tími liðinn og mikið vatn til sævar runnið síðan hann nam hagfræði. Á hinn bóginn ætlast ég til þess af honum, að hann kannist enn við skilgreiningu á helztu hugtökum hagfræðinnar, þar með vöxtum. Vextir eru mismunur fjárhæðar, sem fengin er að láni, og þeirrar, sem Dr. Magni Guðmundsson „Viö eigum aöeins tveggja kosta völ. Annar er sá aö lifa við verð- bólgu, hinn að lifa án verðbólgu.“ endurgreidd er. Svona einfalt er þetta. Það breytir alls engu, þó að við skiptum þessum mismuni í raunvexti, verðbótaþátt, áhættu- þátt eða einhverja aðra þætti, allt eru það vextir. Ef þetta kemst ekki inn í höfuðið á dr. Benjamín, ætti hann að láta sér nægja að skrifa um eitthvað annað en hag- fræði. Raunvextir tákna þann hluta vaxtaprósentu. sem er umfram verðbólguprósentu. En hættuleg blekking felst í því að kalla þann hluta einan „vexti" í daglegu tali, eins og sumir óprúttnir hagfræð- ingar temja sér, og reyna að gera með málvenju. Athyglisvert er, að engilsaxn- eskar þjóðir, sem eru kunnar fyrir gætna fjármálastjórn, hafa ekki talið sér hagkvæmt að taka upp verðtryggingu peninga, enda þótt raunvextir hjá þeim hafi stundum verið neikvæðir í áraraðir (= minni en verðbólgan). Þær hafa gert sér grein fyrir því, að stærsta hagsmunamál sparifjáreigenda er stöðugt verðlag, og það fæst ekki með vaxtaskrúfu. Eftir að ég kom heim frá fram- haldsnámi í Kanada 1977, hefi ég lagt áherzlu á þetta: Við eigum að- eins tveggja kosta völ. Annar er sá að lifa við verðbólgu, hinn að lifa án verðbólgu. Ef við viljum lifa við verðbólgu, eigum við að verð- trygKÍa allt, en ef við viljum lifa án verðbólgu, eigum við ekki að verðtryggja neitt. Þriðji kostur- inn, að verðtryggja sumt og annað ekki, fær ekki staðizt. Dr. Benjamín er á eftirlaunum. Ég er störfum hlaðinn og get ekki tekið frekari þátt í tómstundaiðju hans. Hann hyggur mig einangr- aðan, en sjálfur hefi ég ekki fund- ið fyrir þeirri einangrun. Að minnsta kosti sakna ég ekki sam- vista við þá sálufélaga Bjarna Braga Jónsson og dr. Benjamín H.J. Eiríksson. Dr. Magni Guðmundsson starfar rið hagrannsóknir í forsætisráðu neytinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.