Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985
19
Kammertónleikar
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Kammertónleikar íslensku
hljómsveitarinnar, sem haldn-
ir voru í Bústaðakirkju, voru
fyrir margra hluta sakir fróð-
legir og góð skemmtan. Fyrsta
verkið á tónleikunum var
kvartett fyrir fiðlu, lágfiðlu,
selló og óbó, eftir Mozart. Þetta
verk er ýmist sagt vera númer
K.368 en er einnig merkt K.370.
Hvað sem því líður, er verkið
mjög fallegt og var í heild vel
leikið, þó smá slysagleymska
yrði til þess að óbóistinn og
sellóleikarinn misstu úr
nokkra takta. Við það var eins
og flytjendur misstu áhugann,
það sem eftir var af verkinu.
Annað verkið á efnisskránni
var frumflutningur á oktett
eftir Þorkel Sigurbjörnsson.
Verkið er skrifað fyrir óbó,
klarinett, fagott, horn, píanó
og strengi og nefnir höfundur-
inn verkið Attskeytlu. Verkið
er skemmtilega skrifað, létt og
oftlega leikandi í hryn og ekki
ólíklegt að það eigi eftir að
verða vinsælt viðfangsefni í
framtíðinni, bæði af hálfu
hljóðfæraleikara og hlustenda.
Það er eins og merkja megi
vissa breytingu á lagferli og
samhljóman í seinni verkum
Þorkels og gætir þar minna
þrástefjaleiksins, sem stundum
réð mestu í verkum hans fyrr-
Þorkell Sigurbjörnsson
um. Tónleikunum lauk með
Es-dúr-píanókvintettinum eft-
ir Beethoven. Þó margt væri
fallega gert í verkinu vantaði
nokkuð á þá skerpu sem þetta
verk beinlínis kallar á, ef það á
ekki að verða mezzoforte-mod-
erato líðandi. I svona tónlist
mega andstæður vera skarpar
og hljóðfæraleikarar eiga að
geta notið yfirburða tækni
sinnar, næstum að því marki
sem gerist í einleik. Að því
leyti til er flutningur kamm-
ertónlistar talinn mjög erfiður,
auk þess sem huga þarf að
margslunginni gerð slíkra
verka, en í kemmertónlist er
innihald verkanna oftlega
byggt á öðru rökkerfi en á sér
stað í tónlist er tengist skil-
greinanlegum þáttum atferlis
og túlkun tilfinninga.
Ert þú
umsjónarmaður sparibauksins á vinnustaðnum,
fjárhaldsmaður, fjármálastjóri, sparifjáreigandi,
eða þarft þú að varðveita fé á góðan og öruggan hátt?
¥16 aeram þér sérstakt tilbo*
Reynist meðalinnstæða á Bónusreikningi, á árinu 1985, 500.000 kr. eða hærri
verður 2% Vaxtabónus lagður við þann Bónusreikning.
Vaxtabónus reiknast af samanlögðum áunnum verðbótum og vöxtum á árinu 1985
og verður lagður við þá Bónusreikninga, sem uppfylla ofangreind skilyrði,
þann 20. jan. 1986.
Tilboðið gildir fyrir alla þá sem eiga nú fé á Bónusreikningi eða stofna Bónusreikning
fyrir 15. maí nk.
Ársávöxtun á Bónusreikningi
í mars sl. var =
Meö Vaxtabónus
hefði hún orðið =
51,71%
1.01%
51,71%
Iðnaðariiankinn