Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985 Listhönnun og listiðnaður: Útflutningur listræns iðnaðar Eftirliterélar varnarliðsins við skyldustörf. Engin kjarnavopn f íslenzkri lögsögu: V arnar liðs framkv æmd- ir fái opinskáa umræðu — sagði utanríkisráðherra BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARS- SON (S) beindi þeirri fyrirspurn til Ragnhildar Helgadóttur, mennta- málaráðherra, hvað liði framkvæmd þingsályktunar frá 1982, sem fól rík- isstjórninni að skipa nefnd er gerði tillögur um, hvern veg yrði bezt stað- ið að því að örva og efla listhönnun og listiðnað í landinu. RAGNHILDUR HELGADÓTT- IR, menntamálaráðherra, greindi frá því að viðkomandi nefnd hefði verið skipuð um áramót 1982/1983 en hefði ekki enn lokið störfum. Samkvæmt fyrirmælum, sem nefndin hefði, ætti álit hennar að Stjómarfrumvarp: Einkaréttur ríkis til sölu á tóbaki afnuminn í greinargerð segir að ríkið hafi öðlast þennan einkarétt til inn- flutnings og heildsölu tóbaks 1922. Þau sjónarmið, sem lágu til grundvaliar hans, eiga ekki lengur við. Ríkissjóður getur einfaldlega tryggt sér sömu tekjur og það hef- ur nú af tóbakssölu með innflutn- ingsgjöldum eða sambærilegum gjöldum á innlenda framleiðslu sé um hana að ræða. AIÞIAGI liggja fyrir eigi síðar en 1. ágúst 1985. Ljóst væri að sumar hug- myndir, sem nefndin hefði rætt, heyrðu allt eins undir iðnaðar- ráðuneyti, og nauðsynlegt væri að sinna viðfangsefninu í samráði við það sem og samtök iðnaðarins í landinu. Menntamálaráðherra hefur þegar lagt fram stjórnarfrum- varp, sem tengizt þessu máli, þ.e. frumvarp um myndlistarháskóla, en þar væri gert ráð fyrir sér- stakri iðnþróunarskor innan list- fræðsludeildar. Ráðherra kvað list með ýmsum hætt geta og hafa tengst atvinnulífi þjóðanna, en í þeim efnum ættum við sitthvað ógert. BIRGIR ÍSLEIFUR minnti m.a. á, hvern veg Finnar hefðu þróað listhönnun og listiðnað, þann veg, að listiðnaður ýmiss konar væri mikilvægur þáttur útflutnings hjá þeim. Við gætum einnig, ef rétt væri að staðið, orðið útflytjendur á sviði listræns iðnaðar. Hér væri máli hreyft, sem varðað gæti miklu, bæði um framvindu lista og framleiðslu. Varaþingmaður Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri, hefur tekið sæti á Alþingi í fjar- veru Friðjóns Þórðarsonar (S) sem er í opinberum erindagjörð- um erlendis. Sturla Boóvarsson Það er skýr stefna ríkisstjórnar- innar, sagði Geir Hallgrímsson utan- ríkisráðherra á Alþingi í gær, að kjarnavopn skuli ekki geymd hér á landi. Þetta nær einnig til skipa í íslenzkri lögsögu. Ferðir herskipa, sem bera slík vopn, eru óheimilar um lögsögu okkar, sem og koma skipanna til íslenzkra hafna. Mun ég framfylgja þeirri stefnu hér eftir sem hingað til. Þannig svaraði utanríkisráð- herra Steingrími J. Sigfússyni (Abl.), sem spurði sérstaklega um þetta efni. Ráðherra kvað opinskáa urmæðu um varnarmál nauðsynlega. Steingrímur þakkaði svarið, sem hann kvað skýrt og afdráttarlaust og sýna altæka stefnu. Ráðherra svaraði einnig fyrir- spurnum sama þingmanns um varnarliðsframkvæmdir. í svörum hans kom m.a. fram: • Svo sem fram kemur í skýrslu til Alþingis um utanríkismál hef- ur utanríkisráðuneytið samþykkt endurnýjun og fjölgun orustuflug- vela úr 12 í 18. Þessi ákvörðun var kynnt í ríkisstjórn. Hún var og kynnt i skýrslu minni um utanrík- ismál frá sl. ári. • Heimild til að byggja styrkt flugvélaskýli, nr. 4—9, var gefin í júní 1983. Ég hef gefið heimild (í nóvember sl.) til að byggingar- framkvæmdir við skýli 10—13 verði hafin á komandi sumri. • Heimilað hefur verið að hefja byggingarframkvæmdir við 2. verkáfanga í Helguvík, sem er gerð hafnar, og 3. áfanga A, sem er bygging 19 þúsund rúmmetra birgðarýmis oiíu. •Utanríkisráðuneytið hefur feng- ið í hendur teikningar af nýrri stjórnstöð á Keflavíkurflugvelli. Vitað er að Bandaríkjamenn munu óska eftir að bygging henn- ar verði tekin inn á framkvæmda- áætlun 1986. •Ekki eru áform um byggingu nýrra flugbrauta. En í samkomu- lagi íslands og Bandaríkjanna um byggingu flugstöðvarbyggingar eru fyrirhugaðar framkvæmdir við gerð flugvallarvegar, flughlaðs og akstursbrauta flugvéla áður en flugstöðvarbyggingin verður tekin í notkun árið 1987. Bandaríkin greiða allan kostnað við þessar framkvæmdir, sem er áætlaður 40 milljónir dala. •Ráðherra kvaðst ekki hafa heyrt um hugmyndir um OTH-ratsjár- stöðvar, sem af tæknilegum ástæðum henta ekki á norðurslóð- um, þar eð norðurljós trufla þær. Þá upplýsti ráðherra, í tilefni fyrirspurnar frá Svavari Gests- syni (Abl.), að enn væri ófrágeng- ið, hvort mannvirki í Helguvík heyrði undir utanríkisráðuneytið sem varnarliðssvæði eða sam- gönguráðuneyti. Ráðherra minnti á ítarlega skýrslu, sem hann hafi þegar lagt fyrir Alþingi um hvaðeina, sem snerti varnarsamstöðu okkar með Vesturlöndum, og kvað mikilvægt, að allir þættir þessara mála fengju opinskáa og heiðarlega um- ræðu og meðhöndlun. Nauðsynlegt væri að Alþingi, utanríkismála- nefnd og þjóðin öll fengi innsýn í allt það, sem heyrði til þessum mikilvæga málaflokki. Kaupleiguíbúðir: Frumvarp á þessu þingi — sagði Alexander Alexander Stefánsson, húsnæð- ismálaráðherra, sagði nefnd Ijúka störfum innan 2ja vikna, sem væri að ganga frá frumvarpi um hús- næðissamvinnufélag, væntanlega í formi breytinga á eldri húsnæðis- löggjöf. Hann myndi síðan leggja frumvarpið fyrir ríkisstjórn og þingflokka og vænti þess að hægt væri að fá það rætt og afgreitt á þessu þingi. SIGRÍÐUR DÚNA KRIST- MUNDSDÓTTIR (Kvl.), fyrir- spyrjandi, gagnrýndi þann drátt, sem orðinn væri á af- greiðslu þessa máls, sem loforð ráðherra hefðu staðið til að kæmi mun fyrr fram. Kaup- leiguíbúðir væru byggingar- form, sem ætti fullan rétt á sér. STEINGRÍMUR SIGFÚSSON og SVAVAR GESTSSON (Abl.) átöldu meintan seinagang hús- næðismálaráðherra og stjórn- arliðsins alls i þingstörfum. HALLDÓR BLÖNDAL (S) kvað fjögurra manna nefnd stjórnarliða vinna að því að samræma sjónarmið í húsnæð- ismálum. Nefndin hefði ekki enn lokið störfum. Rekstrar- og afurðalán bænda: „Kerfið loksins að láta undanu — sagði Eyjólfur Konráð Jónsson Matthías Á Mathiesen, við- skiptaráðherra, svaraði í gær fyrirspurnum frá Eyjólfi Kon- ráði Jónssyni (S) um mál, er snerta hagsmuni bænda. Spurn- ingar og efnisleg atriði svara fara hér á eftir. • HVERJAR eru í einstökum at- riðum þær nýju reglur sem bank- arnir hafa sett til að tryggja að bændur fái lán sín í hendur „um leið og lánin eru veitt“ í samræmi við fyrirmæli Alþingis í þingsálykt- un frá 22. maí 1979 og bréf við- skiptaráðuneytis á fimm ára af- mæli hennar 22. maí sl.? Hafa nokkrir bankar eða útibú reynt að sniðganga þessi fyrirmæli? Ef svo er, hvaða viðurlögum hyggst ráð- herra beita? Ráðherra kvað málið vanda- samt og viðamikið. Því hefði þó þokað áfram. Hægt og sígandi hafi „framkvæmd þessara mála nálgast þá hugsun sem býr að baki þingsályktuninni". Sú breyting hafi komið til haustið 1984 á greiðslum afurðalána úr Seðlabanka, að veðsetning fór fram að fullu vikulega. Þetta hafi flýtt uppgjöri til bænda um allt að einn mánuð. Ráðherra kvað greiðslumáta sláturleyfishafa til bænda á rekstrar- og afurðalánum breytilegan. Meirihluti þeirra greiði þessi lán inn á viðskipta- reikning bænda, enda fari margs konar viðskipti fram milli þess- ara aðila, s.s. kaup á áburði, fóð- urbæti og öðrum rekstrarvörum. í marsmánuði hafi ríkis- stjórnin samþykkt að hætt skyldi endurkaupum Seðlabanka vegna innlendra afurðarlána. Þá fyrst hafi skapazt skilyrði til að fylgja þingsályktuninni endan- lega eftir. I kjölfar þessa kvaðst viðskiptaráðherra hafa skipað nefnd til að gera tillögur um framkvæmd samþykktar stjórn- arflokkanna frá því í september sl. um fullnaðargreiðslur til bænda. „Nefndin mun ljúka störfum," sagði ráðherra, „svo tímanlega að tillögum hennar verði hrint að fullu í fram- kvæmd fyrir lok þessa árs.“ • HVAÐA veð hafa bankar fyrir rekstrar- og afuröalánum annars vegar og lánum til afurðasölufyr- irtækja hins vegar? Telja við- skiptabankar veðsetningar sam- vinnufélaga yfirleitt fullnægjandi? Sitja einkafyrirtæki við sama borð og samvinnufélög að því er trygg- ingar varðar í ríkisbönkunum? Lán Landsbanka til landbún- aðar eru einvörðungu rekstrar— og afurðalán til afurðasölufyr- irtækja, sagði ráðherra. Veð eru fyrst og fremst í afurðunum sjálfum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga 18/1887. Búnaðarbankinn lætur lán- taka undirrita sérstakan samn- ing um framleiðslulán og tekur veð í sjálfsvörzluveði afurða- og rekstrarvöru, vöru í vinnslu og fullunni vöru. Veðtakan fer fram með þinglýstum samningi um framleiðslulán og/eða trygg- ingarvíxlum, góðu handveði, fasteignaveði eða víxilábyrgð. Bankinn metur hverju sinni, óháð eignarformi, hvort aukinna trygginga er krafizt umfram framleiðslulánssamninginn. EYJÓLFUR KONRAÐ JÓNS- SON (S) þakkað svörin. Kerfið væri loksins að láta undan; máske fyrst og fremst vegna þrýstings bænda sjálfra, sem gerðu sér grein fyrir þeim mikla skaða, sem síðbúnar greiöslur til þeirra hefðu valdið þeim, ekki sízt á tímum mikillar verðbólgu. Hinsvegar þyrfti að fylgja þessu máli eftir með því að færa bindi- skyldu í Seðlabanka niður í 10%. Það gengi ekki upp að hafa frjálsa vexti en enga peninga í umferð. Taka þyrfti skrefið til fulls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.