Morgunblaðið - 17.04.1985, Page 45

Morgunblaðið - 17.04.1985, Page 45
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRlL 1985 hagnast á vopnaframleiðslu. Ekki endilega til að beita vopnum, enda er það farið að verða svo hættu- legt, heldur bara til að geta selt sífellt fullkomnari og dýrari tæki, alltaf nýja og nýja gerð líkt og í þvottavélabransanum. Til þess þarf ekki endilega heimsstyrjöld. Kalt stríð og mikill stríðsótti get- ur alveg nægt sem réttlæting fyrir áframhaldandi framleiðslu á æ dýrari vopnabúnaði og æ fleiri herstöðvum til að koma afurðun- um fyrir. Nú síðast á að fara að vígvæða himingeiminn. Þar ætti að vera nóg geymslupláss fyrir þetta dót. Vegna alls þessa er nú langtum meiri fjármunum sóað í vígbúnað en nokkru sinni hefur verið á eiginlegum stríðstímum. Það er nauðsynlegt að gera sér ljóst, að hergagnaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum eru ekki eign bandarísku þjóðarinnar eða ríkis- ins, heldur eru þetta einkafyrir- tæki. Ríkið er hinsvegar látið eyða álitlegum hluta af skattpeningum almennings til að kaupa hergögn- in af einkafyrirtækjunum — til að verja frelsið í heiminum eins og það er orðað. Það eru heldur ekki ríkisfyrir- tæki, sem setja upp eldflaugar eða ratsjárstöðvar víðsvegar um heiminn. Það gera ýmist banda- rískir verktakar eða verktakar í viðkomandi löndum. Þannig sam- tvinnast hagsmunirnir. Þannig eru það bæði bandarískir og þó einkum islenskir einkaverktakar, sem hafa reist og munu reisa hernaðarmannvirki hér á landi, olíuhöfn, kjarnavopnabyrgi eða ratsjárstöðvar. Það eru hagsmun- ir þessara verktaka, sem utanrík- isráðherra á í rauninni við, þegar hann segir, að hér sé um hags- muni alþjóðar að ræða. Aróðurstækni Hernaðarsamsteypurnar eiga mikinn hlut í flestum áhrifamestu fjölmiðlum heimsins, þ.á m. í skemmtanaiðnaðinum. Með því stuðla þær annarsvegar að beinum áróðri og innrætingu, og hinsveg- ar er stanslausu afþreyingarefni dælt yfir almenning, svo að hann fái ekkert ráðrúm til að hugsa hvað þá aðhafast nokkuð varan- legt varðandi eigin kjör eða fram- tíð lífsins á jörðunni. Með þessu móti er alþýðu heimsins ekki síður haldið í skefjum en með beinu vopnavaldi, þótt vissulega hafi sú verið ein af eldri orsökum vígbún- aðar. Hernaðarsamsteypurnar leggja auk þess gífurlegt fé í kosninga- sjóði þingmanna og forsetafram- bjóðenda í ríkjum sinum, auðvitað með því skilyrði, að þeir sjái þeim fyrir ríflegum hergagnapöntun- um, þegar þeir hafa náð kosningu. Þessvegna er Reagan alltaf öðru hverju að koma nýjum vígbúnað- aráætlunum gegnum þingið. Hann er að efna leynileg kosningaloforð. Skylt er að geta þess, að Eisen- hower kallinn virtist byrjaður að skilja þetta og missti út úr sér nokkrar setningar í þá veru árið 1954. En það gerði hann aldrei aft- ur, enda hefði hann þá ekki náð endurkjöri árið 1956. Sakleysið uppmálað Það er líka rétt að gera sér ljóst, að hergagnaframleiðendur líta yf- irleitt alls ekki á sjálfa sig sem hernaðarsinna, heldur barasta sem sárasaklausa kaupsýslumenn, eitthvað í líkingu við Davíð okkar Scheving. Þeir telja sig einfald- lega vera að framleiða vöru. Það sé síðan stjórnmálamanna að ákveða, hvort og hvernig sú vara skuli notuð. Það má Ifkja þessu við eins meinlitla atvinnugrein og sælgætisframleiðslu að þeirra dómi. Sælgætisframleiðendur vita að sjálfsögðu, að varan, sem þeir búa til, getur valdið tannskemmd- um. En það er ekki okkar mál, segja þeir. Það eru neytendur sem ákveða, hvort þeir borða sælgæti eða ekki. Og þá má líka bera áróð- urinn um skelfilegt hættuástand I alþjóðamálum saman við sælgæt- isauglýsingar. Sá áróður er í raun- ini auglýsing fyrir aukinni her- gagnaframleiðslu — til hagsbóta fyrir iðnaðinn. Hergagnaframleiðendum kemur það ekki heldur við, hvort búnað- inum frá þeim er fleygt beint í sjóinn eða plantað niður í her- stöðvum um víða veröld eða skotið út í himingeiminn. Hið eina sem þá skiptir máli er að einhver kaupi hergögnin af þeim. Og þeim er líka sama, hverjir kaupa. Bandarískir framleiðendur hafa ekkert á móti því að selja Rússum vopn, ef stjórnin leyfir og þeir geta borgað. Þegar Henry gamli Ford var spurður, hvað honum fyndist um „the Soviet problem", þá svaraði hann: „Ég kannast ekki við neitt sovéskt vandamál. Þeir borga allt- af á réttum tíma.“ Dvínar móð Það fer ekki hjá því, að manni hætti stundum til að fyllast nokkru vonleysi, þegar ljóst verð- ur, hvernig í pottinn er búið. Það er t.d. ekki mikil von til þess, að svokallaðar afvopnunarviðræður stórveldanna beri nokkru sinni árangur. Við vitum að vísu ennþá minna um samtvinnun vígbúnaðar og valdstéttar í Sovétríkjunum en í Bandaríkjunum. En það er þó deginum ljósara, að valdstéttin i Sovétríkjunum mun aldrei gera neinar þær tilslakanir, sem hún telur setja sína eigin valdastöðu í nokkra hættu. En einmitt slíkar kröfur hlyti stjórn hergagnafram- leiðenda í Bandaríkjunum að gera, ef með þyrfti. Af því að það væri vonlaust. Reyndar virðast þessar viðræð- ur aldrei hafa haft annan tilgang en þann að slá ryki í augu fólks og róa það um stund, meðan verið er að undirbúa næsta stökk í vígvæð- ingunni. Síðan fara viðræðurnar út um þúfur um hríð, meðan ný hernaðarmannvirki eru reist, en eftir 1—2 ár er aftur sest að samningaborði. Þannig hefur þetta gengið eins lengi og ég man eftir. Að sjálfsögðu er um leið ver- ið að viðhalda valdaskiptingunni í heiminum sem mest óbreyttri. Og sjálfsagt skiptast fulltrúarnir líka á upplýsingum, sem draga úr þeirri hættu, að gereyðingarstríð skelli á fyrir slysni. Og það má kannski segja, að það sé skárra en ekki neitt. En þessar viðræður hafa aldrei dregið neitt úr sjálfum vígbúnaðinum, nema síður væri, og munu ekki gera, meðan sams- konar stjórnvöld eru í báðum risa- veldunum og verið hafa frá stríðslokum. Allt sem rýfur eða truflar sjálfvirkni vígbúnaðarins hefur hinsvegar visst gildi og gæti vald- ið keðjuverkunum. Þessvegna bregst bandaríska og sovéska valdstéttin svo hart við hverju smáræðis fráviki. Það sýndi t.d. innrásin í Tékkóslóvakíu 1968 og innrásin á Grenada í hitteðfyrra. Og það sýnir áætlunin um innrás og skæruhernað á íslandi árið 1949, sem nefnd var í upphafi þessarar greinar. Frumkvædi íslenskra fyrirtækja Sömu öflin eru að verki hér á landi í mikið smækkaðri mynd. Það eru ýmis auðugustu fyrirtæki landsins, sem hagnast mest á upp- setningu herstöðvanna og þjón- ustu við þær. Og þessi fyrirtæki ráða eins og áður sagði miklu hjá Vinnuveitendasambandinu, Sjálf- stæðisflokknum og Framsóknar- flokknum. Það er því mikill mis- skilningur, þegar sumir tala um „undirlægjuhátt" íslenskra ráða- manna gagnvart bandarískri ásælni. Það eru einmitt ýmsir máttarstólpar Sjálfstæðisflokks- ins og SÍS, sem hagnast mest á samstarfi við bandaríska verk- taka. Þeir eru ekki að láta undan neinum þrýstingi. Þeir eru þvert á 45^ móti að semja um sem mesta hlutdeild í ágóðanum. Það er fullt eins líklegt, að íslenskir verktakar eigi stundum frumkvæði að því að óska eftir meiri hernaðarmann- virkjum, þegar þá skortir verk- efni. Við höfum líka séð, að Geir Hallgrímsson getur verið nógu staffírugur, þegar um er að ræða hagsmuni Eimskips vegna her- gagnaflutninga eða lendingarleyfi fyrir Flugleiðir. Þá er nú ekki undirlægjuhátturinn. Rætur meinsins Þessi lauslega samantekt verður að þessu sinni að nægja til að benda á, að svokölluð togstreita milli austurs og vesturs er ekki nein meginorsök vígbúnaðarins. Hún er lítið annað en yfirskin eða þjóðsaga, sem ótrúlega miklu talmáli, lesmáli, myndmáli og jafnvel tónmáli hefur verið varið til að viðhalda sl. 40 ár. Enda gíf- urlegir hagsmunir í húfi. En rætur meinsins eru í fyrsta lagi þær, að siðlaus ofsagróðasjón- armið tiltölulega fárra risafyrir- tækja ráða mestu um gang og mögnun vígbúnaðarkapphlaups- ins, og í öðru lagi er því viðhaldið af siðlausum alræðisstjórnum, sem óttast allar hugsanlegar breytingar á eigin valdastöðu. I þessum þokkalega tilgangi er sóað óhemju verðmætum, sem nýta mætti til að lina þjáningar og bæta hag allra jarðarbúa. Þess í stað er öllum jarðarbúum stefnt í bráða tortímingarhættu, ef ein- hverjum yrði á örlagarík hand- vömm. Til að geta grafist fyrir rætur meinsins, þarf auðvitað fyrst að skilja, hvar þær liggja. Fyrr verð- ur ekki unnt að uppræta þær og losna úr þeirri sjálfheldu, sem af- vopnunar- eða vígbúnaðarmálin hafa verið í síðustu 40 ár. Árni Björnsson er þjódhittnfned- ingur í Rerkjavík. Fósturdeyðing veldur fórnarlambinu þjáningu fengi sjaldan að kynnast. En þetta sannar aðeins það sem ég hef ver- ið að segja: Samfélag sem sér góðu hliðarnar á þungun ætti vissulega að fá að mynda sér sínar eigin skoðanir á fóstureyðingu. Við get- um litið á fóstureyðingu sem nauðsynlega viðbót við getnaðar- varnir, eða sem óþægilegan sið- ferðilegan valkost, eða sem eins- konar manndráp — og af þessu ræðst hver áhrif fóstureyðingar hafa á okkur. Ég verð að viðurkenna að ég hefði ekki verið svona róleg og yf- irveguð varðandi mínar eigin fóst- ureyðingar hefði ég þurft að ryðj- ast gegnum hóp sannfærðra mót- mælenda sem hrópuðu að mér „barnsmorðingi", eða hefði ég tal- ið hættu á að ég yrði sprengd í loft upp meðan ég svifi í óminni svæf- ingarinnar. Hinsvegar væri ekki svona mikið um andstæðar skoð- anir og afsakanir ef frjálslyndari aðilar væru ekki að klóra í bakk- ann. Haldið verður áfram að eyða fóstrum eins og gert hefur verið til þessa, hvort sem okkur líkar betur eða verr. En það sem angrar mig er spurningin: Hvernig mun til dæmis 16 ára stúlku líða eftir fóstureyðingu? Finnst henni hún vera dæmdur kynferisafbrota- maður, morðingi sem látin hefur verið laus til reynslu? Eða finnst henni hún vera ung kona sem sé fær um, eins og heilbrigðisráð- gjafarnir segja, að taka upp nýtt líf? Þetta eru valkostir okkar, þvi líffræðin verður aldrei fær um að svara spurningunni um það hven- ær fóstur verði að persónu. Verð- andi persónur týnast daglega vegna fósturláts, getnaðarvarna eða þess að einhver tekur ekki eft- ir því að verið er að gefa honum eða henni undir fótinn. Við getum hinsvegar svarað umbúðalítið og án siðferðilegra vangaveltna spurningunni um það hvenær kona nái því að verða fullgild persóna. Og það verður þegar við öðlumst réttinn, óafturkallanleg- an og tvfmælalausan, til að vera ekki þungaðar ef við viljum ekki vera þungaðar. — eftir George F. WUls Allt frá því að hæstiréttur Bandaríkjanna gerði fósturdeyð- ingar að þrætuepli allrar þjóðar- innar, hefur ein hlið málsins verið vanrækt: sársaukinn. Fósturdeyð- ing er sársaukafull fyrir það ófædda barn, sem deytt er. Vanrækslan á sínar skýringar. Hjá andstæðingum fósturdeyð- inga er það dauði barnsins, en ekki sársauki þess, sem mestu skiptir í þessu máli. Og þeir, sem styðja fósturdeyðingar, verða hins vegar — ýmist af tilfinningalegri þörf eða til að gæta samræmis í rök- semdum sínum — að» afneita möguleikanum á þjáningu fósturs- ins. í ákvörðun hæstaréttar Banda- ríkjanna árið 1973, þegar fóstur- deyðingar að ósk kvenna voru lögleyfðar, lýsti rétturinn þvf yfir, að fóstrið sé ekki lifandi. Sú virð- ist a.m.k. vera meiningin (ef hún var þá yfirleitt nokkur), þegar rétturinn lýsti fóstrinu sem ha- fandi „möguleika til lífs“ (poten- tial life). Þeir, sem styðja dóms- úrskurðinn frá 1973, eru þannig bundnir þeirri hugmynd, að fóstr- ið, sem aðeins sé „möguleiki til lífs“, geti ekki fundið til sársauka, af því að sársauki er einkenni virkilegs lífs (actual life). Þannig fæðir fjarstæða laga- bókstafsins af sér lfffræðilega villu varðandi staðreyndir. Þessi afdrifaríki misskilningur er efni greinar í tímaritinu The Human ýfe Review eftir prófessor John T. Noonan við háskólann i Kaliforníu (Berkeley). Þar getur hann um fjórar helztu aðferðir, sem notað- ar eru við fósturdeyðingar. Útskafsaðferð er unnin með hníf eða skröpu, sem deyðir fóstr- ið (ef menn á annað borð leyfa okkur að tala hér um „deyðingu" þess, sem þeir álita einungis „möguleika til lífs“). 1 sogskafsað- ferð er beitt loftdælu, sem sogar út fóstrið í pörtum, en á eftir er notuð skafa til að hreinsa út leif- arnar. í fósturdeyðingum eftir 12. viku meðgöngu er ein aðferðin sú að sprauta saltvatnsupplausn i líknarbelgsvökvann. Saltið virðist þá verka sem eitrun, því að húðin á fóstrinu, sem konan fæðir af sér, líkist húð, sem orðið hefur fyrir sýrubruna. Ef saltvatnið lekur inn í líkama móðurinnar fyrir slysni, finnur hún til sársauka, sem lýst er sem „verulegum“ (severe). Fóstrið getur legið i saltvatns- upplausninni i tvær klukkustund- ir, áður en hjarta þess — sem sýn- ir okkur þrautseigju þessa „mögu- leika til lífs“ — hættir að slá. Annar valkostur er sá að gefa móðurinni lyfjaskammt, sem næg- ir til að valda tjóni á blóðrás og starfsemi hjartans í fóstrinu, en afleiðingin er fósturlát eða fæðing deyjandi barns. (Hér er líklega átt við prostaglandin-aðferðina, en hún er notuð í um 1% tilfella á íslandi. Algengasta aðferðin, sem hér er beitt, er sogskafsaðferð og þar á eftir útskaf, en sk. saltvatns- aðferð hefur naumast verið notuð hérlendis. Aths. þýð.) Því er eins farið um fóstrið og um dýr eða kornabörn, að það á sér ekkert tungumál til að tjá sársauka. Samt sem áður drögum við okkar ályktanir um að skepnur þjáist, og við finnum til með þeim, t.d. ungum selkópum, sem eiga sér ekkert tungumál til að lýsa þján- ingu sinni. Það ríkir nokkur óvissa um þau tímamörk í þróun fóstursins, þeg- ar það byrjar að hafa sérstakar skynjanir. Én rannsóknir á þróun þess og atferli sýna, að á 56. degi frá getnaði getur það hreyft sig. (Aths. þýð.: Nýlegar rannsóknir sýna, að það hreyfir sig frá því að það er 5 vikna gamalt.) Tilefni hreyfingarinnar kann að vera óþægindi (þ.e. óþægileg staða fóst- ursins i líknarbelgnum). Að örva munn þess með snertingu leiðir til viðbragðsathafna á 59. eða 60. degi. A 77. degi er þróun fósturs- ins orðin slík, að það er næmt fyrir snertingu á höndum, fótum, kynfærum og við endaþarm, og um sömu tímamörk byrjar það að kyngja. Prófessor Noonan telur skrif lífeðlisfræðinga um þessi mál veita okkur þær upplýsingar, að „vegna þess að skynjunarnem- ar og viðbrögð í hryggsúlu eru komin til sögunnar, sé eins mikil ástæða til þess að ætla, að ófædd börn geti fundið til sársauka, eins og að þau geti skynjað". Bandaríkjamenn halda hátt á loft sínum mannúðlegu sjónar- miðum og finna til með þeim, sem þjást. Eitt dæmi þess eru strangar reglur um aflífun dýra. Vissar teg- undir veiðigildra eru bannaðar. Búfé má ekki slátra með þeim hætti, sem talinn er þjáningafull- ur. Villihundum og köttum ber að lóga með mannúðlegum aðferðum. En engin lög setja skorður við því, að þessi ófæddu börn séu deydd á þjáningafullan hátt. Það gerðist meira að segja, að Planned Parenthood, öfgakenndasti þrýsti- hópur fósturdeyðingasinna, vann sigur í dómsmáli fyrir hæstarétti Bandaríkjanna, þar sem það var dæmt andstætt stjórnarskránni að banna saltvatnsaðferðina við fósturdeyðingar. Þetta er ekki prentvilla — hæstiréttur uppgötv- aði það nefnilega, að sá réttur til „einkalífs“ að fá framkvæmda fósturdeyðingu (þótt höfundum stjórnarskrárinnar hefði alveg láðst að nefna þann rétt) veitti einnig rétt til að velja ákveðnar aðferðir við fósturdeyðingar. Flestir verjendur fósturdeyð- inga hafa sterka en auðskiljanlega þörf til að halda umræðunni um málið eins fjarri áþreifanlegum veruleika og tök eru á. Þeir fyllast biturleika þegar andstæðingar þeirra nota ljósmyndir til að lýsa þróun fóstursins snemma á með- göngutímanum. Að sjá hversu mjög það líkist barni, gerir það að verkum, að erfiðara reynist að trúa því, að fóstur sé ekkert annað né meira en „möguleiki til lífs“. Og ef viðurkennt væri, að fóstrið fyndi til sársauka, þá værum við Bandaríkjamenn settir i slæma klípu, því að okkar áhyggjulausa samvizka vegna 1,6 milljóna fóst- urdeyðinga á ári hverju byggist á þeirri viðteknu skoðun, að slíkur sársauki geti ekki átt sér stað. Í bók Mögdu Denes, „í neyð og sorg — líf og dauði í fósturdeyð- ingaspítala“, gekk hún ekki að þessu efni með sannfæringu um ranglæti fósturdeyðinga, heldur skoðaði hún það með glögg- skyggnu auga blaðamannsins fyrir hinu smáa og áþreifanlega. Ér hún virti fyrir sér likama fóst- urs, sem hafði verið „eytt“, lýsti hún andlitsdráttum þess sem „stirðnuðum krampaflogum þeirr- ar veru, sem var neydd til þess aö deyja fyrir tímann“. Það er lýsing, sem vert er að hafa í huga nú á þessum degi, þegar framkvæmdar eru þúsundir fósturdeyðinga. George F. Wills er dílkaböfundur bjá bandarískum stórblöðum. Próf. John T. Noonan er meðal fremstu fræðimanna í réttarheimspeki, og rar honum helguð heilsíðugrein í nýlegu hefti tímaritsins News- week. Þessi grein birtist fýrst irið mt. Jón Valur Jensson cand. theol. þýddi greinina og hefur óskað eftir þrí að Mbl. birti hana. Hann hefur einnig ríðið frrirsögninni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.