Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985 25 ur en til verkfalla kemur eins og síðastliðið haust og nú nýverið við kennara. Verkföll eru alltaf til skaða fyrir alla og að láta slíka kollsteypu ganga yfir þjóðfélagið getur ekki gengið og má ekki endurtaka sig. Hér verður að grípa í taumana áður en skaðinn er skeður. Ég veit að sumir eru þeirrar skoðunar að afnema beri verkfallsrétt opinberra starfs- manna. Ég held að slíkt væri ekki af hinu góða. Hinsvegar verður að beita í tíma öllum tiltækum ráð- um til að koma í veg fyrir að þessi vandmeðfarni réttur sé notaður. Það er skoðun mín að ráðamenn þjóðarinnar eigi að fara á vinnu- staði hins opinbera og ræða við fólk. Útskýra á sinn hátt þau vandamál sem verið er að glíma við og þá úrlausn sem í sjónmáli er hverju sinni. Slíkt gæfi örugg- lega betri árangur en margan grunar. Það er ekki nóg að ræða eingöngu við forystu launþega- samtakanna. Það á að gefa fólki meira tækifæri en gert er til að ræða beint við þá menn sem það hefur kosið til að stjórna og ráða málefnum þjóðarinnar. Vissulega yrði þetta mikið verk en myndi sennilega skila góðum og jákvæð- um árangri, öllum til heilla. Það er stundum haft á orði að fjöldi opinberra starfsmanna sé óeðlilega mikill. Vissulega er nokkuð til í þvi. En að baki þess- um mikla fjölda opinberra starfs- manna liggur sú staðreynd að opinber rekstur hér á landi hefur aukist jafnt og þétt og það þrátt fyrir þá staðreynd að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur haft sín tækifæri til að sporna við slíkri óheilla- þróun. Sjálfstæðisflokkurinn byggir efnahagsstefnu sína fyrst og fremst á einkarekstri og frjálsri samkeppni. Einkarekstur hefur venjulega í för með sér aukna framleiðslu og vaxandi velmegun en of miklum ríkisafskiptum fylgja jafnan stöðnun og versn- andi lífskjör. Sumir þættir sam- neyslunnar eru í eðli sínu þannig að illmögulegt er að koma þeim leika, auknum sveigjanleika og bættri hagkvæmni bankakerfis- ins. Orkuverð til útflutnings og samkeppnisiðnaðar verði lækkað. Framkvæmdastofnun verði lögð niður. í stað hennar komi byggða- stofnun með þrengra starfssvið, meira sjálfstæði og beinni aðild sveitarfélaga. Athugað verið að stofna eign- arhaldsfélag ríkisins með það verkefni að selja hlut ríkisins í at- vinnufyrirtækjum eins og nú fær- ist hvarvetna í vöxt í nágranna- löndum okkar og hafið hefur verið hér á landi. fyrir nema á vegum hins opinbera. Slík þróun er þjóðinni ekki til heilla. Það er blátt áfram skylda Sjálfstæðisflokksins að spyrna hér við fótum og stíga það skref að færa ýmsa þætti hins opinbera rekstrar til einkarekstrar. Slíkar aðgerðir væru skref í átt til auk- innar velmegunar og yrðu flokkn- um lyftistöng í framfarasókn. Þeir sem valið hafa yfirskrift þessa landsfundar, kjörorðið „All- ir sem einn“, hafa sjálfsagt talið að kjörorð eins og stétt með stétt væri eitthvað sem búi væri að nota svo lengi að tími væri kom- inn að breyta til. Það er í sjálfu sér ágætt að breyta til og of- notkun á kjororðum eins og þess- um er sjaldan til góðs. Ég er þó þeirrar skoðunar að sjaldan eða aldrei hafi verið meiri ástæða til en einmitt nú að minna á mikil- vægi þess að Sjálfstæðisflokkur- inn er flokkur allra stétta og inn- an hans vébanda er farvegur fyrir öll þau málefni er varða velferð þjóðarinnar. Stétt gegn stétt er hinsvegar það sem margir úr hópi vinstri aflanna vilja að sé ríkjandi í sem mestum mæli og svífast einskis til að etja saman mönnum og málefnum og ala á tortryggni i þeim eina tilgangi að nýta sér stöðuna sem með því kemur upp, sjálfum sér og sínum málum til framdráttar. Launþegasamtök eru hápólitlsk og það er nauðsynlegt fyrir sjálfstæðismenn að eiga þar sína fulltrúa til að stuðla að pólitísku jafnvægi þar innan dyra sem ann- ars staðar. Hættan á pólitískri misnotkun launþegasamtaka er sífellt fyrir hendi, og því nauðsynlegt að vera þar vel á verði. Kjarabarátta er fyrir allan almenning frumskógur sem erfitt getur reynst að rata um og því er nauðsynlegt að leiðsögu- menn séu hæfir í sínu starfi. Margir forystumenn stærstu laun- þegasamtaka hér eru menn sem tileinkað hafa sér sóstalísk viðhorf í stjórnmálum. Það hefur leitt af sér að málflutningur þeirra hefur löngum skaðað flokk eins og Sjálf- Ríkisstjórnin beiti sér fyrir stofnun þróunarfélags í hlutafé- lagsformi ásamt bönkum, fyrir- tækjum og einstaklingum til þess að örva nýsköpun í atvinnulífinu. Ríkið eigi minnihluta I fyrirtæk- inu. Það leggi fram áhættufjár- magn til nýs atvinnurekstrar. Jafnframt sé efld starfsemi iðn- þróunrfélaga í landshlutunum. Samstarf atvinnufyrirtækja og rannsóknaraðila verði örvað með áhættuframlögum og skattaíviln- unum. Hraðað verði endurskoðun lög- gjafar um félög I atvinnurekstri stæðisflokkinn og fjöldinn allur af fólki bókstaflega trúir því að stefna Sjálfstæðisflokksins sé andsnúin velferð launafólks. Þessu verður að snúa við. Sjálf- stæðismenn eiga fullt erindi inn í raðir launþegasamtakanna og eiga ekki að hika við að taka þar á mál- um. Það er staðreynd að vinstri menn eru almennt duglegri við að sækja fundi innan launþegahreyf- ingarinnar heldur en hægri sinnar og þeim hefur því tekist að hafa þar nánast öll tögl og hagldir. Það lætur jafnan hátt í þessu fólki og því í sjálfu sér ekki undarlegt þó einmitt þetta fólk veljist til trún- aðarstarfa og í æðstu embætti þar innan dyra. Þetta fólk hefur feng- ið aö leika lausum hala við þá iðju sína að sá fræi tortryggninnar í huga hins almenna launþega og tekist óhugnanlega vel. Hver sá sem vitað er um að er fylgjandi stefnu Sjálfstæðisflokksins er lit- inn hornauga og talinn óhæfur til að tala máli hins vinnandi manns. Slík staða er óþolandi, því sem betur fer eigum við fjöldann allan af tryggum sjáifstæðismönnum í hópi launþega, hvort heldur það eru opinberir starfsmenn eða aðr- ir. Þetta fólk á forysta flokksins að styðja i baráttunni gegn sósíal- ískum niðurrifsöflum. Sjálfstæð- isflokkurinn þarf að efla til muna starfsemi verkalýðsfélaga innan flokksins og hvetja fólk til starfa í stéttarfélögum, þar sem við getum komið málum okkar á framfæri. Ef við trúum því sjálf að styrkur Sjálfstæðisflokksins og velferð þjóðarinnar fari saman má enginn hópur gleymast eða verða útund- an. Sem sjálfstæðismenn getum við ekki unað því að Sjálfstæðisflokk- urinn gleymi eða hafni neinni stétt þjóðfélagsins og sem sjálf- stæðismönnum ber okkur skylda til að vinna að því að engin stétt afneiti Sjálfstæðisflokknum. Við eigum samleið hvar í stétt sem við stöndum. Þrátt fyrir nær stöðuga baráttu við náttúruöfl og harðbýli býr á þessu landi elds og ísa þjóð, sem og lög sett gegn einokun og hringamyndun. Sömu kröfur verði gerðar til gæða og merkinga innfluttrar framleiðslu og íslenskrar. Neyt- endasamtök verði efld og stuðlað að því að þau geti tekið að sér þjónustu, sem opinberir aðilar ella myndu annast. Sérstakt eftirlit verði með þjónustu opinberra fyrirtækja, þar sem samkeppni er ekki fyrir hendi. Verkefni verði flutt frá opinber- um aðilum til einkareksturs, þ.á m. á sviði fjarskipta. Útboð verði meginregla varðandi fram- kvæmdir opinberra aðila. samkvæmt nýlegri skoðanakönn- un virðist vera hamingjusamasta þjóð í heimi. Þegar fyrstu land- nemarnir kvöddu Noreg á níundu öldinni þá var það ekki vegna þess að þeir ættu ekki frjósamt og gjöf- ult land, heldur vegna þess að þeir vildu ekki beygja sig undir harð- stjórn og misrétti. Þeir leituðu því frelsis og framfara í nýju landi. Þannig er íslenska þjóðin fædd af frelsisþrá og einstaklings sjálf- stæðið er okkur í blóð borið, sem arfleifð frá foreldrum okkar. Þessi sjálfstæðiskennd er sterkasta þjóðareinkenni okkar og hluti af tilveru íslensku þjóðarinnar. Meðal annars þess vegna á stefna Sjálfstæðisflokksins, ein- staklingsframtakið, trúin á mann- inn sjálfan erindi við þjóð í fram- farasókn. Góðir fundarmenn. Sjálfstæðisflokkurinn er flokk- ur víðsýni, réttsýni og framfara. Undir styrkri stjórn Sjálfstæðis- flokksins geta öll málefni er varða hag þjóðarinnar fengið farsæla lausn, ef vilji flokksmanna er fyrir hendi. Styrkur flokksins byggist á því að áfram geti fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins fundið sér vettvang innan vébanda hans. Þennan styrk ber að efla og virkja. Baráttuþrek þjóðarinnar við tímabundinn vanda hefur aldrei brugðist, hvort heldur sá vandi hefur stafað af ágangi annarra þjóða eða ógnun náttúruhamfara. Þetta baráttuþrek mun heldur ekki bregðast okkur við tímabund- inn efnahagsvanda. Með samtaka- mætti og með þann skilning að leiðarljósi að velferð einstaklings- ins tryggi velferð þjóðarinnar, er sá möguleiki fyrir hendi, að þessi litla þjóð norður á hjara veraldar hafi til þess öll skilyrði að vera í raun hamingjusamasta þjóð í heimi. Höfundur er sjúkraliði og formað- ur sjúkraliðafélags íslands og flutti þetta erindi á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins. Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Æviminningabók V. Útg. Menningar og minningarsjóður kvenna 1984. Umsjón texta: Einar Kristjánsson. Tekið er fram í örstuttum eftir- mála að i þessum bókaflokki hafi engin bók komið síðan árið 1973. „Þótt liðið hafi þetta langur tími var nægilegt efni ekki fyrir hendi fyrr en á þessu ári.“ Þetta kemur allfurðulega fyrir sjónir, þegar farið er að rýna í bókina. Þar kennir í fyrsta lagi margra grasa og í öðru lagi hefur ritnefnd ekki ritstýrt og samræmt efnið í bók- inni nógu vel, að minu viti. Þar fyrir utan má svo velta vöngum yfir því hvers konar tilgangi bóka- flokkur af þessu tagi þjónar og hvaða skyldur skulu uppfylltar. Hvernig er valið í þessa bók og er þá bæði átt við, hverjir skrifa, um hverja og hvernig? Engin svör eru gefin við þessum spurningum. Það kann að vera að vinnubrögðum sé lýst í fyrri bindum, en það hrekk- ur skammt hér. Eftir ellefu ára hlé á útgáfu er sjálfsögð kurteisi af ritnefnd, að gera nýjum og gömlum lesendum grein fyrir hvernig í þessa bók er valið. Vegna þess það liggur ekki alveg i augum uppi. Og sumar greinarnar eru svo undralega stuttar og snubbóttar að það er óhjákvæmilegt að mann gruni að einhver tilviljanakennd vinnubrögð hafi ráðið ferð. Bók með greinum um ævi kvenna — eins og ég geri ráð fyrir að þessi eigi að vera — er þörf og nauðsynlegt. Erfitt er að sæta sig við skýringu um að efni hafi vant- að. Gæti útgáfustjórnin þá ekki sýnt meiri röggsemi. Og ritstýrt næsta bindi. Því að þessari bók eru inn á milli úrvalsgreinar sem fengur er að. STÝRILIÐAR SEGULROFAR YFIRALAGSVARNIR STJORNUÞRI- HYRNINGSROFAR TIMALIÐAR ROFAHUS gæði Hagstættverð S HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRRW4TANIR-WÓNUSTA Bjóðum nánast allar stærðir rafmótora frá EOF í Danmörku. EOF rafmótorar eru í háum gæðaflokki og á hagkvæmu verði. Ræðið við okkur um rafmótora. = HEÐINN = SELJAVEGI 2, SIMI 24260 VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! Jónas Haralz, formaður atvinnumálanefndar landsfundarins, gerir grein fyrir tillögum nefndarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.