Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 17. APRlL 1985 „Velferð einstakl- ingsins tryggir vel- ferð þjóðfélagsins“ — eftir Margréti S. Einarsdóttur { einu af hinum mörgu og fögru ljóðum sínum til lands og þjóðar segir þjóðskáldið Einar Bene- diktsson á þessa leið: Við heyrum óm af óði og sögum frá okkar góðu bernskudögum, sem vekur, tengir, vermir blóð. — Við erum öll af sömu þjóð. Þjóð, sem i fámenni sínu heyr harða baráttu fyrir tilvist sinni í landi, sem af mörgum er talið á mörkum hins byggilega heims. Það er eitthvað við þetta land sem gerir það að verkum að hvert sem okkur ber á leið leitar hugurinn aftur til átthaganna, þangað sem ræturnar liggja. Vegna fámennis okkar er sennilega engin þjóð jafn nátengd innbyrðis og við íslend- ingar. Hvar sem við erum stödd finnum við til skyldleikans og þeirra tauga sem tengja okkur saman. Það hefur löngum verið sagt að íslendingar séu i eðli sínu sjálfstæðir og láti illa að stjórn. Hver og einn vilji ráða sinum ferðum sjálfur. Svo mikið er víst að tslendingar hafa aldrei þolað ánauð eða kúgun. íslendingar una frelsinu ofar öllu, og geta þvi eðli sinu samkvæmt aðeins notið sfn þar sem frelsi lýðræðis, frelsi ein- staklingsins er í hávegum haft. „Efnahagslegt frelsi stuðlar að aukinni sjálfsvirðingu og eflir löngunina til heilbrigðr- ar lífsbaráttu. Efna- hagslegu sjálfstæði fylg- ir jafnan hvati til fram- kvæmda, sem leiða af sér verðmætasköpun og tryggja öryggi og fram- kvæmdamátt einstakl- ingsins. Það er því mik- ilvægt að þeir sem halda um stjórnvölinn hverju sinni haldi þannig á málum að efnahagslegt sjálfstæði hins vinnandi manns sé ekki í hættu.“ Sjálfstæðisflokkurinn er byggð- ur á hugsjónum lyðræðis, og með þá grundvallarstefnu að leiðar- ljósi hefur flokkurinn starfað og beitt áhrifum sinum til þess að bæta þjóðfélagið á þann hátt að hæfni einstaklingsins fái sem best notið sin til orðs og athafna. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur þessarar þjóð- ar, einmitt vegna þess að hann hefur verið upphaflegri stefnu- skrá sinni trúr. Það er að vinna að víðsýni og þjóðlegri umbótastefnu, á grundvelli einstaklingsfrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Fáum á því að vera það betur ljóst en sjálfstæðismönnum, að til þess að þjóðinni farnist vel þarf velferð einstaklingsins að vera tryggð. Stöðugt þarf að leita nýrra leiða í sókn til eðlilegra framfara, sem miða að því að auka þjóðarframleiðslu og sporna við atvinnuleysi. Samhliða því að tryggja að allar fúsar hendur hafi verk að vinna þarf að tryggja eðli- lega tekjuskiptingu og kaupmátt launa. Menn hljóta alltaf að hafa mismunandi mat á því hvaða tekjuskipting sé réttlát og um það verður sjálfsagt endalaust hægt að deila. Með réttlátri tekjuskiptingu á ég ekki við tekjujöfnuð. Tekjujöfn- uður er ekki til þess fallinn að vera afkastahvetjandi eða stuðla að eðlilegri samkeppni manna á milli. Það verður hinsvegar að tryggja það að fullvinnandi maður beri úr býtum laun, sem unnt er að lifa af, laun sem tryggja efna- hagslegt sjálfstæði einstaklings- ins, en efnahagslegt sjálfstæði er hverjum manni mikilsvert. Sem vitsmunavera er maðurinn í sí- felldri leit að verðmætum lifsins, sem í augum hvers og eins eru mismunandi, en sameiginlegur draumur flestra heilbrigðra manna er þó löngunin eftir friði, fegurð og frelsi. Frelsi til orðs og athafna, frelsi til þess að standa uppréttur sem sjálfstæður ein- staklingur. Efnahagslegt frelsi stuðlar að aukinni sjálfsvirðingu og eflir löngunina til heilbrigðrar lífsbaráttu. Efnahagslegu sjálf- stæði fylgir jafnan hvati til fram- kvæmda, sem leiða af sér verð- mætasköpun og tryggja öryggi og framkvæmdamátt einstaklingsins. Það er því mikilvægt að þeir sem halda um stjórnvölinn hverju sinni haldi þannig á málum að efnahagslegt sjálfstæði hins vinn- andi manns sé ekki í hættu. Og nú spyrja menn gjarnan, hvernig hef- ur núverandi ríkisstjórn tekist að halda á þessum málum? Hefur þess verið gætt sem skyldi að varðveita efnahagslegt öryggi ein- staklingsins, eða hefur jafnvægið raskast? Hvort sem mér eða mínum flokksmönnum líkar það svar sem við þessum spurningum fæst eða ekki, þá er flokknum nauðsyn að hlusta á slíkt svar og bregðast við því. Það er varhugavert að loka eyrunum fyrir því sem sagt er jafnvel þó maður vilji gjarna heyra eitthvað annað. Sannleikur- inn er sagna bestur og það að dylja sannleikann er fyrsta skref- ið í átt til lyginnar. Vissulega var ríkisstjórnin á réttri leið í barátt- unni við verðbólguna, sem alltof lengi hefur ógnað hagsæld þjóðar- innar. Fólkið í landinu var reiðu- búið að taka á sig réttlátar byrðar í þeirri baráttu. En árangur í formi betri lifskjara, raunhæfs kaupmáttar fyrir allan almenn- ing, lét á sér standa. Biðin varð of löng, þvi fór sem fór. Því er það að svar hins almenna launþega er þvi miður ekki Sjálfstæðisflokknum i hag og felur í sér ákveðin varnað- arorð sem okkur ber að virða og skoða. Svörin eru á þann veg að baráttan við verðbólguna hafi í of miklum mæli bitnað á kaupmætti launa. Bilið milli hinna ýmsu stétta hafi á undanförnum misser- Margrét S. Einarsdóttir um stækkað of mikið. Fjármagnið hafi nánast verið tekið af vinnandi fólki. Launin dugi ekki lengur fyrir nauðþurftum, þar sem allt verölag hafi farið langt fram úr kaupmáttaraukningu. Lánskjara- vísitalan og kaupgjaldsvísitalan haldist engan veginn í hendur. Greiðslubyrði lána, sem öll eru visitölutryggð, sé nánast orðin óbærileg og nálgist eignaupptöku. Ungu fólki sé gert ókleift að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Þegar viðbrögð meginþorra almennings eru orðin á þennan veg, þá er eitthvað meira en lítið að, eitthvað hefur farið úrskeiðis og þá er hætta á ferðum. Sú hætta að ein- staklingurinn glati sjálfsbjarg- arhvötinni og að niðurrifsöfl í þjóðfélaginu eigi greiðan aðgang að fjöldanum, sem beinlinis getur leitt þjóðina til ófarnaðar og frels- issviptingar. Sá launamismunur sem nú er til staðar hefur leitt af sér óöryggi og ófrið á vinnumarkaðnum, sem skaðað hefur þjóðfélagið verulega. Einna mestur hefur þessi ófriður verið meðal opinberra starfs- manna. Það er blátt áfram skylda ráðamanna þjóðarinnar að gripa i taumana og semja við sitt fólk áð- Ályktun landsfundar um atvinniimál: Jöfn skilyrði atvinnu- yega til arðbærs reksturs Á XXVI. landsfundi Sjálfstæðis- flokksins var samþykkt eftirfarandi ályktun um atvinnumái: Almenn stefnumið Sjálfstæðisflokkurinn telur það verkefni mikilvægast, að efla at- vinnuvegi íslendinga til nýrra átaka og sóknar og auka þannig hagsæld með þjóðinni. Auka þarf fjölbreytni atvinnulifsins og styrkja stoðir útflutningsatvinnu- veganna. Þjóðin mun ná þessum mark- miðum varðveiti hún trú einstakl- inga á eigið framtak og hefti ekki frumkvæði þeirra með ofstjóm ríkisvalds og valdaframsali til samtaka sérhagsmuna. Það er hornsteinn sjálfstæðis- stefnunnar, að atvinnuvegunum séu sköpuð jöfn skilyrði til arð- bærs reksturs með athafnafrelsi, þar sem einstaklingar og fyrir- tæki eru örvuð til nýrra átaka. Fyrirtæki skulu njóta jafnréttis í skatta- og lánamálum, sem og í öðrum ákvörðun stjórnvalda, í hvaða atvinnugreinum sem þau starfa eða hvaða rekstrarform sem þau hafa. Einnig er það for- senda árangursríkrar atvinnu- stefnu og aukins og fjölbreyttari útflutnings að verðbólgunni verði haldið í skefjum. Á undanförnum áratugum hef- ur töluvert áunnist í uppbyggingu atvinnulífs og aukinni hagsæld. Mesta átakið var gert á viðreisn- arárunum undir forystu Sjálf- stæðisflokksins þegar innflutn- ingshöft voru afnumin og grund- völlur lagður að nýrri þróun at- vinnulífsins. Nýtt og hliðstætt framfaraskeið verður nú að hefj- ast. f beinu framhaldi af verslun- arfrelsi með innfluttar vörur skal athafnafrelsi útflutningsgreina aukið. öllum sem uppfylla lág- markskröfu um verð og gæði framleiðslunnar sé heimilli út- flutningur nema sannanlegt sé að sérstakar aðstæður á ákveðnum erlendum mörkuðum krefjist ann- ars. Atvinnustefna Frumkvæði, atorka og menntun einstaklinganna er mesta auðlind hverrar þjóðar. í frjálsri sam- keppni með sameiginlega hags- muni f huga tryggja einstakl- ingarnir hagkvæma nýtingu og nauösynlega verndun þeirra nátt- úruauðlinda, sem atvinnuvegirnir byggjast á. Þörf er á þátttöku jafnt karla sem kvenna i atvinnu og starfi. Hæfileikar þeirra hvers og eins verða því að fá að njóta sín, jafnframt því sem atvinnulíf- ið svari þörfum fjölskyldunnar. Auka þarf frjálsræði og at- vinnukosti í sjávarútvegi. Enda þótt ekki verði komist hjá stjórn- un fiskveiða í einhverri mynd, get- ur núverandi fyrirkomulag ekki orðið framtíðarlau8n. Á meðan það er við lýði skiptir miklu að framsal á aflakvótum á milli verstöðva, skipa og útgerða sé sem frjálsast. Jafnframt þarf fisk- veiðistefnan að vera i stöðugri endurskoðun og framkvæmd hennar háð samstarfi sjómanna, útvegsmanna og vfsindamanna. Nauðsyn ber til að endurskoða gildandi tilhögun um ákvörðun fiskverðs með það fyrir augum að laga hana að markaðsaðstæðum og notfæra sér kosti markaðsverð- myndunar eftir þvf sem unnt er. Fiskverðsákvörðun á að vera samningur á milli kaupenda og seljenda á grundvelli heilbrigðra rekstrarskilyrða en ekki samning- ur þeirra sameiginlega við rfkis- valdið um afkomu. Nauösynlegt er að endurskoða hlutverk Verðjöfnunarsjóðs sjáv- arútvegsins og kanna f því sam- bandi hvort ekki sé tfmabært að skattalög miði að þvf enn meir en nú er aö jafna afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi á milli ára. Stuðla skal að þróun fiskeldis og tryfíKja þeirri atvinnugrein að- gang að fjármagni. Fiskirækt f sjó verði undir sjávarútvegsráðu- neyti. Framkvæmdir og stjórnun í samgöngumálum miði að frjálsri samkeppni og jafnrétti á þeim vettvangi innanlands sem utan. Við virkjunarframkvæmdir sé þess gætt, að samræmi sé milli virkjunaráfanga og orkunotkunar. Fyrirtæki ríkisins á orkusviðinu verði endurskipulögð, sköttum létt af orkudreifingu og stofnkostnaði orkuvera og stuðlað að þvf, að orkuverð lækki. Lögð sé áhersla á nýtingu jarðvarma til iðnaðar. Kannað verði hið fyrsta hvort vinnanleg oifa finnst f fslenskri lögsögu eða á landgrunni. Unnið sé að uppbyggingu fjöl- þættari atvinnustarfsemi í sveit- um landsins og þeim greinum búin sérstðk vaxtarskilyrði, sem hafa nægan markað fyrir framleiðslu sína. Landbúnaðinum sé gert fært að laga sig sem mest að markaðs- aðstæðum og tryggt verði nauð- synlegt frelsi til framleiðslu og dreifingar á búvörum og á sölu jarðeigna. Búvörur verði greiddar bændum við afhendingu og greint á milli framleiðslukostnaðar á frumstigi og vinnslustigi. Stuölað verði að aukinni sókn íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði, hvort sem um er að ræða iðnað, þjónustu eða samgöngur. tslensk sérþekking og hugvit á sviði jarðvarma, sjávarútvegs, rafeindatækni og lfftækni séu nýtt í þessu skyni. Einnig séu starfs- skilyrði innlends samkeppnis- iðnaðar og þjónustu bætt. Ekki sist sé efling ferðaþjónustu höfð í huga þar á meðal f sambandi við heilsurækt. t þessu skyni sé stuðl- að að bættri móttöku ferðamanna og aukinni markaðsleit erlendis. Rannsóknum, vöruþróun og mark- aðsstarfsemi sé beitt til eflingar framleiðslu og þjónustu og menntakerfið lagað betur að breyttum þörfum atvinnulffsins. Erlent áhættufé sé hagnýtt til nýjunga og uppbyggingar innan eðlilegra marka. Sérstök framkvæmdaatriði Eftirfarandi stefnumálum verði hrint f framkvæmd þegar i stað: Fyrirtækjum og einstaklingum sé heimilt að taka á sig erlendar fjárskuldbindingar. Heimilt sé að fjárfesta f erlendum fyrirtækjum og stunda kauphallarviðskipti á erlendri grund. Fyrirtækjum sé heimilað að taka erlend lán geti þau aflað þeirra á grundvelli eigin styrk- leika eða fengið til þess ábyrgð banka eða sjóða. (Jtflytjendur og innlendtlr samkeppnisiðnaður, þar á meðal skipaiðnaður, njóti sama aðgangs að fjármagni og erlendir keppinautar. Starfsemi lánastofnana miði að þvf að auka arðsemi fjárfestinga. Fækkað sé fjárfestingarlánasjóð- um og heimildir þeirra til lántöku og útlána rýmkaðar. Viðskipta- bankar taki að sér að annast framkvæmd útlána þeirra og inn- heimtu, þar sem það á við. Um leið og ný bankalöggjöf verður sett, sé ríkisviðskiptabönk- um breytt í hlutafélög. Þetta sé upphaf nýrrar skipunar banka- mála, sem stefni að meiri styrk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.