Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRlL 1985
Shakarov-vitnaleiðslurnar:
Mannréttindabrot í Sovétríkjunum:
Athygli Vesturlanda-
búa þýðingarmikil
Frá Sakharov-vitnaleiðslunura í Lundúnum. AP/Simamynd
Sovétstjórnin virðir að vett-
ugi mannréttindaákvæði
Helsinki-sáttmálans, sem hún
undirritaði í ágúst 1975. Hafa
mannréttindi ekki aukist í
Sovétríkjunum á síðastliðnum
áratug og á sumum sviðum
hefur orðið veruleg afturför.
Sérstaklega hefur ástandið
versnað á síðustu fimm árum.
Þetta var höfuðniðurstaða
hinna svonefndu „Sakharov-
vitnaleiðslna", sem fram fóru í
Lundúnum í vikunni sem leið.
Blaðamaður Morgunblaðsins
fylgdist með vitnaleiðslunum frá
því þær hófust að morgni mið-
vikudags 10. apríl og þar til þeim
lauk að kvöldi fimmtudags 11.
apríl. Við vitnaleiðslurnar fluttu
sérfræðingar um sovésk málefni
erindi og útlægir andófsmenn
báru vitni um ástandið austan
járntjalds.
Áhrifaríkasti viðburður vitna-
leiðslnanna var án efa lýsing
Victors Davidov, 29 ára gamals
sagnfræðings, á hinum pólitísku
geðveikrahælum Sovétstjórnar-
innar. í rösk þrjú ár voru þving-
uð ofan í hann geðlyf, sem ollu
ofskynjunum og lömuðu hann
andlega. Fyrir þrýsting vest-
rænna stjórnvalda, fjölmiðla og
mannréttindasamtakanna Amn-
esty International, sem kusu
hann samviskufanga mánaðar-
ins, var Davidov látinn laus.
„Þessi pólitísku geðveikrahæli
reyndust hundrað sinnum verri
en ég ímyndaði mér,“ sagði hann
við vitnaleiðslurnar. „Tilvist
þeirra hefur vakið með mér efa-
semdir um manninn sem siðferð-
isveru."
Kannski voru lærdómsríkustu
ummælin við vitnaleiðslurnar
þau orð Lyudmilu Alekseevu,
fulltrúa mannréttindahóps í
Moskvu, sem stofnaður var á
grundvelli Helsinki-sáttmálans,
að Sovétstjórnin hafi aldrei ætl-
að sér að virða mannréttinda-
ákvæði hans. Hún hafi eingöngu
hugsað sér að njóta þeirra eftir-
gjafa Vesturlanda, sem fólust í
sáttmálanum.
Aukin harka gegn
andófsmönnum
Andófsmönnum í Sovétríkjun-
um fjölgaði mjög á árunum upp
úr 1960 og starfsemi þeirra varð
umfangsmikil. í fyrstu reyndu
stjórnvöld að halda þeim í skefj-
um án þess að vekja á þeim at-
hygli erlendis, svo það skaðaði
ekki álit Sovétríkjanna sem leið-
toga „framfaraaflanna" í heim-
inum. Árið 1979 var horfið frá
þessu, andófsmönnum sýnd auk-
in harka og ekki lengur reynt að
fara í felur með baráttuna gegn
þeim, hvorki fyrir útlendingum
né sovéskum borgurum.
Þessar upplýsingar komu
fram í forvitnilegu erindi Peters
Reddaway, prófessors við Hag-
fræðiskólann í Lundúnum, á síð-
ari degi vitnaleiðslnanna. Redd-
away hafði fyrir nokkrum árum
forystu um herör, sem skorin var
upp meðal lækna á Vesturlönd-
um, til að reyna að binda enda á
misnotkun geðlæknisfræðinnar í
Sovétríkjunum. Hann hefur rit-
að bók um hin pólitísku geð-
veikrahæli þar (með Sidney
Bloch: Russia’s Political Hospit-
als) og átti manna mestan þátt f
því að samtökum sovéskra geð-
lækna var vikið úr alþjóðasam-
tökum geðlækna.
Reddaway kvað margar
ástæður fyrir breyttu viðhorfi
sovéskra stjórnvalda til andófs-
manna um 1979. Mikilvægast
væri sennilega, að hinar fyrri
aðgerðir hefðu ekki skilað þeim
árangri sem vænst var. Um
þetta leyti hefði einnig staðið yf-
ir barátta fyrir auknum vinnu-
aga og gegn spillingu, sem hafði
það í för með sér að leyniþjón-
ustan, KGB, styrkti valdastöðu
sína. Þá bæri að hafa í huga, að
„slökunarstefnan" í samskiptum
austurs og vesturs hefði verið að
bíða skipbrot, einkum vegna um-
svifa Sovétríkjanna í Afríku og
innrásar þeirra f Afganistan.
Álit Sovétríkjanna á alþjóða-
vettvangi hefði verið f lágmarki
og leyniþjónustan talið, að það
gæti tæpast orðið minna; það
væri því rétti tfminn til að láta
til skarar skríða gegn andófs-
mönnum.
Peter Reddaway sagði að erf-
itt væri að meta hversu árang-
ursríkar hinar nýju baráttuað-
ferðir Sovétstjórnarinnar hefðu
orðið, en ljóst væri að þær hefðu
höggvið nokkurt skarð í raðir
andófsmanna. Flest samtök
þeirra störfuðu nú með leynd og
helstu leiðtogar þeirra, s.s.
Andrei Sakharov, hefðu verið
handteknir og dæmdir í fangelsi
eða útlegð innanlands. Enn væru
þó starfandi fyrir opnum tjöld-
um nokkur samtök andófs-
manna, einkum þau sem berjast
fyrir trúfrelsi, rétti þjóða og
þjóðarbrota og fyrir leyfi handa
fólki til að flytjast úr landi.
Vladimir Tolz, sovéskur sagn-
fræðingur sem flutti vestur 1982,
greindi frá því við vitna-
leiðslurnar, að jafnframt því
sem andófsmönnum væri nú
sýnd aukin harka, hefði sú mynd
sem dregin væri upp af þeim í
sovéskum fjölmiðlum, sem allir
eru ríkisreknir, breyst. Valdhaf-
ar í Sovétríkjunum hefðu áttað
sig á því, að ekki dygði lengur að
útmála andófsmenn eingöngu
sem „erindreka auðvaldsins" og
„heimsvaldasinna". Venjulegum
borgurum þætti ekki mikið til
um slíka „glæpi“.
„Þess vegna eru andófsmenn
nú ekki aðeins sakaðir um njósn-
ir og föðurlandssvik, heldur
einnig hreina glæpastarfsemi og
stuðning við hryðjuverkamenn,"
sagði Tolz. Spjótum væri enn-
fremur beint að þeim sem ein-
staklingum og reynt að niður-
lægja þá á alla lund; í blaða-
greinum væri t.d. velt vöngum
yfir því hve heimskir þeir væru
og siðferðilega á „lágu plani".
Afstaða Vesturlanda-
búa skiptir máli
„Hinar nýju kúgunaraðgerðir
Sovétstjórnarinnar hafa ekki
reynst henni eins dýrar og vera
ætti,“ sagði Peter Reddaway, og
gagnrýndi sinnuleysi margra
Vesturlandabúa, sem samskipti
hafa við sovéska borgara, í þessu
efni. Það viðhorf virtist ríkjandi
t.d. meðal listamanna og vís-
indamanna, að halda bæri
mannréttindamálum og öðrum
viðskiptum aðskildum; nefna
áhyggjur af mannréttindabrot-
um í einkaviðræðum, en ekki
láta þau hafa áhrif á hin opin-
beru samskipti.
„Þetta viðhorf er rangt frá sið-
ferðilegu sjónarmiði og hefur
ekki heldur reynst árangursríkt
í framkvæmd," sagði Reddaway.
Menn yrðu að átta sig á því að
einu Sovétborgararnir sem Vest-
urlandabúar fengju að hafa
samskipti við væru þeir, sem
sérstaklega hefðu verið til þess
valdir vegna þess að þeim væri
unnt að treysta og þeir væru
stjórnvöldum undirgefnir.
Reddaway sagði að nauðsyn-
legt væri að grípa stundum til
hreinna refsiaðgerða gegn Sov-
étríkjunum, s.s. með útilokun
þeirra frá tilteknum samtökum
og starfsemi á alþjóðavettvangi.
Það hefði sýnt sig að slíkt bæri
árangur, sem birtist t.d. í því að
dregið hefði verulega úr mis-
notkun geðlæknisfræðinnar
vegna baráttu samtaka geð-
lækna á Vesturlöndum, sem tóku
málið feimnislaust upp í opin-
berum samskiptum við starfs-
bræður sína í Sovétríkjunum.
í hópi þeirra, sem lögðu mikla
áherslu á þrýsting Vesturlanda á
Sovétstjórnina í mannréttinda-
málum var Michael S. Vesl-
ensky, höfundur hinnar víð-
kunnu bókar Nomenklatura, sem
fjallar um valdastéttina í Sov-
étríkjunum. Hann benti á að
Sovétríkin þörfnuðust eðlilegra
efnahagslegra og pólitískra sam-
skipta við Vesturlönd, og Sovét-
stjórnin teldi almenningsálitið
þar skipta máli. Voslensky sagði
mikilvægt að halda á lofti brot-
um Sovétstjórnarinnar á mann-
réttindasáttmálum, sem hún
væri aðili að. „Skriffinnarnir
bregðast illir við,“ sagði hann,
„en reynslan leiðir í ljós að þetta
hefur áhrif."
í sama streng tók ennfremur
Elliott Abrams, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Bandarfkjanna, en
hann flutti ávarp við lok vitna-
leiðslnanna á fimmtudag. Hann
kvað þýðingarmikið að stjórn-
málamenn, sem sæktu Sovétrík-
in heim, tækju málefni andófs-
manna upp í viðræðum við
stjórnvöld þar.
GM
Gögnin afhent
Kvennasögusafninu
VORIÐ 1984 kom út á veg-
um Ljósmæðrafélags Is-
lands ritið „Ljósmæöur á
íslandi“, tveggja binda
verk þar sem m.a. er skráð
60 ára saga LMFÍ og rit-
gerð um stéttina frá upp-
hafi Islandsbyggðar svo og
ýmsar skrár. Ennfremur
eru þar æviágrip á sautj-
ánda hundrað Ijósmæðra
frá 1761 til 1982.
Útgáfustjórn fyrir hönd fé-
lagsins hafði Steinunn Finn-
bogadóttir ásamt ritnefnd,
þ.e. Björgu Einarsdóttur, rit-
stjóra, og meðritstjóra, Val-
gerði Kristjónsdóttur. For-
1 Kvennasögusafni íslands. Frá vinstri: Björg Einarsdóttir og Valgerður Kristjónsdóttir með hluta þeirra
heirailda sem safninu voru gefnar.
ráðamenn útgáfunnar ákváðu Kvennasögusafni íslands öll Afhendingin fór fram í
að afhenda til varðveislu á gögn henni viðkomandi. mars sl. að viðstöddum full-
trúum útgáfustjórnar og fé-
lagsstjórnar, ritstjórunum og
forstöðumanni safnsins.
Gögnin eru í 36 möppum
sem hafa að geyma handrit
Haralds Péturssonar varð-
andi ljósmæðrastéttina, en
hann hóf fyrstur manna
skipulega söfnun heimilda
fyrir stéttartalið, öll handrit
og vinnublöð varðandi úr-
vinnslu æviágripanna, sendi-
bréf og skýrslur. Ákveðið var
að halda til haga öllum
vinnslugögnum auk frum-
heimilda og er þetta efni nú
aðgengilegt þeim er vilja eftir
samkomulagi við forráða-
menn kvennasögusafnsins. í
ritinu „Ljósmæður á íslandi"
eru auk annars myndaefnis
um 1200 myndir af ljósmæðr-
um. Ósóttar myndir eru
nokkrar og má vitja þeirra í
safnið á Hjarðarhaga 26. Það
er einnig ósk ritstjóra að þeir
er finna villur í ritinu láti
vita um þær bréflega og verð-
ur þá tekin afstaða til þess
hvernig meðhöndla skuli þær.