Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985 Hótel- og ferðamálaskólinn í Bournemouth í kennslueldhúsum hótel- og ferðamálaskólans er nemendum kennt að búa til fjölbreytta glæsirétti. Ferðaiðnaður er öflug og mikilvæg atvinnu- grein á Bretlandi - eftir Steinar Steinsson Hjá flestum þjóðum er ferðamála- iðnaður umfangsmikil starfsgrein, sem skilar álitlegum fúlgum til þjóðartekna. Þessi iðngrein tekur til margra starfa, má þar nefna matvælaiðnað, hótel- og veitinga- iðnað, minjagripaiðnað, ferða- skrifstofur og samgöngufyrirtæki. Á Bretlandi er þessi starfsgrein geysi stór og á viðskipti við neyt- endur, bæði erlenda og innlenda, er skipta milljónum. Bretar leggja því áherslu á að mennta vel það fólk er starfar í ferðamálaiðn- aðinum. Aðlöðun ferðamanna Viðast hvar á Bretlandi er um- fangsmikilli kynningarstarfsemi haldið uppi til að laða gesti til dvalar i lengri og skemmri tíma. Mest er þessi starfsemi þó við suð- urströndina. í Bournemouth einni munu vera um 650 hótel og gisti- staðir. Aðeins London mun hafa meira hótelrými en þessi breska sumarparadís. Bournemouth og Poole reka sameiginlega mikinn framhaldsskóla er hefur á níunda þúsund nemenda. Um 950 nem- endur eru árlega við nám, sem tengt er ferðamálaiðnaði. Auk þessa er æðri menntastofnun i bænum, sem einnig sinnir mennt- un fyrir hótel og ferðamálaiðnað- inn. Námssvið hótel- og ferðamálaskólans Námssviðin eru í megindráttum þrjú, það eru matargerð, hótel- og veitingarekstur svo og ferðamála- þjónusta. Þessum höfuðnámssvið- um er siðan skipt i mismunandi brautir. Flestar námsbrautir eru tvö ár ára miðað við fullt dag- skólanám, aðrar eru þó styttri og hafa takmarkað svið. Allir nem- endur ljúka nokkurra mánaða starfsemi sem er hluti af heildar- náminu. Skólinn aðstoðar dagskólanemendur við að fá störf í fyrirtækjum og starfa þeir þar á mesta annatíma ferðamálanna i maí tii september. Hinsvegar eru margir nemendur á námssamn- ingi hjá fyrirtækjum þar sem þeir fá verulegan hluta af sinni verk- legu þjálfun. Samningsbundnir nemendur sækja skólann einn dag í viku og kvöldnám, alls um 11 stundir á viku. Matargerðarsvið 1 matargerð eru þrjár náms- brautir, það eru almennir mat- sveinar, rekstrarstjórar stóreld- húsa og matsveinar fyrir skyndi- bitastaði. Fyrri hluti náms á nefndum námsbrautum er í meg- inatriðum svipaður. Lögð er áhersla á matvælafræði, for- vinnslu matvæla, framleiðslu á mat og drykkjum, kostnaðarreikn- ing, tækjafræði, umhirðu og fram- komu. A síðari hluta námsins er námsefnið sérhæft m.a. verða rekstrarstjórar stóreldhúsa að starfa í fimm mánuði erlendis. Flestir fá starfsreynsluna í frönskum hóteleldhúsum. Hótel- og veit- ingarekstur Hótel- og veitingasviðinu er skipt niður í þrjár brautir — Gestamóttaka og þjónusta þar sem lögð er áhersla á þætti er varða eldhúsið, þjónusta í veit- ingasal, barþjónusta og gesta- móttaka svo og ýmsa þætti varð- andi viðskipti, gjaldmiðla og málakunnáttu. — Hótelrekstur þar sem auk almennra viðfangs- efna er lögð sérstök áhersla á al- menn viðskipti, bankamál, bók- hald, starfsmannamál og verk- stjórn. — Gestamóttaka er sér- stakur þáttur enda geysi mikil- vægur. Fyrstu kynni ferðamanns af hótelinu eiga sér stað í gesta- móttökunni. Lögð er mikil áhersla á góða og snyrtilega framkomu, góða þekkingu á staðháttum og hæfni til að veita hótelgestum upplýsingar og fyrirgreiðslu, og ennfremur nákvæmni í bókunum og útskrift reikninga. FerÖamálaþjónustusvið Þrennskonar námsbrautir eru fyrir ferðaskrifstofufólk. — Fyrir sérhæfða sölumenn er annast sölu á tilbúnum ferðapökkum er námstíminn eitt ár. Lögð er áhersla á almenn skrifstofustörf, skráningu farseðla. umreikning gjaldmiðla, vélritun og tungu- málakunnáttu. Auk þess þarf þetta fólk að vita deili á ýmsum íagalegum þáttum er varða ferða- mál svo og tryggingamál. — Námsbraut fyrir almenna sölu- menn er hinsvegar tvö ár. Auk al- menna námsins er lögð áhersla á hæfni og kunnáttu til að vinna úr valkostum varðandi ferðaleiðir. Þá fá þessir nemendur þjálfun í að semja við hótel- og samgöngufyr- irtæki, sem er mjög mikilvægt til að geta boðið samkeppnishæft verð. — Þriðja námsbrautin er fyrir þá, sem móta ferðapakka, semja um verð, skipuleggja kynn- ingu og annað undirbúningsstarf, sem nauðsynlegt er til að vinna ferðunum vinsældir. Nám þessara manna er að verulegu leyti við- skiptalegs eðlis og tðlvur eru not- aðar við úrlausnir verkefna. Búnaöur skólans Aðstaða í skólum til kennslu er mjög góð og tækjabúnaður er mik- ill og vandaður. Matreiðslubúnað- ur er sambærilegur við það sem er í bestu hóteleldhúsum. Þar eru all- mörg rúmgóð og vel útbúin eldhús svo og vinnslusalir til forvinnslu matvæla. Þá er myndarleg vinnu- aðstaða þar sem lögð er síðasta hönd á matreiðsluna áður en mat- urinn er bcrinn fram i veitinga- stofunni. Á síðastnefnda vinnu- staðnum er aðallega töluð franska, enda eru allir matseðlar á frönsku. Þá eru kæligeymslur fyrir hráefni og tilbúinn mat. Matargerðin er mikið umfram það, sem unnt er að selja á veit- ingastofum skólans. Því eru fram- leiddir tilbúnir réttir svo matur fari ekki til spillis. Þessir réttir eru frystir og seldir almenningi. Er eftirspurn eftir þeim mikil og standa þeir yfirleitt stutt við. Veitingastofur skólans (tengslum við skólann eru þrjár veitingastofur þar sem nemend- urnir eru þjálfaðir í framreiðslu. í tveim veitingastofanna er borinn fram hádegisverður og kvöldverð- ur. Hér er lögð áhersla á vandaða Fyrirliggjandi í birgðastöð Heildregnar pípur Sverleikar: 1“ - 10“ Din 2448/1629/3 ST35 oOO O o Oooo QOo SINDRAi rÆ JSTÁLHR Borgartúni 31 sími 27222 Surimi, SH og SambandiÖ Fyrirkomulag sölumála sjáv- arútvegsins hefir verið mjög til umræðu á íslandi að undan- förnu. Fjöldi manna hefir þeyst fram á ritvöllinn og látið ljós sitt skína. Mikið hefir borið á gagnrýni á samtök útflytjenda og þau oft kölluð einokunar- hringar. Þau eru sögð stöðnuð og hugmyndasnauð, og oft ekkl fæi urr að annast hlutverk sitt, víð breyttai- markaðsaðstæðui-. Sumii hvetja tii að allt, verðí „gefið frjálst“ og að allír fái að spjara sig í útflutningi sjávar- fangs. Á meðan landar velta fyrir sér hvort gáfulegt muni vera að ganga af útflutningsrisunum dauðum glíma stærstu keppi- nautar þeirra á Amerfkumark- aði, Kanadamenn, við að endur- byggja og skipuleggja útflutn- ings- og markaðsstarfsemi sína. í áratugi hefir mikil) fjöldi út,- flytjenda seit til Bandarikjanna og keppt grfmmilega innbyrðis. Þeir hafa nítt skóinn niður hver
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.