Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985 wcEmwi „ Opnabu cLyma.r. Huernig geta nýjar sastís - öibre.\bur feng'tb m\sl\r\ga.?" % ... að fara í aðra brúðkaupsferð. TM Raa U.S. Pat Ofl.-ill rtglrts raaervad • 19*1 Los Angeles Times Syndtcate A „pú SkO.lt ■fbröa&t forstjómnn i' ctag! Hann er i vondu skapi." „JcC, þettc. v/ar þér liktí kdupa. nýtt bindi honda. Sj£ÍiAjiti þér á nne&art ég mcL yera i m'tnnka- pels IVó þt/í i lyrra!" HÖGNI HREKKVÍSI „FÍNN UTUK FVrik pA SEM SlTJA /MIKIÐ INNI. " Hvað varð um „U2-kvöldið“? MH-ingur skrifar: Þann 30. þ.m. birtist í dálkum Velvakanda bréf undir fyrir- sögninni „U2 til landsins". Vil ég eindregið taka undir þau orð og einnig þá prýðilegu hugmynd að stofnaður verði hér á landi U2-klúbbur í líkingu við Wham- klúbbinn og Duran Duran- klúbbinn. Þá vil ég nota taekifærið og leita upplýsinga um fyrirhugað U2-kvöld. Á Verslunarskólaballi fyrr í vetur hitti ég nokkra Verslinga sem sögðust vera að vinna að slíku kvöldi í Safarí. Nokkru síðar gekk um í skólan- um mínum undirskriftalisti til könnunar á hversu margir myndu mæta á slíkt kvöld. Síðan hefur ekkert spurst til þessara ágætu framtaksmanna. Og ég spyr: Eruð þið hættir við að hrinda slíkri ágætishugmynd í framkvæmd? Að lokum vil ég hvetja alla U2-aðdáendur nær og fjær til að láta í sér heyra. Þá vil ég geta þess að mér finnst nýja auglýs- ingastefið á rás 1 ömurlegt, reynið eitthvað betra! Þökk fyrir þarfar ábendingar Ning de Jesus, yfirmatsveinn og einn eigenda Mandarín skrifar: Kæri Velvakandi. Okkur hér á veitingastaðnum Mandarín á Nýbýlavegi 20 í Kópa- vogi langar til að senda þér örlít- inn bréfstúf í tilefni af kvörtun frú Ölmu Guðbrandsdóttur hér í dálkunum nýlega. Fyrst af öllu viljum við biðja hana afsökunar á þeim mistökum sem augljóst er að þarna hafa átt sér stað. Þennan dag sem Alma koma í heimsókn til okkar höfðum við aðeins haft opið í 12 daga (þann 12. janúar). Þetta var á laugardegi, mikið að gera og ein- hver forföll meðal starfsfólks. Engu að síður átti afgreiðslan að ganga betur fyrir sig. Alma finnur að stólunum í saln- um hjá okkur og kveðst hafa verið orðin þreytt á að sitja á þeim svo lengi. Láum við henni það ekki. Upphaflega var þessi litli salur okkar ekki ætlaður til langrar setu heldur aðallega fyrir þá sem kæmu til að borða í fljótheitum, og eins þá sem biðu eftir mat til að taka nieð sér heim. Nú erum við að láta innrétta lít- inn sal þar sem hægt verður að þjóna til borðs og fólk getur setið í rólegheitum yfir mat sínum. Von- umst við til að geta tilkynnt opnun þessa salar innan skamms. Eins leitt og okkur þótti að lesa um slælega þjónustu sem frú Alma varð fyrir þennan dag, þá gladdi það okkur að lesa að henni líkaði maturinn og gaf honum góða einkunn. Það hlýtur alltaf að gleðja hjarta matreiðslumanns- ins. Og þetta leggjum við mikla áherslu á, að laga góðan mat. Hjá okkur er matreitt fyrir hvern og einn dag fyrir sig. Bið er því nauð- synleg, en þó ekki löng. Þ»essir hringdu . . . Góður þáttur Utvarpshlustandi hringdi: Ég vildi koma á framfæri sér- stöku þakklæti til Sigurðar G. Tómassonar fyrir framúrskar- andi góða íslenskuþætti sína í útvarpi, frásögn hans er skýr og góð ásamt skemmtilegu ívafi. Þá fá aðrir sem sjá um málræktar- þætti í útvarpi fyllstu þakkir fyrir þá. Ritið „Skíma“ má vakna af svefni, lognmollan er allt of mik- Bréfritari, Ning de Jesus, yfirmatsveinn og einn eigenda veitingastaðarins „Mandarín“ í Kópavogi. Við höfum þegar tekið tilmæli Ölmu til greina og reynum sem fyrr að gera allt til að frá okkur fari eingöngu ánægðir viðskipta- vinir. Við erum þess fullvissir að austurlensk matargerðarlist á eft- ir að verða eins vinsæl hér á landi og í öllum vestrænum löndum. f fyrstu vorum við hikandi, en núna teljum við að við höfum hitt í mark. Hingað koma margir við- skiptavinir aftur og aftur, matar- ins vegna. Þjónustuhliðina skulum við svo sannarlega bæta. Við þökkum Ölmu Guðbrands- dóttur ábendingar hennar sem il í þessu landi nema þegar nöld- ur og rifrildi í blöðum eiga í hlut. Illt er til þess að vita að við skul- um enn vera á rifrildisstigi árið 1985. Við þurfum öll að hreinsa til hvort sem er varðandi mál- vöndun eða eitthvað annað. „Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast." Taska á faraldsfæti Skíðakona hringdi: Mig langar til að biðja þann sem tók ófrjálsri hendi dökkbláa Salomon-tösku undir skíðaskó í Skálafelli laugardaginn 6. apríl, að skila henni eða hringja í síma 53182. Satt að segja finnst mér að í skíðaskálum ætti að bjóða upp á læstar töskugeymslur eða tösku- hengi með númerum því auðvit- að getur hver sem er tekið dót úr hillunum. voru þarflegar og hvetja okkur til dáða. Frú Alma má eiga von á því að við höfum samband við hana á næstunni, þegar nýi salurinn okkar er fullgerður. Munum við þá bjóða henni til austurlenskrar veislu og sýna henni að okkur er ekki alls varnað í þjónustunni. Með kveðju. Frábær þjónusta Árni Jónsson skrifar: Velvakandi góður. Mig langar til að segja frá litlu leiðinda at- viki, sem endaði skemmtilega. Þegar ég kom út af fundi síðla kvölds um daginn var sprungið eitt dekkið undir bílnum. Veður var slæmt, frost og hvasst. Ég nennti ekki að skipta um dekk og fékk far heim með öðrum. Morg- uninn eftir kl. 7.45 hringdi ég í Hjólbarðaviðgerð Jóns Ólafssonar við Ægissíðu og sagöi honum hvernig komið væri fyrir mér. Þeir brugðust skjótt við, sendu bíl til að sækja mig heim og síðan var keyrt þangað sem bíllinn stóð. Pilturinn sem sótti mig var fljótur að skipta um dekk og tók það sprungna með sér. Þegar ég kom á verkstæðið skömmu síðar var búið að gera við dekkið. Reikningurinn var ótrúlega lág- ur fyrir þessa þjónustu og mátti greiðast með greiðslukorti. Það held ég að sé óvenjulegt hjá svona viðgerðarverkstæðum. Það er skemmtilegt að vita að svona þjónusta er fáanleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.