Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985
V alddrei f ing
er nauðsynleg
— eftir Sigurð
Helgason
Héraðsþingin —
fylkisþingin
Það er að mínum dómi rétt og
nauðsynlegt að líta til Norðmanna
þegar til stendur að gera breyt-
ingar á sveitarstjórnalögum, en
nýtt lagafrumvarp hefur verið
iagt fram á Alþingi. Skal hér í
grófum dráttum gerð grein fyrir
þróun sveitarstjórnamála í Nor-
egi. Þeir hafa markvisst unnið að
því að efla sjálfstæði héraðanna,
þ.e. fylkisþinganna, á kostnað
minnkandi umsvifa ríkisvaldsins í
höfuðborginni.
Hér er aðallega um að ræða
ákveðna málaflokka, sem færðir
eru til heimabyggðanna, en þessi
þróun heldur áfram. Þýðingar-
mestu breytingarnar í þessum
efnum urðu með lagabreytingum
árið 1975, en þá voru innleiddar
hlutfallskosningar til fylkis-
þinganna og þau fengu aukið
stjórnarfarslegt sjálfstæði gagn-
vart ríkisvaldinu og verður hér
gerð grein fyrir þremur mikilvæg-
ustu breytingunum.
1. Fram til 1975 voru fulltrúar á
fylkisþingum oftast oddvitar
sveitarfélaganna eða fulltrúar úr
stjórnum sveitarfélaganna, en nú
með umræddri lagabreytingu voru
fulltrúar kosnir með hlutfalls-
kosningum. Var þetta talin mjög
heppileg breyting. Fulltrúar á
fylkisþingum, kosnir eftir 1975,
þurfa ekki að vera úr sveitar-
stjórnum.
2. Stjórn fylkisþinganna var í
höndum embættismanns ríkisins,
fylkisstjóra, en eftir lagabreyting-
una valdi fylkisþingið sjálft for-
mann á lýðræðislegan hátt, þ.e.
fylkisráðsmann. Með þessari
breytingu var fylkisþingið sjálf-
stæðara og sterkara.
3. Þá var með umræddri laga-
breytingu samþykkt að fylkisþing-
ið fengi sjálfstæða skattálagn-
ingu. A þann hátt hætti það að
vera kostað af sveitarfélögunum,
sem var eðlilega lítt vinsælt, eins
og við þekkjum vel hér á landi, þar
sem landshlutasamtök okkar eru
kostuð af sveitarfélögunum. öll
sveitarfélög í viðkomandi fylkjum
eru þátttakendur í fylkisþingun-
um.
Ný verkefni og
aukið valdsvið
Hér skal gerð grein fyrir helstu
málaflokkum, sem fylkisþing hafa
með höndum stjórn á, en áður
voru að verulegu leyti í höndum
ríkisvaldsins.
Skólamál
Með lagabreytingunum 1975
hafa fylkisþingin yfirtekið stjórn
og fjármál skólanna á héraðs-
svæðinu þ.e. grunnskóla, iðnskóla,
menntaskóla- og fjölbrautaskóla.
Áður sá ríkisvaldið um rekstur
skólanna að mestu leyti, en nú var
nær öll ábyrgðin færð til hérað-
anna.
Heilbrigðismál
Á sama hátt hafa fylkisþingin
tekið við stjórn og fjármálum
sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva og
dvalarheimila aldraðra á sínum
héraðssvæðum.
Vegamál
öll stjórn vegamála á viðkom-
andi svæðum var með lagabreyt-
ingunum árið 1964 færð til fylk-
isþinganna og hefur það mælst
mjög vel fyrir þar í landi. Fjöl-
mörg önnur verkefni láta fylkis-
þingin til sín taka og gera tillögur
til úrbóta svo sem í menningar-
málum, atvinnumálum, náttúru-
verndarmálum og umferðarmál-
um. Eðlilega hafa fjárhagsáætlan-
ir fylkisþinganna gjörbreyst við
þessi auknu verkefni, en allt er
gert til þess að halda kostnaði
niðri og ítarlegs sparnaðar gætt í
hvívetna.
Verkaskipting og
innri stjórn
Hér skal reynt í nokkrum orð-
um að gera grein fyrir uppbygg-
ingu fylkisþinganna. Æðsta
stjórnin er í höndum fylkis-
þinganna, sem halda tvo fundi á
ári eða fleiri, ef nauðsynlegt er
talið. Aðalstjórnandi er formaður,
fylkisráðsmaður, sem er lýðræð-
islega kjörinn af fylkisþinginu i
upphafi kjörtímabils, sem er 4 ár.
Hann getur mætt hjá öllum
nefndum og á ráðstefnur á vegum
þingsins, enda fastur starfsmaður.
Með auknum verkefnum er nauð-
synlegt að reka skrifstofu fyrir
fylkið og eru þar gerðar m.a. allar
skipulagstillögur og áætlanir fyrir
hin ýmsu byggðarlög í fylkinu.
Til fylkisþingsins er kosið
hlutbundinni kosningu um leið og
sveitarstjórnakosningar fara fram
og jafnlangt kjörtímabil eru kosn-
ir aðai og varamenn. Fylkisþingið
kýs nefndir og ráð og skulu helstu
þeirra rakin hér stuttlega. Hér-
aðsráð, en sú nefnd leggur fram
fjárhagsáætlanir svo og leggur
hún fram öll mál, sem lögð verða
fyrir fylkisþingið. Fjármálanefnd,
en hún annast ráðgjöf á fjármála-
sviðinu og annast allar áætlanir
til lengri tíma. Stjórnunarnefnd, en
henni er falin yfirstjórn starfsliðs
og gerð langtíma samninga. Skóla-
nefnd, en hún hefur yfirstjórn á
öllum skólum í fylkinu og sér um
að skólarnir séu reknir í samræmi
við lög. Félags- og heilbrigðisnefnd,
en hún hefur umsjón með sjúkra-
húsum, heilsugæslustöðvum og fé-
lagsmiðstöðvum á svæðinu, svo og
annast allan undirbúning að bygg-
ingu nýrra mannvirkja á þessum
sviðum. Menningarnefnd, en hún
Sigurður Helgason
„Nú hefur verið lagt
fyrir Alþingi frumvarp
til sveitarstjórnalaga
sem er að mestu sniðið
eftir danskri fyrirmynd
og er að mínu mati
meingallað og stuðlar
ekki að auknu sjálf-
stæði héraðanna, eins
og þó er leiðarljós
endurskoðunarnefndar-
innar.“
hefur yfirumsjón með tómstunda-
starfi hverskonar á svæðinu og
annast unglingamál, fþróttamál
og útivistarmál. Samgöngunefnd,
en hún fjallar um umferðarmál
fylkisins.
Tekið skal fram til að forðast
misskilning að sjálfstæði sveitar-
félaganna hefur ekkert skerst,
heldur yfirtekur fylkisþingið sam-
eiginlegt verkefni, sem voru á veg-
um ríkisins, en eru með þessu
færð til héraðanna.
Fjölmörg önnur sameiginleg
verkefni fyrir héruðin eru nú í
höndum fylkisþinganna, svo sem
stjórn rafveitna, gefið er út blað
og rekin sameiginleg útvarpsstöð
fyrir fylkin og svona mætti lengi
telja, sem hér verður ekki nánar
rakið.
Stjórnarráðin færð
til héraðanna
Hér hefur verið skýrt frá því, að
fylkisstjórar, sem voru embætt-
ismenn ríkisins, höfðu sem aðal-
verkefni fram til 1975 að stjórna
fylkisþingunum. En þá var sam-
þykkt, að fylkisþingin kysu sér
formann úr sínum röðum, sem
hefði með höndum daglega stjórn
fylkisþinganna. Var það skoðun
margra, að nú væri eðlilegast að
leggja störf þeirra niður, þar sem
aðalstarfssvið þeirra væri þar með
fellt niður. Sú varð raunin alls
ekki, því að nú var starfssvið fylk-
isstjórans gjörbreytt og varð hann
umboðsmaður stjórnarráðanna í
viðkomandi fylkjum með réttar-
stöðu svipaða og ráðuneytisstjórar
hafa. Starfa þeir í nánu samstarfi
við dómsmálaráðuneytið þar í
landi, en flest öll ráðuneyti hafa
framselt verkefni til þeirra og eru
allir mjög ánægðir með þessa
þróun. Nýlega samþykkti norska
þingið einróma og með samþykki
allra stjórnmálaflokka að kjósa
nefnd, sem gerði tillögur um stór-
aukin verkefni fylkisstjóra og til-
nefndu öll ráðuneytin fulltrúa til
þess að gera tillögur um aukna
þjónustu á þessum sviðum. Vísa
ég til blaðagreinar minnar í Morg-
unblaðinu, þar sem þessu efni eru
gerð nokkuð ítarleg skil.
Hver er þróunin hér?
Hér hefur verið gerð grein fyrir
hvernig byggðarmál hafa þróast í
Noregi, þar sem margt er þar
mjög athyglisvert að mínu mati og
stefnir að auknu sjálfstæði hérað-
anna. Nú hefur verið lagt fyrir Al-
þingi frumvarp til sveitarstjórna-
laga sem er að mestu leyti sniðið
eftir danskri fyrirmynd og er að
mínu mati meingallað og stuðlar
ekki að auknu sjálfstæði hérað-
anna, eins og þó er leiðarljós
endurskoðunarnefndarinnar.
Einnig stuðlar frumvarpið ekki að
aukinni sjálfstjórn sveitarfélag-
anna. Mun ég fljótlega gera nán-
ari grein fyrir þessum sjónarmið-
um.
Sigurður Helgason er sýslumaður
Norður-Múlasýslu og bæjaríógeti i
Seyðisfírði.
Fiskvinnsla og
virðisaukaskattur
— eftir Knút
Óskarsson
Þessa dagana eru hinir ýmsu hóp-
ar og samtök atvinnulífsins að
gera upp hug sinn gagnvart nýju
skattformi er nefnist virðisauka-
skattur, en frumvarp þess efnis
liggur nú fyrir Alþingi. Megin ein-
kenni þess er hlutleysi gagnvart
hinum ýmsu aðstæðum, en skatt-
urinn legst aðeins einu sinni á
sama verðmætið, hversu oft sem
það gengur á milli viðskiptastiga.
Á þetta nýja skattkerfi að taka við
af núgildandi söluskattskerfi.
Samkvæmt frumvarpi til laga
um virðisaukaskatt er gert ráð
fyrir, að lögleiða sérstakar reglur
um virðisaukaskatt á fiskvinnslu
vegna sérstöðu hennar. Við kaup
fiskvinnslustöðvar á sjávarafla á
að leggja 10% skatt ofan á verð-
mæti hans, sem útgerðin inn-
heimti hjá vinnslunni.
Sérstaða fiskvinnslu felst m.a. í
því að hún fær allan skattinn
endurgreiddan ásamt öðrum inn-
skatti í lok hvers uppgjörstímabils
sé ekki um að ræða neina sölu á
innanlandsmarkaði. M.ö.o. þá
greiðir fiskvinnslan útgerðinni
10% virðisaukaskatt ofan á verð-
mæti afla en af öllum öðrum að-
föngum 21% skatt. Samkvæmt
frumvarpinu eiga fiskvinnslufyr-
irtækin að fá meirihluta innskatts
sins endurgreiddan úr ríkissjóði
að loknu hverju reglulegu upp-
gjörstímabili, sem er 2 mánuðir,
enda þótt greiöslutímabil geti ver-
ið rúmir 3 mánuðir.
Samtök fiskvinnslunnar hafa
ekki enn mótað endanlega afstöðu
sína til þessa virðisaukaskatts-
frumvarps er nú liggur fyrir Al-
þingi, en hér er komið að tveimur
aðalatriðunum, sem skipta afar
miklu máli fyrir fiskvinnsluna.
Virðisaukaskatturinn felur í sér
eins og frumvarpið ber með sér, að
öll félagsform verða jafn rétthá.
Skatturinn er hlutlaus gagnvart
framleiðslu, dreifingu og neyslu.
Hann á því ekki að mismuna
framleiðsluaðferðum, viðskipta-
háttum eða atvinnugreinum, né
hafa áhrif á neysluvenjur. Mis-
munun í skattlagningu eftir fé-
lagsformum eða atvinnugreinum
er ekki fyrir hendi. Það lang mik-
ilvægasta fyrir fiskvinnsluna, er
að gert er ráð fyrir endurgreiðslu
á öllum innskatti og eru þá öll
uppsöfnunaráhrif úr sögunni. f
dag greiðir fiskvinnslan söluskatt
af hinum ýmsu aðföngum sínum
og nægir þar að nefna ýmsa
rekstrarvöru, fjárfestingarvöru og
síðast en ekki síst raforku. Endur-
greiðsla á innskatti aðfanga til
fjárfestingar eða rekstrar er
geysilega þýðingarmikið fyrir
fiskiðnaðinn, því það hefur bein
áhrif á samkeppnisstöðu íslenskra
sjávarafurða á erlendum mörkuð-
um. Því hefur það verið eitt helsta
réttlætis- og baráttumál fisk-
vinnslunnar í landinu á undan-
förnum árum að fá uppsafnaðan
söluskatt endurgreiddann þar sem
um útflutnings- og samkeppnis-
framleiðslu er að ræða.
Á síðasta ári náðist mikilvægur
áfangi í þeirri baráttu, en um síð-
ustu áramót stoð til að endur-
greiða fiskvinnslunni 400—500
milljónir af uppsöfnuðum sölu-
skatti er hún hafði greitt í ríkis-
sjóð og átti því fullan rétt á. Þar
sem ekki voru til skýrt afmarkað-
Knútur Óskarsson
ar reglur um fyrirkomulag endur-
greiðslunnar þótti stjórnvöldum
við hæfi að taka aftur gefin loforð
og láta þessa fjármuni renna í
Aflatryggingasjóð til þess að
greiða niður fiskverð. Var þetta
gert með þeim rökum að að öðrum
kosti þyrfti fiskvinnslan að greiða
hærra fiskverð. Er ekki með
nokkrum rökum séð að það sé
tryggt að sömu aðilar og greiddu
söluskattinn í ríkissjóð njóti
endurgreiðslunnar I lægra fisk-
verði. Virðisaukaskattur virðist
því munu koma í veg fyrir óeðli-
lega ráðstöfun stjórnvalda á eign-
um annarra. Það eitt út af fyrir
sig hlýtur að vera jákvætt.
„Við ríkjandi aðstæður
getur fískvinnslan ekki
borið þá fjárbindingu,
sem felst í því að inn-
skattur er ekki endur-
greiddur fyrr en eftir
lok hvers uppgjörstíma-
bils, sem getur verið
lengst 3 mánuðir.Það
mál verður að leysa með
skuldarviðurkenningu
eða öðrum viðunandi
hætti. Ef það verður
ekki gert má áætla að
lánsfjárþörf fiskvinnsl-
unnar aukist um 150 —
200 milljónir króna á
uppgjörstímabili.“
Fyrir skemmstu bárust fregnir
af því að einn liður í nýafstöðnum
samningum við sjómenn hafi verið
ráðstöfun á 80 millj. kr. í Lífeyr-
issjóð sjómanna úr einhverjum
sjóði uppsafnaðs söluskatts í Afla-
tryggingasjóði. Hlutirnir eru grei-
nilega farnir að heita ýmsum
nöfnum.
Hér að framan hafa verið raktir
lítillega þeir kostir er virðast vera