Morgunblaðið - 17.04.1985, Side 1
64 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
86. tbl. 72. árg.____________________________________MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Tekst að bjarga
gervihnettinum?
Kuiaveralbör&a, Kkrrida. 16. aprfl. AP.
TVEIMUR mönnum úr áhöfn geimferjunnar Discovery tókst í dag að koma
heimasmíðuðum verkfærum fyrir í griparmi skipsins en þeim er ætlað það
hlutverk að bjarga 80 milljón dollara fjarskiptahnetti. Verður það reynt ária
dags á morgun, miðvikudag.
Vel tókst að koma verkfærunum,
sem líkjast flugnaspaða, fyrir i
griparminum en á morgun, þegar
geimferjan kemur að hnettinum, á
að reyna með þeim að ýta við 10 sm
löngum rofa utan á honum og koma
rafstrauminum á. Talið er, að kom-
ið hafi verið við rofann fyrir slysni
sl. laugardag þegar ferjumenn voru
að búa sig undir að koma fjar-
skiptahnettinum á braut.
Það tók geimfarana David
Griggs og Jeffrey Hoffman
skemmri tíma en ætlað var að
koma verkfærunum fyrir 'en þó
áttu þeir i nokkrum erfiðleikum
með ýmsa hjálparhluti, sem ekki
vildu vera kyrrir i geimnum. Fötin
háðu þeim líka dálítið enda eru þau
efnismikil og kostaði hver búning-
ur 2,1 milljón dollara. Að verkinu
loknu virtu þeir fyrir sér umhverf-
ið, sól, jörð og stjörnur, og voru
sammála um, að útsýnið væri fal-
legt.
Pólland:
Kirkjan skákar
kommúnismanum
Vmrsjá, 16. apfíl. AP.
í GREIN í helsta hugmyndafreðitíma-
riti pólska kommúnistaflokksins segir,
að (lokkurinn og stjórnin séu nú um
það bil búin að tapa stríðinu um sálirn-
ar fyrir kaþólsku kirkjunni í landinu.
I nýjasta hefti af tímaritinu Nowe
Drogi (Nýjar leiðir), sem miðstjórn
kommúnistaflokksins gefur út, segir,
að nú sé svo komið eftir 40 ára yfir-
ráð kommúnista í Póllandi, að nærri
90% landsmanna telji sig trúaða og
aðeins 6,5% trúlausa. Hinir séu á
báðum áttum. í greininni, sem heitir
„Vandamálin, sem sósíalísk vitund á
við að glíma í Póllandi“, er viður-
kennt, að tilraunir flokksins til að
afkristna þjóðina hafi meira en mis-
tekist því að trúuðu fólki hafi í raun
fjölgað eftir að kommúnistar kom-
ust til valda.
1 tímaritinu var varað við þeim
„hættum", sem kommúnísku þjóð-
skipulagi stafaði af trúrækninni og
hvatt til aukinnar fræðslu um
þankagang þeirra Marx og Engels.
Kirkjan og baráttan gegn kúguninni eiga samleið í Póllandi.
Svíþjóð:
Afganistan:
Mikil átök og mann-
fall í liði Sovétmanna
Nýju Delhí, klamabad, 16. aprfl. AP.
AFGANSKIR skæruliðar sátu ný-
lega fyrir og felldu marga sovéska
hermenn í dalverpi ekki fjarri Kab-
úl, höfuðborginni. Rauði herinn
rússneski heldur nú uppi einhverri
mestu sókn, sem um getur á hendur
skæruliðum, og hefur m.a. tekið í
notkun Frog 7-flugskeyti eins og
þau, sem íranir og írakar skjóta
hvorir að öðrum. Eru þessar fréttir
hafðar eftir sendimönnum í Nýju
Delhí.
Sókn sovéska innrásarhersins
gegn skæruliðum hófst 9. eða 10.
apríl sl. og er ekki farið hratt yfir
en þeim mun meiri áhersla lögð á
að ganga á milli bols og höfuðs á
þeim, sem hugsanlega eru á bandi
skæruliðanna. Skæruliðarnir
höfðu því nægan tíma til að koma
sér fyrir á mikilvægum stöðum
auk þess sem þeir komu víða
jarðsprengjum fyrir í veginum frá
herstöðvunum í Kabúl.
Sovéska herliðinu, a.m.k. þrjú
hundruð hermönnum á brynvögn-
um og skriðdrekum, stutt orrustu-
þotum, fallbyssuþyrlum og flutn-
ingaþyrlum, var veitt fyrirsát í
Maydan-dalnum og varð að láta
undan síga þrátt fyrir þessa yfir-
burði í vopnabúnaði. Urðu Sovét-
mennirnir fyrir miklu mannfalli
auk þess sem tvær þyrlur voru
skotnar niður og annar herbúnað-
ur eyðilagður.
Haft er eftir heimildum, að sov-
éski herinn í Afganistan sé farinn
að beita Frog 7-flugskeytum gegn
skæruliðum en þau eru svipuð
þeim, sem íranir og írakar hafa
notað að undanförnu í Persaflóa-
stríðinu. Hafa þessi flugskeyti
sést í herbúnaði Sovétmanna á
leið frá Kabúl en þeim er hægt að
skjóta 60 km.
Neves veitt síð-
asta smurningin
Ríkisstarfsmenn boða
verkfall í maíbyrjun
Stokkbólmi, 16. aprfl. Frá fréttoriUr. Mbl.
S/ENSKIR ríkisstarfsmenn boðuðu
í dag verkfall frá 2. maí nk. og mun
það ná til 20.000 manna. Er ástæðan
sú, að ríkisstjórnin hefur ekki fallist
á að bæta þeim upp það, sem þeir
fóru á mis við í fyrra miðað við aðra
launþega.
Ef til verkfallsins kemur munu
samgöngur truflast mikið, t.d. flug
og lestarferðir, og lögreglumenn
munu að mestu hætta sínu venju-
lega eftirliti. Kennsla mun falla
niður víða og skattheimtan, póst-
og tollþjónustan munu lamast að
nokkru. Eftirlaunagreiðslur munu
þó verða inntar af hendi eins og
áður.
í fyrra urðu ríkisstarfsmenn
fyrstir til að semja um sín laun og
sættu sig við þann ramma, sem
ríkisstjórnin hafði ákveðið. Það
var þó tekið fram, að ef aðrir laun-
þegar semdu betur skyldi ríkis-
starfsmönnum bættur munurinn.
Ríkisstarfsmenn telja, að þannig
hafi þetta einmitt gengið og að
þeir hafi dregist aftur úr öðrum
um, sem nemur 3,1%. Vilja þeir fá
það bætt með 250 skr. launaauka á
viku en á það hefur ríkisstjórn
jafnaðarmanna ekki enn fallist.
Sm Paulo, Brazilíu, 16. aprfl. AP.
PKP.STAK kaþólsku kirkjunnar hafa
veitt Tancredo Neves, kjörnum for-
seta landsins, síðustu smurninguna en
honum er nú aðeins haldið lifandi með
flóknum tækjabúnaði. Skýrði talsmað-
ur ríkisstjórnarinnar frá þessu í dag.
' Neves, sem er hálfáttræður að
aldri, veiktist aðeins nokkrum
klukkustundum áður en hann átti
að taka við embætti og hefur geng-
ist undir sjö miklar skurðaðgerðir á
fjórum vikum. Að sögn talsmanns
forsetans er Neves haldið á lifi með
hjálp öndunarvélar og nýrnavélar
og sagði hann, að hugsanlega gæti
það gengið þannig í marga mánuði.
Mörg hundruð manna söfnuðust í
dag saman fyrir utan sjúkrahúsið
þar sem Neves liggur með krossa og
myndir af honum og beðið var fyrir
honum í kirkjum um gervallt landið.
Tancredo Neves