Morgunblaðið - 17.04.1985, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985
7
Sex endurlífg-
aðir sjúkling-
ar útskrifaðir
Neyðarbfllinn kom að verulegu gagni í
40 prósent allra útkalla sem hann sinnti
fyrsta árið sem hann var í notkun
REKSTUR neyðarbíls frá slysa-
deild Borgarspítalans í samvinnu
sjúkrahússins, Reykjavíkurdeildar
Rauða kross íslands og Slökkvi-
liðs Reykjavíkur kom að verulegu
gagni í um 40% allra útkalla, að
mati þriggja manna sem um rekst-
ur bílsins fyrsta árið hafa fjallað. í
103 útköllum var gripið til lífgun-
araðgerða, í 96 sjúkravitjunum og
7 slysavitjunum. í 30 tilvikum var
reynd endurlífgun eftir hjarta- og
öndunarstopp. Af þeim sjúklingum
útskrifuðust sex við bærilega
heilsu. Sjúkravitjanir voru heldur
fleiri en slysavitjanir, eða 650. Að
mati greinarhöfunda kom bíllinn
að verulegu gagni í tveimur af
hverjum þremur sjúkravitjunum
en í áttunda hverju slysi. Árangur
af rekstri neyðarbílsins var svipað-
ur á fyrsta ári starfsemi hans og
gerist erlendis þar sem sambæri-
legir möguleikar eru á sérhæfðri
meðferð utan sjúkrahúss.
í grein eftir Finnboga Jak-
obsson, Helga Sigurðsson og
Gunnar Sigurðsson, sem birtist í
öðru tölublaði Læknablaðsins
sem út kom í síðasta mánuði,
kemur fram að neyðarbíllinn var
starfræktur í tilraunaskyni milli
klukkan 8 og 19 fyrstu fjóra
mánuðina en frá 12. febrúar 1983
frá klukkan 8 til 23.30 utan
sunnudaga og helgidaga. Sjúkra-
bíllinn er af Ford Econoline-
erð, átta strokka og 212 hestöfl.
öll útköll fer aðstoðarlæknir á
lyflækningadeild, tveir sjúkra-
flutningamenn og hjúkrunar-
fræðingur frá slysadeild. Útköll
voru alls 1331, fjörutíu sinnum
var bílnum snúið til baka svo
samskipti urðu við 1291 sjúkling.
Sjúkravitjanir voru 650 en slysa-
vitjanir 641. Af þeim 96 sjúkra-
vitjunum sem fyrr er getið að
lífgunaraðgerðum hafi verið
beitt í voru 43 hjartasjúklingar,
þrír höfðu fengið aðskotahlut í
háls, fjórir voru með blæðingar-
lost og níu voru með barkabólgu.
Af þrjátíu endurlífgunum sem
reyndar voru við fólk í hjarta- og
öndunarstoppi, 16 konur og 14
karla, tókst að endurlífga tólf
karla og tvær konur. Konurnar
létust báðar en sex karlar út-
skrifuðust við viðunandi andlega
heilsu. Einn sjúklingur varð
langvinnur hjúkrunarsjúkling-
ur. Hinir létust eftir skamma
legu. Meðalaldur hópsins var
66,5 ár, karla 64,54 ár og kvenna
70,8 ár. Sá yngsti var 24 ára en
SUrfsfólk neyðarbflsins að flytja sjúkling á slysavarðstofu BorgarspíUlans.
sá elsti 86 ára. Meðalaldur út-
skrifaðra var 57,6 ár. Fjórir
sjúklingar urðu fyrir hjarta- og
öndunarstoppi eftir komu bílsins
á vettvang. Einn lést en þrír
voru endurlífgaðir og útskifuð-
ust þeir allir.
Það tók neyðarbílinn að með-
altali 5,7 mínútur að komast á
vettvang. Sá tími sem tók að
komast á vettvang til sjúklinga í
hjarta- og öndunarstoppi reynd-
ist vera 5,9 mínútur þegar
endurlífgun var án árangurs en
4,25 mínútur þegar endurlífgun
tókst. Hjá fjórum sjúklingum af
sex sem útskrifuðust var meðal-
tíminn þrjár mínútur.
í 41 prósent tilvika af 1291 út-
kalli var talið að neyðarbíllinn
skipti ekki máli en í 60% útkalla
var hins vegar stuðningur að
lækni, læknir gerði verulegt
gagn eða gripið var til lífgunar-
aðgerða. Þess má geta að engin
kona fæddi í bílnum fyrsta
starfsár hans.
Að mati greinarhöfunda hefur
rekstur neyðarbíls á höfuðborg-
arsvæðinu ótvírætt sannað gildi
sitt sem alhliða neyðarbíll. Þeir
telja að með tilkomu bílsins hafi
meðferðarmöguleikar bráð-
veikra og slasaðra utan sjúkra-
húss aukist. Þeir geta þess
ennfremur að góð samvinna hafi
myndast milli slökkviliðs
Reykjavíkurborgar, sem séð hafi
um sjúkraflutninga á höfuðborg-
arsvæðinu í áratugi, og slysa-
deildar Borgarspítalans.
Krabbameinsfélag íslands:
Fræðslufundir
á Suðurlandi
og Austfjörðum
Krabbameinsfélögin hafa að und-
anfornu haldið fræðslufundi víðsveg-
ar um landið. Kynnt hefur verið starf-
semi félaganna í hinum nýju húsa-
kvnnum í Skógarhlíð 8 í Reykjavík og
nýir verkþættir sem taka á upp á veg-
um félaganna. Krabbameinsfélög
Árnessýslu, Borgarfjarðar, Suður-
nesja, Austur-Húnavatnssýslu og
Rangárvallasýslu hafa þegar verið
sótt heim.
Dagana 17.—21. apríl verða
Krabbameinsfélög Vestur-Skafta-
fellssýslu, Suðausturlands, Aust-
fjarða, Austurlands og Norðaust-
urlands heimsótt en læknarnir dr.
Gunnlaugur Snædal og dr. G.
Snorri Ingimarsson flytja fræðslu-
erindi og sitja fyrir svörum.
Fundir krabbameinsfélaganna
eru öllum opnir og verða haldnir
sem hér segir:
Vík í Mýrdal miövikudaginn 17.
apríl kl. 21 í Brude-búð. Á Höfn í
Hornafirði, fimmtudaginn 18. apríl
kl. 21 í gagnfræöaskólanum. Á Fá-
skrúðsfirði, föstudaginn 19. apríl kl.
21 í barnaskólanum. Á Egilsstöð-
um, laugardaginn 20. apríl kl. 15
(fundarstaður auglýstur síðar) og á
Neskaupstað, sunnudaginn 21. aprfl
kl. 15 á sjúkrahúsinu.
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðifl!
APRÍL-TILBOÐ EV
Allir notaðir bílar seldir ÁN ÚTBORGUNAR
EV kjör
M. Benz 280 S 74
Viö lánum í 3, 6, 9
eða jafnvel 12 mán.
EV kjör
Volvo 245 78
Við bjóðum 20% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTT
Á ÖLLUM NOTUÐUM BÍLUM
Datsun Cherry ’82 AMC Concord 79 Lada Sport ’81
Örlítið brot af þeim bílum er við höfum á boðstólum.
Athugið að STAÐGREIÐSLUAFSLATTURINN gildir einníg fyrir greiðslur
er greiðast upp á 1MÁNUÐI.
Tökum einnig 3—5 ára fasteignatryggð veðskuldabréf á Stór
Reykjavíkursvæðinu fyrir öllu andvirðinu.
1929
JEGILL
1VILHJÁLMSSON HF.
EV-salurinn
Smiöjuvegi 4, Kópavogi. Símar 79944 — 79775
1985