Morgunblaðið - 18.04.1985, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÍMMTDDAGUR18. APRÍL1985
3
19 íslenzk málverk
á uppboði í Kaup-
mannahöfn 24. apríl
Kjarvalsmynd á uppboðinu, sem virt
er á rúmlega 450 þúsund krónur
LISTAVERKAUPPBOÐ verður haldið l Kunsthallen i Kaupmannahöfn dag-
ana 24., 25. og 26. apríl næstkomandi og er þar margt íslenzkra listaverka i
boðstólum eftir alls 10 listamenn og mi þar nefna Jóhannes Kjarval, Ásgrím
Jónsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Svavar Guðnason, Jón Engilberts, Sigurjón
Ólafsson o.fl.
Alls verða boðin upp 484 verk
og fylgir uppboðsskrá, sem Morg-
unblaðið hefur fengið senda. Alls
eru listaverk íslenzkra lista-
manna 19 á uppboðinu. í verðskrá
aftast í uppboðslistanum er gefin
hugmynd um verð verkanna og
eru þar Kjarval og Ásgrímur í
sérflokki miðað við aðra íslenzka
listamenn. Hæst virta myndin er
Þingvallamynd eftir Jóhannes S.
Kjarval, sem virt er á 120.000
danskar krónur, sem eru rúmlega
454 þúsund íslenzkar krónur.
Næstdýrasta mynd íslenzks lista-
manns er landslagsmynd, liklega
frá Þingvöllum, eftir Ásgrím
Jónsson og er hún virt á 100.000
danskar krónur eða á tæplega 379
þúsund krónur. Ásgrímur á einnig
þriðju dýrustu myndina, lands-
lagsmynd, sem metin er á 30.000
danskar krónur eða á tæplega 114
þúsund krónur. Þá eru nokkrar
myndir virtar á 25.000 kr. danskar
eftir Kjarval og Ásgrím. Tvö af
verkum Júlíönu Sveinsdóttur eru
virt á 20.000 og 15.000 danskar
krónur.
Þau íslenzku listaverk, sem
verða á uppboðinu eru Blóma-
mynd eftir Magnús Á. Árnason,
máluð 1970, Sumarnótt á Þing-
völlum, Skjaldbreið, eftir Jón
Engilberts; landslagsmynd eftir
Eggert Guðmundsson, máluð 1939
og síðan fjórar myndir eftir Ás-
grím Jónsson, áðurnefnd mynd,
sem líklegast er frá Þingvöllum;
landslagsmynd máluð í vatnsliti;
þá landslagsmynd með húsum,
einnig i vatnslitum og siðan
mynd, sem nefnd er i skránni
Rauðafell og einnig er máluð með
vatnslitum.
Myndir Kjarvals á uppboðinu
eru þrjár, en að auki verða boðnar
upp tvær steinþrykksmyndir eftir
hann. I fyrsta lagi er myndin, sem
mynd er birt af hér á síðunni, en
Þingvallamynd Jóhannesar S. Kjarval, sem virt er f uppboðsskrá á rúmlega 545.000 krónur.
að auki er blómamynd og lands-
lagsmynd. Steinþrykkmyndirnar
eru af seglskipum i höfn og klett-
um. Þá verður boðin upp bronz-
mynd eftir Sigurjón Olafsson,
Fugl; Heklumynd eftir Júliönu
Sveinsdóttur frá 1928; önnur
mynd er nefnist Sumardagur við
Heklu frá 1925 og mynd frá 1963,
sem í skránni ber heitið „Uppstill-
ing“.
Þá verður einnig boðin upp
landslagsmynd eftir Ólaf Túbals;
landslagsmynd eftir Ragnar Pál
Einarsson frá 1971 og vatnslita-
mynd eftir Svavar Guðnason frá
1972, sem í skránni er nefnd Norð-
urljós yfir Húsavík.
Dýrustu myndirnar á uppboð-
inu samkvæmt áðurnefndri verð-
skrá eru myndir eftir Asger Jorn,
mynd frá 1944 sem virt er á
700.000 danskar krónur eða á um
2.650.000 islenzkar krónur.
Frystitogarinn
Akureyrin:
Coldwater
tekur við
sölu á
þorskflökum
COLDWATER Seafood ('orporation
tók fyrir nokkni við sölu þeirra af-
urða frystitogarans Akureyrarinnar
EA 10, sem unnar eru á Bandarfkja-
markað, beinlaus þorskflök með
roði. Áður hafði Iceland Seafood,
fyrírtæki Sambandsins, séð um sölu
þorskilakanna. Sala afurða Akureyr-
arinnar á aðra markaði er ekki
bundin ákveðnum aðiljum.
Þorsteinn Már Baldvinsson,
framkvæmdastjóri Samherja, sem
gerir Akureyrina út, sagði i sam-
tali við Morgunblaðið, að þessi
breyting hefði orðið í febrúar síð-
astliðnum. Coldwater hefði þá lagt
fyrir útgerð Akureyrinnar hug-
myndir um sölu beinlausra þorsk-
flaka með roði, sem unnin væru
um borð. Sér og samherjum sínum
Ihefði litizt svo vel á þessar hug-
myndir að ákveðið hefði verið að
slá til og skipta um sölufyrirtæki.
Samherji væri utan beggja
stóru sölusamtakanna, Sambands-
ins og SH, en sér virtist að hjá
þeim báðum væru að gerast góðir
hlutir og ynnu þau bæði að fram-
kvæmd nýrra hugmynda um sölu
og vöruþróun. Þessi samtök virk-
uðu alls ekki á sig sem úrelt og
stöðnuð fyrirtæki og því hefði
hann falazt eftir viðskiptum við
þau. Hann gæti, eftir að hafa
kynnt sér sölumálin, ekki séð að
hægt væri að standa betur að
þeim. Samkeppni félaganna væri
næg og hann hræddist þann dag,
sem núverandi sölukerfi yrði brot-
ið upp.
Þorsteinn Már sagði ennfremur,
að of snemmt væri að tala um
árangur af samstarfinu við
Coldwater. Hann væri ánægður
með það til þessa, en bíða yrði
haustsins til að fá raunhæfa
niðurstöðu. Það væri bæði tíma-
frekt og útlátasamt að afla mark-
aðar fyrir nýjar vörur.
Myndimar tala
sínu máli
dHi KARNABÆR
.. é_s on f t
Austurstræti 22, Laugavegi 30, Laugavegi 66, Glæsibæ.
Sími frá skiptiboröi 45800.