Morgunblaðið - 18.04.1985, Page 5

Morgunblaðið - 18.04.1985, Page 5
MOROUNBLAÐIÐ, PIMMTOPAGUR18. APRfL 1986 5 Magnús Gunnarsson, framkyæmdartjóri VSÍ: Brýnt að meta hvernig vinnuaflið er best nýtt Árslaun í fiskvinnslu vel fyr- ir ofan vegið meðaltal 1984 „MEGINPUNKTURINN er sá að vinnuaflið er takmörkuð auðlind, sé um nægilega miklar athafnir í landinu að ræða. Þess vegna er það brýnast fyrir okkur að vega og meta hvernig við nýtum þessa auð- lind. Þessi könnun sýnir svo ekki verður um villst að fiskvinnslan á við mikla erfiðleika að etja, svo sem óöryggi hvað afla varðar — menn vita aldrei hvenær hann kemur, eða hversu mikill hann verður. Það tengist svo aftur kvót- anum og því að menn verða að leggja skipum, sem veikir þar með atvinnuöryggi staðanna," sagði Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands í samtali við Morg- unblaðið í gær, er hann var spurð- ur nánar út í frétt Morgunblaðsins frá í gær, þar sem haft er eftir Magnúsi að fiskvinnslufyrirtæki hér á landi gætu tekið við um 1.200 starfsmönnum til viðbótar þeim sem nú starfa við fiskvinnslu. Magnús benti á að í smærri sjávarþorpum um land allt hefði verið að rísa að undanförnu tölu- verð viðbótarþjónusta sem i alla staði væri eðlileg. Nefndi hann bankaútibú, heilsugæslustöðvar, elliheimili o.fl. sem væru vissir þættir þjónustu sem kölluðu óneitanlega á starfskrafta. Sam- hliða hefði kannski verið ráðist í það að fá togara til staðarins og að stækka frystihúsið, en engin fjölgun hefði átt sér stað í þess- um smærri sjávarpiássum. Því hefði eftirspurn eftir vinnuafli á þessum stöðum orðið miklu meiri, og staðan væri hreinlega sú á mörgum stöðum, að ekki væri til vinnuafl til þess að anna þessari eftirspurn. Sagði Magn- ús að þessi staða væri nú í fisk- vinnslunni, þótt yfir 100 manns hefðu komið hingað erlendis frá, til þess að vinna í fiskvinnslu. Magnús benti á að margir hafa viljað kenna lélegum laun- um í fiskvinnslunni um þá vönt- un sem er á starfsfólki í fisk- vinnslu, en hann sagði jafnframt að þetta væri röng skýring. Vís- aði Magnús í því sambandi til töflu í skýrslu VSÍ, þar sem með- alárslaun starfsstétta eftir at- vinnugreinum eru framtalin fyrir árið 1984. Þar kemur fram að meðalárslaun f fiskvinnslu eru langt fyrir ofan vegið meðal- tal. Verkamenn í fiskvinnslu höfðu á liðnu ári 345 þús. krónur Medalárslaun starfsstétta eftir atvinnugreinum 1984 Verka-lönaöar- Verka- Karlar Konur menn menn konur í afgr. og í afgr. og skrifst.st.skrifst.st. Fiskiönaður 345 444 290 — — Matvælaiönaöur 277 442 213 360 264 Vefjariönaður 280 434 226 386 277 Trjávöruiönaöur 365 357 245 Pappirsvöruiðnaöur — 427 — — — Efnaiðnaöur 269 388 212 361 311 Malmiönaður 344 369 — — — Skipasmiði 324 404 — — — Ýmis iðnaöur 309 357 — — — Byggingarst. einkaaöila Byggingarst. 281 371 *— opinberra aöila 252 — — — — Heildverslun 275 373 215 340 260 Smásöluverslun 282 433 236 332 230 Veitinga-og hótelrekstur — 359 234 — — Samgöngur Þjónusta v. 333 319 254 351 285 atvinnurekstrar 348 — — 354 245 Persónuleg þjónusta 315 348 188 — — Vegiö meöaltal 308 378 251 344 246 * Allar fjárhæðir í þúsundum kröna. í árslaun að meðaltali, verkakon- ur 290 þús. krónur og iðnaðar- menn 444 þús. krónur. Engar aðrar verkakonur eru með hærri laun, og engir iðnaðarmenn, en verkamenn f fiskvinnslu eru með þriðju hæstu launin. Sjá með- fylgjandi töflu. LONDON-REYKJAVIK -á3dögum Vissiröu aö vara sem er í London á föstudegi getur hæglega verið komin til Reykjavíkur á mánudegi. Lestum í Ipswich alla föstudaga. HAFSKIP HF. -framtíð fyrir stafni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.