Morgunblaðið - 18.04.1985, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 18.04.1985, Qupperneq 5
MOROUNBLAÐIÐ, PIMMTOPAGUR18. APRfL 1986 5 Magnús Gunnarsson, framkyæmdartjóri VSÍ: Brýnt að meta hvernig vinnuaflið er best nýtt Árslaun í fiskvinnslu vel fyr- ir ofan vegið meðaltal 1984 „MEGINPUNKTURINN er sá að vinnuaflið er takmörkuð auðlind, sé um nægilega miklar athafnir í landinu að ræða. Þess vegna er það brýnast fyrir okkur að vega og meta hvernig við nýtum þessa auð- lind. Þessi könnun sýnir svo ekki verður um villst að fiskvinnslan á við mikla erfiðleika að etja, svo sem óöryggi hvað afla varðar — menn vita aldrei hvenær hann kemur, eða hversu mikill hann verður. Það tengist svo aftur kvót- anum og því að menn verða að leggja skipum, sem veikir þar með atvinnuöryggi staðanna," sagði Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands í samtali við Morg- unblaðið í gær, er hann var spurð- ur nánar út í frétt Morgunblaðsins frá í gær, þar sem haft er eftir Magnúsi að fiskvinnslufyrirtæki hér á landi gætu tekið við um 1.200 starfsmönnum til viðbótar þeim sem nú starfa við fiskvinnslu. Magnús benti á að í smærri sjávarþorpum um land allt hefði verið að rísa að undanförnu tölu- verð viðbótarþjónusta sem i alla staði væri eðlileg. Nefndi hann bankaútibú, heilsugæslustöðvar, elliheimili o.fl. sem væru vissir þættir þjónustu sem kölluðu óneitanlega á starfskrafta. Sam- hliða hefði kannski verið ráðist í það að fá togara til staðarins og að stækka frystihúsið, en engin fjölgun hefði átt sér stað í þess- um smærri sjávarpiássum. Því hefði eftirspurn eftir vinnuafli á þessum stöðum orðið miklu meiri, og staðan væri hreinlega sú á mörgum stöðum, að ekki væri til vinnuafl til þess að anna þessari eftirspurn. Sagði Magn- ús að þessi staða væri nú í fisk- vinnslunni, þótt yfir 100 manns hefðu komið hingað erlendis frá, til þess að vinna í fiskvinnslu. Magnús benti á að margir hafa viljað kenna lélegum laun- um í fiskvinnslunni um þá vönt- un sem er á starfsfólki í fisk- vinnslu, en hann sagði jafnframt að þetta væri röng skýring. Vís- aði Magnús í því sambandi til töflu í skýrslu VSÍ, þar sem með- alárslaun starfsstétta eftir at- vinnugreinum eru framtalin fyrir árið 1984. Þar kemur fram að meðalárslaun f fiskvinnslu eru langt fyrir ofan vegið meðal- tal. Verkamenn í fiskvinnslu höfðu á liðnu ári 345 þús. krónur Medalárslaun starfsstétta eftir atvinnugreinum 1984 Verka-lönaöar- Verka- Karlar Konur menn menn konur í afgr. og í afgr. og skrifst.st.skrifst.st. Fiskiönaður 345 444 290 — — Matvælaiönaöur 277 442 213 360 264 Vefjariönaður 280 434 226 386 277 Trjávöruiönaöur 365 357 245 Pappirsvöruiðnaöur — 427 — — — Efnaiðnaöur 269 388 212 361 311 Malmiönaður 344 369 — — — Skipasmiði 324 404 — — — Ýmis iðnaöur 309 357 — — — Byggingarst. einkaaöila Byggingarst. 281 371 *— opinberra aöila 252 — — — — Heildverslun 275 373 215 340 260 Smásöluverslun 282 433 236 332 230 Veitinga-og hótelrekstur — 359 234 — — Samgöngur Þjónusta v. 333 319 254 351 285 atvinnurekstrar 348 — — 354 245 Persónuleg þjónusta 315 348 188 — — Vegiö meöaltal 308 378 251 344 246 * Allar fjárhæðir í þúsundum kröna. í árslaun að meðaltali, verkakon- ur 290 þús. krónur og iðnaðar- menn 444 þús. krónur. Engar aðrar verkakonur eru með hærri laun, og engir iðnaðarmenn, en verkamenn f fiskvinnslu eru með þriðju hæstu launin. Sjá með- fylgjandi töflu. LONDON-REYKJAVIK -á3dögum Vissiröu aö vara sem er í London á föstudegi getur hæglega verið komin til Reykjavíkur á mánudegi. Lestum í Ipswich alla föstudaga. HAFSKIP HF. -framtíð fyrir stafni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.