Morgunblaðið - 18.04.1985, Page 19

Morgunblaðið - 18.04.1985, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1985 8jl9 klukkan fjögur á nóttunni til þess að ná morgunbirtunni og ég hef ekki áttað mig á tímanum fyrr en það var farið að rökkva, málað og málað allan daginn. Á röltinu á fjöllum vil ég vera einn á ferð, það er ótruflað og það er mikið atriði, þá getur maður numið staðar að vild, sofið úti áhyggjulaust, flandrað um heið- ar og fjöll með bakpokann, nestisbita og stundum hef ég sofið í álpoka sem ég ber með mér á gönguferðum. Það var góð æfing að íabba langar leiðir á fjöllum, en svo keypti ég mér bíl og þá fækkaði gönguferðunum, en þá var líka gott að taka til hendinni við grjótið með meitl- um, slaghömrum og vírburstum, svona til þess að halda sér við. — Það er erfitt að segja, en líklega er ég veikastur fyrir auðninni og jöklunum. Þegar maður ráfar um Kaldadalinn í rigningu þá lýsa jöklarnir upp Prestahnjúkinn sem er perlu- steinn og þá verða Hnjúkurinn og jöklarnir eins og lýsandi per- ur i auðninni og allt er umvafið jarðlitunum sem ég er svo hrif- inn af. Það eru ekki smáatriðin ein sér sem höfða til mín í auðn- inni, heldur heildin. Ég mála einnig mikið á vetrum og hef málað heilan dag i 15 stiga frosti aðeins til aö ná stemmningunni, ég fer þá einfaldlega í dúnúlpuna mína og hef það gott. Það gengur allt vel ef maður ætlar sér það, ég hef nokkuð góða vinnustofu, gamla kaupfé- lagið í Borgarnesi, það er mikið pláss og þar er einnig kennslu- stofan mín en ég kenni myndlist að hluta í skólanum þar. Það er mikilvægt þegar maður veit hvað maður ætlar að gera og ég veit það, ég mun vinna jöfnum höndum í grjót, málningu og teikningu, yrkisefnin eru nóg framundan. — i.j. prentarinna Prentarinn kominn út PRENTARINN, málgagn Félags bókagerðarmanna, 1. tbl. 5. árgangs er nýkomið út. Ritið er prentað á góðan pappír og litprentað, m.a. er forsíðan í fyrsta skipti prentuð í lit. Er höfundur myndar Sigurður Þórir Sigurðsson. f ritinu kennir margra grasa. Þar er m.a. að finna greinar um réttindamál prentara og verka- lýðshreyfinguna, greinar um vin- nuvernd, launamál karla og kvenna, fræöslumál, menningar- mál og margt fleira. Prentarinn kemur út 6 sinnum á ári. Ritstjóri er Magnús E. Sigurðsson, formað- ur Félags bókagerðarmanna. ÚTVEGSMENN - VERZLANIR - VERKTAKAR - EINSTAKLINGAR — EINSTAKT VÖRUÚRVAL Á EINUM STAÐ ÚTGERÐARVÖRUR SKOÐUNARVÖRUR BÁTABÚNAÐUR • • FÓTREIPISKEÐJUR HANDFÆRAVINDUR ’/4“, 5/b" FÆREYSKAR TROLLLÁSAR NÆLONLÍNUR HANDFÆRAÖNGLAR MEÐ GERVIBEITU CQO HANDFÆRASÖKKUR MARLÍN- TÓG LÍNUEFNI BLÝ-TEINATÓG DURCO PATENTLÁSAR FLOTTEINN ’A“, 5^“, y«“ NÆLON-TÓG • LANDFESTAR STÁLBRÝNI HVERFISTEINAR STÁLVÍR í KASSA, OG LAUSIR alls konar RAFMAGNS-HVERFISTEINAR • MÖRE- NETAHRINGIR NETAKEÐJA NETALÁSAR NETAKÓSSAR LÓOADREKAR BAUJUFLÖGG NETAFLÖGG FISKKÖRFUR FISKGOGGAR FISKSTINGIR SALTSKÓFLUR ÍSSKÓFLUR BAUJUSTENGUR Al, bambus, plast BAUJULUKTIR ENDURSKINSHÓLKAR ENDURSKINSBORDAR LlNUBELGIR NETABELGIR BAUJUBELGIR RAUÐMAGANET GRÁSLEPPUNET HF. Ánanaustum, Grandagarði, sími 28855. . VEIÐARFÆRI - ÚTGERÐARVÖRUR - VÉLAÞÉTTINGAR - VERKFÆRI - MÁLNINGARVÖRUR - TJÖRUR BYGGINGAVÖRUR - SJÓFATNAÐUR - VINNUFATNAÐUR og ótal margt fleira. ST..........................................................

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.