Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 20
20 M0RGUNBLAÐ1Ð, FIMMTUDAGUR18. APRÍL1985 Finnland: Svartamark- aðsverð á áfengi fimmfaldast Hebfinki, Finnlandi, 16. aprfl. AP. EFTIR 17 daga verkfall starfsfólks í áfengisverslun- um finnska ríkisins hefur svartamarkaðsverð á áfengi meira en fimmfaldast, að því er talsmaður lögreglunnar sagði í dag. „Um helgina komst hálf- potturinn af sterku víni upp í 300 finnsk mörk (um 1900 ísl. kr.),“ sagði Aulis Kosonen hjá lögreglunni. Venjulegt verð á hálfpottinum er í kringum 57 mörk (um 360 ísl. kr.). Alíar útsölur áfengiseinka- sölu finnska ríkisins, ALKO, hafa verið lokaðar frá 29. mars vegna deilna um laun og vinnutíma starfsmanna. Ekki er í önnur hús að venda í Finnlandi, þegar um er að ræða að kaupa áfengi eða sterkan bjór, og er haft eftir yfirstjórn tollgæslunnar, að mjög færist í vöxt, að reynt sé að smygla þessum vörum inn í landið frá Svíþjóð. Um 400 manns hafa verið teknir með smygl á landamærum ríkjaanna frá því að verkfall- ið hófst. Kosonen sagði, að hið háa svartamarkaðsverð réðist fyrst og fremst af „þeirri staðreynd að eftirspurnin er mikil en framboðið lítið". En hann varaði við þvi, að svartamarkaðssalarnir væru sumir farnir að falbjóða gör- ótta drykki, sem reynst gætu hættulegir, ef þeirra væri neytt í miklum mæli. terkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Morgunblaðið/Sigrúo Sigfúadóttir Hveragerðiskirkja séð frá Hverahlíð. Syðst er sjálft kirkjuskipið, austan við er líkhúsið, þá anddyri og safnaðarheim- ili, sem er hin mesta menningarmiðstöð, og nyrst á myndinni er klukknaportið sem vígt var á síðasta ári. Framkvæmdir við Hveragerðiskirkju llveragerúi, 7. aprfl. FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við skrifstofu fyrir sóknarprestinn. Set kvcmdum mun fram haldið í sumar. Ég hitti formann sóknarnefnd- ar, Guðmund Ingvarsson, að máli nýlega og sagði hann að nú væri mikill hugur í þeim í sóknarnefnd að ljúka ýmsum verkefnum, sem ýmist hafa verið ráðgerð eða væru hafin og ljúka þyrfti, t.d. væri ver- ið að innrétta skrifstofu fyrir sóknarprestinn, sem jafnframt yrði skjalageymsla fyrir embætt- ið. Þar gæti presturinn tekið á móti sóknarbörnum sem óskuðu viðtals og unnið fleiri embættis- störf. Fyrirhugað er að setja kælikerfi í líkhúsið, en það hefði staðið til lengi. Lóðarframkvæmdir hafa staðið yfir í tvö ár og verður væntanlega lokið i sumar. Er það mikil vinna, sem hefur verið stjórnað af Guðna Tómassyni skrúðgarðyrkj umeist- ara. Það sem búið er af því verki lofar góðu. Lionsklúbbur Hvera- gerðis gaf fyrir nokkrum árum teikningar af lóðinni, unnar af Reyni Vilhjálmssyni skrúðgarð- yrkjumeistara. Hveragerðiskirkju. Verið er að innrétta ja á kælikerfi í líkhúsið. Lóðarfram- Flóðlýsing var sett upp í vetur. Þá var í vetur, stuttu fyrir jól, komið fyrir flóðlýsingu á kirkju- lóðinni. Var lýsingin kostuð af gjöf sem frú Sigríður Björnsdóttir gaf til minningar um mann sinn, Eirík Bjarnason frá Bóli, og gjöf sem hjónin Sigríður Ólafsdóttir og Jóhannes Guðmundsson gáfu á sínum tíma til lýsingar á kirkj- unni. Var ákaflega kærkomið að fá þessa fögru lýsingu og mildaði hún svartasta skammdegismyrkr- ið hér í Hveragerði. Guðmundur tók það fram að stöðugt væru kirkjunni að berast áheit og gjafir, bæði frá fólki hér í þorpinu og burtfluttu. Vildi hann koma á framfæri þakklæti til þessa fólks. Þá nefndi han'n sérstaklega eina gjöf, sem hann sagði að aldrei hefði verið þökkuð sem skyldi, „en betra væri seint en aldrei". Það væru alveg frábærir tónleikar sem Einar Markússon píanóleikari hélt og gaf kirkjunni allan ágóða af. Fékk Guðmundur mér umsögn eins kirkjugestsins skráða og óskaði eftir að hún yrði birt. „Tónleikar fluttir í Hveragerð- iskirkju. Píanóleikari Einar Mark- ússon. I upphafi kynnti Hafsteinn Kristinsson listamanninn og verk þau sem flutt voru. Einar Markússon píanóleikari lék ýmis verk og frumflutti m.a. verk eftir dr. Hallgrím Helgason. Tónleikarnir hófust með fantasíu eftir Ball, sterkt verk sem naut sín vel I flutningi Einars. Síðan rak hvert verkið annað, Mazúrka eftir Belovaskie, Etýða eftir Rosenthal, Etýða fyrir vinstri hönd eftir Stu- bert, sérkennilegt verk sem þarf áreiðanlega mikla færni til að leika. Þá kom röðin að Arabesku um „Donau so Blau“. Þar var Dóná tekin rækilega i gegn, ef svo má að orði komast, skreytt og flúrað á alla vegu en alls staðar heyrist stefið í gegn. Þetta var mjög skemmtilegt verk og vel flutt. ís- lendingaljóð dr. Hallgrims Helga- sonar var næst, fallegt verk og snilldarlega flutt. Það er alltaf gaman að heyra ný verk frá dr. Hallgrími. Lestina ráku síðan Poem eftir Godowsky og Vínar- valsar Friedmans Gertmar, skemmtileg verk hvor tveggja. Tónleikunum var mjög vel tekið og einleikarinn klappaður upp aft- ur og aftur. Hann lék nokkur aukaverk, þar á meðal ó, blessuð vertu sumarsól, i eigin útsetningu. Ég vek athygli á þvi verki, þvi þar er farið mjög næmum höndum um þetta fallega lag, það mætti heyr- ast oftar og viðar. Einar Markússon gaf allt sem inn kom fyrir þessa tónleika til gluggasjóðs Hveragerðiskirkju. Mér er ljúft og skylt að færa Ein- ari alúðarþakkir fyrir framtakið. Hvergerðingum er sómi að eiga slíkan listamann innan sinna vé- banda. Hafðu þökk fyrir Einar Markússon. Þessa umsögn ritaði Ragnar Ragnars flugumferðarstjóri að tónleikunum loknum. Munu víst flestir sem viðstaddir voru taka undir orð hans og þakkir. Sigrún Fyrirliggjandi í birgðastöð Flokkur (grade) A. DNV-skírteini. Sandblásnar og grunnaðar Stærð 2-6 mm Þykkt 5-12 mm SINDRA AmSTÁLHF Borgartúni 31 sími 27222 Frá afhendingu gjafarinnar. Á myndinni eni fulltrúar Blindrafélagains og Kiwanismanna. Þórarinn B. Gunnarason fyrrverandi foraeti Jörfa afhenti gjöflna en Ilalldór Rafnar formaður Blindrafélagsins tók við henni fyrir hönd félagsins. Hvernig ber að umgang- ast blinda og Kiwanisklúbburinn Jörfi afhendi nýlega Blindrafélaginu, samtökum blindra og sjónskertra, 30 þúsund eintök af bæklingi að gjöf. Bækling- urinn er ætlaður til upplýsinga fyrir hina sjáandi um hvernig þeir eigi að umgangast og aðstoða blinda og sjónskerta í daglegu lífi. Auk þess eru upplýsingar um Blindrafélagið og starfsemi þess ásamt þjónustu sem tengist félaginu. sjónskerta? í frétt frá Kiwanisklúbbnum Jörfa segir að Ásgerður Ólafsdótt- ir blindraráðgjafi hafi unnið text- ann í bæklinginn. Vilhjálm Vil- hjálmsson auglýsingateiknari myndskreytti hann, en setning og umbrot var unnið í Bókiðnadeild Iðnskólans í Reykjavík. Útlit ann- aðist einn úr Jörfa, Birgir Ingi- marsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.