Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUOAGUR I& APRÍL litá................. ................. ... 23 Morgunbladid/Bjarni Undirbúningsnefnd ad stofnnn Félagsheimilis tóniisUrmanna. Frá vinstri Þorkell Sigurbjörnsson, Jóhann G. Jó- hannsson, Guðný Bjarnar, Stefán Edelstein, Helga Tulinius og Erla Elín Hansdóttir. Tónlistarmenn samein- ast um félagsheimili breyttra aðstaeðna og eru því orð- in úrelt eða hafa aldrei haft sjálfstæða þýðingu. Meginnýmæli frumvarpsins eru: 1. Stjórn þingsins er efld með skipulegum og markvissum vinnubrögðum. Að þessu lúta ákvæði um hlutverk forseta þingsins, 2. mgr. 11. gr., og ákvæði um verkefni fasta- nefnda þjngsins, 6. mgr. 15.gr., " svó og ákvæði '2. mgr. 18. gr og' '6. mgr. 28. gr., sem stuðla að því að þingmálum sé útbýtt tíman- lega svo að meðferð mála verði dreift sem jafnast á þingtíman- um. 2. Fjölgað er fastanefndum í sam- einuðu þingi með því að gera þar ráð fyrir félagsmálanefnd, 1. og 2. mgr. 15. gr. 3. Settar eru reglur um hnitmið- aðri meðferð þingsályktunartil- lagna en verið hefur. Stuðlað er að því að tillögur til þingsálykt- unar verði aðeins bornar fram í sameinuðu þingi. Tvær umræð- ur þarf um allar þingsályktun- artillögur til þess að þær nái samþykki til fullnaðar. Tíma- lengd fyrri umræðu er tak- mörkuð nema um sé að ræða tillögur um tiltekin mikilvæg mál. Reglur þessar miða að því að meira ráðrúm gefist til eig- inlegra löggjafarstarfa í þing- deildum, 28. gr. 4. Breytt er reglum um fyrir- spurnir þannig að umræðan er bundin einungis við fyrirspyrj- anda og viðkomandi ráðherra og ræðutími styttur. Með þessu er komið í veg fyrir að almenn umræða drepi á dreif sjálfri fyrirspurninni og tilgangi fyrirspyrjanda með henni. Jafnframt gefur þetta meira svigrúm til löggjafarstarfa þingsins með því að umfang fyrirspurna I þingstörfum minnkar, 5. mgr. 31. gr. 5. Sett eru ákvæði um umræður utan dagskrár, en um það efni hefur ekkert verið að finna í þingsköpum. Ákvæði þessi eru tvenns konar eftir því hve mik- ilsverð mál er um að ræða. Annars vegar er opnuð leið fyrir því að fleiri mál megi verða tekin fyrir utan dagskrár en tíðkast hefur jafnframt því að umræður séu mjög takmark- aðar. Hins vegar er ætlunin að þrengja möguleika til umræðna utan dagskrár án tímatak- markana þannig að slíkar um- ræður verði nánast í undan- tekningartilvikum um hin mik- ilvægustu mál, 32. gr. Þær breytingar í frumvarpinu, sem eru fólgnar í lögfestingu á venjum sem fylgt hefur verið í framkvæmd, eru af ýmsum toga spunnar, t.d.: Varamaður, ,sem gerist aðalmaður, tekur sæti í þeirri "þingdeild Sem sá sat í sem hvarf af þingi, 9. gr. Fjárveitinga- nefnd er heimilað að skipa undir- nefnd til að starfa að sérstökum verkefnum milli þinga, 3. mgr. 15. gr. Munnleg skýrsla ráðherra til Alþingis er heimiluð ef ekki verð- ur komið við að prenta skýrslu eða ekki þykir ástæða til, 3. mgr. 29. gr. Kveðið er á um málsmeðferð ef þingmaður forfallast svo að nauð- syn krefji að varamaður taki sæti hans á meðam, 2. mgr. 34. gr. Fram er tekið að hvort heldur sameinað þing eða þingdeild megi vísa máli til ríkisstjórnar eða ein- stakra ráðherra, 42. gr. Ef fram kemur ósk um nafnakall er ákveð- ið að við henni skuli orðið, 2. mgr. 47. gr. Þau ákvæði frumvarpsins, sem fela í sér umorðun eða formbreyt- ingu á gildandi þingsköpum án efnisbreytinga, er að finna á víð og dreif. Þar er að nefna t.d.: Hiut- verk forseta við framkvæmda- stjórn Alþingis og skipan og verk- efni skrifstofustjóra Alþingis, 3.— 4.mgr. 11. gr. Þá er kaflinn um útvarpsumræðu að miklu leyti umorðaður. Ákvæði gildandi þingskapa, sem felld eru niður í frumvarpi þessu, varða ýmis efni, t.d.: Vinnunefndir eru lagðar niður, 6. og 7. mgr. 15. gr. óhlutbundin kosning í nefndir afnumin, 16. gr., sbr. 49. gr. Felld er niður 29. gr. gildandi þingskapa um ávarp þingdeilda eða samein- aðs þings til forseta lýðveldisins, en að sjálfsögðu standa ákvæði 38. gr. stjórnarskrárinnar um þetta efni óhögguð. Felld eru niður ákvæði sem lúta að því að taka mál út af dagskrá og fá mál tekin á dagskrá, 44. gr. Morgunblaðið birtir hér ræðu tor- seta sameinaðs þings við fyrstu umræðu um frumvarp til laga um þingsköp Alþingis samkvæmt sér- stakri ósk hans. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Ákveðið hefur verið að stofna hlutafélag um Féiagsheimili tón- listarmanna og er stofnfundur fé- lagsins fyrirhugaður í maí nk. Til- gangur félagsins er að eiga og reka sameiginlegt félagsheimili fyrir íslenska tónlistarmenn, þar sem fjölþætt aðstaða verður fyrir hendi. SATT (Samband alþýðutón- skálda og textahöfunda), FAT (Félag alþýðutónskálda, nú FTT — Félag tónskálda og textahöf- unda), Jazzvakning og Vísnavin- ir festu árið 1980 kaup á hús- næði á Vitastíg 3. Að sögn und- irbúningsnefndar um stofnun félagsheimilisins var ákveðið um síðustu áramót að gefa öllu íslensku tónlistarfólki og áhuga- fólki um tónlistarmál kost á að gerast hluthafar í húsnæðinu og sameinast um markmið Félags- heimilis tónlistarmanna. Gera það að veruleika nú á ári tónlist- arinnar. Félagið hefur hlotið góðar viðtökur þar sem það hef- ur verið kynnt og hafa þegar safnast nálægt 200 hlutar af þeim 400, sem hlutaféð skiptist í. Fyrirhugað er að í félags- heimilinu verði sameiginleg skrifstofa fyrir hin ýmsu félög og samtök tónlistarmanna. Þarna á að vera hægt að halda tónleika í sal sem tekur milli 70 og 100 áheyrendur. Ennfremur aðstaða til funda- og skemmt- anahalds, þar sem jafnvel væru veitingar. í húsinu er fullkomlega frá- gengið hljóðver, sem þegar hef- ur verið tekið í notkun og með því skapast upptökumöguleikar fyrir hvers konar tegund tón- listar. Einnig er gert ráð fyrir æfingaraðstöðu fyrir flokka hljóðfæraleikara og kóra og hugsanlega verður aðstaða til tónlistarkennslu. í undirbúningsnefnd Félags- heimilis tónlistarmanna eru Jó- hann G. Jóhannsson, Stefán Edelstein og Þorkell Sigur- björnsson. Umsjón með söfnun hlutafjár hefur Helga Tulinius ásamt Erlu Elínu Hansdóttur og Guðnýju Bjarnar. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar eða láta skrá sig fyrir hlutafé hafi sam- band við Helgu Tulinius, sími 10333, Erlu Elínu í sima 37443, Guðnýju í síma 50804, Stefán í síma 28477 eða 37745 og Jóhann í síma 15310 eða 75783. T KANNSKIIBUDAPEST Flugleiðirbjóða flug og bíl í tengslum við áætlunarflug félagsins til 11 borga í Evrópu. Þessir staðir eru: Björgvin, Glasgow, Gautaborg, Frankfurt, Kaupmannahöfn, London, Luxemborg, Osló, París, Salzburg og Stokkhólmur. Ef þú vilt hafa fararstjórnina í eigin höndum, þá hentar enginn ferðamáti þér betur en flug og bíll. Það er ódýrt að ferðast um Evrópu á bílaleigubíl. Við hittum ykkur kannski í Búdapest. LEITIO FREKARI UPPLÝSINGA UM FLUG & BlL A SÖLUSKRIFSTOFUM FLUGLEIÐA, HJÁ UMBOÐSMÖNNUM FÉLAGSINS, EÐA A FERÐASKRIFSTOFUNUM. )fl sem viljá stexki heiminnog skilja hannbetur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.