Morgunblaðið - 18.04.1985, Side 24
24_______________
Rallakstur í tíu ár:
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR18. APRÍL1985
Ómar og Jón
hafa sigrað
sautján
ÁRANGUR bræðranna Ómars og
Jóns Ragnarssona í rallakstri á
undanförnum árum hefur tæpast
farið framhjá fólki. Hafa þeir sigr-
að svo oft að það hefur fyrirfram
verið talið sjálfsagt af almenningi
að þeir yrðu í efsta sæti. Hvort
slíkt heyrir fortíðinni til kemur i
ljós á komandi keppnistímabili
rallökumanna, sem hefst á morgun
með 10 ára afmælisralli Bifreiða-
íþróttaklúbbs Reykjavíkur og
Skeljungs. Er það 38. rallkeppnin
sem haldin er hérlendis og sjötta
árið í röð sem keppt er til ís-
landsmeistara.
Ýmsar blikur eru á lofti í ár.
Komnir eru nýir keppnisbílar er-
lendis frá og rallkappar hafa hlúð
að keppnisbílum í skjóli vetrar.
Sem fyrr eru ákveðnir aðilar lík-
legri til að ná toppsætunum í röll-
um og berjast til Islandsmeistara,
en í ár er meiningin að leggja
áherslu á að fá óbreytta bíla til
keppni, laða hinn almenna öku-
mann meira að rallinu án mikils
tilkostnaðar. En Islandsmeistara-
titilinn geta þeir eingöngu nálgast
sem aka kraftmiklum bílum, og
raða sér í efstu sæti í röllum. Ómar
Ragnarsson hefur oftast orðið ís-
landsmeistari, fjórum sinnum.
Hann hefur líka náð langbestum
sinnum
árangri í keppni ásamt bróður sín-
um Jóni. Saman hafa þeir sigrað 17
keppnir af 38, á Simca, (4 sigrar),
Renault (12) og Toyota (1). Næstur
þeim kemur fyrsti íslandsmeistar-
inn, Hafsteinn heitinn Hauksson,
með 6 sigra á Escort, en íslands-
meistari ökumanna 1983, Halldór
Úlfarsson, hefur 5 sinnum náð
efsta sæti, 4 sinnum á Toyota og 1
sinni á Chevette. Hafsteinn Aðal-
steinsson hefur þrívegis borið sigur
úr býtum en aðrir sjaldnar.
Þeir keppendur sem líklegastir
eru til að keppa um íslandsmeist-
aratitil ökumanna og aðstoðaröku-
manna, en keppnin er tvískipt,
hafa yfirleitt ekki gert upp hug
sinn hvort þeir taki þátt í þeim sex
röllum er gilda til titilsins.
Besti árangur í fimm þeirra
reiknast, en stigagjöfin er þannig
að fyrsta sætið fær 20 stig, annað
15, síðan eru gefin 12, 10, 8, 6, 5, 4,
3, 2,1 stig eftir því sem neðar dreg-
ur. „Við ætlum okkur Islandsmeist-
aratitilinn í ár, ekkert annað. Það
verður mun harðari keppni í ár en
undanfarið. Bjarmi verður skæður
á sterkum Talbot bílnum,“ sagði
Jón Ragnarsson aðspurður um
horfurnar í íslandsmeistarakeppn-
inni í ár. Þeir hafa undanfarið ekið
á 124 hestafla Toyota Corolla, en
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Bæðurnir margfrægu, Ómar og Jón Ragnarssynir, hafa sigrað í ralikeppni oftar en nokk unniðuir aðrir, sautján
sinnum. Tólf sigra höluðu þeir inn á Renault 5 keppnisbfl sem hér sést ásamt hiuta verðlaunagripanna er hann vann
til. Nú aka þeir Toyota og munu eiga í vök að verjast á árinu, ef þeir fá ekki kraftmeiri vél í bflinn.
verða að fá sér betri bíl ef þeir ætla
að eiga góða möguleika á titlinum.
Kemur til greina að þeir fari á
nýsmíðuðum 200 hestafla Escort.
íslandsmeistari aðstoðarökumanna
frá liðnu ári, Eiríkur Friðriksson,
situr nú ökumannsmegin i bil sin-
um, 160 hestafla Escort. Gæti hann
blandað sér í toppbaráttuna ef hon-
um tekst vel til við stýrið. „Ég tók
Islandsmeistaradolluna af Jóni
Ragnarssyni í fyrra, mig munar
ekkert um að taka hana af ómari
núna,“ sagði Eiríkur glettinn. Tveir
nýir Talbot Sunbeam Lotus keppn-
isbílar verða örugglega ofarlega.
Öðrum aka þeir Bjarmi Sigurgarð-
arsson og Birgir V. Halldórsson,
sem spjallað er við annars staðar,
en hinum þeir Þórhallur Krist-
jánsson og Sigurður Jenssen. Bill
Þórhalls er 200 hestöfl.
„Ég hef ekki keppt lengi og veit
ekki hvar ég stend sem ökumaður,
þó bíllinn sé góður. Hraðinn hefur
aukist mjög mikið undanfarin tvö
ár,“ sagði Þórhallur.
Aðrir liklegir keppendur hafa
ekki ákveðið hvort þeir geri atlögu
að titlinum. Halldór Úlfarsson og
Hjörleifur Hilmarsson á Toyota
hafa verið í fremstu röð undanfar-
in ár, en Halldór vinnur i Dan-
mörku og því er óljóst hve mikið
hann keppir. Hann verður þó með í
afmælisrallinu, en bfll hans verður
siðan til sölu í umboði bílsins. Fé-
lagarnir Óskar Ólafsson og Árni Ó.
Friðriksson á Escort eru að prófa
sig saman aftur eftir hlé. Árið 1982
misstu þeir af titlinum á óþægi-
legan hátt eftir kærumál í Ljóma-
rallinu. .Yfirvegaður akstur skilaði
þeim vel áfram fyrir tveimur árum
og spurningin er hvar þeir standa
núna. En stærri spurning er hver
af öllum nefndum og ónefndum
köppum er líklegastur. Það er erfitt
að meta það fyrr en að lokinni
fyrstu keppninni um helgina, þá
ættu keppendur að vera búnir að
ná áttum og einhverjir verðlauna-
sætum.
—GR
SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI/ óiafur Ormsson
Eitthvað er af fólki sem
líklega er ekki að byggja
Föstudaginn langa bar uppá
fimmta dag aprilmánaðar i ár.
Árla morguns þann dag gafst
mér kostur á að njóta leiðsagnar
fararstjóra, manns á sextugs-
aldri, um nýja hverfið f Grafar-
vogi. Maðurinn starfar á stóru
moksturstæki hjá fyrirtæki í
borginni og aðspurður kveðst
hann vera skóflumaður að at-
vinnu. Hann ók bifreið sinni,
rauðri japanskri fólksbifreið,
fimm manna af nýjustu gerð og
farþegar voru greinarhöfundur
og miðaldra gullsmiður, góður
vinur.
Fararstjórinn kunni skil á
hverju húsi, á hverri þúfu. Hann
kom hingað á Skeggjagötuna f
bifreið sinni ásamt gullsmiðn-
um. Við erum góðir kunningjar
ég og fararstjórinn og hann
flautaði ákaft fyrir framan
heimili mitt um hálfnfuleytið að
morgni föstudagsins langa og
þegar ég var ekki kominn út i
bifreiðina að örfáum mínútum
liðnum þá fór hann að ókyrrast
og hljóp sfðan upp tröppurnar
við húsið og ýtti á dyrabjölluna.
Við tókumst i hendur við úti-
dyrahurð buðum hvor öðrum
góðan daginn og sögðum nokkur
orð um veðurblíðuna. Sólin var
komin upp og sendi geisla sína
yfir höfuðborgarsvæðið. Það var
svolítill andvari en hlýtt i veðri.
Japanska fólksbifreiðin héit af
stað þegar ég og fararstjórinn
höfðum geispað tvisvar til þrisv-
ar og við hófum ferðina með þvf
að fá okkur eldsneyti, morgun-
kaffi og meðlæti í Múlakaffi við
Hallarmúla þar sem alþýða
manna hefur snætt árum saman.
Frá Múlakaffi var haldið eftir
stutta stund áleiðis inn Suður-
landsbrautina og uppí Ártúns-
höfða. Þar hefur risið nýtt hverfi
einbýlis- og raðhúsa ásamt
stærri byggingum t.d. Hús-
gagnahöllinni og stórhýsi is-
lenskra aðalverktaka á vinstri
hönd þegar ekið er út úr borg-
inni. Farþegar f japanska fólks-
bílnum sem ekki koma daglega f
þetta hverfi borgarinnar höfðu
orð á því að uppbyggingin væri
ævintýri líkust. Fararstjórinn
þekkti til flestra húsa og jafnvel
húsgrunna í Ártúnshöfða. Hann
rakti byggingarsögu hverfisins
af sagnfræðilegri nákvæmni og
ég hugleiddi þar sem ég sat i aft-
ursæti bifreiðarinnar að um
Ártúnshöfðann hefði hann
sennilega farið með atvinnutæk-
ið, skófluna, og rutt um jarðvegi,
tekið grunna þar sem nú hefur
risið myndarlegt hverfi íbúðar-
og atvinnuhúsnæðis.
Við Vesturlandsveg, á hægri
hðnd þegar ekið er frá Ártúns-
höfða, er ölgerð Egils Skalla-
grímssonar að byggja framtíðar-
húsnæði sem senn verður tilbúið
og mun ekki af veita þegar
þorstinn sækir að þjóðinni með
bjórnum. Á framhlið hússins eru
líkön af gosdrykkjum, maltöli og
pilsner, sem ölgerðin framleiðir.
Fararstjórinn ók greitt fram
hjá ölgerðinni, hann reytti af sér
brandara, hann er húmoristi
með háa einkunn úr skóla lífsins
og hlær stundum líkt og Wolf-
man Jack, sá kunni útvarpsmað-
ur, sem oft kemur fram í Kefla-
víkurútvarpinu. Bíllinn beygði
út af þjóðveginum við hús Iðn-
tæknistofnunar og síðan var ekið
sem leið lá um gamla Gufu-
nesveginn að Gufuneskirkju-
garði. Þar stoppuðum við um
stund, litum á leiði, héldum að
svo búnu áfram um gamla Gufu-
nesveginn, holótta götuslóð sem
varla er boðleg nýjum glæsi-
Ekið um Gullinbrú.
vagni frá Japan. Það sá ekki á
bílnum þegar ekið var fram hjá
Áburðarverksmiðjunni og held-
ur ekki þegar ekið var áleiðis að
nýja hverfinu í Grafarvogi. í
Grafarvogi hefur risið fjöldi
frekar smárra húsa er minna
helst á nýtísku sumarbústaði.
Þar var verið að sprengja i klöpp
fyrir bílvegi þegar við fórum þar
um og vinnuflokkur með loft-
pressu að störfum. Við fórum um
Fjallkonuveg, um Logafold,
Reykjafold og mættum þar á
göngu fólki sem spókaði sig i
góða veðrinu og skoðaði nýbygg-
ingar af svo mikilli athygli að
það hefði varla veitt því athygli
þó flugvél hefði lent í nágrenn-
inu.
Þarna er að rísa framtíðar-
byggð og svo vel er staðið að allri
skipulagningu byggðarinnar að
athygli vekur. Sum húsin eru i
stærra lagi og likjast helst fé-
lagsheimili úti á landsbyggðinni
og kemur þá i huga saga af konu
er bjó úti á landsbyggðinni og
var orðin nokkuð roskin þegar
hún kom fyrst í heimsókn til
Reykjavíkur fyrir örfáum árum.
Konunni ver boðið í bíltúr um
höfuðborgarsvæðið, þetta var
fyrsta árið eftir að borgarstjórn-
armeirihluti sjálfstæðismanna
tók við borginni af vinstri meiri-
hlutanum eftir bæjar- og sveit-
arstjórnarkosningar, og með til-
komu meirihluta sjálfstæð-
ismanna hófst markviss upp-
bygging I borginni. Konan var
ekki litið undrandi er hún sá
hinar miklu framkvæmdir víða
um borgina, sérstaklega varð
henni starsýnt á hin fjölmörgu
nýju hús sem voru f byggingu og
hún sneri sér að frænda sínum,
bifreiðarstjóranum, og sagði:
— Ég sé að mikið er byggt af
félagsheimilun hér í Reykjavík.
Þessi hús eru eins og félags-
heimilið heima. Hvað ætlar fólk
að gera við öll þessi félagsheim-
ili,? spurði konan undrandi.
Frændi hennar, bifreiðarstjór-
inn, svaraði: Þetta er allt saman
fbúðarhúsnæði, frænka. Reyk-
víkingar byggja stórt og nú er
aftur mikið byggt, eftir að við
erum lausir við vinstri meiri-
hlutann úr borgarstjórn en hann
var ekki sammála um eitt eða
neitt og þess vegna rfkti eigin-
lega stöðnun i öllum fram-
kvæmdum í þau fjögur ár sem
við urðum p.ð þola stjórn vinstri
manna.
Leiðin frá Grafarvogi lá um
Gullinbrú sem tengir umferð frá
borginni að Grafarvogi. Upp-
byggingin í Grafarvogi er svo ör
að einstakt má teljast og er
skemmtilegt að fylgjast með
framvindu mála. Allt umhverfið
er hið fegursta og það er skjól-
gott í Grafarvoginum.
Það er ekki einungis í Grafar-
vogi sem byggt er á höfuðborg-
arsvæðinu. Við Eiðistorg og í ná-
grenni við Granda hefur mikið
verið byggt síðustu tvö árin. Ég
átti þar leið um annan dag páska
og var um tíma gjörsamlega
áttavilltur. Leiðin lá á bóka-
markaöinn og það var ekki fyrr
en eftir nokkra leit að húsið þar
sem bókamarkaðurinn var til
húsa kom i leitirnar. Ein sam-
felld byggð tengir nú saman
byggðina á Seltjarnarnesi að
Granda og allt i kringum Eiðis-
torg hefur risið hverfi nýbygg-
inga.
1 húsi Vörumarkaðarins við
Eiðistorg f kjallara fann ég
bókamarkaðinn. Þar var margt
um manninn innan um bóka-
staflana. Árni Bergmann, rit-
stjóri Þjóðviljans, var kominn
með fjölda bóka í fangið og var
niðursokkinn f athugun á inni-
haldi bókar þegar ég gekk fram
hjá honum. Og við eitt borðið sá
ég Baldur Guðlaugsson, hæsta-
réttarlögmann, og Björn Þór-
hallsson, varaforseti Alþýðu-
sambandsins, var þarna lika og
ég sá ekki betur en að hann
rannsakaöi Ijóðadeildina á bóka-
markaðnum. Kristján Linnet,
lyfjafræðingur, var með stafla af
bókum f fanginu þegar ég hitti
hann við stúku gjaldkera og
fleiri kunn andlit voru þarna á
bókamarkaðnum og það var
mikið verslað. Það var stöðugur
straumur fólks inná bóka-
markaðinn þær tuttugu minútur
sem ég stoppaði þar. Eitthvað er
af fólki, sem liklega er ekki aö
byggja.