Morgunblaðið - 18.04.1985, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.04.1985, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL1985 Jákvæðara viðhorf til skóla og menntunar: Æskan í dag er þjóðin á morgun —eftir Sigríði A. Þórðardóttur Æskan í dag er þjóðin á morg- un. Á ári æskunnar langar mig til að ræða um æsku þessa lands, börnin okkar, sem við eigum raun- ar ekki en er trúað fyrir til forsjár og leiðbeiningar ákveðinn tíma ævi þeirra. — Það blasir við hverj- um manni, að á tslandi hefur orðið mikil þjóðfélagsleg bylting á síð- ari árum er konur hafa í síaukn- um mæli tekið þátt í atvinnulíf- inu. Ég ólst upp við það að hafa móður mína heima. Sú skipan var sjálfsögð á þeim tíma, einkanlega á barnmörgum heimilum. Nú er hlutunum hins vegar snúið við, þar eð það þykir sjálfsagt, að sem flestar konur vinni utan heimilis hvort sem þær eru mæður ungra barna eður ei. Því er von að marg- ur spyrji sjálfan sig hvaða áhrif þessi breyting hafi haft á börnin okkar og hverjar verði afleið- ingarnar í næstu framtíð. Hinir svartsýnustu þykjast sjá ýmis teikn þess að æska landsins hafi verið svipt því öryggi og þeirri kjölfestu sem við áttum er höfðum móður okkar ætíð á sínum stað til að deila gleði okkar og sorgum. Það er hægt að benda á vaxandi neyslu hættulegra vímuefna, tilgangsleysi, stefnuleysi, ein- semd, jafnvel vonleysi hjá korn- ungu fólki. Vissulega er full ást- æða til að hafa áhyggjur af þessu, en hitt er líka áreiðanlegt, að margt fleira veldur þessu en það eitt, að heimilið er ekki lengur sömu gerðar og áður var. Tækni- byitingin og allt það, sem henni fylgir, veldur líka vissri hræðslu hjá mörgum. Framfarirnar eru svo örar og miklar að við þurfum að hafa okkur öll við að fylgjast með til þess að dragast ekki aftur úr. Allt þetta veldur rótleysi með- al fólks, jafnvel ótta við framtíð- ina og þá ekki eingöngu meðal æskufólks heldur einnig hinna sem eldri eru og reyndari. Svo er örðugt að vikja sér undan hinum dökka, ógnvekjandi skugga algerr- ar tortímingar sem yfir hvílir. Sú ógn er eins og allir vita í fyrsta sinn, raunveruleg í sögu mann- kyns á þessari jörð. Hver er ég? Þessa spyrjum við sífellt á ævinnar leið. Margur undrast viðbrögð sín við ýmsu er á dagana drífur. Þrátt fyrir slíka spurn er það sjaldnast, að ævin endist mönnum til að kynnast sjálfum sér til fullnustu svo marg- slungin sem við erúm. En slíkar spurningar beinast óhjákvæmi- lega að þeim arfi, sem við hlutum í vöggugjöf. Hvað eru eðlislægar eigindir frá föður og móður, afa og ömmu og öðrum forfeðrum? Hvað mótaði og markaði það fólk, lífs- hlaup þess, afstöðu þess til lífsins og viðmót þess við aðra menn? Að hvaða leyti erum viö afsprengi þeirrar mótunar? Á hvern hátt og hvað er það sem við endurtökum í uppeldi barna okkar og hvað reyn- um við að forðast, og hvers vegna? Það er stundum sagt með réttu að hver kynslóð sé barn sins tíma og mótist af því umhverfi sem hún hrærist í. En það er samhengi og samvinna milli kynslóðanna, og uppeldið miðar að því að skila ungu kynslóðinni menningararfi þjóðarinnar og búa í haginn fyrir hana, svo að hún verði fær um að eignast þann arf, ávaxta hann og færa síðan næstu kynslóö. Án þessa samhengis væri engin menning til. Uppeldishlutverk heimilanna hefur færst í auknum mæli á hendur uppeldisstofnana og skóla. Á barnaheimilum er annast um yngri börnin og síðan tekur skól- inn við. Þar sem svo hagar til að báðir foreldrar vinna úti fullan vinnudag er til lítils að mótmæla þeirri staðreynd að þessar stofn- anir eru aðalathvarfið um vöku- tímann. Samskipti barna við kennara og starfslið eru jafnvel meiri en við foreldra. Tækifærin sem þar eru til staðar til að móta hug og leggja til veganesti eru stærri og fleiri en margir vilja viðurkenna. Ýmsir hafa áhyggjur af þessu og telja að foreldrar firri sig ábyrgð á uppeldinu. Ég tel það hins vegar skyldu okkar, jafnhliða því að stefna að sveigjanlegri vinnutíma foreldra, að gera fyrrgreindar stofnanir sem best úr garði svo að þær geti þjónað nýjum og vaxandi þörfum ein- staklinganna og þjóðfélagsins í heild. Við þurfum að hefja uppeld- isstörf til meiri virðingar en nú er. Vel menntað og hæft starfsfólk og vel búnar stofnanir og skólar eru forsenda þess að uppeldisstofnan- ir ræki sitt hlutverk eins vel og kostur er á hverjum tíma. Engin stofnun getur hins vegar komið í stað heimilis og fjölskyldu, en þeg- ar best tekst til geta þeir aðilar sem vinna aö uppeldi æskufólks, — foreldrar og starfsfólk upp- eldisstofnana styrki hvert annað með því að vinna saman. Það þarf miklu meiri samvinnu og nánara samband milli heimila og skóla en nú er. Það þarf að vinna bug á tortryggni og skapa jákvæðara viðhorf til skóla og menntunar, ekki síst hjá þeim sem allt þetta snýst um, nemendum sjálfum. Of margir þeirra eru leiðir og áhuga- lausir, sjá ekki tilgang með nám- inu og líöur illa í skólanum. Orsakirnar fyrir þessu eru eflaust margvíslegar. E.t.v. hefur skólinn að einhverju leyti brugðist, þar er ekki sá sveigjanleiki sem þarf til þess að sem flestir fái notið sín og hæfileika sinna. Við reynum e.t.v. um of að steypa alla í sama mót. Engir tveir einstaklingar eru eins og hentar því ekki nákvæmlega það sama. Þeirri staðreynd er ekki Sigríður A. Þórðardóttir „Á næstu árum eda fram til aldamóta munu 20 til 30 þúsund ung- menni koma á vinnu- markaðinn. Það er stórt verkefni aö finna þeim öllum verk við hæfi. Vonandi tekst okkur að virkja það mannaval sem við höfum sem bezt; nýta tækni, þekk- ingu og menntun til að veita nýju blóði í at- vinnuvegina og skapa á þann hátt betra þjóðfé- lag fyrir okkur öll.“ nógu mikill gaumur gefinn. Mig langar til að draga hér upp grófa mynd af lífi í íslensku sjáv- arþorpi og gera örlítinn saman- burð á lífinu í dreifbýli og þétt- býli. Ég á heima I litlu þorpi, Grundarfirði í Eyrarsveit, á norð- anverðu Snæfellsnesi. Þar búa tæplega 800 manns, sem langflest- ir hafa atvinnu af fiskveiðum, fiskvinnslu, og störfum tengdum þeim. í Grundarfirði er ein mesta út- flutningshöfn við Breiðafjörð og það eru gífurleg verðmæti sem þetta litla byggðarlag leggur til þjóðarbúsins. Það er hins vegar erfitt að sjá í hverju Grundar- fjörður og aðrir svipaðir staðir njóta ávaxta þess sem þeir leggja til heildarinnar. Ríkisvaldið skammtar naumt og af geðþótta til sameiginlegra verkefna ríkis og sveitarfélaga, sem dæmi má nefna að íþróttahús hefur nú verið í smíðum í 6 ár og sér ekki enn fyrir endann á því og þar er ekki ein- göngu við heimamenn að sakast. Það er engu að síður gott að búa í Grundarfirði. Allir þekkja alla. Menn hjálpast að ef á bjátar og gleðjast saman er vel gengur, allir sem einn. Samt fækkar fólki á þessum stað. Það sem er erfiðast að sætta sig við í því sambandi er sú staðreynd, að einhæfni at- vinnulífsins gerir það að verkum að unga fólkið okkar, blómi byggð- arinnar, fólki, sem aflar sér menntunar, snýr ekki aftur heim að námi loknu heldur eignast flest starfsvettvang annars staðar, oftast í Reykjavík. Það er fjarri mér að agnúast út í höfuðborgina, mér þykir vænt um hana og vil veg hennar sem mestan. Einkum lít ég á hana sem miðstöð menn- ingar og lista fyrir okkur öll. En það er óréttlátt að uppbygging höfuðborgarinnar sé á kostnað landsbyggðarinnar. Það er órétt- látt að landsbyggöin njóti ekki í fleiru en nú er afraksturs þess sem hún aflar. Allir vita að stærstur hluti útflutningstekna þjóðarinnar kemur frá lands- byggðinni. Það er nauðsynlegt að meira verði eftir á stöðunum sjálf- um þar sem verðmætin verða til, þá mætti skapa þar fjölþættara atvinnulíf og fleiri tækifæri fyrir unga fólkið okkar, sem hefur aflað sér menntunar og sérhæfingar. Að þessum málum öllum þarf að vinna af sanngirni og víðsýni. Það vinnst a.m.k. ekkert við það að ala á óvild og tortryggni milli höfuð- borgarsvæðisins og dreifbýlisins. Hér verður við að standa saman allír sem einn um það að ailir landsmenn geti unaö glaðir við sitt þar á landinu sem þeir helst kjósa að búa og starfa. Við íslendingar höfum jafnan lagt á það mikla áherslu að næg atvinna sé fyrir alla verkfæra þjóðfélagsþegna. Það hefur tekist hingað til að tryggja öllum þeim sem vilja vinna tækifæri til þess og er við berum okkur saman við aðrar þjóðir kemur í ljós að hér er atvinnuleysi nær óþekkt fyrir- bæri. Á undanförnum vikum og misserum hefur verið mikið rætt og ritað um nýsköpun atvinnuveg- anna. í því sambandi hefur verið bent á að með aukinni tækni verða óhjákvæmilega breytingar á at- vinnuháttum, einnig er bent á að meira samstarf þurfi milli menntakerfisins og atvinnuveg- einl m.e.1 mm '»(«• ma»n. lal, P.IwJOUm, - Pötiur tr$ l.ml.byogatnnl - *ö«:«uncur - Nýtt «f* Nnrdknm - Fréttabréf FSÍÖ komið út Fréttabréf félags stjórnenda í öldrunarþjónustu er nýkomið út. I fréttabréfinu er að finna fréttir víðs vegar af landsbyggð- inni og þar er einnig viðtal við Dögg Pálsdóttur, deildarstjóra öldrunarmála í heilbrigðisráðu- neytinu. ,____, UM BÖRNIN PAÐ GERIR (€LKO) OG FRAMLEIÐIR TENGLA MEÐ „BARNA VERND “ Reynslan hefur sýnt aðþörf er á að fyrirbyggja sfys á heimilum — Maður veit aldrei á hverju bömin taka uppá. FAGMENN œttu að hugleiða öryggið sem Elko veitir börnum. Jtf RÖNNING simi 8400Ó
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.