Morgunblaðið - 18.04.1985, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1985
Biilow-réttarhöldin standa enn yfir
Þessi mynd er tekin í síðustu viku er Claus von Biilow yfirgefur húsa-
kynni hestaréttar í Providence á Rhode Island. Þar standa enn yfir
réttarhöld gegn honum, en hann er sakaður um að hafa reynt að myrða
eiginkonu sína með þvi að gefa henni inn insúiín.
Carter gagnrýnir
Reagan harðlega
New BnUin, Connectieut, 17. apríl. AP.
„RONALD REAGAN aðhefst ekkert
sem leitt geti til friðar í Mið-Amer-
íku eða dregið úr spennunni í þeim
heimshluta. Hann klifar á því að
skeniliðarnir í Nicaragua séu eina
von þjóðarinnar og hleður á þá vopn-
um og annarri aðstoð þegar slíkt get-
ur ekki haft annað i for með sér en
aukna spennu og áframhaldandi
átök í landinu. Reagan verður að
endurskoða stefnu sína í Mið-
Ameríku rekilega ef ekki á illa að
fara.“ Sá sem svo melir er Jimmy
Carter, fyrrum forseti Bandaríkj-
anna, en hann melti þessi orð í
reðu sem hann flutti í háskólanum í
New Britain í ConnecticuL
Carter var ómyrkur í máli er
hann reifaði bresti þá sem hann
taldi vera í utanríkisstefnu Reag-
ans, sérstaklega varðandi Mið-
Ameríku. „Reagan er alltaf að
geina frá samningslipurð sinni og
samkomulagsvilja i ræðum sem
hann flytur hér eða þar. Samt eru
það verkin sem tala og ef maður
lítur á þau sést glöggt að þrátt
fyrir fögur orð virðist forsetinn
hrifnastur af þvi að ýmist beita
hernaðarlegu ofbeldi eða að hóta
því til þess að koma fram vilja
sínum. Ég óttast að bandarískir
hermenn verði komnir í eldlínuna
i Mið-Ameríku áður en langt um
líður, ég vona að ég hafi rangt
fyrir mér, en ef breyting verður
ekki til batnaðar í stefnu forset-
ans þá óttast ég að ég hafi rétt
fyrir mér,“ sagði Carter að lokum.
GENGI
GJALDMIÐLA
London. 17. apríl, AP.
BANDARÍSKUR dollar var
óstöðugur í dag á gjaldeyris-
mörkuðum í Evrópu, og var
ástæðan talin vera óvissan um
áframhaldandi efnahagsbata i
Bandaríkjunum.
Breska pundið hækkaði í
1,2797 dollara, en var 1,2752
dollarar í gærkvöldi.
Staða dollars gagnvart öðr-
um helstu gjaldmiðlum var í
dag sem hér segir:
Vestur-þýsk mörk 3,0230
(3,0125), svissn. frankar 2,5260
(2,5055), franskir frankar
9,2350 (9,1950), hollensk gyllini
3,4240 (3,4975), ítalskar lírur
1.934,50 (1.928,25), kanad. doll-
ar 1,3567 (1,3597).
Veður
Lngst H«Mt
Akureyri 2 slydduél
Amsterdam 9 17 skýjaó
Aþena 14 21 skýjaó
Barcelona 18 heióskírt
Berlin 12 heióskirt
Briissel 6 18 skýjað
Chicago 8 14 heióskírt
Oublín 9 17 skýjaó
Feneyjar 16 skýjaó
Frankfurt 2 13 heiðskírt
Genf 7 14 skýjaó
Helsinki 1 4 skýjaó
Hong Kong 19 25 heióskírt
Jerúsalem 14 20 heióskírt
Kaupm.höfn 2 11 heióskírt
Laa Palmas 23 rykmist
Lissabon 12 27 heióskirt
London 11 19 heióskírt
Los Angeles 14 21 skýjaó
Luxemborg 12 hálfsk.
Malaga 21 heiðskírt
Mallorca 23 heióskírt
Miami 21 30 skýjaó
Montreal 9 15 rigning
Moskva 4 16 rigning
New York 10 12 heiðskírt
Osló 1 12 rigning
París 9 17 heióskírt
Peking 6 25 skýjaó
Reykjavík 4 alskýjaó
Rio de Janeiro 19 34 skýjaó
Rómaborg 11 19 heióskírt
Stokkhólmur +1 7 skýjaó
Sydney 13 21 heiöskírt
Tókýú 9 18 heiöskírt
Vínarborg 4 14 rigning
Þórshöfn 7 skýjaó
Hið hvíta víti
rauða hersins
eftir Leon Nikulin
Sovétmenn fórnuðu nær 275.000
hermönnum til þess að tryggia ser
yfirráðin yfir Kirjálabotni. I síð-
astliðnum mánuði voru liðin 40 ár
frá lokum finnsk-rússneska vetr-
arstríðsins.
Fyrir næstum 45 árum teygðu
angar síðari heimsstyrjaldar-
innar sig til ógreiðfærra freð-
mýra norðursins. Þá hafnaði
smáríkið Finnland með 3,5 millj-
ónum ibúa — eða álíka marga og
Leníngrad — landakröfum Sov-
étríkjanna og hið örlagaríka
vetrarstríð braust út milli
nágrannarikjanna tveggja. Á
þessum tíma voru frosthörkurn-
ar geysilegar og frostið komst
niður í 50 gráður þegar það varð
mest.
Kaldhæðni örlaganna réð því
að samkvæmt hugmyndum Len-
íns þá átti bylting bolsévíkanna
einmitt að hefjast í Finnlandi.
Tuttugu og þrem árum seinna
réðust arftakar Leníns í Kreml
vægðarlaust gegn þessu frið-
sama smáríki.
Finnskum stjórnvöldum bár-
ust afarkostir Molotovs utanrík-
isráðherra í símskeyti þar sem
Finnum var gefinn 48 klukku-
stunda frestur til þess að koma
til Moskvu „að ræða tiltekin
pólitísk atriði". Stalín sjálfur
var viðstaddur þegar Molotov
tók á móti finnsku sendinefnd-
inni í Kreml.
Stalín sagði gestunum að
íbúum Leníngrad væri ógnað.
Borgin væri aðeins 32 kílómetra
frá landamærunum og ekki væri
hægt að flytja borgina, eins og
hann orðaði það, og því væri
nauðsynlegt að flytja landamær-
in.
Það má bæta því við hér, að
hingað til hefur íbúum Len-
íngrad einungis verið ógnað af
sovésku öryggislögreglunni.
Samkvæmt alfræðibókum voru
ibúar borgarinnar 2,42 milljónir
fyrir byltinguna. Þremur árum
síðar hafði þeim fækkað um
720.000 eða þriðjung. Orsökin
var „hreinsanir" öryggislögregl-
unnar.
Stalín sgði Finnunum að hann
vildi einnig slá eign sinni á
nokkrar smáeyjar Kirjálabotns.
Þá krafðist hann þess að fá „til
leigu“ nesið Hangö sem er vest-
an við Helsingfors. Þar ætlaði
hann að koma upp sovéskri
flotastöð. Stalín vildi líka að
landamærin við Leníngrad yrðu
færð 12 kílómetra til vesturs
þannig að þau yrðu 44 kílómetra
frá Leningrad en ekki 32 eins og
þá var. Að endingu kvaðst hann
vilja fá Petsamó í sinn hlut.
Finnska stjórnin hafnaði öll-
um kröfum Sovétmanna í þeirri
von að ekki lægi alvara að baki
hótunum Sovétstjórnarinnar og
að ekki kæmi til striðs þá um
veturinn.
Daginn eftir réðst Rauði her-
inn á Finnland og sovéskar
sprengjuflugvélar gerðu loftárás
á Helsingfors. Upphaflega
tengdist striðið ekki siðari
heimsstyrjöldinni en ekki mátti
miklu muna að heimsstriðið
hefði afdrifaríkar afleiðingar á
gang mála.
Sovétrikin gerðu árásina með
ofurefli liðs: 450.000 manna fót-
gönguliði, 1900 brynvörðum bif-
reiðum, 1000 skriðdrekum og 800
flugvélum. Ibúatala Finnlands
var þá sem fyrr segir 3,5 milljón-
ir en í Sovétríkjunum var iþúa-
tala 175 milljónir. Finnum tókst
að koma saman 13 fótgönguliðs-
sveitum. Þeir höfðu yfir að ráða
60 gömlum skriðdrekum og 175
herflugvélum.
En nú gerðist það sem engan
hafði órað fyrir. Finnum tókst
að stöðva framrás Rauða hers-
ins. Þeir umkringdu þrjár sov-
éskar herdeildir og einn skrið-
drekaflokk og gersigruðu. Leyni-
skyttur Finnanna komu þá að
miklum notum, en rússnesku
hermennirnir nefndu þær „gauk-
ana“ sin á milli. Gegn skriðdrek-
um innrásarhersins reyndust
líka svokallaðir „Molotovkokteil-
ar“ vel, en það voru flöskur fyllt-
ar með bensini.
Þótt Finnar væru mun færri
þá nutu þeir þess að gjörþekkja
landið, og þeir kunnu líka mun
betur á veðurfarið, ef svo mætti
orða það. Hrakfarir Rússa urðu
þeim mikill álitshnekkir um viða
veröld. Afleiðingar stríðsins
blöstu þar að auki hvarvetna við
í Sovétríkjunum. Þúsundir ör-
kumla manna settu svip sinn á
daglegt líf fólksins þennan harða
vetur. Þetta voru mennirnir sem
sneru heim aftur örkumla frá
finnsku vigstöðvunum.
Fjöldi særðra var allt of mikill
þegar smæð andstæðingsins var
höfð i huga. Þess vegna komu
stjórnvöld fljótlega upp sérstök-
um gaddavirsgirtum búðum þar
sem hinir sáru voru geymdir.
Þannig var reynt að fela hinar
hörmulegu afleiðingar vetrar-
stríðsins fyrir óbreyttum borg-
urum.
í vetrarstriðinu kvað Stalín í
fyrsta sinn hafa orðið alvarlega
skelkaður. „Hvernig eigum við
að geta staðið okkur gegn fjöl-
mennum, velþjálfuðum og vel
vopnum búnum her, (væntan-
lega er hér átt við þýska herinn),
þegar við getum ekki einu sinni
sigrað finnsku „gaukana“?“
Þetta á einræðisherrann að hafa
sagt i viðræðum við Khrustjev.
Stalín hefur líklega verið búinn
að gleyma þvi að þúsundir af
ágætustu hermönnum Rússa
höfðu verið drepnir í umfangs-
miklum „hreinsunum" sem hann
stóð sjálfur fyrir.
Sovésku hersveitirnar urðu að
lokum að gefast upp við sókn
sína fyrir norðan Ladógavatn en
einbeita sér þess í stað að að-
gerðunum á Kirjálaeiði.
Timosjenko, hershöfðingi Sov-
étmanna, fékk öflugt varalið
beint frá Síberíu. Þaðan komu 26
fótgönguliðasveitir og sex skrið-
drekasveitir. Alls voru þá á
vígstöðvunum 46 herdeildir Sov-
étmanna og geysiðflugt
stórskotalið.
Finnar áttu ekkert varalið og
skotfæraskortur varð brátt mjög
alvarlegur. En almenningsálitið
var hvarvetna Finnum í vil. í þá
daga gat verið erfitt að vera
sanntrúaður kommúnisti. Fyrir
Þjóðverja var striðið eins konar
herfræðileg tilraunastofa til
þess að meta getu rússneska
björnsins.
Sjálfboðaliðar gáfu sig brátt
fram í fjölmörgum löndum, og
hafnar voru fjársafnanir til
stuðnings Finnum. Mestu mun-
aði um stuðning Svia, en Finn-
land var einmitt hluti af Svíþjóð
fram til ársins 1809. Frá Svíþjóð
komu 8000 sjálfboðaliðar og þar
söfnuðust rúmlega tveir millj-
arðar króna.
í febrúar 1940 hófu Rússar
stórsókn á Kirjálaeiði. Síðar var
sókninni beint gegn Manner-
heim-línunni svokölluðu, en þar
voru 96 virki, en af þeim vöru þó
aðeins 26 sæmilega búin. í lok
febrúar byrjuðu Finnar að hörfa
þar sem ekki reyndist unnt að
stöðva innrásarliðið á flatlend-
inu sem þarna er.
Á sama tíma gáfu Rússar í
skyn að þeir væru til viðtals um
stöðvun vopnaviðskipta. Þeir
létu kommúníska leppstjórn,
sem þeir höfðu sett á laggirnar í
landamæraþorpi, sigla sinn sjó.
Þá létu þeir þau boð berast í
geg.ium Svía að þeir væru til-
búnir í friðarviðræður með
ákveðnum skilyrðum.
Finnar kusu að taka boðinu og
friðarviðræðurnar hófust >' mars.
Þann 12. næsta mánaðar voru
svo friðarsamningar undirritað-
ur í Moskvu.
Finnar misstu í striðinu 23.000
manns fallna og 10.000 urðu ör-
kumla. Fjöldi flóttamanna var
geysilegur, og tóku Finnar á
móti 450.000 flóttamönnum frá
Kirjálaeiði. Sovétmenn sögðu
sjálfir að 220.000 manns hefðu
fallið úr þeirra liði eða væri
saknað. Aðrar heimildir herma
hinns vegar að tala fallinna hafi
verið um 273.000 manns. Með
öðrum orðum hefur mannfallið í
liði Rússa verið 12 sinnum meira
en hjá Finnum.
í friðarsamningunum þurftu
þeir siðarnefndu að láta Kirjála-
eiði af hendi ásamt með bænum
Viborg. Þá neyddust þeir til þess
að leyfa sovéska herstöð í
Hangö. En Finnar björguðu því
sem mikilvægast var, það er
sjálfstæði sínu. Með stríðinu
tryggðu Sovétmenn yfirráð sín
yfir Kirjálabotni og landamærin
fluttust 100 kílómetra frá Len-
íngrad.
Stríðið brá engum skugga á
hina vinsamlegu sambúð Þýska-
lands og Sovétríkjanna á þessum
tíma. í skeyti til Hitlers í tengsl-
um við sextugsafmæli sitt árétt-
aði Stalin vináttu þjóðanna.
Nú, 45 árum síðar, telja
sænskir hermálasérfræðingar að
Sovétmenn séu að reyna að
sannfæra stjórnvöld í Svíþjóð og
öðrum norrænum löndum um
gagnsleysi hervarna gegn sov-
éska stórveldinu og að mikilvæg-
ur liður í þeirri áróðursherferð
séu sovésku kafbátamir sem
rjúfa landhelgi Svíþjóðar og
Noregs. Þá gegndi áróður Sov-
étmanna fyrir kjarnorkuvopna-
lausum svæðum á Norðurlönd-
um sama hlutverki, þ.e. að
þvinga Norðurlöndin til þess að
fara að fordæma Finna og forð-
ast að styggja Sovétmenn með
aðgerðum sínum heima og
heiman.
Rétt er að hafna hugmyndum
Sovétmanna um kjarnorku-
vopnalaus svæði á Norðurlönd-
um af sama þunga og óskum
Hitlers um griðarsáttmála við
hinar norrænu þjóðir í apríl árið
1939.
Áróður Sovétmanna um þess-
ar mundir getur einungis stefnt
öryggi Norðurlandanna í hættu.
Það sannar reynsla Finna og
íbúa Eystrasaltslandanna.