Morgunblaðið - 18.04.1985, Page 35

Morgunblaðið - 18.04.1985, Page 35
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1985 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1985 35 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjaid 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Opinská umræða um öryggi þjóðar Mikill meirihluti þjóðarinn- ar styður staðfastlega stefnuna í öryggis- og varnar- málum. Grundvöllur hennar er aðild okkar að varnarsamtðkum vestrænna ríkja, Atlantshafs- bandalaginu, og varnarsamn- ingurinn við Bandaríkin. Jafn- vel innan Alþýðubandalagsins, sem verið hefur vettvangur and- ófs gegn varnarsamstarfinu, er vaxandi skilningur á NATO- aðild. Geir Hallgrímsson utanríkis- ráðherra hefur undanfarin misseri stuðlað að bættri stöðu okkar til að leggja sjálfstætt mat á einstaka þætti varnar- samstarfsins og þá „hernaðar- legu stöðu“, sem við búum við, vegna hnkttstöðu landsins og framvindu vígbúnaðar í heimin- um. Sérstök varnarmálaskrif- stofa, innan utanríkisráðuneyt- isins, var liður í þeirri viðleitni. Hún fær víðtækara starfssvið en varnarmáladeildin hafði, m.a. með ráðningu sérfræðinga með herfræðilega og hertækni- lega menntun, þekkingu og reynslu. Utanríkisráðherra hefur jafn- framt beitt sér fyrir því, að opna almenna, málefnalega og hreinskilna umræðu um örygg- ismál. Yfirgripsmiklar og vand- aðar skýrslur til Alþingis um utanríkismál, náið samstarf við utanríkismálanefnd þingsins og þingflokka og opinská svör við fyrirspurnum þingmanna og fjölmiðla bera þessu vottinn. Arangur þessarar umræðu er almennari og sterkari stuðning- ur við markaða stefnu i varnar- og öryggismálum en nokkru sinni áður. Glöggt dæmi um þessa opin- skáu umræðu var fyrirspurna- tími í sameinuðu þingi sl. þriðjudag. Þar svaraði Geir Hallgrímsson fyrirspurnum, varðandi varnarsamstarfið. Meðal þess sem fram kom í svörum hans má nefna: • Það er skýr stefna ríkisstjórn- arinnar að kjarnavopn skuli hvorki vera á íslenzku landi né í íslenzkri lögsögu nema með samþykki íslenzkra stjórnvalda. • Heimild liggur fyrir um endurnýjun og fjölgun orustu- flugvéla á Keflavíkurflugvelli úr 12 í 18. • Heimild til byggingar styrktra flugskýla á Keflavikur- flugvelli er frá í júní 1983, en heimild til þriggja viðbótar- skýla var gefin í nóvembermán- uði sl. • Hafnar verða hafnarfram- kvæmdir í Helguvík á þessu ári og haldið áfram byggingu birgðarýmis fyrir olíu. • Líklegt er að bygging nýrrar stjórnstöðvar á Keflavíkur- flugvelli verði á framkvæmda- áætlun 1986. • Ekki eru áform um byggingu nýrra flugbrauta, en samkvæmt samkomulagi um nýja flug- stöðvarbyggingu verður lagður flugvallarvegur, flughlað og akstursbrautir fyrir flugvélar, sem Bandaríkin greiða allan kostnað af. • Engar óskir hafa verið settar fram um OTH-ratsjárstöðvar. Þær munu ekki gagnast á norð- urslóðum af tæknilegum ástæð- um. Tveir þingmenn Alþýðu- bandalags, Steingrimur J. Sig- fússon og Svavar Gestsson, klór- uðu til málamynda í gamla „ís- land úr NATO“-bakkann, en all- ur var sá málatilbúnaður í skötulíki. Steingrímur fann sig og knúinn til að þakka utanrík- isráðherra fyrir skýr og afdrátt- arlaus svör. Menn með mismunandi af- stöðu til varnar- og öryggismála viðurkenna flestir að Geir Hall- grímsson utanríkisráðherra hafi í einu og öllu haldið þannig á málum sem hæfir á upplýsinga- öld. Umræða um þennan mikil- væga öryggis- og sjálfstæðisþátt þjóðarinnar hefur aldrei verið opinskárri. Jafnframt hefur það verið undirbyggt að við getum lagt sjálfstætt eigið mat á varn- arhagsmuni okkar. Mestu er þó um vert að hinir eldri, sem muna þá tíma síðla á fjórða áratugnum, þegar ónóg varnarsamstaða lýðræðisríkja og haldleysi hlutleysis opnaði flóðgáttir síðari heimsstyrjald- arinnar, haldi vöku sinni; og að hinir yngri, sem eiga heiminn næstu áratugi, læri af reynslu og mistökum genginnar tíðar. Friöur um nafn Jóns forseta Vegna fyrirspurnar á Alþingi um bókmenntaverðlaun tengd nafni Jóns Sigurðssonar, telur Morgunblaðið að þjóðin þurfi fremur á öðru að halda en slíku tildri. Nafn forsetans á áfram að vera utan og ofan við dægurþras og meting. Fremur væri ástæða til að veita styrki til mikilvægra verkefna í bók- menntum eða viðurkenningar fyrir langtíma framlag einstakl- inga til íslenzkrar menningar. Nafn forsetans á ekki að tengja illvígum deilum eða önd- verðum meiningum, sem oftlega koma til, er verðlauna á einstök verk líðandi stundar. Allra sízt á að efna til slíkrar uppákomu ár hvert á afmælisdegi forset- ans, sem jafnframt er þjóðhá- tíðardagur íslendinga. Viktoría Múllova eftir Arnór Hannibalsson Vart verður lengur komið tölu á alla þá sovézku listamenn, sem hafa talið sig nauðbeygða til að flýja föðurland sitt til þess að geta sinnt list sinni. Rostropovits selló- leikari, Galína Visnéfskaja sópr- ansöngkona, Maxím Sostakovits hljómsveitarstjóri, Ernst Néí- svéstní myndhöggvari, Vladimír Maxímof rithöfundur, — þetta eru aðeins örfáir af fjölmörgum. Öll- um ber þeim saman um það, að aðstæður í Sovétríkjunum séu slíkar, að þar verði list ekki stund- uð. List krefst frelsis. Þegar eitthvað athyglisvert gerist í sov- ézkri list, svo sem eins og leikrita- uppfærslur leikstjórans Ljúbím- ofs, má alltaf búast við að fyrr eða síðar komi frétt um að listamað- urinn hafi flúið land, eða þá að yfirvöldin hafi tekið hann inn fyrir múrana, eins og fór fyrir hinum frábæra kvikmyndaieik- stjóra Sergo Paradsjanof. Frá Kuusamo til Haparanda í júlí 1983 bættust tveir sovézkir tónlistarmenn í hóp útlaga. Það voru fiðluleikarinn Viktoría Múl- lova og undirleikari hennar Vakhtang Zordanja. Þau höfðu verið á tónleikaferða- lagi um Finnland. Að loknum tón- leikum gistu þau á hóteli í smábæ að nafni Kuusamo. Þau skoðuðu „Á torginu í Haparanda komu til þeirra finnskir ferðamenn sem þekktu Múllovu og Zordanja úr sjónvarpi. Þeir áttuðu sig á augabragði hvað var á seyði og hjálpuðu tónlistarmönnunum að komast til Stokkhólms. Fyrsta verkið þar var að fara í sendiráði Banda- ríkjanna og biðjast hæl- is þar í landi.“ landakort og komust að raun um að þau voru stödd 150 til 200 km frá sænsku landamærunum. Þau náðu í leigubíl fyrir framan hótel- ið og óku með honum til sænska bæjarins Haparanda. Og stóðst það á endum að handbært fé þeirra rétt nægði til að greiða far- gjaldið. Frá þessu segja þau í viðtali við Parísarblaðið „Rússkaja Misl“ í júlí 1983. Viktoría Múllova er fædd 1960. Faðir hennar er verkfræðingur en móðir hennar enskukennari. Þau bjuggu í Zúkofsk, bæ fyrir utan Moskvu. Þegar hún var sjö ára var hún tekin í 10 ára barnaskóla við Tónlistarháskólann í Moskvu. Tónlistarháskólanum lauk hún 1983 og var kennari hennar hinn frægi fiðluleikari Leoníd Kogan. Þegar MúIIova var 14 ára sigraði hún í fiðluleikarakeppni í Varsjá í Póllandi, árið 1981 í alþjóðlegri keppni í Finnlandi og 1982 í al- þjóðlegu Tsjákofskí-keppninni í Moskvu. Sigurvegarinn í þeirri keppni fær vanalega að koma fram á tónleikum með beztu hljómsveitum landsins. En Múll- ova fékk það ekki og var sagt að engir salir væru lausir. Vanalega er gefin út hljómplata með leik sigurvegara í alþjóðlegum keppn- um. En menningarmálaráðuneytið setti það ekki á dagskrá og var því borið við að svo mikil þröng væri í upptökuverum. Múllovu var lofað því, að henni yrði úthlutað íbúð, en ekki varð af því. Ekkert leyfi fyrir íbúð fékkst frá yfirvöldum, og varð hún því að búa hjá for- eldrum. Á tónleikatímabilinu 1983—1984 var ekki gert ráð fyrir að hún héldi neina tónleika, utan að spila einu sinni fyrir skólanem- endur. Goskontsert, ríkisstofnun- in sem ræður öllu tónleikahaldi, hafði ákveðið að hundsa Múllovu nær algjörlega. Hversvegna? Það vissi enginn. Yfirvöldin einfald- lega vísa þeim á bug sem þeim þóknast. Goskontsert bárust mörg boð erlendis frá um að Mullova héldi þar tónleika. Um fæst þeirra fékk hún að vita. Það var fyrir þrábeiðni og grátbænir Finna að hún fékk loks leyfi til tónleika- halds í Finnlandi. Frá Tvflýsi til Stokkhólms Vakhtang Zordanja er fæddur í Tvílýsi (Tblísi) af grúsínskum og rússneskum ættum. Hann var settur til náms í tónlist á ungum aldri og lauk tónlistarháskólanum í Tblísi sem píanóleikari og síðan stundaði hann nám í hljómsveit- arstjórn í Léníngrað hjá hinum fræga hljómsveitarstjóra Évgéní Mravínskí. Síðan stýrði hann sin- fóníuhljómsveitum í Saratof og Kharkof. Það var hálfgerð tilvilj- un að hann var sendur sem undir- leikari með Múllovu til Finnlands. Sá sem venjulega annaðist undir- leik fyrir Múllovu var skyndilega settur í ferðabann. (Hann varð það sem kallað er „néviésdnoj"). Múllova krafðist þess þá, að Vakhtang Zordanja annaðist und- irleik í Finnlandsferðinni. Hann bjó sig undir það á örskömmum tíma, þótt hann hefði þá um skeið lftt annazt píanóleik. Samt vissi hann ekki hvort af þessu yrði eða hvort hann fengi útfararleyfi. Það kom loks tveim dögum fyrir brottför. En þótt það væri fengið, „getur enginn sovétborgari verið viss um að hann komist út fyrir landamærin. Það gæti alveg eins gerzt að hann yrði dreginn út úr flugvélinni á síðustu mínútu", seg- ir hann í nefndu viðtali. Zordanja hafði þeim mun meiri ástæðu til að óttast þetta, að hann hafði ver- ið í ferðabanni og aldrei fyrr feng- ið að fara vestur yfir járntjaldið. Honum hafði aðeins þrisvar verið hleypt til landa í Austur-Evrópu. Samt var Zordanja orðinn það þekktur erlendis, að Goskontsert fékk beiðnir um að hann kæmi til að stjórna þar hljómsveitum. Hin fræga ópera La Scala í Mílanó bauð honum t.d. að stjórna sýn- ingum á Aídu eftir Verdi. En Goskontsert tók ekki í mál að gefa leyfi til þess og neitaði Zordanja um svokallaða „karakteristík", en það er lýsing á ferli manns, frammistöðu og viðhorfum, en án hennar gera þeir ekkert sem gefa leyfin. Þá var Zordanja boðið að vera í dómnefnd á alþjóðlegri keppni píanóleikara í Montreal ár- ið 1982. En sovézk yfirvöld neituðu honum um leyfi að fara þangað. Zordanja var kominn um fertugt og hafði starfað sem hljómsveitar- stjóri á annan áratug, þegar fyrst var leyft að mætti gefa út hljómplötu með leik hans. En síðan kom skyndilega leyfi til að fara til Finnlands. Það var fyrsta, eina og síðasta tækifærið til að sleppa. í Sovétríkjunum hefði mín beðið það eitt að trénast upp sem tónlistarmaður, segir hann. Andlausir skriffinnar ráða því hvaða tónverk hver má flytja og segja fyrir um hvernig verkefna- skrár skuli líta út. Sérstaklega er þrýst á það, að þeir sem fá að fara til útlanda flytji lítt athyglisverð sovézk tón- verk. SÍðan hirða sovézk yfirvöld 70—90% þeirr launa sem lista- mennirnir vinna sér inn. Það var því ekki að furða, að flóttamenn- irnir sem stigu út úr lcigubíl á aðaltorginu í Haparanda borguðu sinn síðasta eyri fyrir farið. Til Svíþjóðar Ef flóttinn átti að heppnast urðu þau að komast út úr Finn- landi, því að Finnar endursenda sovézka flóttamenn. Þá vissu þau það einnig að vegabréfaskoðun er ekki haldið uppi á sænsk-finnsku landamærunum, og það gerði flóttann mögulegan. Á torginu í Haparanda komu til þeirra finnskir ferðamenn sem þekktu Múllovu og Zordanja úr sjónvarpi. Þeir áttuðu sig á augabragði hvað var á seyði og hjálpuðu tónlist- armönnunum að komast til Stokk- hólms. Fyrsta verkið þar var að fara í sendiráð Bandaríkjanna og biðjast hælis þar í landi. Múllova (og væntanlega Zord- anja einnig) býr nú í New York. Hún er frjáls að flytja þau verk sem henni líkar og laus undari al- valdi skriffinnanna í Goskontsert. Höfundur er dósent rið heimspeki- deild Háskóla íslands. Viktoría Múllova leikur i tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands í kvöld og Tónlistarfélagsins á laugardag- inn. Togarar Bæjarútgerðarinnar við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Áætlað er að viðgerð á þeim muni kosta um 30 milljónir króna. arfulltrúa til að kanna rekstur fyrirtækisins og gera tillögur um breytingar þar á. Samkvæmt áliti nefndarinnar var ákveðið að stofna almenningshlutafélag um fiskvinnsluna og ennfremur gert ráð fyrir, að bæjarsjóður taki að sér að greiða verulegan hluta af skuldum Bæjarútgerðarinnar." Rekstrarstöðvun var óumflýjanleg „Um síðustu áramót voru skuld- ir fyrirtækisins 478 milljónir króna og höfðu aukist um 125 milljónir frá árinu áður. í vanskil- um voru þá að minnsta kosti 120 milljónir og afborganir af lánum á þessu ári eru áætlaðar 65 milljón- Aðalatriðið er að tryggja út- gerðinni rekstrargrundvöll Rætt við Einar Inga Halldórsson, bæjarstjóra í Hafnarfirði, um mál- efni BUH og atvinnumál bæjarins ATVINNUÁSTAND í Hafnarfirði hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu í kjölfar ályktana og yfirlýsinga fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna um atvinnuleysi í bænum. Rekstrarstöðvun Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar hefur að vonum komið inn í þá umræðu enda stór hluti þeirra, sem eru á atvinnuleysisskrá í Hafnarfirði, úr hópi starfsmanna útgerðarinnar. Einnig hefur athygli manna beinst nokkuð að þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru á rekstri fyrirtækisins með stofnun nýs almenningshlutafélags „Útgerð- arfélags Hafnfirðinga hf.“, en um þessar mundir er að hefjast almenn hlutafjársöfnun til félagsins. Morgunblaðið ræddi við Einar Inga Halldórs- son, bæjarstjóra f Hafnarfirði, um þessi mál og var hann fyrst inntur álits á ályktun verkalýðsfélaganna um atvinnuástandið í bænum. „Ég hef í sjálfu sér ýmislegt við þessa ályktun að athuga enda eru þar fullyrðingar sem ekki eiga við rök að styðjast eða eru byggðar á misskilningi. í dag eru á atvinnu- leysisskrá i Hafnarfirði 145 manns, þar af 77 sem áður voru í vinnu hjá Bæjarútgerðinni. Sumt af þessu fólki var þar í hlutastarfi. Nú vantar fólk f fiskvinnslu hjá Sjólastöðinni, um 30 konur og 15 karla, þannig að þessi tala er jafn- vel orðin enn lægri. Með þessu er ég hins vegar ekki að mótmæla því, að undanfarin misseri hefur verið nokkuð um atvinnuleysi hér í bænum, einkum hjá fólki í fisk- iðnaði og ástæðuna má rekja til þess, að vinna hefur verið stopul hjá Bæjarútgerðinni. Einar Ingi Halldórsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Þó allt hafi verið reynt til að halda uppi vinnu hjá fyrirtækinu hefur það gengið illa og á sfðasta ári lá vinna niðri í tæpa 6 mánuði. Þá var skipuð nefnd þriggja bæj- ir. Að óbreyttu hefði fyrirtækið því þurft að greiða á þessu ári 185 milljónir króna í skuldir og af- borganir, sem er sama upphæð og fyrirtækið velti á síðasta ári. Ofan á þetta hefði svo auðvitað bæst allur rekstrarkostnaður, launa- kostnaður og annað tilheyrandi. Veltan dugir ekki einu sinni til að borga skuldirnar hvað þá annað. Tap Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar árið 1984 var 113 milljónir króna og ýmsir virðast ekki átta sig á, hvað hér er um miklar fjárhæðir að ræða. Þetta samsvarar því að á síð- asta ári hafi bæjarsjóður greitt 500 þúsund krónur með hverju starfi hjá Bæjarútgerðinni, eða að hver einasti Hafnfirðingur hafi greitt 8.700 krónur til þess að halda uppi starfsemi fyrirtækisins og það sér hver rnaður að slíkur rekstur er ekki í þágu bæjarbúa. I febrúar síðastliðnum hafði fyrr- verandi útgerðarráð gefist upp á að halda uppi rekstri enda höfðu þá safnast upp mikil vanskil og mjög hart að fyrirtækinu gengið. Rekstrarstöðvunin var því óumflýjanleg og enginn grundvöll- ur er fyrir að hefja aftur rekstur fyrr en náðst hafa samningar við kröfuhafa og gert hefur verið við skip útgerðarinnar. Nú er unnið að hvoru tveggja og það, ásamt almennri hlutafjársöfnun er for- senda þess að hægt verði að hefja rekstur fyrirtækisins á ný. Það hefur ítrekað verið reynt að skýra fyrir verkalýðsleiðtogum i bænum þessa alvarlegu stöðu fyrirtækis- ins og þeim verið boðið að skoða fyrirliggjandi uppgjör. Það boð hefur ekki verið þegið og af álykt- unum fulltrúaráðsins mætti ætla að þessar upplýsingar hafi ekki komist til skila. Vandamál Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar leysast ekki með því að hefja rekstur nú við óbreyttar aðstæður. Það myndi einungis leiða til enn meiri erfiðleika og aukinnar fjárhags- byrði á bæjarsjóði og bæjarbúum. Aðalatriðið er að tryggja rekstr- argrundvöll útgerðarinnar þannig, að fyrirtækið geti veitt þeim, sem hjá því starfa, örugga atvinnu. Að undanförnu hefur verið unn- ið sleitulaust að þvi að fá lánum hjá opinberum sjóðum, verka- lýðsfélögum og öðrum kröfuhöfum skuldbreytt til lengri tíma og að semja um greiðslur á viðskipta- skuldum Bæjarútgerðarinnar. Það er áætlað að það muni kosta um 30 milljónir að gera við skip útgerð- arinnar, en öll þrjú þarfnast þau talsverðra viðgerða. Þá er í ráði að selja eitt þeirra, bv. Júní, og nú standa yfir viðræður við þá aðila sem sýnt hafa áhuga á að kaupa skipið. Nú á næstu dögum verður hafist handa við aimenna hlutafjársöfn- un, þar sem almenningi, stéttarfé- lögum og viðskiptaaðilum bæjar- útgerðarinnar verður gefinn kost- ur á að skrá sig fyrir hlutafé í hinu nýja almenningshlutafélagi „Ctgerðarfélagi Hafnfirðinga hf.“, sem áformað er að kaupi meiri- hluta af eignum Bæjarútgerðar- innar. Gert er ráð fyrir að einung- is hluti af skuldum BÚH færist yfir á hið nýja félag, en bæjarsjóð- ur greiði aðrar skuldir. Hinu nýja almenningshlutafélagi verður í upphafi skapaðar góðar aðstæður til að hefja rekstur og ætti, ef vel tekst til, að geta veitt örugga at- vinnu því fólki, sem þar mun starfa.“ Gott atvinnuástand í öðrum greinum t ályktun verkalýðsfélaganna segir m.a. að fjöldi fólks hafi leit- að í ný störf utan Hafnarfjarðar og ennfremur fullyrt að ráðamenn bæjarins hafi tilhneigingu til að leita til utanbæjarmanna með verktöku. Einar Ingi var spurður um þessi atriði: „Á undanförnum árum hefur vinnumarkaður í Hafnarfirði breyst verulega. Löngum var út- gerð og fiskvinnsla helsti atvinnu- vegurinn í bænum, en nú hafa aðr- ir atvinnuvegir tekið við. í dag starfa flestir Hafnfirðingar að iðnaði og bygingarstarfsemi. Þar á eftir kemur svo verslun og þjón- ustustörf. Atvinnuástand í öðrum greinum en fiskiðnaði hefur verið mjög gott og á undanförnum árum hefur störfum í öðrum greinum fjölgað talsvert. Samkvæmt upp- lýsingum frá Framkvæmdastofn- un fjölgaði störfum í Hafnarfirði um 206 heil störf á milli áranna 1982 og 1983 og ég hygg að þróunin hafi verið svipuð á síðasta ári. í dag lætur nærri að Hafnfirðingar séu að verða sjálfum sér nógir um atvinnu þar sem nánast er jafn- vægi á milli framboðs á atvinnu og vinnukrafts. Hins vegar liggur í hlutarins eðli að fjölmargir Hafnfirðingar sækja vinnu út fyrir bæjarmörkin, til dæmis til Reykjavíkur, og bæjaryfirvöld geta engin áhrif haft þar á. Á sama hátt sækja margir utanbæj- armenn vinnu til Hafnarfjarðar. Hvað varðar verktakana, þá verða menn að gera sér grein fyrir því, að fjölmörg fyrirtæki í Hafn- arfirði selja vinnu sína og þjón- ustu til annarra byggðarlaga. Ef ætti að fara að taka upp einhvers konar verndarstefnu í Hafnar- firði, eins og látið er að liggja í ályktun verkalýðsfélaganna, er hætt við, að slík stefna myndi bitna harðast á hafnfirskum fyrir- tækjum og starfsfólki þeirra þeg- ar nágrannabæjarfélögin færu að svara í sömu mynt. Fullyrðingar af þessu tagi eru því ákaflega hæpnar að minu mati og i engum tengslum við raunveruleikann,“ sagði Einar Ingi Halldórsson, bæj- arstjóri Hafnarfjarðar, að lokum. Framleiðsluráðslagafrumvarpið: Leyfi þarf ekki til að reka vinnslustöðvar ÞAU drög að nýjum framleiðsluráðslögum, sem voru eitt aðalmál auka- fulltrúafundar Stcttarsambands bænda í gær, fela í sér verulegar breytingar frá núgildandi lögum. Nafni laganna er breytt úr lögum „um Framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarafurðum o.fl.“ í lög „um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum". Birgir ísleifur Gunnarsson, sem tók þátt í samningu frumvarpsins, hefur tekið saman eftirfarandi punkta um helstu breytingar frá núgildandi lögum: 1. Uppsetningu laganna er breytt og þau gerð skipulegri og aðgengilegri. Valddreifing er auk- in verulega. 2. Skipan Framleiðsluráðs er breytt, fjölgað úr 11 í 15 í ráðinu. Fulltrúar sérgreinasambanda koma inn. Framleiðsluráð er gert að samstarfsvettvangi búvöru- framleiðenda, en stórlega dregið úr afskiptum þess af sölu og vinnslu búvara. 3. Verðlagningu er breytt. Greint er á milli verðs til fram- leiðenda og heildsöluverðs. Verð- lagsnefnd búvara ákveður verð til framleiðenda og skipa þá nefnd fulltrúar framleiðenda og neyt- enda. Yfirnefnd sker úr ágrein- ingi. 4. Heildsöluverð, þ.e. verð frá afurðastöð, er ákveðið af annarri nefnd undir forsæti verðlags- stjóra. Þar sem samkeppni er næg má undanskilja ákveönar vöruteg- undir. 5. Um smásöluverð fer eftir verðlagslögum. 6. Staðgreiðsla á búvörum til bænda er lögbundin. 7. Bændur semji við rikisvaldið um ákveðið magn mjólkur- og sauðfjárafurða, sem þeir fái fullt verð fyrir. Opnuð er heimild til svæðabúmarks og að skipta fram- leiðslunni milli einstakra fram- leiðenda. 8. Heimilt verður að innheimta sérstakt gjald af innfluttu fóðri. Tekjurnar skulu renna í Fram- leiðnisjóð landbúnaðarins. Þó er heimilt að endurgreiða framleið- endum. 9. Dregið verði úr útflutnings- bótum, en meginhluta þess fjár-' magns, sem þannig sparast skal varið til eflingar nýrra búgreina o.fl. 10. Felld eru niður ákvæði um að leyfi þurfi til að reka afurða- stöðvar. 11. Losað er um innflutning á grænmeti og öðrum garðávöxtum en sett á stofn nefnd til að fjalla um hann. Grænmetisverslun land- búnaðarins verður lögð niður. 12. Sett eru ný ákvæði um matsreglur. 13. Felld eru niður ákvæði um að leyfi þurfi til að stunda heild- sölu með landbúnaðarvörur. 14. Felld eru niður ákvæði um að óheimilt sé að selja búvörur á milli sölusvæða nema með leyfi Framleiðsluráðs. Bera skarn á hóla Bændur nota góðu tíðina sem verið hefur að undanfórnu til að flýta fyrir sér með vorverkin, eins og þessi mynd sem Árni Sæberg, Ijósmyndari Mbl., tók í Stokkseyrarhreppi ber með sér. Bóndinn er að spara áburðarkaupin og ekur dráttarvél sinni með mykjudreifara aftan í og dreifir húsdýraáburði á túnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.