Morgunblaðið - 18.04.1985, Síða 45
MQRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR18. AFRÍL1986
vanda af rekstri þess framvegis."
Þáverandi menntamálaráðherra,
Brynjólfur Bjarnason, svaraði
með bréfi dags. 16. október 1946 og
sagði ríkið vilja taka við safninu,
hvenær sem félagið æskir að af-
henda það. „En til bráðabirgða
hefur ráðuneytið ákveðið, að ráða
að safninu frá 1. janúar 1947 að
telja tvo fasta starfsmenn, þá dr.
Sigurð Þórarinsson og dr. Finn
Guðmundsson."
Stjórn náttúrufræðifélagsins
gerði nú uppkast að samningi um
afhendingu safnsins og lagði það
fyrir næsta aðalfund félagsins,
sem haldinn var 22. febrúar 1947,
og samþykkti fundurinn uppkastið
með smávægilegum breytingum.
Þann 16. júní 1947 undirrituðu svo
þáverandi menntamálaráðherra,
Eysteinn Jónsson og Hið íslenzka
náttúrufræðifélag eftirfarandi
samning.
Samningur
um náttúrugripasafnið
„Stjórn Hins íslenzka náttúru-
fræðifélags og menntamálaráðu-
neytið gjöra með sér svofelldan
samning:
Stjórn Hins íslenzka náttúru-
fræðifélags afhendir hér með
menntamálaráðuneytinu f.h. rík-
issjóðs náttúrugripasafn félagsins
til fullrar eignar og umráða,
ásamt sjóði þeim, að fjáhæð kr.
82.395,21 — áttatíu og tvö þúsund
þrjú hundruð niutíu og sex
21/100,- er félagið hefur myndað í
því skyni að reisa safninu hús, svo
og bækur, áhöld, skjöl og allt ann-
að, er safninu hefur fylgt og fylgir.
Félagið afhendir einnig allt það,
er varðar fuglamerkingarstarf-
semi félagsins og útgáfu vísinda-
ritsins „Acta naturalia islandica".
í staðinn skuldbindur mennta-
málaráðuneytið sig til að láta
Hinu íslenzka náttúrufræðifélagi í
té ókeypis eitt herbergi í hinni
nýju náttúrugripasafnsbyggingu,
er verði skrifstofa félagsins og að-
albækistöð. Ennfremur skal félag-
ið fá ókeypis hentugt og hæfilegt
geymslurúm í nefndri safnbygg-
ingu fyrir uppiög tímaritsins
Náttúrufræðingsins, Flóru ís-
lands, ársskýrslu félagsins og ann-
arra rita, er félagið kann að gefa
út og nánar semst um. Þá skal
félagið og fá ókeypis afnot af
kennslusal hinnar fyrirhuguðu
náttúrugripasafnsbyggingar til
fundarhalda sinna, eftir nánara
samkomulagi, þegar smíði hússins
er lokið. Félagar í Hinu íslenzka
náttúrufræðifélagi skulu fá ókeyp-
is aðgang að náttúrugripasafninu.
Framangreind afhending miðist
við 1. janúar 1947. Samningur
þessi er undirritaður i tveimur
samhljóða frumritum og heldur
hvor aðili sínu eintaki."
Reykjavík,
16. júní 1947.
Menntamálaráðherra F.h. Hins íslenzka
Eysteinn Jónsson. náttúrufræÓifélags:
Siguróur Þórarinsson
Gunnar Árnason
Guðmundur Þorlákss.
Sigurður Pétursson.
Hér urðu mikil þáttaskil i sögu
náttúrugripasafnsins. Safnið, sem
hafði verið einkaeign þess félags,
er byggði það upp, var nú orðið
ríkiseign, og mátti því teljast vel
sett á þeirra tíma mælikvarða.
Auk þess fylgdi safninu allstór
hússjóður, myndaður „í því skyni
að reisa safninu hús“, og teikn-
ingar af húsinu voru tilbúnar. Nú
var því hægt að hefjast handa
strax við byggingu hússins.
Árið 1951 voru gefin út lög um
Náttúrugripasafn Islands (lög nr.
17/1951). Þar stendur í 2. gr., að
aðalhlutverk safnsins sé:
1. að viða að sér sem fullkomn-
ustu safni islenzkra náttú u-
gripa og varðveita það
2. að afla erlendra náttúrugripa,
eftir því sem heppilegt þykir og
aðstæður leyfa
3. að annast fuglamerkingu í vis-
indalegum tilgangi.
4. að vinna skipuiagsbundið að al-
mennum rannsóknum á nátt-
úru íslands
5. að annast eða sjá um tilteknar
rannsóknir eftir því sem ríkis-
stjórnin kann að óska.
I 4. gr. stendur:
Náttúrugripasafnið skal vera
almenningi til sýnis eigi sjaldnar
en þrisvar í viku ... Lögð skal
áherzla á, að safnið veiti sem
gleggst yfirlit um náttúru lands-
ins.
f þessum lögum er ekki gert ráð
fyrir því, að kennsla fari fram í
Náttúrugripasafni Islands. Safnið
á fyrst og fremst að vera sýn-
ingarsafn, sem opið skal öllum al-
menningi, jafnt skólafólki og öðr-
um, án þess að tilheyra sérstakl-
ega Háskóla fslands eða létta af
honum náttúrufræðikennslunni.
Hússjóðurinn, sem látinn var
fylgja safninu við afhendinguna
árið 1947, var þá að upphæð 82.396
kr. Miðað við byggingarkostnað
árið 1985 jafngildir það 1.050 þús. kr.
En hér fór allt á annan veg en
ætlað var. Ríkissjóður fslands
stóð aldrei að sínum hluta við
samninginn um náttúrugripasafn-
ið frá 16. júní 1947. Ennþá hefur
ekki veriö hafin bygging á húsi
fyrir Náttúrugripasafnið, og hús-
sjóðurinn er horfinn.
Sigurður Pétursson er gerlafræö-
iagur og fýrrrerandi deildar-
stjóri hjí Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins.
Ijósmynd/Sig. Jóns
„Litli Sam“: Smári Kristjánsson, Jóhann Stefánsson, Ingibjörg Stefánsdóttir,
Margrét Lilliendahl, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Helgi Kristjánsson og Gissur
Geirsson.
Selfoss:
Arlegir vortónleikar á döfinni
SelfoHRÍ, 15. sgríl.
HÉR Á Selfossi eru margir góðir sönghálsar, enda fjórir kórar starfandi.
Samkór Selfoss hélt sína árlegu vortónleika föstudaginn 12. aprfl sl.
Tónleikarnir voru haldnir i Sel-
fossbíói og tókust með ágætum.
Söngskráin var fjölbreytt að
vanda, mjúkir tónar af nótnablöð-
um Bachs, dillandi diskótaktur,
ásamt hefðbundnum kórlögum.
Kórstjórinn, Helgi Kristjánsson,
skipti kórnum þannig að sum Iög
sungu karlarnir einir, konurnar
einar og loks var „Litli Sam“ með
sína hressilegu skemmtidagskrá.
Reyndar eru kvennaraddirnar kall-
aðar „Kvensam", svona til að kitla
hláturtaugar.
Nú eru á döfinni söngskemmtan-
ir a.m.k. tveggja kóra, Karlakórs-
ins og kórs Fjölbrautaskólans og
verður sjálfsagt unun á að hlýða,
enda vorsöngur okkar Selfossbúa.
Sig. Jóns.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Myndastytta af Jósef Stalín á Gömul mynd úr mosku f Tirane.
Skanderbeg-torgi í Tirane. Öllum bænahúsum hefur síðan
verið breytt í leikhús eða verzlanir.
Albanía:
Landbúnaður stendur með blóma f
landinu.
Verður breyting á ein-
angrunarstefnu Albaníu
með nýrri forystu?
EKKI er ósennilegt, að vandabarátta brjótist upp á yfírborðið í Albaníu,
að Enver Hoxha látnum. Þó svo að Ramiz Alia hafí tekið við stöðu
flokksleiðtoga, eins og Hoxha lagði fyrir, er trúlegt að Adil Carcani
forsætisráðherra reyni að láta að sér kveða. Carcani er fylgjandi þvf að
Albanía taki upp samskipti við erlend ríki, en Alia styður einangrunar-
stefnu fyrirrennara síns.
Ovíst er að fréttir berist af
valdabaráttu nema í tak-
mörkuðum mæli, en augu manna
beinast þessa stundina að Alb-
aníu og áreiðanlega reyna frétt-
amenn að fylgjast með gangi
mála.
Þegar Hoxha lézt á dögunum,
76 ára að aldri, hafði hann verið
í fyrirsvari í kommúnistariki,
lengur en nokkur annar.
Hoxha bannaði trúarbrögð og
nam trúna úr gildi formlega árið
1967. Albanía var eina landið í
Evrópu, þar sem trúarbrögð
hafa verið bönnuð með opinberri
lagasetningu. Hoxha bannaði að
menn ættu einkabíla, að fólk
færi f utanlandsferðir, kysstist á
almannafæri svo að nokkuð sé
nefnt.
Hann efldi mjög landbúnað í
Albaníu, svo að landið er sjálfu
sér nægt með matvælafram-
leiðslu. Lífskjör í landinu hafa
batnað en ýmsar auðlindir þess
eru enn vannýttar og Albanía
telst vera snauðasta land í Evr-
ópu. Landið er mjög lokað, ferða-
menn eru þar sjaldséðir og
strangar reglur ero í gildi um
ferðir þeirra og samskipti þeirra
við Albani.
Hoxha stofnaði kommúnista-
flokk Albaníu árið 1941 og gat
sér sfðan gott orð sem leiðtogi
andspyrnuhreyfingarinnar f
heimsstyrjöldinni síðari gegn ít-
ölum og Þjóðverjum, sem höfðu
ráðizt inn í landið. Bandamenn
veittu honum stuðning með þvf
fororði, að efnt yrði til frjálsra
kosninga. I desember 1945 var
kommúnistaþing landsins „kos-
ið“ og mánuði síðar lýst yfir
stofnun lýðveldis í landinu.
Bretar og Bandaríkjamenn
rufu stjórnmálasamband við
Albaníu árið 1946, eftir að
Hoxha hafði aukið samskiptin
við Júgóslavíu. Þau urðu enda-
slepp; þegar Tito sleit Júgóslavíu
úr tengslum við Sovétríkin,
brást Hoxha hinn versti við og
sneri sér heilshugar að stuðningi
við Stalínstjórnina. Árið 1960
var vinfengi við Kremlarbúa
fyrir bí eftir að Krúsjev hafði
gagnrýnt Stalín og stjórnar-
háttu hans. Hoxha sakaði Krúsj-
ev um endurskoðunarstefnu og
ákvað að halla sér að Kfnverjum.
En árið 1978 slitnaði svo upp úr
þeirri vináttu og enn var ástæð-
an hjá Hoxha hin sama: Kínverj-
ar höfðu gerzt sekir um endur-
skoðunarstefnu.
Enginn vafi er á þvf að Hoxha
hélt öllum þráðum valdsins f
hendi sér. Hann barði miskunn-
arlaust niður alla andspyrnu og
greip til þeirra bragða sem hon-
um þótti áhrifamest hverju
sinni. Hann hafði ákveðið að
Mehmet Shehu, forsætisráð-
herra um árabil, yrði eftirmaður
sinn. Árið 1981 sinnaðist þeim
félögum og samkvæmt opinber-
um fréttum framdi Shehu sjálfs-
morð. Heimildir sem taldar hafa
verið langtum öruggari sögðu að
Hoxha hefði skotið Shehu með
eigin hendi, eftir að sundur-
þykkja milli þeirra magnaðist.
Shehu hafði verið dáð stríðs-
hetja, en f einni af mörgum bók-
um sínum, sagði Hoxha að
Shehu hefði verið njósnari um
árabil fyrir Breta, Bandaríkja-
menn, Sovétmenn og Júgóslava.
Árið 1967 var Albanía form-
lega lýst trúlaust rfki, eins og
minnzt var á. Meirihluti þjóðar-
innar hafði verið múhameðstrú-
ar og allmargir voru kristnir.
Moskum og kirkjum var snar-
lega breytt í leikhús, verzlanir
eða skrifstofur og öll iðkun trúar
stranglega bönnuð og hörð við-
urlög við brotum.
Enver Hoxha virðist hafa ver-
ið haldinn sjúklegri tortryggni í
garð útlendinga, það er kunnara
en frá þurfi að segja. Sú tor-
tryggni magnaðist með árunum.
Ungur var hann þó við nám í
Frakklandi og starfaði síðan í
Belgiu áður en hann fluttist al-
farinn heim til Albaniu, þar sem
hann kenndi um hríð frönsku i
Tirané.
Þó að Hoxha væri óumdeilan-
legur stjórnandi Albanfu í ára-
tugi hefur einangrunarstefna sú,
sem hann fylgdi, sætt gagnrýni á
hinum síðustu árum. Fremstur f
flokki er þar sem sagt forsætis-
ráðherrann Adil Carcani. Car-
cani álítur nauðsynlegt að koma
Albaníu aftur inn á Evrópukort-
ið, og taka upp viðskipti við er-
lend ríki.
Um þær mundir sem Hoxha
sleit stjórnmálasambandi við
Sovétríkin hafði af hálfu leið-
toga þar verið lagt að Hoxha að
rjúfa einangrun Albaniu. Sov-
étmenn hafa ftrekað þetta marg-
sinnis sfðar og f nóvember sl.
sagði Gorbasjev núverandi
flokksleiðtogi f heimsókn i Búlg-
ariu, að Sovétríkin vildu koma
samskiptum við Albaniu f eðli-
legt horf. Vestræn ríki hafa
einnig farið á fjörurnar við Alb-
ani varðandi þetta mál, en fram
til þessa hafa viðbrögðin verið
neikvæð.
Flokksleiðtoginn nýi, Ramiz
Alia, var dyggur stuðningsmað-
ur Hoxha og stefnu hans og þvi
er álitið, að hann muni ekki eiga
frumkvæði að neinum breyting-
um er hnigju f þessa átt. Reynist
vera sterkari hljómgrunnur inn-
an forystusveitar kommúnista-
flokksins fyrir breytingum mun
Adil Carcani og þeir sem honum
fylgja án efa reyna að þrýsta á
um að farnar verði nýjar leiðir.
Hver yrði svo niðurstaða þeirrar
baráttu er með öllu óráðin gáta.