Morgunblaðið - 18.04.1985, Qupperneq 50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL1985
Minning:
Jón Sigurðsson frá
Snœbjarnarstöðum
Fæddur 25. nóvember 1897
Diinn 6. aprfl 1985
„Það er svo margt að minnast á
frá morgni æskuljósum."
Þegar samferðamenn, sem eru
hugstæðir, hverfa yfir móðuna
miklu leitar hugurinn gjarnan til
æviferils þeirra og þess umhverfis
sem ól þá. í þeim felst og þróast
eftir atvikum arfleifð feðranna,
áhrif þess andrúmslofts sem mótar
manninn í æsku og endurminning-
in sem fylgir honum á lífsgöng-
unni.
Hver sveit og landsvæði í okkar
fjölbreytta, fagra landi hefur ein-
hverja sérstöðu „sjarma" sem er
frábrugðin öllu öðru og vitnar um
fjölbreytni þess sköpunarverks sem
mönnunum hlotnast að njóta og
búa við meðan jarðvistin varir.
Fnjóskadalur er ein þeirra
byggða sem býr yfir þeim töfrum
að skarta einum fríðasta skógi á
landinu sem hefur viðhaldist frá
öndverðu.
Landnámsmaöurinn Þórir snep-
ill Ketilsson blótaði lundinn. Það
má segja að hann hafi vigt lundinn
og helgað hann. Skógurinn hefur
lika staðið gegnum aldirnar.
Að Snæbjarnarstöðum í
Fnjóskadal fæddist fyrir rúmum
áttatíu og sjö árum, nánar 25. nóv-
ember 1897, drengurinn Jón Sig-
urðsson, sonur hjónanna Sigurðar
Bjarnasonar, bónda þar af Reykja-
ætt, og Hólmfríðar Jónsdóttur af
steinkirkjuætt. En ættir þessar
voru gamalgrónar þarna í dalnum
og eru þar enn og ekki óiíklegt að
vissar greinar nái allt til land-
námsmannsins. Jón var sjötta barn
þeirra hjóna og eini drengurinn þá.
Alls urðu börnin níu, annar dreng-
ur, Snæbjörn, yngstur systkinanna,
og ellefu árum yngri en Jón.
Systurnar sjö, þessar Fnjóska-
dalsdætur, voru: Heiga, sem lærði
ljósmóðurfræði og starfaði sem
í dag kveðjum við tengdamóður
mina, Kristínu Benediktsdóttur.
Hún var fædd í Reykjavík 22. apríl
1901 og bjó hér alla ævi sína.
Foreldrar hennar voru Ingunn
Björnsdóttir ættuð úr Lundar-
reykjadal og Benedikt Jóhannes-
son fæddur á Borg á Mýrum.
Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu
þau á Rein við Akranes, síðar
fiuttu þau til Reykjavikur.
Systkinin voru fimm, Jón, Björn
og Guðbjörg, sem öll eru látin og
Margrét sem lifir systkini sín, hún
býr á Haiikelshólum í Grímsnesi.
Kynni mín af tengdamóður
minni hófust fyrir 35 árum og hef-
ur ekki skuggi fallið á vináttu
okkar og væntumþykju.
Frá fyrstu tíð hefur hún verið
mér sem besta móðir og er sökn-
uðurinn mikill hjá okkur og böm-
um okkar, sem dáðu ömmu sína.
Ég held að ekki sé ofsagt að
samband hennar við börnin hafi
verið einstakt. Enda var metingur
þegar þau voru lítil hvert þeirra
fengi að vera hjá ömmu Kristínu.
Hún var þá sem eitt þeirra i ieik
og gríni og varla hægt að sjá á
milli hver skemmti sér best.
Þá var afi ólafur ekki síður góð-
ur við börain og gaf sér ailtaf tíma
að spila við þau.
Þau Kristín og ólafur voru sam-
hent í öllu sem þau gerðu og var
hjónaband þeirra hamingjusamt.
Þau báru mikla umhyggju hvort
fyrir öðru. Það var alveg sérstakt
hvernig tengdafaðir minn hefur
hugsað um hana og annast í henn-
ar veikindum, sem staðið hafa í
mörg ár, að ég tali ekki um síðustu
árin sem voru henni erfið og hún
oft meira rúmliggjandi en á fót-
ljósmóðir í Reykjavík langt árabil;
Margrét, bjó á Grund í Eyjafirði;
Kristin, bjó á Steintúni á Bakka-
firði, síðar í Reykjavík; Rósa, bjó á
Merkigili í Eyjafirði; Bjarney, bjó í
Torfufelli í Eyjafirði; Sigurbjörg,
bjó á Bakkafiröi, síðar í Reykjavík;
Ólöf, bjó í Fjósakoti í Eyjafirði;
Snæbjörn, yngri bróðirinn, var
bóndi i Hólshúsum og siðar á
Grund.
Systurnar Helga, Margrét og
Bjarney eru látnar.
Það var fjöimennt heimilið á
Snæbjarnarstöðum og þó ekki væri
ríkidæmi þá var það vel bjargálna.
Það var heimilinu mikið bjargræði
hvað kvíærnar mjólkuðu vel enda
sauðland gott og tvær mjólkurkýr
voru jafnan í fjósi. Hólmfríður
húsfreyja var mjög lagin að til-
reiða mjólkurmat og safnaði drjúg-
um forða til vetrarins sem nægði
til fráfærna næsta vors.
í endurminningu þeirra systr-
anna sem best mundu Snæbjarn-
arstaðaheimilið á þessum tíma
voru hin ljúfu bernskuár Jóns Sig-
urðssonar og spegla vissa þætti
sem gerðu þetta mannlíf hugljúft
og farsælt.
Vinnuástundun, nýtni og nægju-
semi var forsenda þess að komast
af. Glaðværð og sönghneigð hús-
freyjunnar lífgaði upp á hvers-
dagsleikann, sagnfræðiáhugi hús-
bóndans hefur líka verið forvitni-
legur þeim sem höfðu aldur til og
húslestrar voru lesnir nema yfir
sláttinn.
Þá var það hefðbundin venja eft-
ir að elstu börnin þörfnuðust til-
sagnar við lærdóm að kennari var
tekinn á heimiiið einn mánuð á
hverjum vetri og mun sá tími hafa
orðið notadrjúgur enda fengnir til
kennslunnar hinir ágætustu menn.
Einhverju sinni hafði ókunnug
kona viljað kynna sér hjá einni af
elstu systrunum hvernig heimilis-
hættir væru á þessu afskekkta
dalabýli og eftir að hafa kynnst
um. Hann bar hana á höndum sér
og umhyggja fyrir henni sat ætið í
fyrirrúmi. Hann annaðist hana og
heimiiið og var alltaf sami kæri
eiginmaðurinn og kunni hún vel
að meta það.
Kristínu var margt til lista lagt
og man ég sérstaklega hvað allt
iék í höndum hennar hvort sem
um saumaskap, hannyrðir eða
matargerð var að ræða. Margar
voru peysurnar, pilsin og svunt-
urnar sem amma Kristín gerði
handa börnunum og alit vakti
þetta athygli þar sem þau fóru.
Það verður tóm á Hraunteig við
fráfall hennar, að ég tali ekki um
hátíðsdagana þegar fjölskyldan
var vön að koma þar saman. Hvort
sem var um kaffi- eða matarboð
að ræða var það þannig úr garði
gert að sómt hefði þjóðhöfðingja.
Minnist ég einnig bolludaganna,
þá fórum við með börnin á
Hraunteig og þar biðu fagurlega
skreyttir bolluvendir, sem amma
hafði búið til handa þeim. Upp-
dekkað borð skreytt með máluðum
eggjum og ýmsu góðgæti.
Það er mikiil söknuður þegar
leiðir skilja og maður er aldrei til-
búinn að taka þvi. Við huggum
okkur við að nú er hún laus við
allar þjáningar og biðjum Guð
fyrir hana að hún fái að vera í
návist hans.
Við biðjum Guð um að gefa
tengdaföður minum styrk og vera
honum miskunnsamur.
Að lokum þakka ég tengdamóð-
ur minni samfylgdina og ást henn-
ar til okkar.
Guð blessi minningu hennar.
Hvíl í friði.
Björg
stúlkunni og lýsingu hennar á
heimilinu hafði hún sagt: „Nú, þú
ert bara alin upp á menningar-
heimili."
En langvinnt strit við erfiðar að-
stæður reynir á heilsu og mannlegt
þrek þrátt fyrir góða aðstoð barn-
anna strax og þau uxu úr grasi og
elstu dæturnar þegar farnar að
heiman. Þá bregða hjónin, Hólm-
fríður og Sigurður á Snæbjarnar-
stöðum, eftir meira en tuttugu ára
búskap þar, á það ráð að flytjast
búferlum yfir „heiðina" (Vaðla-
heiði) að Garðsá í Eyjafirði. Það
má gera sér i hugarlund tilfinn-
ingar þessa fólks þegar það horfir
yfir dalinn sinn af heiöarbrúninni
og er að kveðja. Kveðja þessa kæru
ættarbyggð sem hafði fóstrað þau
öll frá fæöingu, ailt til þessa dags.
Þar hafa án efa fallið mörg höfug
tár og frá brjóstum þeirra hrærst
bæn og þakkargjörð.
Þarna verða veruleg þáttaskil í
lífi Jóns Sigurðssonar. Eliefu ára
drengur hverfur úr vernduðu um-
hverfi þar sem hann var eftirlæt-
isbarn foreldra sinna og systra,
ennþá eini bróðirinn (en Snæbjörn
fæddist 22. ágúst þetta sumar,
1908). Jón var fjörmikill drengur
en um leið skapmikill og kannski
nokkuð ertinn á þessum tíma, hafði
notið mikils frjáisræðis, systur
í dag er til moldar borin elsku
amma mín, Kristín Benediktsdótt-
ir.
Ég vil aðeins með fáum og fá-
tæklegum orðum fá að þakka
ömmu minni fyrir allar þær
ógleymanlegu stundir sem við átt-
um saman, bæði í gleði og sorg,
því hún var einstök amma.
Amma sem alltaf gaf sér tíma
til að setjast niður og spjalla við
mig eða leika við mig, þegar ég var
yngri.
Amma sem ailtaf var tilbúin að
leiðbeina mér og kenna og gaf svo
mikið af sjálfri sér.
Amma sem börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn
elskuðu svo innilega og var sú ást
ríkulega endurgoldin.
Svona gæti ég lengi talið upp, en
fæ aldrei fullþakkað.
Ég bið góðan Guð að blessa
hana og varðveita. Þig, elsku afi
minn, sem alitaf stóðst við hlið
hennar og tókst svo ríkan þátt í
öllu hennar iífi og sem hugsaðir
svo vel um hana í hennar löngu
veikindum, bið ég Guð að styrkja
og blessa.
Kristín
hans kölluðu hann gjarnan dekur-
barn. Þarna er Jón kominn á þann
aldur að hann hlaut að taka að sér
smalastarfið að meira eða minna
leyti því ennþá var fært frá fyrstu
árin á Garðsá. Ærnar voru óhag-
vanar, þráðu að komast til átthaga
sinna austan heiðar — að minnsta
kosti fyrsta sprettinn. Þó að spor
smaladrengsins væru létt og vor-
næturnar oft fagrar við Eyjafjörð
þá voru þessi smalastörf oft erfið.
Á þriðja búskaparárinu á Garðsá
missti húsbóndinn, Sigurður, heils-
una og varð að liggja í Sjúkra-
húsinu á Akureyri vetrarlangt og
var næstu misserin mjög heilsu-
tæpur. Þá tók Jón að sér fjárhirð-
inguna með aðstoð systra sinna.
Reyndur fjármaður sagði að fjár-
hirðingin hefði farið þessum unga
fjármanni mjög vel úr hendi. Ein-
hvern tíma vetrarins hefur hann þó
notið skólatilsagnar þvi um vorið
lauk hann fullnaðarprófi með mjög
góðum vitnisburði.
Til marks um það hvað þessi
loka-barnaskólapróf voru mikils
metin á þessum tíma má geta um
það að Oddur Björnsson, prentara-
meistari á Akureyri, talaði við Sig-
urð, föður Jóns, um það hvort hann
vildi ekki láta drenginn læra prent-
iðn. Hvort tveggja var að hagur
fjöiskyldunnar var erfiður og einn-
ig var búið að vistráða Jón á góðu
heimili — Rifkelsstöðum — hjá
ágætu fólki svo að af prentnámi
varð ekkert. Þetta sama vor gekk
Jón til spurninga til séra Þorsteins
Briem, þess frbæra kennimanns,
sem þá þjónaði Grundarþingum og
fermdist þá um vorið.
Undirritaður sat dagsstund hjá
Jóni nú fyrir fáum vikum heima í
íbúð hans við Dalbraut og þá rifj-
aði hann upp ýmislegt frá löngu
liðnum árum, meðal annars glatað
tækifæri til prentnáms og eftir-
minnilega uppfræðslu séra Þor-
steins Briem. Hann sagði að sér
væri enn í dag minnisstæð ræða
prestsins síðasta daginn sem hann
talaði við börnin fyrir ferminguna.
Gamli maðurinn hló við og sagði:
„Já, þær grétu allar stúlkurnar og
ég held nú jafnvel að okkur hafi
öllum vöknað um augu nema
Magga í Holti.“ Hann dáði karl-
mennsku Magga.
Eftir tveggja ára dvöl á Rif-
kelsstöðum lá leiðin til Akureyrar
en þar bjuggu þá foreldrar Jóns og
stundaði hann þar almenna vinnu
nokkurt tímabil. Veturinn 1916 til
1917 stundaði hann nám í Flens-
borgarskóla í Hafnarfirði og hafði
af þessari námsdvöl góð not þótt
ekki væri lengri timi. Jón var mjög
góður námsmaður með trútt minni,
góða stærðfræðihæfni og hafði
frábæra rithönd.
Þá hverfur hann norður aftur,
hóf störf hjá klæðaverksmiðjunni
Gefjunni, vann þar sem litari langt
árabil og var þekktur undir nafn-
inu Jón litari. Árið 1919 kvæntist
Jón eftirlifandi konu sinni Magn-
úsínu Kristinsdóttur, ættaðri frá
Akureyri og eyfirskum byggðum.
Þar hlaut hann stóra vinninginn í
lífinu. Magnúsína var og er slík
ágætiskona, glæsiieg, mikilhæf
húsmóðir og fær saumakona, vann
mikið við saumaskap og kenndi og
hélt námskeið. Magnúsína klæddist
daglega bolbúningi og peysufötum
við hátíðleg tækifæri. Þessi glað-
væra og hjartahlýja kona fagnaði
jafnan gestum í húsi sínu. Það sóp-
aði að henni. Það var líka oft
gestkvæmt í Brekkugötu 25,
frændgarðurinn stór og margir
leituðu heim til Jóns frænda í bæj-
arferðum, fengu gistingu og góðan
beina og aðrir jafnvel til dvalar við
nám eða vegna annarra atvika. Það
var alltaf opið hús hjá þeim hjón-
um. Magnúsína var manni sínum
sannur verndarengill á erfiðum
stundum. Allir hafa sina annmarka
og eigin erfiðleika við að glima og
þá er gott að eiga — traustan vin
— sem — skilur mann —. Þau voru
glæsileg hjón, Magnúsína og Jón.
Þeim varð fimm barna auðið. Eitt
dó i frumbernsku en þau er upp-
komust eru: Hólmfriður Guðlaug,
gift Ingva Ingvarssyni ráðuneytis-
stjóra, þau eiga eina dóttur; Bryn-
ieifur klæðskerameistari, kvæntur
Sigurbjörgu Guðmundsdóttur, þau
eiga fimm börn; Sigurður Kristinn
byggingarmeistari, kvæntur Selmu
Jóhannesdóttur, þau eiga fimm
börn og eina dóttur átti Sigurður
áður; yngstur er Helgi verkfræð-
ingur og kennari við Tækniskóla
íslands, ókvæntur. Alit eru þetta
góðir borgarar sem bera foreldrum
sinum fagurt vitni. Magnúsína
dvelur nú í Vífilsstaðaspítala, farin
að heilsu en er samstiga öldinni,
fædd 1. janúar 1900.
Á Akureyrarárum sinum tók Jón
mikinn þátt i skáklifi bæjarins og
var þar jafnan í fremstu röð
skákmanna. Hlaut hann þá viður-
kenningu að verða útnefndur heið-
ursfélagi hjá Skáksambandi ís-
lands.
Árið 1947 flytja þau Jón og
Magnúsina til Borgarness. Mun
það hafa verið í samræmi við lög-
málið, fyrst fljúga ungarnir úr
hreiðrinu, síðan koma þeir sem
eldri eru á eftir til að geta verið
nálægt sínum nánustu. Þá bjó
Brynleifur sonur þeirra með fjöl-
skyldu sinni i Borgarnesi. Þar vann
Jón hjá Kaupfélagi Borgfirðinga.
Frá Borgarnesi lá leiðin til
Reykjavíkur og búa þau þar lengst
i Sambandshúsinu við Austur-
stræti þar sem Jón var húsvörður
og stundaði jafnframt verslunar-
störf. Á þessum árum átti Magnús-
ina við erfiöleika að striða vegna
sjóndepru sem þó lagaðist nokkuð
siðar.
Þegar starfsdagurinn á vinnu-
markaðinum var á enda var flutt í
Básenda 4 og síðasta heimilið var á
vistheimilinu við Dalbrautina.
Hvar sem heimilið var þá var
sama sinnan til að fagna gestum.
Og nú er góður maður genginn.
Jón Sigurðsson frá Snæbjarnar-
stöðum lést i Landspítalanum 6.
apríl sl.
Síðasti áfanginn var nokkuð erf-
iður eins og oft vill verða við hin
stóru þáttaskil lifs og dauða.
Með morgunsólinni hóf hann för
sína yfir hið óræða djúp. Sæmdar-
maður, sáttur við guð og menn.
Hann safnaði ekki auði en hlaut þó
mikla hamingju i lifinu. Ef til vill
hefur hann í lokin, likt og skáldið,
hugsað um:
„Dalinn Ijúfa í austur átt,
þar átti mamma heima.“
Siguröur Jósefsson
Fyrir nokkrum vikum heimsótti
ég kunningja minn, Jón Sigurðs-
son, og bað hann að rifja upp ferð,
sem hann fór ásamt féiögum sín-
um á Akureyri vestur til Blöndu-
óss. Það var vorið 1925 og erindið
að sitja stofnfund Skáksambands
íslands, sem sex norðlenzk taflfé-
lög stóðu að í byrjun. Helztu atriði
þessa viðtals okkar birtust í móts-
hefti hins alþjóðlega skákmóts i
Reykjavík i febrúar, sem skák-
sambandið efndi til í tengslum við
60 ára afmæli sitt. Jón sagði þá
frá þvi, að þeir félagarnir úr Eyja-
firði og Skagafirði fóru þessa ferð
á hestum; og tók hún alls fimm
sólarhringa fyrir suma Eyfirðing-
ana i góðu vorveðri um Jóns-
messubil. Þarna kom sem sé fram
skemmtilegur þáttur i sögunni um
stofnun hinna mætu samtaka ís-
lenzkra skákmanna. Og nú kemur
á daginn, að ekki var seinna
vænna að fá fram þessa lýsingu á
ferðlaginu, þvi að sögumaðurinn
minn er nú farinn í aðra ferð stór-
vægilegri.
Þótt Jón væri fæddur Fnjósk-
dælingur kenndist hann löngum
við Akureyri, enda búsettur þar
árum saman, var þá starfsmaður
klæðaverksmiðjunnar Gefjunar
sem litunarmeistari. Hefur það
áreiðanlega verið nákvæmnislegt
vandaverk. En við lok síðara striðs
flutti hann búferlum með fjöl-
skyldu sinni til Borgarness, þar
sem hann starfaði hjá kaupféiag-
inu í 7 ár, unz hann fluttist til
Reykjavikur og átti þar heimili
síðan. í lokin hélt hann til i fbúða-
stofnun aldraðra við Daibraut.
Ég kynntist Jóni Sigurðssyni á
sjötta áratugnum, þegar hann
fékkst við innheimtustörf fyrir
Ríkisútvarpið um nokkurt árabil.
Þá var tafliðkun nokkur meðal
starfsmanna (sem og sfðar), og
lágu þar saman leiðir okkar, því
að báðir höfðu gaman af henni, en
auk þess hittumst við auðvitað
annað veifið á göngum hússins.
Alltaf var gaman að skipta orðum
við Jón, því að hann var greindur
og fróður og einkar geðfelldur i
aiiri viðkynningu. Enginn var
Kristín Benedikts-
dóttir — Minning