Morgunblaðið - 20.04.1985, Side 3

Morgunblaðið - 20.04.1985, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRlL 1985 3 Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: Voðinn vís ef nýhafín samráðstilraun mistekst — segir 3 % raunvexti eðlilega, gerir úttekt á samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn „EF SÚ tilraun, sem hafin er til samráðs við launþega og vinnuveitendur um skynsamlega hagstjórn, mistekst, og launahækkanir verða langt fram úr því, sem þjóðarbúið þolir, er voðinn vís. Það mun ég ekki horfa á aðgerðarlaus. Þjóðarbúið, atvinnuvegirnir og einstaklingarnir munu þola illa aðra verð- bólgukollsteypu. Ríkisstjórninni ber skylda til að koma í veg fyrir slfkt eða fara frá ella,“ sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og formað- ur Framsóknarflokksins, meðal annars í setningarræðu aðalfundar mið- stjórnar framsóknarmanna, sem hófst í gær. í ræðu sinni ræddi forsætis- sagði að aukið viðskiptafrelsi, þar ráðherra aukið frjálsræði. Hann sem samkeppni er nægileg, hefði Ólafur Stephensen, formaður SÍA: Viljum að frjálsræði sé á markaðnum „PERSÖNULEGA er ég mikið á móti bönnum vegna þess aö það hefur sýnt sig erlendis að það hefur ekki minnkað neyzlan á þeim vörum, sem bannað er að auglýsa. Það hafa verið notaðar ýmsar aðrar útbreiðsluleiðir til að vekja athygli á þeim. Vitaskuld er það ákaflega leiðinlegt að til séu lög hér á íslandi, sem banni auglýsingar á ákveðnum vörutegundum. Við erum líka á því, að neytendur eigi aðgang að sem flestum fjölmiðlum, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir," sagði Ólafur Stephensen, formaður Sambands ís- lenzkra auglýsingastofa, er Morgunblaðið innti hann álits á því að ekki væri amazt við auglýsingum um tóbak og áfengi í erlendum blöðum og tímaritum, sem hér væru seld, en væru bannaðar í innlendum blöðum. „Vissulega eru þær íslenzkar auglýsingastofur, sem aðilar eru að SÍA, því fylgjandi að það ríki sem mest frjálsræði á auglýsinga- vettvangnum. Það á alveg að vera sami réttur neytandans á mark- aðnum að kaupa erlend tímarit, sem í boði eru eins og innlend tímarit. Á hinn bóginn er aldrei hægt að setja sig upp á móti því, að erlend blöð og tímarit, sem hingað berast, séu með auglýs- ingar um hluti, sem annað hvort er ekki hægt að fá hér eða er bannað að auglýsa hér. Það er ekki nema örlítið brot af upplaginu, sem kemur hingað til lands og yf- irleitt ekki tekið með í reikninginn að auglýsingar séu sérstaklega gerðar í erlend blöð fyrir íslenzka neytendur. En þegar um er að ræða að auglýsingar erlendra tímarita séu gerðar fyrir íslenzka markaðinn hefur reyndin verið sú, að erlendar auglýsingastofur hafa fengið aðstoð íslenzkra og öfugt. Þá finnst mér í sambandi við boð og bönn nauðsynlegt að benda á eina grein tilvonandi útvarps- laga. Þar segir að auglýsingar, sem fylgi dagskrá um gervihnött og fari þá inn i kapalkerfi, séu heimilar, brjóti þær ekki í bága við íslenzk lög. Ef þetta verður að veruleika skapast mikið misrétti milli innlendra og erlendra aug- lýsenda og það yrði hlálegt. í lög- unum er gert ráð fyrir að það sé bannað að auglýsa í útsendingum um kapal. Ætli innlend auglýs- Afmælisralliö: Omar og Jón með forystuna BR/EÐURNIR Ómar og Jón Ragn- arssynir höfðu forystuna í afimælis- ralli Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavík- ur og Skeljungs er helmingur sérleiða á Reykjanesi hafði verið ekinn í gærkvöldi. Þeir bræður aka bíl af gerðinni Toyota Corolla og voru með tímann 10,29 mín. í öðru sæti voru Birgir Bragason og Gestur Friðjónsson á Toyota Corolla á 10,59 mín og í þriðja sæti Bjarni Sigurgarðarsson og Birgir V. Halldórsson á 11,13 mín. en þeir aka á Talbot Lotus. Halldór tJlf- arsson og Hjörleifur Hilmarsson, sem álitnir voru sigurstranglegir, féllu úr keppninni á annarri sérleið er bíll þeirra bilaði. ingaastofa sér að koma auglýsingu i kapalkerfi, þegar þar að kemur, yrði að panta hana i gegnum gervihnött," sagði ólafur Steph- ensen. reynst betur en hann vænti. A hinn bóginn hefði vaxtafrelsið ekki gefið jafn góða raun. Hann sagðist þó þeirrar skoðunar, að vextir hér á landi hlytu í framtíð- inni að verða frjálsir að svipuðu leyti og í okkar nágrannalöndum. Um vextina sagði hann einnig: „Ég get fullyrt, að nafnvextir munu lækka. Þeir verða hins veg- ar að sjálfsögðu jákvæðir, enda hef ég engan heyrt gera ráð fyrir neikvæðum vöxtum lengur. Hve háir raunvextir verða, get ég hins vegar ekki fullyrt á þessari stundu. Ég teldi eðlilegt, að þeir yrðu um 3 af hundraði. Það skal hins vegar tekið fram, að um þetta er ekki samkomulag á milli stjórn- arflokkanna. Ýmsir Sjálfstæðis- menn vilja frjálsa vexti, við telj- um það ekki kleift í því efnahags- ástandi sem er. Þegar þannig er ástatt, hefur Seðlabankinn loka- orðið. Við munum gera allt, sem í okkar valdi stendur, til að fá raunvexti lækkaða." Samstarfíð við Sjálf- stæðisflokkinn Forsætisráðherra sagði það hafa valdið nokkrum erfiðleikum, að formaður Sjálfstæðisflokksins sæti ekki í ríkisstjórninni, og bætti við: „Ég er þeirrar skoðunar, að hann ætti að vera þar.“ Forsætisráðherra taldi að núver- andi skipan hefði haft skaðleg áhrif fyrir ríkisstjórnina. Þá sagð- ist hann afskrifa fullyrðingar Þorsteins Pálssonar í landsfund- arræðu um frumkvæði sjálfstæð- ismanna í flestum mikilvægum málefnum ríkisstjórnarinnar „sem nauðsynlega viðleitni for- mannsins til að berja saman sitt lið“. Hann sagði stjórnarsam- starfið gott og að í viðræðum „okkar formannanna hafi ávallt ríkt heilindi af beggja hálfu ...“ Steingrímur Hermannsson sagðist undrast þá ofuráherslu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði lagt á einkarekstur á landsfundi sínum. Hann sagðist vilja heyra dæmi um að framsóknarmenn gættu á óeðlilegan hátt hagsmuna SÍS og vildi „vara við markvissri viðleitni til þess að brjóta niður einhver heilbrigðustu samtök fólksins í landinu, samvinnufélög- in“. í lokakafla ræðu sinnar varaði formaður Framsóknarflokksins við frjálshyggjunni og sagði, að hún hefði „því miður .... náð sterkum tökum á nokkrum fjölda sjálfstæðismanna." Á hinn bóginn fagnaði hann því að „frjálshyggj- unnar gætir minna í samþykktum landsfundarins en ég gerði ráð fyrir“. Um aðra flokka en Sjálfstæðis- flokkinn, stjórnarandstöðuna, hafði forsætisráðherra það eitt að segja, að sér virtist hún „rótlaus, stefnulaus og fljóta í tómarúmi". Verkefni Steingrímur Hermannsson sagðist ekki hafa neina trú á því, Steingrímur Hermannsson að verðbætur á laun í nokkurri líkingu við það sem áður var, verði teknar upp að nýju. Hann sagði brýnustu viðfangsefnin nú vera fjárhagserfiðleika húsbyggjenda og bænda og staðbundnir erfið- leikar í sjávarútvegi og hjá skreið- arframleiðendum. Hann taldi viðskiptahallan „vafalaust í hnotskurn alvarleg- asta vandamálið, sem við eigum við að stríða". Svigrúm til al- mennra kjarabóta væri mjög lítið. Þó væri mikilvægt, að nokkrar og öruggar kjarabætur yrðu, ekki síst hjá þeim, sem lægstu launin hafa, t.d. í fiskvinnslunni. Hann taldi bata framundan og ræddi um nýsköpun atvinnulífsins. Ráðherrann boðaði, að strax eftir helgina myndi hann leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um Þróunarfélag, einnig frumvarp til laga um Byggðastofnun og Framkvæmdasjóð. Menntakerfið ætti að tengja betur atvinnulífinu, endurskoða bæri skipulag ran- nsóknastarfseminnar og sameina utanríkisviðskipti og utanríkisr- áðuneyti og beina starfseminni fyrst og fremst inn á markaðssvið- ið. Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins stendur fram á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.