Morgunblaðið - 20.04.1985, Síða 13

Morgunblaðið - 20.04.1985, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRlL 1966 13 Stefán Kalmans- son formaður Vöku AÐALFUNDUR Vöku, Félags lýð- ræðissinnaðra stúdenta, var hald- inn þann 29. mars sl. Á fundinum lét af störfum stjórn óla Bjarnar Kárasonar og við tók ný stjórn. Formaður var kosinn Stefán Kalmansson. Á öðrum fundi nýkjörinnar stjórnar, þann 17. apríl, skipti hún með sér verkum. Áðrir stjórnar- menn eru: Eyjólfur Sveinsson, varaformaður, Þórunn Sigurðar- dóttir, gjaldkeri, Pétur Jónsson, ritari, Baldur Sveinbjörnsson, rit- stjóri, Bjarni Árnason, meðstjórn- andi, Sveinn Guðmundsson, með- stjórnandi. Á aðalfundi lagði fráfarandi stjórn fram skýrslu um störf hennar og félagsins síðastliðið ár. Þar kemur m.a. fram að á árinu 1985 er félagið 50 ára og var í til- efni þess haldið hóf að Hótel Borg í febrúar. Næsta haust er síðan að vænta afmælisrits en Páll Björnsson sagnfræðinemi hefur tekið að sér að rita 50 ára sögu félagsins. í sumar verður haldinn aðal- fundur EDS (European Democrat- ic Students) hér á landi. Vaka mun hafa veg og vanda af fundin- um en von er á yfir 30 erlendum gestum. Að lokum má geta þess að í síð- ustu kosningum til Stúdentaráðs og Háskólaráðs vann Vaka veru- lega á og er nú stærsta fylking innan Stúdentaráðs. (Frétutilkjiiiag) 8.000 tunnur salt- sfldar eru óseldar Saltað var í þær umfram samninga SALTAÐ var í um 8.000 tunnur af síld á síðustu vertíð umfram gerða sölusamninga. Svarar það til um þriggja hundraðshluta heildar- söltunarinnar. Samkvæmt upplýs- ingum Síldarútvegsnefndar hefur enn ekki tekizt að selja þessa saltsíld þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Alls var saltað í rúmlega 250.000 tunnur á síðustu vertíð og er það næstmesta söltun Suður- landssildar frá upphafi. Af þessu voru 185.000 tunnur seldar til Sov- étríkjanna og 45.000 tunnur til Svíþjóðar og Finnlands. Mismun- urinn fór til ýmissa annarra landa og á innanlandsmarkað. Að sögn Síldarútvegsnefndar var saltað í umræddar 8.000 tunn- ur þrátt fyrir aðvaranir hennar og saltendafélaganna. Af 53 söltun- arstöðvum söltuðu um 40 meira en heimilað var samkvæmt samning- um. Um þessar mundir eru allir saltsíldarmarkaðir yfirfullir og má sem dæmi um það nefna, að á síðasta ári urðu Norðmenn að setja rúmlega tvo þriðju hluta síldarafla síns i bræðslu. Borgarafundur um viðhorf í skólamálum SAMTÖK áhugafólks um uppeld- is- og menntamál gengst fyrir opnum borgarafundi í Kennslu- miðstöðinni á Laugavegi 166 á mánudag, 22. apríl klukkan 20. Frummælandi verður Bessí Jó- hannsdóttir, sem nefnir erindi sitt: Nýjungar í starfi grunnskól- ans, en andmælandi hennar verð- ur Elín G. Ólafsdóttir. Stutt ávörp flytja fulltrúi menntamálaráðu- neytisins og foreldri. MorgunblaAið/Árni Sœberg Nemendur úr barna og unglinga deild Myndlistaskólans í Reykjavfk vió vinnu sína. Myndlistaskólinn í Reykjavík: Kynnmgarsýning í barna- og unglingadeild UM helgina veröur sýning á verk- um nemenda úr barna- og unglinga- deildum Myndlistaskólans í Reykja- vík. Sýningin verður opin í húsa- kynnum skólans í Tryggvagötu 15, laugardag og sunnudag kl. 14—18. Kynning á starfi Myndlistaskól- ans í Reykjavík hefur staðið yfir seinni hluta vetrar. Nemendur við skólann eru nú rúmlega 300 tals- ins í 22 deildum. í barna- og ungl- ingadeild eru um 100 nemendur á aldrinum 6 til 16 ára. Skólastjóri er Valgerður Bergsdóttir. Deildir hafa verið kynntar nemendum og gestum á göngum skólans. Myndlistaskólinn í Reykjavík var stofnaður 1947. Hlutverk hans er að veita almenna myndlistar- menntun börnum og fullorðnum. Ennfremur undirbýr skólinn nem- endur, sem hyggja á nám við aðra listaskóla hér sem erlendis, hvað varðar frjálsa myndlist, listiðnað og byggingarlist. Við skólann eru haldnir fyrirlestrar um listsögu- leg efni auk umfjöllunar um ein- staka listamenn. Stjórn Vöku skipa: f.v. Eyjólfur Sveinsson, Baldur Sveinbjörnsson, Sveinn Guðmundsson, Stefán Kalmansson, Pétur Jónsson, Þórunn Sigurðardóttir og Bjarni Árnason. Fyrir miöju er mynd af Jóhanni Hafstein, en hann var fyrsti formaður Vöku, félags lýðreðissinnaðra stúdenta. VIÐIR 6 Ky nnum dag I Mjóddinni: OBOY súkkulaðidrykk frá Marabou FIRM AI.OSS megrunardrykk frá Vaxtarræktinni Holdahænubringur frá Holtabúinu h.f. r og Islensk matvæli h.f. kynnir Qölbreytta framleiðslu sína. Kynnum í Starmýri: Kjötbúðing að hætti Víðis Kjúklingar 1QQ AÐEINS JL ^ .00 pr. kg. Ný Egg 129 .00 pr.kg. V we) í 1/1 Lambakjöt icq skrokkum niðursagað i ^ Lnghænur Frafrípartar . _ niðursagaðir Vo .00 pr.kg. CSjsbcmöi 29 .50 Stór dós AÐEINS Opið til kl. 16 í MJÓDDINNI & STARMÝRI. en til kl. 13 í AUSTURSTRÆTI VÍÐIR AUSTURSTRÆTI 17- STARMÝRI 2 MJODDINNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.