Morgunblaðið - 20.04.1985, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1985
Morgunblaðsmenn á íslenskunámskeiði:
„Stofnanamálið er veruleg
ógnun við íslenska tungir*
— rætt við íslenskukennarana
Heimi Pálsson og Þórð Helgason
„AUÐVITAÐ er málfarið á Morgunblaðinu ekki nógu gott. En það
er mjög gott miðað við þær aðstæður, sem blaðamenn vinna við.
Blaðið hefur allt frá dögum Valtýs og Jónasar frá Hriflu verið
málfarslegur fjólugarður. En beri maður málfarið á síðum Morgun-
blaðsins saman við málfar annarra blaða kemur Morgunblaðið vel
út. Og það læðist að manni sá grunur, að það hafi tekið sig nokkuð á
að undanförnu!"
Þeir sem tala eru íslenskukenn-
ararnir Heimir Pálsson og Þórður
Helgason. Undanfarnar vikur —
og margar næstu vikur verða
blaðamenn Morgunblaðsins á
námskeiðum í „Móðurmálsskóla"
þeirra. Námskeiðin standa í hálf-
an mánuð hvert, tvo tíma á dag, og
þátttakendur eru um tugur blaða-
manna hverju sinni. Umræða um
íslenskt mál og málnotkun hefur
aukist verulega á blaðinu síðan
námskeiðin hófust.
Sagði hann þetta en
meinti hann hitt?
„Það versta við blöðin eru klisj-
urnar, fastar málleysur — ekki
síst úr málfari stjórnmálamanna,"
sögðu þeir. „Orð eins og atvinnu-
tækifæri, að framkvæma þetta og
hitt, gera átak, kortleggja ástand-
ið, fletir á málum og svo það sem
er komið „inn í myndina“.“
— Fleira?
„Annað ámælisvert í blöðum
eru orðréttar þýðingar. Þær geta
verið afspyrnu ljótar og hvergi í
þeim vottur af íslenskri hugsun. Á
námskeiðinu tókum við dæmi úr
nýlegu fréttaskeyti, þar sem talað
var um „shipping world". Það var
þýtt sem „flutningaheimurinn".
Það er vitanlega íslenska og skilst
— en er náttúrlega ekki íslensk
hugsun. Þetta er hugsað út frá
„viðskiptaheiminum". Ekki rangt
hugsað — en útlenska. Sami vandi
blasir vissulega við öllum þýðend-
um.“
— Og stundum tökum við blaða-
menn orðrétta einhverja vitleysu eft-
ir viðmælanda okkar ...
„Já, mikið af því efni, sem
Morgunblaðið/Júllus
Heimir Pálsson (t.v.) og Þórður Helgason, kennarar á íslenskunámskeiði með blaöamönnum Morgunblaðsins: Varla
hægt að ætlast til að fólk sé læst eins og staðið er að skólunum.
blaðamenn í innlendum fréttum
afla og þurfa að skrifa um, er
byggt á viðtölum og frásögnum
manna. Við ímyndum okkur að
tímaskorturinn leiði blaðamenn
gjarnan í þá freistni að taka orð-
rétt upp eftir mönnum. Þá eru
þeir að minnsta kosti vissir um að
hafa rétt eftir!
En tóninn kann að vanta. Var
það þetta sem maðurinn átti við?
Dæmi frá námskeiðinu er fullyrð-
ingin: „Ég sagði ekki að hann
hefði stolið bókinni." Þessi setning
getur fengið jafn margar merki-
ngar og orðin eru mörg, allt eftir
því á hvaða orði áherslan liggur.
Það er kannski erfitt að fá við
þessu gert á meðan vinnuálagið á
blaðamönnum er svona mikið, en
auðvitað er afsökunin „hann sagði
þetta" ekki annað en skálkaskjól.
Blaðamaðurinn hlýtur alltaf að
standa frammi fyrir því að þurfa
að orða frásagnir manna á þann
hátt, að merkingin skili sér.“
... og kellingin
hrímaði í aftursætinu
— Nú er stundum talað um að
blöðin séu spegill þjóðlífsins.
Mér leið eins
— segir rússneski fiðiuleikarinn Viktoría
Mullova, sem flúði frá Sovétríkjunum fyrir
tveimur árum og nýtur nú frelsis á Vesturlöndum
„Auðvitað sakna ég stundum þess lífs, sem ég lifði í foreldrahúsum í
Rússlandi, en ég set frelsið, sem ég nýt á Vesturlöndum ofar öðru,“ segir
Viktoria Mullova, landflótta rússneskur fiðluleikari, í samtali við Morgun-
bladió. Viktoría, sem er aöeins 25 ára og hefur þegar getið sér alþjóðlegs
orðstírs, lék á fimmtudagskvöld einleik á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
íslands og í dag, laugardag, leikur hún hjá Tónlistarfélaginu.
Mullova kom hingað til lands
frá Los Angeles, þar sem hún hélt
tónleika, en hún hefur verið búsett
í New York undanfarin tvö ár. Að
íslandsförinni lokinni eru fram-
undan hjá henni tónleikar í Miami
á Flórída og síðan í Þýskalandi og
á Ítalíu. „Eg kem fram á um það
og ég væri í fangelsi
Fiðlarinn yljaði
verði um hjartað
Stokkbðhni l jiM. AP
SOVfeZKI fiAlukikarinn Vikloría
Mullova, ttem er UndflólU, æfði
oig í dag í aðaUtoðvum tænsku ör-
ygguslogreglunnar í Slokkhólmi.
Hertna fréttir að nóluleikarinn
haH aótt um haeli sem pólitisknr
flóttamaóur í Bandaríkjuaum of
bíói bún svnra frá þarlendum jflr-
▼öldum.
„Hún sagði okkur að hún
þyrfti að æfa sig fimm klukku-
stundir á dag svo að sór færi
ekki aftur,“ sagði Tore Porsberg
lögregiuforingi. „Hún spilar
þarna hinum megin við vegginn
og það er stórkostlegt á að
hlýða,“ bætti hann við. Lðgregl-
an mun hafa haft samband við
Gert Crafoord konsertmeistara
við Fílharmoniusveit Stokk-
hólms og beðið hann að lána
ungfrú Mullovu fiðlu til æfinga.
Grafoord, sem leikur á þrjú
hundruð ára gamla Stradivari-
us-fiðlu, sagði sfðan í viðtali við
fréttastofu AP I dag: „Ég er I frli
svo ég lánaði henni Stradivari-
usinn minn til bráöabirgöa“
Mullova mun hafa skiliö eftir
fiðlu svipaðrar tegundar á rúmi
hótels sins i Kuusamo í Norð-
austur-Finnlandi eftir að hún
ákvað að stökkva burt ásamt
undirleikara sinum, Wartan
Zhordania. Fiðla Crafoorda er
eign hans sjálfs, en fiðla sú er
Mullova skildi eftir I Kuusamo
mun hafa verið fengin að l&ni
hjá sovézkum yfirvöldum. Að
sOgn Crafoords eru aðeins þrj&r
eða fjórar Stradivarius-fiðlur
eftir I Svíþjóð.
Ungfrúin bar sigur úr býtum i
Sfbeiius-fiðlukeppninni I Hels-
inki 1980 og deildi fyrstu verð-
launum með Oörum ( Tchaik-
ovsky-flölukeppninni f Moskvu f
fyrra. „Hún er að byrja feril
sinn,“ sagöi Crafoord. „og á
sennilega eftir að verða stór-
stjarna."
Flótti Mullova og undirlcikara hennar, hins fertuga Vakhtang Jordania,
vakti á sínum tíma mikla athygli. Morgunblaóið birti þessa frétt um málið 7.
júlí 1983.
bil sjötíu tónleikum á hverju ári,“
segir Mullova. Hún æfir sig oft á
fiðluna fimm klukkustundir á dag,
stundum lengur og stundum
skemur. Oft er hún uppgefin eftir
æfingar og tónleika. „En ég er
engu að síður ánægð,“ segir hún.
„Það er betra að vera dauðþreytt,
en að sitja með hendur í skauti og
fá ekkert að gera.“
Mullova segir að það sé ekki
auðvelt að skýra það í stuttu máli
hvers vegna hún afréð að flýja frá
Sovétríkjunum og biðja um hæli á
Vesturlöndum. Hún er ekki póli-
tískur andófsmaður, frekar en t.d.
Andrei Tarkovskí, kvikmyndaleik-
stjórinn sem hér var á dögunum.
Reynsla þeirra beggja af komm-
únismanum er hins vegar áþekk.
Hún segir að af sér sé sömu sögu
að segja og Tarkovskí. Hún hafi
ekki fengið að njóta frelsis sem
listamaður, ekki fengið að rækta
tónlistarhæfileika sína. Hún fékk
ekki að koma fram á tónleikum,
nema eftir geðþótta skriffinna
þeirrar ríkisstofnunar, sem ræður
öllu tónleikahaldi i Sovétríkjun-
um. Engu skipti f því sambandi
þótt hún hefði unnið til glæsi-
legra, alþjóðlegra verðlauna. Hún
var hundsuð án þess að nokkur
skýring væri gefin.
Eins og rakið var í grein hér í
blaðinu á fimmtudaginn var Vikt-
oria Mullova á tónleikaferðalagi í
Finnlandi í júlí 1983, þegar hún og
undirleikari hennar flúðu vestur.
„Við tókum mikla áhættu, þetta
var sannarlega enginn leikur,"
segir hún þegar blaðamaður
Morgunblaðift/Júllus
Viktoría Mullova leikur með Sinfóníuhljómsveit íslands.